Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MAl 1974 7 Bezhnev og Brandt sóla sig á Krímskaga. Hriktir í stoðunum undir utanríkisstefnu Brezhnevs BROTTFÖR Willy Brandts úr embætti kanslara Vestur- Þýzkalands leiddi meðal annars til þess að Leonid Brezhnev flokks- leiðtogi stóð frammi fyrir hruni þeirrar persónulegu utanrfkis- stefnu, sem hann hefur reynzt sér- fræðingur i að reka undanfarin ár. Svo virðist sem óheppnin elti Brezhnev á þessu sviði: Georges Pompidou er látinn, Brandt farinn frá, og hættara við þvi nú en nokkru sinni fyrr að Nixon forseti neyðist til að flytja úr Hvita húsinu. Ein helzta ástæðan fyrir því hve mikill árangur hefur náðst í bætt- um samskiptum rikjanna er su, að gengið hefur verið framhjá hefð- bundnum leiðum í millirfkjasamn- ingum, en málin þess i stað til lykta leidd á persónulegum fundum og viðræðum leiðtoganna við mikinn fögnuð almennings heima og erlendis. Þessi persónulegu samskipti í utanrikismálum hafa af skiljanleg- um ástæðum fallið i góðan jarð- veg i Sovétrikjunum. Þar þarf ekki að leita samþykkis þjóðarinnar áður en mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Eftir á getur þjóðin látið í Ijós fögnuð sinn yfir árangrinum, eða — ef illa fer — reynt að dylja vonbrigði sín. Af þessu leiðir að stefnumótendur Sovétríkjanna telja stirðar og langdregnar samn- ingaviðræður embættismanna til þess eins fallnar að tefja fyrir framgangi mála. Þeim finnst mun auðveldara að semja beint við við- komandi forseta eða forsætisráð- herra og láta hann svo um að standa fyrir máli sínu þegar heim er komið. Þetta er ágætt svo langt sem það nær, það er að segja meðan stjórnmálaleiðtogar hinna ríkj- anna eru fastir i sessi og njóta nægilegs stuðnings. En það vill hrikta i undirstöðunum ef einhver leiðtoganna fellur frá eða hrökklast frá, og ekki er Ijóst hvort eftirmaðurinn fylgir áður markaðri stefnu. Þessu gera Rússar sér grein fyrir, og hugsan- legt er að þau áföfl, sem persónu- samskiptastefnan hefur orðið fyrir á þessu ári, leiði til þess að þeir takahana til endurskoðunar. Viðbrögð sovézku leiðtoganna við afsögn Brandts og þróun Watergate-hneykslisins eru athyglisverð. Að þvi er Brandt varðar hafa sovézkir fjölmiðlar þagað yfir aðalástæðu þess að hann sagði af sér, en hún var sú að upp komst um austur-þýzkan njósnara, sem var einn af nánum samstarfsmönnum kanslarans. Þess i stað skammast sovézku A THE OBSERVER Eftir Dev Murarka i fjölmiðlarnir út í ónefnda fjand- menn bættrar sambúðar (þótt þær skammir gætu allt eins beinzt að leiðtogum Austur-Þýzkalands), og hugga sig við það að Brandt verði áfram áhrifamaður i Bonn, og að eftirmaður hans. Helmut Schimdt, haldi fast við "Ostpolitik" Brandts. Varðandi Nixon forseta halda sovézku fjölmiðlarnir i vonina um að hann verði ekki hrakinn frá; það er skoðun þeirra i Moskvu að hann verði að halda völdum, þvi algjörlega er óvist að óþekktur eftirmaður hans hefði sömu stefnu gagnvart Sovétrikjunum. Flokksmálgagnið Pravda er gott dæmi um það hvernig reynt er að stinga höfðinu í sandinn þegar rætt er um vandræði Nixons. í' stað þess að skýra frá sí-auknum kröfum um afsögn Nixons eða brottvikningu, skýrir blaðið frá fundi forsetans með nokkrum þingmönnum i Hvita húsinu, þar sem rætt var um efnahagsmál. Var látið sem svo að ekkert gæti komið fyrir Nixon og ekkert mætti fyrir hann koma. Ef hins vegar eitthvað kæmi þrátt fyrir allt fyrir forsetann, hlyti það að vera óvinum bættrar sambúðar og 'eða Sovétrikjanna um að kenna. Ef Nixon verður nú hrakinn frá eftir afsögn Brandts og fráfall Pompidous, er hætt við að utan- ríkisstefna Brezhnevs verði nokkuð reikul. Ekki er þess þó að vænta að Moskvuleiðtogarnir snúi baki við persónulegum sam- böndum t utanríkismálum, en þeir þurfa tima til að rækta sam- böndin við þá leiðtoga, sem við taka á Vesturlöndum. Þótt allt sé á huldu um sam- böndin við Bonn, Parls og Was- hington, halda leiðtogamir í Moskvu áfram að leita persónu- legra sambanda á öðrum slóðum. Sem stendur beinist athygli þeirra einna helzt að öldruðum forseta Argentinu, Juan Domingo Peron. Itarleg og langorð yfirlýsing var nýlega birt i öllum blöðum að lokinni heimsókn José Gelbards, efnahagsmálaráðherra Perons. Hafði Gelbard þá náð samningum um 250 milljón dollara lántöku í Sovétrikjunum, og gefið góðar vonir um að Peron kænti sjálfur i heimsókn til Sovétrikjanna á næstunni til að kynnast Brezhnev persónulega, en þar biða hans örugglega hlýjar móttökur. Talið er nauðsynlegt i Moskvu að rækta persónuleg samskipti við leiðtoga í Suður-Ameriku einmitt nú þegar öfgasinnaðir hægrimenn eru að hasla sér völl í sumum löndum álfunnar. GERUM VIÐ kaldavatnskrana og WC-kassa. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR, simi 27522. BROTAMÁLMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, simi 25891. NÝ GERO AF VEGGMYNDUM frá Nordiska i Gautaborg. Fljót unnar. Uppsetning fylgir með. Kynnið ykkur nýjungarnar. HANNYRÐAVERZL. ERLA, Snorrabraut. BIRKIPLÖNTUR TIL SÖLU Úrvals birkiplöntur í mörgum verð- flokkum. Opið til kl. 1 0 virka daga og til 6 á sunnudögum. JÓN MAGNÚSSON, Lynghvammi 4, Hafnarfj. Sími 50572. ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Fullorðin einhleyp reglusöm kona óskar eftir ibúð. Upplýsingar i sima 42438. MEÐGJÖF — SVEIT Óska eftir að koma 1 1 ára dreng og 1 3 ára telpu á góð sveitaheim- ili í sumar. (Meðgjöf). Vinsamleg- ast hringið í síma 36547. JAKOBSDALSGARN Anorina Lyx, Mohairgarn, Noppé Bouclé, Tweed garn VERZL. HOF Þingholtsstræti 1 SUMARBÚSTAÐUR 1 MOSFELLSSVEIT nálægt Reykjum til leigu. Simi 16356 kl. 19—22. CITROEN 2 CV árg. 71 til sölu. — Hagstæður bill. Upplýsingar í sima 27808 og 31070. ÓSKA EFTIR litlu verzlunarhúsnæði, þarf að vera miðsvæðis. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 16364 hvenær sem er. TILSÖLU sumarbústaður i Mosfellssveit. Bústaðurinn er 3 herb., húsgögn fylgja. Tilvalinn fyrir hestamenn. Uppl. i sima 51888 á skrifstofu- tima og 52844 heima. UNGURMAÐUR óskar eftir mikilli vinnu úti á landi. Allt kemur til greina. Vinsamlegast hringið i sima 19547 i dag og á morgun, eftir kl. 5. TILSÖLU Fiat 124 árg. 1967. Uppl. i sima 37404. ÍBÚÐ 2ja til 4ra herb. í Reykjavík eða á Suðurnesjum óskast til leigu í 3 til 4 mán. Sími 16260 á skrifstofu- tíma. RÆKJUBÁTAR Getum bætt við okkur i viðskipti 1 til 2 bátum. STRÖND H.F., Kópavogi. Simar 43580, 21296. KJARVALSMÁLVERK Til sölu oliumálverk eftir Kjarval, Hólmatindur á Eskifirðí, Stærð 37x87 cm. Tilb. sendist Mbl. fyrir 30. mai merkt „Kjarval 1469" RADAR 32 m eða 48 m óskast til kaups. Simi 1 6260 á skrifstofutíma. UNG STÚLKA óskar eftir atvinnu. Hefur unnið við simavörzlu. Kann vélritun. Upplýsingar i sima 24656 eftir kl. 5 i dag og næstu daga. KEFLAVÍK Til sölu nýtt raðhús ásamt bilskúr. Uppl. i sima 2979 eftir kl. 5. Svalahandrið og önnur létt járnsmíði. Kantlim- ingarpressur kr. aðeins 1 1.195,- STÁLTÆKI s.f. simi 4271 7. EINHLEYPUR ELDRI MAÐUR óskar eftir herbergi sem fyrst. Upplýsingar i sima 25500 frá kl. 10—16. 22 ÁRA STÚLKA óskar eftir vinnu frá 1. júni. Allt kemur til greina. Uppl. í sima 51474 milli kl. 8 og 9 i kvöld og næstu kvöld. KEFLAVÍK Til sölu fokheld neðri hæð um 150 fm við Hringbraut. Bílskúrs- réttur fylgir. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, símar 1 263 — 2890. VERKSTJÓRAR í Verkstjórafélagi Reykjavíkur. Sá sem tók frakka í misgripum á aðalfundi félagsins sunnudaginn 19. maí er beðinn að hafa sam- band við skrifstofu V.S.Í. eftir kl. 2 á daginn simi 1 5060. HÓPFERÐABILL Til sölu 2 5 manna Benz og 8 manna Volswagen (rúgbrauð). Uppl. i sima 31391. JHorgunblatíib f'vmnRCFnuinR 7 mnRKnnvenR Garðplöntusala Stjúpur fjölært. Hekkplöntur, runnar og tré, rósastilkar. Mold i stórum pokum, látið ekki Breiðholtsplönturnar vanta i garðinn. Sendum um land allt. Uppl. og pantanir í S. 35225. Gróðrastöðin Breiðholti. Ath: aðeins ígróðrastöðinni Breiðholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.