Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 J2P- — Friöjón Þórðarson Jósef H. Þorgeirsson Valdimar Indriðason Óðinn SigÞórsson Anton Ottesen Inga Jóna Þórðardóttir Egill Benediktsson Árni Emilsson Soffía M. Þorgrímsdóttir Guömundur Ólafsson Fljótt flýgur fiskisaga, Skuldin komin að með fullfermi og Þaö er skundað á bryggjuna aö skoöa fenginn. Fljótt flýgur fiskisagan SIGURGEIR í Eyjum tók þessar myndir þegar Skuldin VE 263 kom aö landi með fullfermi fyrir nokkrum dögum, 12 tor.n af þorski eftir daginn. Skipverjar eru aðeins tveir, Beggi á Skuldinni og Elli í Varmadal. Beggi á Skuldinni í lönduninni. Elli í Varmadal er einnig ánægður eftir góöan dag. Útvarp-sjónvarp: Unnið fyrir um 518 millj. kr. við dreifi- kerfí og litvæðingu Tregt fískirí á Suðurlandsmiðum „AFLINN er dottinn niður úr öllu valdi, 3—4 tonn í netin og ekkert í trolliö," sagði Torfi Haraldsson á hafnarvigtinni í Friðarhöfn í Vest- mannaeyjum Þegar Morgunblaöið leitaði upplýsinga hjá honum um afla Eyjabátanna í gær. Eyjabátar fengu ágætisafla í nokkra daga, en Það var tregt hjá Þeim í fyrradag samkvæmt upplýsingum Torfa. Óskar á Vigtinni í Höfn í Hornafirði kvaö einnig hafa veriö tregt þar í fyrradag, því alls heföu borizt á land 112 tonn af 14 heimabátum. Hins vegar hefði aflinn daginn áöur veriö 263 tonn eöa 19 tonn að meöaltali á bát af nær eingöngu þorski. Óskar kvaö 4087 tonn komin á land í Hornafiröi á þessari vertíö, en aflahæstur báta er Hvanney meö 505 tonn og Gissur hvíti meö 451 tonn. Hornafjarðarbátar hafa veriö á línu og netum. Á ÞESSU ári er áformað að verja 518 milljónum króna til fram- kva’mda við dreifikerfi útvarps og sjónvarps og við litvæðingu sjónvarps. Kemur þetta fram / frétt frá menntamálaráðuneytinu og þar segir ennfremur, að eftir- stöðvar tolltekna af sjónvarps- tækjum 1977 og áætlaðar tolltekj- ur á yfirstandandi ári muni nema 583.4 millj. króna. Aformað er að vinna víða á landinu við uppbyggingu FM- stöðva, sjónvarpsstöðva og ör- bylgjuframkvæmdir. Segir í frétt menntamálaráðuneytisins, að framkvæmdir kunni að truflast af ýmsum ástæðum, svo sem ótrygg- um afgreiðslutíma búnaðar, erfiðu veðurfari, takmörkuðum starfs- kröftum og óvæntum bilunum í dreifikerfinu sem óhjákvæmilega kalli á mannaafla og fjármagn. Þá séu tæknilegar forsendur seint fullkannaðar og í nokkrum tilvik- um sé vitað um þörf frekari athugana en þegar hafi farið fram. Af þessum sökum sé eigi unnt að segja fyrirfram nákvæmlega hvenær einstökum framkvæmdum ljúki. Unnið verður við framkvæmdir á eftirtöldum stöðum: Goðinn til Ólafsfjarðar Ólafsfirði, 1. apríl. BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn kom hingað til ólafsfjarðar um hádegis- bilið og héldu skipsmenn strax til skrafs og ráða- gerða með áhöfn færeyska flutningaskipsins Hólmur. Varðskipið Óðinn fór héðan í gærkvöldi eftir að ljóst varð, að ekki yrði létt á Hólminum með því að moka úr honum salti, en það strandaði á trygginga- félagi skipsins. Fréttaritari. FM*st(>ðvar. Gagnheiði, Höfn, Lón og Almannaskarð, ólafsfjörður og Dalvík, Vatnsendi og Skúlagata (endurnýj’un), Skagafjörður (endurnýjun). S JÓN V A RPSSTÖÐ V A R. Hörgárdalur. öxnadalur, Blöndudalur, Svartárdalur, Almannaskarð. Lón, Borgar höfn, Drangsnes, Skeggjastaðahreppur, Kollafjörður, Grundarfjörður (tvœr stöðv- ar), Langholt, Vatnsendi (enurbœtur), Hegranes (endurnýjun). Mjóifjörður, Iláfell. Arnarnes við ísafjarðardjúp, Sand- ?erði, Porlákshöfn. mis húnaður samkvæmt fyrri ákvörðun. ÖRBYLGJUFRAMKVÆMDIR Reykjavfk — Vestmannaeyjar, Vestmanna- eyjar — Háfell, Akureyri — Gagnheiði (verkslok). LITVÆÐING SJÓNVARPS KvikmyndasýninKarvél með hljóðbúnaði. Framköllunarvél fyrir litfilmu. Ijósabúnað- ur í upptökusal. UNDIRBÚNINGSVINNA llnnið er nú að könnun og fullnaðarundir búningi framkvæmda m.a. á þessum stöðum, Fljótsdalur (Suðurdalur), Árnes- hreppur, Mosfellssveit, EnKÍhlíðar- og Vindhælishreppar, Vatnsnes f Ilúnavatns- sýslu, Borxarnessvæðið og Mýrarnar, Breiðdalur (Innsti hluti byjíKðar). Bárðar dalur. SkaftártunKa. Tjörnes, Álftafjörður vestra o.fl. Listi Sjálf- stæðisflokks í Vesturlands- kjördæmi ákveðinn GENGIÐ var frá fram- boðslista Sjálfstæðis- flokksins í Vesturlands- kjördæmi á fundi kjör- dæmisráðsins, sem hald- inn var í Borgarnesi á föstudagskvöld. Listann skipa; 1. Friðjón Þórð- arson alþingismaður, Stykkis- hólmi, 2. Jósef H. Þorgeirsson, Akranesi, 3. Valdimar Indriðason, Akranesi, 4. Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi Borgarhreppi á Mýr- um, 5. Anton Ottesen, Ytra-Hólmi Innri-Akraneshreppi, 6. Inga Jóna Þórðardóttir, Akranesi, 7. Egill Benediktsson, Sauðhúsum Dala- sýslu, 8. Árni Emilsson, Grundar- firði, 9. Soffía Margrét Þorgríms- dóttir, Ólafsvík, 10. Guðmundur Ólafsson, Ytra-Felli Dalasýslu. Á fundi kjördæmisráðsins á föstudagskvöld mættu 65 af 69 kjördæmisráðsfulltrúum. Sjálfstæðismenn í Vesturlands- kjördæmi efndu til prófkjörs 26. og 27. nóvember sl. Þar hlaut Friðjón Þórðarson bindandi kosn- ingu í fyrsta sæti listans, en að öðru leyti varð röð þeirra, sem þátt tóku í prófkjörinu þessi; 2. Jósef Þorgrímsson, 3. Valdimar Indriðason, 4. Anton Ottesen, 5. Inga Jóna Þórðardóttir, 6. Árni Emilsson, 7. Ingiberg Hannesson alþingismaður Hvoli Dölum, 8. Jón Sigurðsson, Reykjavík, 9. Óðinn Sigþórsson og 10. Ófeigur Gests- son, Hvanneyri. INNLENT Tónleikum Kammersveit- arinnar frestað AP óviðráðanlegum orsökum verður að fresta 4. áskriftartón- leikum Kammersveitar Reykjavík- ur, sem áttu að vera kl. 5 í dag, sunnudag. Tónleikarnir verða haldnir í Menntaskólanum við Hamrahlíð sunnudaginn 9. apríl kl. 5 síðdegis. Savar Lárus Ásnelrsson. læddur 4. des. 1959. HAImsteinn Bjarni Þúrarinsson, fæddur 23. maí 1960. Þeir fórust í snjóflóð- inu í Norðfjarðarsveit Myndirnar hér að ofan eru af þeim Sævari Lárusi Ásgeirssyni og Hólmsteini Bjarna Þórarinssyni frá Neskaupstað, en þeir fórust sem kunnugt er í snjóflóði í Norðfjarðarsveit á páskadag. Útför þeirra verður gerð frá Norðfjarðarkirkju á morgun, mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.