Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 Fréttir ðr poppheitninum ..., Hljómsveitin Póker er ef- laust sú hljómsveit á íslandi í dag. sem hvað mestrar hylli nýtur. Fyrir skömmu var Rijómsveitin ráðin til að leika í Kiúbbnum f jögur kvöld í viku. og þar sem Pop-síðunni þótti einkennilegt að svo vinsæi hljómsveit réði sig sem hús- hljómsveit ræddi hún við söngv- ara Pókers, Pétur Kristjáns- son. Hver er ástæðan fyrir því, að þið gerðust húshljómsveit Klúbbsins? „Ástæðan er fyrst og fremst sú, að við vorum orðnir leiðir á þessu sífellda flakki milli dans- leikja. Það gafst lítill tími til að æfa upp prógram, því alltaf var verið að flytja hljóðfærin og koma þeim fyrir á nýjum stað. Þá var einnig lítið upp úr flakkinu að hafa, það eru helzt skólaböll sem borga sig. Hér er . þetta allt öðru vísi. Við höfum hérna góða æfingaaðstöðu og höfum getað komið okkur vel fyrir." Hvernig er að spiia í Klúbbn- um? „Það er ágætt. Við fáum hérna visst aðhald, því þetta er mikið til sama fólkið sem kemur hérna í hverri viku. Við verðum —þyjjað vera sífellt með ný og ný lög, endá-æfum við núna upp þrjú til fjögur ný lög i hverri viku. Alls erum við nú með yfir 20 lög á lager. Náttúrulega verðum við að miða lagavalið við það fólk sem hingað kemur og erum við vanir að spila mest af frumsömdum lögum á fimmtu- dögum og sunnudögum, og svo fastan kjarna af lögum. Lagaval okkar er dálítið blandað, við erum með frumsamin lög, sem eru vinsælust, lög með Rolling Stones, Billy Joel, og eiginlega spilum við öll þau lög sem okkur finnst hæfa stíl hljómsveitar- innar. Við erum með heilmikið ljósa-„show“, um 26 ljóskastara, sem Gísli Sveinn Loftsson sér um, og Klúbburinn hefur séð okkur fyrir nokkurs konar bún- ingum, mussu og trefli. Það sem fyrir okkur vakir er það að reyna að endurvekja gömlu Glaumbæjarstemmninguna. Við höfum í hyggju að endurvekja gamlar hljómsveitir svo sem Náttúru, Oðmenn og Pelikan eitt kvöld, og fá lyftingamenn til að koma og lyfta lóðum og jafnvel reyna við Norðurlanda- met. Þá ætlum við að kynna Einar Vilberg og spila undir með honum eitthvert kvöldið og loks ætlum við að gefa fólki með hæfileika tækifæri til að koma fram með okkur.“ Hvað er framundan hjá Pók- er? Ja, við höfum fengið tilboð frá Bandaríkjum og Björgvin Gísla- son og ég fórum út til New Orleans í febrúar og athuguðum það, en hvað úr því verður á eftir að koma í ljós.“ Póker með treflana frá Klúbbnum um hálsinn. Myndir Mbl. Agúst H. Rúnarsson bæjar Pétur Kristjánsson söngvari Pétur Hjaltested hljómborösleikarí Hvernig finnst þér hljóm- sveitarbransinn á íslandi vera í dag? „Hann hefur aldrei áður verið eins ömurlegur og hann er nú. Það er nóg af upprennandi tónlistarmönnum en þá vantar tækifæri til að koma fram. í raun má segja að aðeins sé ein hljómsveit sem flakkar á milli balla þessa dagana, Tívólí, enn þeir eru líka sagðir gera það nokkuð gott. Þegar ég var að byrja í bransanum voru fjórar — fimm topphljómsveitir sem spiluðu á böllum og höfðu allar nóg að gera. Þá voru þetta líka sjö, átta staðir sem hljómsveitir gátu spilað á í Reykjavík. Nú er aðeins einn staður, þessa stund- ina meira að segja aðeins hæð, þar sem hljómsveitir geta komið fram. Tækifærin eru orðin svo lítil að menn nenna ekki að standa í því að gera góða hluti, listsköpunin er engin." Hver er ástæða þessarar miklu hnignunar? „Þegar Tónabær lokaði fyrir hljómsveitir 1976 fengu ungling- arnir ekki tækifæri til að hlusta á hljómsveitir heldur aðeins diskótek. Sumarið 1977 þegar Tónabæjarunglingarnir hefðu átt að byrja að stunda sveita- böll, var mætingin aðeins 50% af því sem hún hafði venjulega verið. Hljómsveitir sem áður höfðu fengið 400 til 700 manns á sveitaböll, fengu kannski 200 til 300 hræður á ball. Það sem vantar er hús hér í Reykjavík, fyrir unglinga á aldrinum 15 til 20, þar sem hljómsveitir gætu komið fram. Ef hljómsveitir eiga ekki að deyja út á þessu ári verður eitthvert svona hús að koma til. Diskótek á að banna nema til að hafa með hljómsveitum. Annars verður þróunin sú að hljóm- sveitir hætta að koma fram opinberlega, en láta sér nægja að gefa út plötur, sem svo eru spilaðar á diskótekum. Því gæti svo farið að eftir þrjú til fjögur ár, fengju unglingarnir aldrei tækifæri til að sjá tónlista- mennina, en yrðu aðeins að láta sér nægja að hlusta á stúdíó- unnar plötur." Kristjén Guðmundsson hljómborðsleikari Björgvin Gíslason rafmagnsgítarleikari Jóhann G. Jóhannsson bassaleikari Jóhann Eiríksson kassagítarleikari Asgeir Óskarsson trommuleikari Glanm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.