Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 33
— Minning Svafa Framhald af bls. 37. skólanna. Og hún sat því ekki mörg ár í stjórn S.I.B. En mat stjórnar S.Í.B. og annars samstarfsfólks Svöfu Þórleifsdótt- ur má m.a. marka af því að á 50 ára afmæli S.Í.B. var Svafa Þórleifsdóttir gerð heiðursfélagi í Sambandi ísl. barnakennara fyrir störf hennar í þágu skóla- og uppeldismála hér á landi. Svafa Þórleifsdóttir hlaut margs konar viðurkenningar fyrir störf sín í þágu þeirra mála, er hún bar fyrir brjósti á löngum lífsferli. Vitað er, að þær hafa hlýjað hug hennar og hjarta þótt hún hafi ekki flíkað þeim. Svafa Þórleifsdóttir hefur nú lokið langri, margþættri, farsælli starfsævi. Þeir, sem notið hafa leiðsagnar hennar og umhyggju, þakka samfylgdina og blessa minningu hennar. F.h. Sambands íslenskra barnakennara Helgi Elíasson Kveðja frá Sambandi borgfirskra kvenna. Látin er í hárri elli Svafa Þorleifsdóttir, fyrrv. skólastjóri á Akranesi. Sambandi borgfirskra kvenna er- bæði ljúft og skylt að minnast hennar með örfáum orð- um, svo mikil voru störf hennar í þágu þess. Hinn 9. maí 1930 var haldinn fundur í Borgarnesi að tilhlutan Kvenfélagasambands Islands, sem þá var nýlega stofnað. Mættir voru til fundarins fulltrúar þeirra kvenfélaga í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, er þá voru starfandi. Tilgangur fundarins var sá að stofna samband með þessum félögum. Fulltrúi Kvenfélags Akraness á fundi þessum var Svafa Þorleifs- dóttir, þáv. formaður þess. A fundinum var kosin 3ja kvenna nefnd til að undirbúa formlega stofnun kvenfélagasambands í( áðurnefndum sýslum og semja lög fyrir það og var Svafa kosin formaður nefndarinnar. Undir- búningsnefndin boðaði síðan til stofnfundar 30. júní 1931. A stofnfundi Sambands borg- firskra kvenna var Svafa kosin formaður þass og gegndi hún því starfi til ársins 1944, er hún fluttist burt af sambandssvæðinu. Störf hennar í þágu sambands- ins fær S.B.K. aldrei fullþakkað. Það var ómetanlegt að eiga hana að, fyrst sem braytryðjanda og formann, síðan sem hollvin og ráðgjafa. Svafa var samvinnuþýð kona og réttsýn, en hélt fast á réttum málstað, hver sem í hlut átti. Hún mótaði störf S.B.K. öðrum fremur og var ætíð hinn góöi, andi er vakti yfir velferð þess. Þar ríkti hinn létti félagsandi. Svafa var gerð að heiðursfélaga S.B.K. á 25 ára afmæli sambandsins árið 1956. Hún sat um 35 aðalfundi félagsins. Þegar rætt var um það innan stjórnar S.B.K. á hvern hátt sambandið gæti sýnt Svöfu verð- skuldaðan heiður í tilefni 90 ára afmælis hennar 20. okt. 1976, kom fram sú hugmynd að stofna sjóð í heiþurs- og virðingarskyni við hana. Sjóðurinn var síðan stofn- aður á níræðisafmæli hennar og bar nafnið Heiðurssjóður Svöfu Þorleifsdóttur og er hann í umsjá Kvenfélags Akraness. Samband borgfirskra kvenna hefur ákveðið að gefa fjárhæð í Heiðurssjóð Svöfu Þorleifsdóttur til minningar um hina látnu merkiskonu. Löngu og merku lífsstarfi er lokið. Við biðjum ættingjum og vinum hennar blessunar um ókomin ár. Blessuð veri minning Svöfu Þorleifsdóttur. S.B.K. Al'OI.VSINI.ASIMINN EK: 22480 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 33 L0KK A BILINN BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR ÞARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gæöavara, margreynd og henta íslenskum staðháttum. Gefið okkur upp bílategund, árgerð og litanúmer. Við afgreiðum litinn með stuttum fyrirvara. í Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- ar og sparsl fást einnig hjá okkur. mnrPf* oapOkca LUuML Laugavegi 178 simi38000 Höfum fyrirliggjandi Farangursgrindur og bindingar á allar stærðir fólksbíla, Broncoa og fleiri bíla. Einning skíðaboga Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. WWW AMERISKUR WWm KULDAKLÆÐNAÐUR A. FYRIR VINNU A BNm og leik Hetta Úlpa ^ Buxur Samfest- ingur meö hettu I Æ Sendum í póstkrötu I ÍÁmi Olafsson & Ccw Hf 40088ÍS* 40098##f Lincolnstóllinn Þessi glæsilegi stóll er klæddur meö leöri. Þér getið valið um þrjá liti. Þið, sem eigið pantaða stóla vinsamlegast hafiö samband viö okkur sem fyrst. Sent gegn póstkröfu. Valhúsgögn, Ármúla 4, sími 82275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.