Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐÍ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 H.R. Haldeman var dyggasti aðstoðar- maður Richa.rd Nixons og vildi ekkert láta eftir sér hafa um WaterKate-hneykslið þótt hann hafnaði í fangelsi eins og fleiri ^amstarfsmenn Nixons. Nú hefur hann rofið þögnina í bók sinni „The Ends of Power“ og bætir við nýjum ásökunum á hendur Nixon fyrir þátt hans í Water- gate-málinu. Ásakanirnar eru svo alvar- legar að Nixon hefur talið sig tilneyddan að endurskoða endurminningar sfnar, sem hann hefur unnið við sfðan hann hrökklað- ist úr Hvíta húsinu og fresta útkomu þeirra. Haldeman leysir frá skjóðunni Nixon í Hvíta húsinu 1972 Nixon var afburðamaður að dómi Haldemans, en í aðra röndina lítilmótlegur og ómerkilegur. Haldeman þakkar honum fyrir að hafa tvívegis bjargað heiminum frá kjarn- orkustyrjöld ásamt utanríkis- ráðherra sínum, Henry Kiss- inger. Hann segir að á árinu 1969 hafi Rússar nokkrum sinnum leitað hófanna hjá Bandaríkjamönnum í því skyni að fá þá til að taka þátt í kjarnorkuárás á Kína. Rússar höfðu komið fyrir mörg hundr- uðum eldflaugum á kínversku landamærunum að sögn Halde- mans þegar Nixon og Kissinger fengu talið þá á með brögðum að hætta við árásina og björg- uðu þar með þjóðinni frá hættulegustu styrjaldarátök- um, sem hún hefur staðið andspænis, eins og Haldeman kemst að orði. Ari síðar segi.• Haldeman að Rússar hafi hafizt handa um að koma upp bækistöð fyrir kjarnorkukaf- báta á Kúbu og aftur eiga Nixon og Kissinger að hafa haldið aftur af Rússum og að þjónustuna óbeinlínis við morðið á - Kennedy forseta. Hann játar að hafa grunað Nixon um að hafa þurrkað út „18 mínútna eyðuna" á einni hljóðrituninni frá Hvíta hús- inu þar til Nixon hafi ruglað hann í ríminu með því að gefa í skyn að ritari hans hefði gert það. Haldeman var einn aðalsak- borningurinn í Watergate-mál- inu og bók hans verður lesin með það í huga og dæmd eftir því. Heimildirnar fyrir ásökun- unum á hendur Nixon og Colson eru ekki frá fyrstu hendi. Colson hefur kallað ásakanirnar mesta gabb sem um getur síðan Clifford Irving skrifaði endurminningar How- ard Hughes. Nixon, Kissinger og aðrir sem koma við sögu neita líka flestu því sem Haldeman heldur fram. Asak- anir Haldemans geta átt rætur í beiskju út af meðferðinni sem hann fékk hjá Nixon og fang- elsisdvölinni. En Haldeman er í betri aðstöðu en flestir til að svara ýmsum spurningum, sem hófanna hjá Bandaríkjamönn- um í því augnamiði að taka þátt í kjarnorkuárásinni á Kína. Nixon vísaði þessari málaleitun á bug, en frétti þá að Rússar ætluðu að gera árásina einir. Bandaríska ut- anríkisþjónustan afstýrði hættunni með ráðsnilld að sögn Haldemans. Kissinger reyndi fyrst að gefa Rússum bendingu um að Bandaríkja- menn kynnu að koma Kínverj- um til hjálpar. Hann notaði til þess bandaríska sendiherrann í Varsjá, Walter J. Stoessel, sem vakti furðu kínverskra dipló- mata í veislu í Varsjá þegar hann gaf í skyn að Bandaríkja- menn vildu taka að nýju upp viðræður við Kínverja um stjórnmálasamband. Síðan var beitt svipuðu ráði og var notað í Kúbudeilunni 1962 til að vara Rússa við að tillögu George Keegan hers- höfðingja, yfirmanns leyni- þjónustu flughersins. Hann sendi frá sér skeyti, sem voru ekki á dulmáli, eins og það væri fyrir slysni, með áætlunum um þegar Kúbudeilan leiddi næst- um þv> til kjarnorkustyrjaldar. Tilgangur Rússa var að sögn Haldemans að koma, fyrir meðaldrægum eldflaugum, sem gátu hæft bandarískar kjarn- orkustöðvar. Viðvörunarkerfið gegn hættu á rússneskri árás úr norðri hefði ekki getað varað við sovézkri árás úr suðri. Kissinger afstýrði þess- ari hættu að sögn Haldemans með því að kalla á sinn fund sendiherra Rússa, Anatoly Dobrynin, og segja honum að Bandaríkjamenn vissú um eld- flaugarnar, en vildu ekki aðra Kúbudeilu. Ef Rússar létu undan yrði ekkert látiö uppiskátt opinberlega og dé- tente-stefnan gæti haldið áfram. Rússar hættu þá við smíði stöðvarinnar. Kissinger hefur viðurkennt síðan bók Haldemans birtist að Rússar hafi hugleitt kjarn- orkuárás á Kínverja en neitar því að þeir hafi beðið Banda- ríkjamenn að taka þátt í henni. Um Haldeman sagði hann: „Hvað veit hann um þetta. Ég Haldeman segir Nixon hafa þrábeðið sig um sannanir um þetta samband og þegar Halde- man gat engar sannanir fundið á Nixon að hafa skipað Charles Colson og E.Howard Hunt að láta til skarar skríða. Haldeman heldur því enn fremur fram að CIA hafi átt þátt í falli Nixons þar sem leyniþjónustan hafi hatað hann og fyllt Hvíta húsið með tækjum sínum, fylgzt með Watergate-samsærinu frá byrjun og ef till vísvitandi kippt fótunum undan því með skemmdarverkum til að koma forsetanum á kaldan klaka. Hann telur að Nixon og Colson hafi talið freistandi að kenna CIA um innbrotið og segir að forsetinn hafi afhent Colson allar upplýsingar sínar um CIA 1974. Hann telur margt benda til þess að skemmdarverkamaðurinn hafi verið símahlerarinn James McCord, fyrrverandi starfs- maður CIA og dyggur Haldeman á fundi með Ehrlichman, Kissinger og Nixon. John Mitchell í vitnaleiðsl- um í öldungadeildinni Rose Mary Woods sýnir hvernig hún telur sig hafa þurrkað út eyðuna á segulbandsspólunni. þessu sinni komið í veg fyrir nýja Kúbudeilu. Að öðru leyti finnur Halde- man Nixon fiest til foráttu. Hann heldur að Nixon hafi átt hugmyndina að innbrotinu í Watergate-bygginguna, þar sem aðalstöðvar Demókrata- flokksins voru til húsa, og að hann kunni að hafa með stuðningi Kissingers fyrirskip- að innbrotið í skrifstofu geð- læknis Daniel Ellsbergs. Hann segir að upplýsingum um Wat- ergate-innbrotið hafi verið „lekið“ til demókrata áður en það var framið og að leyniþjón- ustan CIA hafi ef til vill spillt fyrir aðgerðunum til þess að klekkja á forsetanum. Hann segir að forsetaráðgjafinn Charles Colson hafi verið við málið riðinn og seinna hótað Nixon því að Ijóstra upp um hlutdeild hans. Hann fullyrðir að Nixon hafi tekið þátt í yfirhylmingunni frá fyrsta degi og neytt CIA til að taka þátt í henni með dulbúnum hótunum um að bendla leyni- hafa valdið heilabrotum. Hér á eftir segir frá nokkru því helzta úr bókinni: Ógnunin við Kína Samkvæmt frásögn Halde- mans frétti bandaríska leyni- þjónustan 1969 að Rússar hefðu flutt „kjarnorkuherfylki" að Ussuri-fljóti, aðeins um þrjá kílómetra frá kínversku landa- mærunum. Loftmyndir sýndu mörg hundruð sovézka kjarna- odda á þessu svæði. Að sögn Haldemans voru Rússar að hugleiða kjarnorkuárás á Kín- verja til þess að eyða kjarn- orkuverum þeirra. Bandarískir embættismenn óttuðust meðal annars að Rússar ættu aðeins hrásprengjur, sem hefðu valdið svo miklu geislavirku úrfalli, að þær hefðu getað orsakað dauða gervallrar japönsku þjóðarinnar og dauðsföllum frá Japan um Kóreu til eyjanna á Kyrrahafi þar sem rúmlega 250.000 bandarískir hermenn voru staðsettir. Haldeman segir að Rússar hafi nokkrum sinnum leitað þann fjölda óbreyttra rúss- neskra borgara, sem mundu láta lífið ef Rússar réðust á Kína. Ýmis ráð, sem Banda- ríkjamenn beittu, höfðu tilætl- uð áhrif að sögn Haldemans. Bandarískar ljósmyndir sýndu brátt brottflutning sovézku kjarnorkufylkjanna frá landa- mærunum. Ógnunin á Kúbu Frásögn Haldemans um nýja ógnun Rússa á Kúbu er einnig ný af nálinni. Hann segir frá því að Kissinger hafi ætt inn í skrifstofu sína í september 1970 með ljósmyndir af knatt- spyrnuvöllum, sem væri verið að gera í Cienfuegos. „Þessir knattspyrnuvellir geta merkt stríð Bob,“ á Kissinger að hafa sagt æstur. Haldeman botnaði ekkert í þessu og spurði „Af hverju?" Svarið hljóðaði: „Kúþumenn leika baseball. Rússar leika knattspyrnu." Þetta merkti að sögn Halde- mans að Rússar voru að hefja sama leikinn og átta árum er nýbúinn með kaflann í bókinni minni um Kína og hef farið yfir öll skjöl og ekkert þessu líkt gerðist." Kissinger segir að rússnesk stöð á Kúbu hafi valdið nokkurri spennu, en ekkert í líkingu við það sem Haldeman gefi til kynna: Hættan hafi hvergi nærri verið eins ískyggileg og hann vilji vera láta og ekkert í líkingu við nýja Kúbudeilu hafi átt sér stað. Innbrotið Opinberlega hefur ekki tek- izt að rekja þræðina frá mönnunum sem brutust inn í Watergate-bygginguna lengra en til John Mitchells fyrrver- andi dómsmálaráðherra. En Haldeman segir að forsetinn hafi sjálfur átt upptökin og fyrir honum hafi vakað að hefna sín á formanni Demó- krataflokksins, Lawrence O.Brien og stirr.pla hann leigu- þý auðmannsins Howard Hughes, sem greiddi honum um 180.000 dollara á1 ári. stuðningsmaður leyniþjónust-. unnar. Hann bendir á að McCord hafi gert tvær mis- heppnaðar tilraunir til að hlera síma O.Briens og gizkar á 'að hann hafi lekið upplýsingum um innbrotið óvart eða vísvit- andi til demókrata sem hafi talið sér hag í því að innbrotið yrði framið og ekki reynt að koma í veg fyrir það. Þar með heldur Haldeman því fram að demókratar og CIA hafi vitað um innbrotið fyrir- fram og séð sér hag í því að það færi út um þúfur, en Nixon geti sjálfum sér um kennt að innbrotið var framið. Aðeins Colson vissi þetta leyndarmál forsetans að sögn Haldemans og Colson kann að hafa notað það gegn Nixon þegar framtíð hans í Hvíta húsinu var í hættu. Ilaldeman segir að vorið 1973 hafi hann fengið þær upplýsingar hjá forseta- ráðgjafanum Kenneth Clawson að Colson hafi hlerað öll símtöl hans við forsetann fyrir og eftir innbrotið og beitti forset-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.