Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 18
Ig MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 „Auðvitað hef ég sjálfur breytzt mikið á þessum 20 árum. Sem betur fer. Og þessara breytinga sér stað í ljóðum mfnum. Hluti þessarar bókar eru opin og frjáls ljóð um félagsmál. Það hefur farið svo, að ég tek nú miklu meiri þátt f þjóðmálabaráttunni en áður. Hef fengið meiri áhuga á þvf sem er að gerast f kringum mig og þetta kemur fram í ljóðagerð minni. Og ég hef elzt öfugt við aðra menn, þvf ég hef orðið róttækari með aldrinum.“ Það er Sigurður A. Magnússon, sem þannig svarar spurningu Mbl. um það, hvort og þá hverjar breytingar hann merki með sjálfum sér frá því fyrsta ljóðabók hans kom út fyrir 20 árum þar til nú, að hann stendur á fimmtugu, og Helgafell gefur út nýja ljóðabók hans« í ljósi næsta dags. — Nú hefur þú verið gagn- rýnandi á bókmenntir. Hefur það starf torveldað eða auðveld- að þína eigin ljóðagerð? „Mín ljóðagerð hefur stafað af einhverri ósjálfráðri innri þvingun, sem hefur leitað út. Þetta kemur eins og uppköst. í byrjun var ef til vill erfitt að vera ekki undir áhrifum þeirra skálda, sem ég hreifst af. Ég held þó, að sú árátta, hafi hún einhver verið, hafi farið fljótt af. Hins vegar er það tvímælalaus kostur að þekkja vel til ljóða annarra skálda, þó ekki væri nema vegna þess að sú þekking getur forðað manni frá því að ganga troðnar slóðir. Annars held ég nú, að mér hafi frekar tekizt að fara mínar eigin leiðir í ljóðagerð heldur en hitt. Að minnsta kosti virðist mér mega lesa það út úr þeim skrifum, sem orðið hafa um mína ljóðagerð". — Nú hefur þú sem gagnrýn- andi vegið og metið kosti og lesti í annarra ljóðagerð. Hvaða augum lítur þú svo á eigin ljóð? „Ég er blindur í minni sök sem aðrir. Ég geng þess ekki dulinn, að ég get ekki eins vel og ég hefði helzt viljað. Ég veit líka, að margt af því, sem ég dái mest hjá öðrum, er betra en það sem ég geri sjálfur. En mér finnst að ég hafi mitt að segja. Þú spurðir mig áðan um áhrif gagnrýnandastarfsins á eigin ljóðagerð, og ég kvaðst telja að mér hefði tekizt að fara mínar eigin leiðir. Ég vil þó ekki neita því, að ég hafi orðið fyrir áhrifum frá öðrum. Þau áhrif hafa komið erlendis frá, einkum frá Grikklandi. Ég heyrði einmitt snemma sagt um ljóðagerð mína, aí mörgum fannst hún útlendings- leg. Og það getur verið, að það sé engin tilviljun að sú bók mín, sem komið hefur út á grísku, gekk mjög vel þar, enda þótt hún hefði eiginlega enga útreið fengið hér heima. Einhvern veginn hef ég fengið það á tilfinninguna, að ljóð mín eigi greiðari aðgang að útlend- ingum heldur en íslendingum. Mér kemur þó ekki annað í hug en að kalla mig íslenzkt skáld. Ég ræði þetta aðeins sem viðbót við þau orð mín, að mér finnist skemmtilegheitum. Það er út af fyrir sig athyglisvert, að ég flutti nokkur erindi í Bandaríkj- unum um islenzka nútímaljóð- list og þar vöktu greinilega mesta athygli og skemmtan þessi ungu skáld með létta tóninn". — Hluti þessarar nýju bókar þinnar, eins og þú nefndir sjálfur, eru ljóð um félagsmál. Nú hefur því stundum verið haldið fram, að ljóðskáld bíði tjón af því að taka svo virkan þátt í félagsmálabaráttu líðandi stundar að hún byrgi þeim ljóðsýnina. „Já. Það hefur legið hér í landi lengi sá skilningur, að skáld eigi að hefja sig með einhverju móti upp yfir raunveruleika líðandi stundar. Þetta finnst mér skjóta nokkuð skökku við, þegar haft er í huga, að hafi nokkrir menn haft áhrif á þjóðina í þjóðmála- baráttu fyrri tíma, þá voru það skáldin. Auðvitað ortu þessir menn lýrisk ljóð um landið, „Já. í sannleika sagt, þá finnst nér alltof mikið af okkar skáld- máli einhvers konar krúsidúllur. Þetta er lýrisk mærð um hluti, sem búið er að orða þúsund sinnum áður og snerta ekkert það sem við erum að gera nú. Mér er ómögulegt að sjá, hvað skáldskapur, sem ekkert snertir samtíðina, hefur að gera út fyrir skrifborðsskúffu þess, sem er að yrkja. Ég hef vitandi vits gert mér nokkurt far um „að kljúfa klappir málsins/ kjörnum sundra/ neista slá úr tinnu og tundri orðsins/ tendra snarpan eld ...,“ eins og ég segi í fyrsta kvæði bókarinnar; Að yrkja. Mér finnst að eitt af því, sem skáld eiga að leggja sig fram við, sé að rífa upp vanabundin hugtök. Orð hafa nefnilega tilhneigingu tij að falla í fastar skorður og verða einhæf. Ég er á móti því og hef þess vegna reynt að nota orð í nýrri merkingu. Sú viðleitni mín ríkulegum tilefnum, mönnum og atburðum". — Eins og 12 réttkveðnar vísur um 144 íslenzk manna- nöfn? „Já. Eins og þær. Þessar vísur eru ekki bara skemmtan, þó einhverjum kunni að sýnast svo. Það er broddur í þeim, sem beinist að þessari allsherjarvit- leysu, sem hér ríkir varðandi erlend ættarnöfn Islendinga og það, að útlendingar skuli ekki mega halda nöfnum sínum af því að þau eru erlend. Og svo eru þessar nafnavísur alveg alþjóðlegar. Þær þarf ekkert að þýða! Nöfnin eru svo rammíslenzk, eða hvað?“ — Þú segir um þessi ljóð, að þau séu allt að því prósaísk. „Já. Ef til vill mætti segja um þau, að þetta séu ritstjórnar- greinar í ljóðformi. Ég er þó ekki viss um að mér myndi falla slík skilgreining alls kostar í geð. En kannski hef ég verið svo lengi í blaðamennsk- unni, að hún sé réttlætanleg“. „NEISTA SLÁÚRTINNU OG TUNDRI ORÐSINS” Spjall við Sigurð A. Magnússon í tilefni nýrrar Ijóða- bókar hans ég hafa fundið eiglin leiðir í ljóðagerð." — Hvaða breytingar sérð þú hafa orðið í íslenzkri ljóðlist? „Islenzk ljóðlist hefur nú um skeið einkennzt af þessari frjálsu ljóðagerð. Ljóðin háfa orðið miklu innhverfari. Per- sónulegri. Myrkari. Brautryðj- endur þessarar Ijóðagerðar tóku hana mjög alvarlega og stóðu harðir í sínu stríði. Nú er þessi ljóðagerð orðin föst hefð. Mér finnast beztu skáldin af yngri mönnum nú vera að koma með léttan tón inn í ljóðið, sem gerir ljóðlistina mjög skemmti- lega. Þetta speglar bæði ný viðhorf og svo hitt, að frjálsa ljóðagerðin er nú orðin mönnum svo töm, að þeir geta leyft sér að endurnýja hana með þjóðina og tunguna. Og gerðu það á fallegan hátt. En engu að síður voru þeir mjög virkir í félagsmálabaráttu samtíðarinn- ar. Mér finnst að ljóðskáld eigi að taka fullan þátt í samtíð sinni. Vera rödd hrópandans, ef þú vilt það. Skáld á að varpa sínu ljósi á menn og málefni og taka hiklanst afstöðu til þeirra. En hitt er svo aftur annað mál, að menn verða ekki skáld með því einu að taka afstöðu frekar en innilokun í einhverjum fíla- beinsturni tryggir þeim skálda- nafnbót". — Mig langar, áður en við ræðum nánar þessa nýju bók þína, að minnast á eitt sérkenni í ljóðagerð þinni, sem er orð- notkunin. hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, en mér er það mikið mál að endurnýja málið og leysa upp klisjur og gamlar glósur". — Nú er fyrsti kafli bókar- innar, Tilbrigði, greinilega í ætt við innhverfa ljóðagerð. „Vissulega. Ég á mína einka- legu reynslu eins og aðrir og hún verður mér að ljóðum." — Sem bera öllu blíðara yfirbragð en félagsmálakveð- skapurinn. „Já. Þetta eru svona tilbrigði við lífið og dauðann." — Sækir hugsun þar um á þig með aldrinum? „Já. Þetta sækir á mann, þegar gröfin nálgast! Það, sem ég er að gera með þessum ljóðum, er að reyna að sjá dauðann sem eðlilegan þátt í hringrás Iífsins. Það er að vísu nokkuð frumstætt viðhorf að tíminn sé ekkert annað en hringrás, en ef til vill má segja, að með aldrinum þyki manni það skárri kostur en hitt“. — Mig langar til að spyrja sérstaklega um eitt ljóð í þessum kafla; Barn týnist. Er það byggt á persónulegri reynslu? „Tilefni þess ljóðs var frétt, sem ég Ias í blaði um slys austur á landi. Barn týndist í \jpk og þessi frétt snart mig sérstaklega og varð kveikjan að þessu ljóði" — En frá þessum innhverfu ljóðum skiptir svo snögglega um í næsta kafla bókarinnar; Til- drögum. „Já. Þar eru opnari ljóð, eiginlega prósaísk og ort af — Síðasta kafla bókarinnar nefnir þú Tilræði. „Já. I þessum kafla fer mest fyrir tilraunum mínum til að kljúfa málið og reyna eitthvað nýtt. Sjáðu til dæmis í ljóðinu Islendingabragur, þar sem ég tala um Loftleiða túrista sólar- stranda og undir norðurljósum himni. Orðið tilræði þýðir ekki aðeins tilræði við einhvern, heldur líka djarflegt uppátæki. Ég hef aldrei áður ort svona ljóð um þjóðfélagsleg fyrirbæri og 'slenzka athafnamenn. En persónulega stendur mér næst kvæðið Fata morgana, sem ég orti til Stefáns Harðar Gríms- sonar". — Bókinni lýkur á Ijóði, sem þú kallar Tjáning. Úr þessu ljóði má lesa efasemdir um að starf þitt að ljóðlistinni hafi einhvern tilgang. Þú segir í lokin: „Tóm- lát augu þín/ tjá fánýtið/ í viðleitni minni." Er þetta raun- sannur efi? „Svo sannarlega. Auðvitað efast ég um, hvort allt sé til einhvers unnið eða einskis. Það er mjög mannlegt að spyrja sjálfan sig að því, hvort gjörðir manns hafi einhvern tilgang. Sem betur fer hefur mér sýnst áhugi vera fyrir ljóðlistinni. Og það meiri áhugi, en sala ljóða- bóka gefur til kynna. í Banda- ríkjunum var mér sagt, að algeng sala í ljóðabókum væri svipuð og hér, þetta 6 til 800 eintök. Hins vegar reyndi ég það, að ljóðalestur dró til sín fjölmarga áheyrendur. Fyllti salina. Það sama gerist hér, þegar listaskáldin vondu fylla Háskólabíó. Og ljóðaiesturinn, sem við reyndum á Listahátíð, dró til sín fjölda fólks. Vegna þessa er ég viss um, að ljóðið á ennþá mikinn hljómgrunn hjá fólki. En einhverra hluta vegna kemur þetta ekki fram í sölu ljóðabóka". — Þú minntist á Bandaríkin. Nú hefur þú setið þar í rithöf- undasmiðju. „Já. Paul Engel heitir maður, sem stofnaði eins konar rithöf- undaverkstæði fyrir bandarísk skáld. Fyrir um tíu árum kvæntist hann kínverskri konu og þá stofnuðu þau alþjóðlega rithöfundasmiðju. Hana hafa sótt skáld víða að úr heiminum, meðal annars mörg austan- tjaldsskáld, nema ekki rússnesk. Engel-hjónin greiða ferðakostn- að og 1000 dollara að auki og þarna geta menn fengizt við það, sem þá langar. Að vísu var sett á mig sú kvöð, er ég dvaldi þarna í fyrra sinnið, haustið 1976, að ég þýddi íslenzk ljóð á enska tungu. Þarna þýddi ég svo með góðs manns hjálp heilt ljóðasafn. Þetta urðu ein 340 ljóð eftir 28 skáld, eftirstríðskynslóðina. Þessi bók mun koma út innan tveggja ára. Það er búið að fá útgefanda í New York og nú er unnið að því að fá annan í London. Ég má ef til vill skjóta því hér inn í, að mönnum gefst kostur á að fá nasasjón af þessu starfi mínu annan fimmtudag, en þá mun frægur bandarískur ljóðalesari, Frank Heckler, lesa úr þýðingum í Norræna húsinu og íslenzk skáld munu lesa ljóð sín á frummálinu. Engel-hjónin buðu mér svo aftur í smiðju sína í haust. Þá skrifaði ég bara fyrir sjálfan mig, meðal annars hluta þessar- ar nýju ljóðabókar, en að öðru leyti er hún afrakstur síöustu fjögurra ára, frá útkomu síðustu ljóðabókar minnar." — Ertu með eitthvað í smíð- um nú? „Já. Ekki get ég neitað því. Tvö leikrit, annað einþáttungur, eru nú til athugunar hjá leik- húsunum. Og svo er ég með skáldsögu í smíðum, tveggja binda verk, sem ég vil ekkert láta uppi um hér. Loks má geta þess, að hjá bókaútgáfunni Sögu er í uppsiglingu bókaflokkur, stutt meistaraverk heimsbók- menntanna, sem ég ætla að ritstýra. Mig langar að þýða eitthvað til hans sjálfur, en fyrstu fimm bækurnar eiga að koma út í haust.“ — Er ekki erfitt að starfa á öllum þessum sviðum. Þú semur ljóð, sögur, leikrit, ferðabækur, ritgerðir og þýðir bæði í bundnu og óbundnu máli. Rekst aldrei neitt á annars horn? „Ég held að það sé ákaflega slæmt að vera að vasast í þessu öllu saman. Ég vildi miklu fremur að áhugi minn beindist í einnn ákveðinn farveg, því ég held að það yrði farsælla, ef ég gæti einbeitt mér að einhveru einu og Iátið hitt vera. Þetta er bara einhver karakt- ergalli hjá mér, sem ég kemst ekki undan." — Og nú ert þú á förum til Grikklands? „Já. Við ætlum að búa þar í nokkur ár, hjónin. Við munum í fjóra og hálfan mánuð á ári sinna íslenzkum ferðamönnum og hinn tímann ætlum við svo að dvelja á einhverri eyjunni og gera það, sem okkur langar til. Morgunblaðið er nú búið að skýra frá því að ég standi á fimmtugu svo þú sérð, að það er ekki seinna vænna fyrir mig að fara að lifa lífinu". - fj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.