Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 27 Hrafnistu fyrir um 10 árum. Hann kunni vel við sig á Hrafnistu og þótti sérstaklega vænt um að hafa útsýni út á hafið og yfir til hafnarinnar. Þar til nú síðustu mánuði var Olafur vel hress bæði til líkama og sálar. Hann fór daglega í gönguferðir, gekk rösk- lega og beinn í baki og lét ógjarnan veður aftra sér. Þá vann hann eitthvað lengst af við áhnýt- ingu öngla o.fl., sem að sjó- mennsku laut. Olafur gekk í Sjómannafélag Reykjavíkur skömmu eftir stofnun þess og átti lengi sæti i stjórn þess. Vann þar sem annars staðar heils hugar og þótti vænt um félag sitt. Olafur fylgdist vel með, las mikið og hlustaði á útvarp. Hann var fróður um marga hluti. Ólafur var mjög heilsteyptur maður. Hann mat mikils þær góðu dyggð- ir að vera trúr sjálfum sér og Framhald á bls. 39. Fundur um frjálsa fjölmiðlun ^us: veröur í Valhöll Háaleitisbraut 1, 4. apríl n.k. kl. 20.30. Frummælendur Guðmundur H. Garðarsson alþingismaöur og Einar Karl Haraldsson fréttastjóri. frjálsar umræður Allir velkomnir. Stjórnin. Okkur hættir við að ganga út frá því umhverfi, sem við lifum í sem sjálfsögðum hlut og gleymum þá gjarnan, hve mikil saga liggur að baki mótunar þess sem og annarra þeirra gæða, sem við njótum í daglegu lífi. Það er okkur því hollt að rifja upp stöku sinnum, að við erum í ríkum mæli að njóta ávaxta af störfum þess fólks, sem vann hörðum höndum langan og strang- an vinnudag allt frá barnsaldri og það við svo erfið skilyrði að þau mundu ekki talin mönnum bjóð- andi nú á tímum. Færri og færri þekkja þann tíma, þegar hönd þurfti að kreppa um árahlunninn eða draga segl að húni styrkum lófa til þess að knýja áfram báta og skip til að afla lífsviðurværis og draga björg í bú. Mannsaflið var þá aðal orkugjafinn í hverju erfiðu verki og í hörðum átökum við náttúruöflin til sjós og lands. Kynslóðin, sem nú er að hverfa, þekkti þessa lífsbaráttu af eigin raun. Hún ólst upp í hörðum skóla lífsins og hún stóðst sín próf og skilaði landi sínu mun byggilegra en áður. Þegar við lítum þann mikla arf ættum við að geta skilið, að hann hefur kostað mikla vinnu liðinna kynslóða og því ekki óeðlilegt'að mörg hönd yrði knýtt og margt bak bogið hjá erfiðis- vinnufólki fyrri tíma. Ólafur Árnason sjómaður var einn þeirra manna, sem tilheyrði þeim tíma, þegar vinnan var sá skóli, sem fólkið nam í. Frá fjögurra ára aldri varð hann að ganga á milli vandalausra og varð að vinna fyrir sér allt frá því hann var 10 ára gamall. Ólafur var aðeins 15 ára, þegar hann fór fyrst á skútu og frá 17 ára aldri stundaði hann sjóinn óslitið í 40 ár. Fyrst á skútum en síðar á togurum og var hann á togaranum Geir samfleytt í 23 ár við góðan orðstír, enda hlaut hann frá því fyrirtæki heiðursskjal fyrir frá- bæra og trúa þjónustu. Það var aðalsmerki Ólafs að bregðast aldrei því starfi, er honum var til trúað, enda mat hann mikils trúmennsku, heiðarleika og hrein- skilni. Eftir að Ólafur hætti sjó- mennsku árið 1943 stundaði hann búskap um þriggja ára skeið og gerðist nokkru síðar starfsmaður hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og vann þar í 19 ár eða til þess að hann varð áttræður. Ólafur var fæddur 5. janúar 1887 að Stóru-Býlu í Innri-Akra- neshreppi, sonur hjónanna Vil- borgar Pálsdóttur og Árna Magnússonar frá Efraskarði. Börn þeirra voru auk Ólafs 4 dætur og var hann næst elztur. Þau hjónin slitu samvistum, er börnin voru enn í bernsku. og ólst Ólafur að mestu upp hjá vandalausum og var víða. Ávallt hafði hann góð orð um þá, sem hann dvaldist hjá. Einnig átti Ólafur þrjá bræður af síðara hjónabandi móður sinnar og lifa IILHlll TRYGGINGAR Síöumúla 39 / Sími 82800 Pósthússtræti 9 / Simi 17700 •^o° Ólafur Árnason sjómaður—Mnrning flytur fyrst. Frá 1. apríl eru skrif- stofur deildarinnar til húsa í nýju og rúmgóðu húsnæði að Síðumúla 39, framtíðarhúsnæði Almennra. í þessu nýja húsnæði erum við betur í stakk búin að bæta þjónustuna og sinna viðskipta- vinum betur. Að Síðumúla 39, á horni Síðumúla og Fellsmúla, er nóg rými, næg bílastæði og greið aðkeyrsla, hvort heldur þú kemur akandi Síðumúlann sjálfan eða Grensás- veg og Fellsmúla. VERIÐ VELKOMIN Á NÝJA STAÐINN Á morgun verður til moldar borinn Ólafur Árnason sjómaður en hann andaðist að Hrafnistu á afmælisdegi móður sinnar, 26. marz s.l. Var hann rúmlega 91 árs, er hann lézt. hann tvær systur og einn bróðir. Árið 1913 kvæntist Ólafur Guð- rúnu Þórarinsdóttur ættaðri úr Borgarfirði. Var hún mæt kona og áttu þau myndarlegt heimili. Þau bjuggu nær allan sinn búskap í Reykjavík. Voru þau hjón barn- laus en ólu upp fósturdóttur, Petru Þóru Jónsdóttur, sem gift er Pétri Auðunssyni framkv.stj. í Hafnar- firði. Mat Ólafur mikils þá miklu umhyggju, sem hún og fjölskylda hennar sýndi honum og konu hans alla tíð og börnin voru honum kær. Konu sína missti Ólafur fyrir um 16 árum og bjó hann þá um nokkur ár með Ragnheiði systur sinni eða þar til hann fór á ...að Siðumúla 39 Almennar tryggingar flytja nú höfuðstöðvar sínar úr Póst- hússtræti 9. Bifreiðadeild félagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.