Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1978 17 RAFRITVÉLIN MONICA Þetta er nýja rafdrifna ritvélin frá Olympia sem sökum nýrrar tækni er nú fáanleg ótrúlega fyrirferðalítil, ódýr og í þremur mismunandi litum. Næstsíðasta sýning í Leikbrúðulandi SUNNUDAGINN 2. apríl verður næstsíðasta sýning í Leikbrúðu- landi á þessu vori, en verið er að sýna 4 leikþætti Vökudraum, Litlu Gunnu og iitla Jón, Drek- ann og ævintýrið um Eineygu, Tvíeygu og Þríeygu. Á milli atriða kemur fram gírafinn Gírfinnur Gírmundsson og skemmtir og er texti hans eftir Guðrúnu Helgadóttur. Sýningar eru í kjallaranum að Fríkirkjuvegi 11 og verða kl. 15 á sunnudag svo og sunnudaginn 9. apríl kl. 15. „Orð ogákall Ný bók eftir Pál HaUbjörnsson „ORÐ og ákall" nefnist ný bók, sem komin er út eftir Pál Hallbjörnsson. Bókin er tileinkuð íslenzkri æsku, en einkunnarorð hennar eru. „Að trúa Guði og treysta honum er hamingja lífsins...“ Bókin skiptist í þrjá meginkafla, er nefnast: Viðtöl við höfund lífsins, Hugleiðingar um mannlífið og Bænir. Höfundur segir m.a. í formála: „Þegar ég nú sendi frá mér þessa Páll Hallhjörnsson bók, sem einkum eru hugleiðingar og bænir, er fjalla um andlega auðugt líf, er ekki ósennilegt að hún þyki nokkuð sérstæð meðal íslenzkra bóka, er út koma nú á dögum, þar sem ólærður leikmað- ur talar aðallega út frá eigin reynslu, í bænum og viðtölum við sinn himneska föður um veginn og hvuð sé mannlegu lífi mesta hamingja." Þá ritar Sigurbjörn Einarsson biskup nokkur orð um bókina og segir þar m.a.: „Það mun reynast heilnæmt hverjum manni að slást í för með höfundi í þeim hugleiðingum hans, sem hér eru á blöð komnar, og fylgja honum inn í þann helgidóm bænar og tilbeiðslu, sem andi orða hans er vígður. Hann hefur leitað til linda Guðs orðs og fundið gleði, styrk og lífsfrjóvgun trúrækninn- ar, samfélagsins við Krist. Þessu vill hann bera vitni öðrum til hvatningar og blessunar. Verði honum að þeirri ósk sinni, von og bæn, að orðin á þessum síðum veki og glæði bænaranda, styðji til hollrar lífsafstöðu, greiði Guði veg. Svo er bókin gerð, að þessu má hún til vegar koma, ef henni verður svo tekið sem hún á skilið." I bókinni eru allmargar teikn- ingar eftir Pál Guðmundsson. Hún er 479 bls. að stærð. Námsstyrkur við Kielarháskóla BCTRGARSTJÓRNIN í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur, að upphæð DM 650,- á mánuði, frá 1. október 1978 til 31. júlí 1979, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stundað háskólanám í a.m.k. þrjú misseri. Umsækjendur verða ð hafa nægi- gerðum ritvéla. Fullkomin viógerða- og varahlutaþjónusta. Otympia Intemational [MlÆ^lMy© KJARAINI HF skrifstofuvélar & verkstæöi — Tryggvagötu 8, sími 24140 lega kunnáttu í þýzku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 20. apríl n.k. Umsóknum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja manna um náms- ástundun og námsárangur og a.m.k. eins manns, sem er persónu- lega kunnugur umsækjanda. Um- sóknir og vottorð skulu vera á þýzku. (frétt frá Háskóla Islands) Nú er komið að húsinu! Hæðarbyggð 28 Garðabæ. Söluverðmæti um 35 milljónir króna. Dregið verður í 12. flokki 4. apríl. Nú má enginn gleyma að endurnýja. Verð á lausum miðum kr. 6.000 Happdiættil Kristniboðsvika á Akureyri DAGANA 2.-9. apríl vcrður samkomuvika á Akureyri í umsjá KFUM og KFUK og kristniboðs- félaganna þar og fara samkom- urnar fram í kristniboðshúsinu Zíon og hefjast kl. 20i30. Á samkomum þessum tala m.a. sr. Jónas Gíslason dósent, sr. Hjalti Hugason og starfsmenn Sambands ísl. kristniboðsfélaga, þeir Jónas Þ. Þórisson og Skúli Svavarsson kristniboðar og Bene- dikt Arnkelsson guðfræðingur. Þá tekur ungt fólk þátt í samkomun- um með tali og söng. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl Al'GLVSIR l'M AI.I.T I.AN'D ÞEGAR ÞÍ AIGLÝSIR I MORGLNBI.ADIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.