Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐII}, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Dr. Alda Möller matvælafrædingur: Mig langar að ræða þjóðþrifa- mál í tvennum skilningi orðsins, hinum upphaflega skilningi, er lýtur að mataræði okkar íslend- inga og líkamsþrifum, og svo á hinn bóginn nokkur atriði almenns neytendaréttar og -verndar, sem flestir telja til þjóðþrifamála. Mataræði okkar íslendinga hef- ur mjög verið til umræðu að undanförnu. Flestir gera sér nú grein fyrir þýðingu skynsamlegs mataræðjs á heilsu og almenna vellíðan, og hvatningar manneldis- fræðinga hafa því fallið í frjórri jarðveg en áður. Athygli almenn- ings hefur einnig beinst að því, hvort nægilegt eftirlit væri haft með matvælaframleiðslu okkar og með innfluttum matvörum. Nú hafa þeir atburðir gerst, er ættu að hvetja til meiri og almennari þekkingar um hæfilegt mataræði og auka mjög eftirlit með matvörum okkar. Þar á ég við í 1. lagi stofnun Matvælarann- sókna ríkisins og í 2. lagi kennslu í matvælafræðði við ýmsa skóla landsins og í 3. lagi stofnun Manneldisfélags Islands. Lög um Matvælarannsóknir rík- isins voru samþykkt á Alþingi þann 20. des. 1977 og er stofnun- inni ætlað að framkvæma efna- fræðilegar og gerlafræðilegar rannsóknir á hvers konar matvæl- um og neysluvörum á vegum heilbrigðiseftirlitsins í landinu. Stofnunin hefur unnið við gerla- rannsóknir um nokkurt skeið og er þess vonandi ekki langt að bíða, að henni verði gert kleift að hefja reglubundnar efnarannsóknir, því að verkefnin éru ærin. Á meðan efnafræðilegt eftirlit matvæla er svona bágborið má heita, að ýmsar reglugerðir um framleiðslu matvæla séu ómerkar, t.d. vantar eftirlit með nítríti í saltkjöti, rotvarnarefnum i aldin- söfum, litarefnum í sultum og bindiefnum í ýmsum fisk- og kjötvörum. Nú er næstum ár siðan reglugerð um notkun síðast töldu efnanna tók gildi en fjögur ár síðan reglugerðin um notkun nítríts í kjötvörur varð til. Lítið eftirlit er og haft með leifum eiturefna, sem notuð eru í grænmetisrækt. Eftirlit með inn- fluttum matvörum er ekkert, og er það stórlega varasamt. Kennsla í matvælafræði hófst í Háskóla íslands í haust. Þar fá nú um 30 nemendur kennslu í flestum þáttum matvælafræðinnar og auk þess góða yfirsýn yfir matvæla- vinnslu á íslandi með heimsóknum í verksmiðjur og með verklegum rannsókna og heilbrigð skynsemi hafi vikið fyrir einstrengingsleg- um skoðunum og áróðri. Það teljast ekki góð vísindi að velja sér þau gögn er hæfa - skoðunum manns og því síður að skattyrðast um þau í fjölmiðlum. Mér virðist líka almenningur vera orðinn svo ruglaður í ríminu, að margir séu hættir að taka mark á þessum umræðum, en þá verður líka sú hætta raunveruleg, að áhuginn fyrir hollu mataræði minnki og leitin að raunverulegri þekkingu víki fyrir bábiljum og villutrú. Ég vona því, að þeir, sem nú þrátta um manneldismál gangi í manneldisfélagið, hlusti hver á annan og viðurkenni mörkin, sem setja verður á milli þeirrá atriða Þjóðþrifamál Erindi flutt hjá Rotaryklúbbi Reykjavíkur, Austurbæ æfingum. Á næstu árum mun því á það reyna, hvort íslenskir matvælaframleiðendur eru tilbún- ir að taka mark á þessu fólki og hagnýta sér þekkingu þess. Kennsla í undirstöðuatriðum næringarfræðinnar og kynning á helstu matvælum okkar á einnig fullt erindi í aðra skóla landsins. Nemendur og ýmsir kennarar hafa lýst yfir miklum áhuga á að fá matvælafræði sem valgrein í menntaskóla og er það nú til athugunar. Stofnun Manneldisfélags er nú í undirbúningi. Að því standa áhugamenn um manneldi á Islandi bæði læknar, matvælafræðingar, húsmæðrakennarar og fleiri, sem áhuga hafa á að veita neytendum og framleiðendum fræðslu um næringargildi matvæla og holl- ustuhætti við vinnslu þeirra og framleiðslu. Félagið mun einnig hafa samskipti við hliðstæð erlend félög og safna fræðilegum upplýs- ingum, enda eru rannsóknir mikl- ar og þróun ör á þessum sviðum. Manneldisfélagið vona ég einnig, að verði vettvangur skoðanaskipta þeirra manna er hart hafa deilt um hollustu einstakra matvæla í fjölmiðlum. Hér á ég einkum við deilurnar um áhrif mettaðrar fitu á hjarta- og æðasjúkdóma. Ég verð að játa, að mér finnst þær umræður hafa náð annarlegu stigi, að vísindalegt mat á niðurstöðum manneldismála, er teljast vísinda- lega sönnuð og þeirra, sem aðeins eru studd missterkum líkum. Ég vona líka, að umræður um mann- eldismál gerist brátt fjölþættari og meira fræðandi, að meiri áhersla verði lögð á þýðingu fjölbreytts mataræðis, meiri áhersla á meðhöndlun, geymslu og matreiðslu og meiri áhersla á reglúsemi í mat og drykk til varnar offitu. Það er staðreynd, að margir kvillar vestrænna þjóða stafa af ofneyslu, og þætti mér vænt um, að hætt yrði að kalla þá menningarsjúkdóma eða velmeg- unarsjúkdóma, þeim fylgir engin vellíðan og enn síður bera þeir vitni um neina menningu. Of- neyslusjúkdómar — er nær sanni. Skæðastir þessara kvilla eru vafalítið offitan, sem er almenn- asta vandamál manneldis á vest- urlöndum og leiðir til eða ýtir undir ýmsa alvarlega sjúkdóma, svo sem háþrýsting i blóði og sykursýki. Tannskemmdir eru einnig alvarlegt vandamál og eru helst settar í samband við stöðugt sykurát, meltingartruflanir stafa af ofneyslu fágaðs og fínmalaðs korns. Hitt vita færri, að ofneysla á grófu korni kann að valda magabólgum, ofneysla á prótein- um (eða eggjahvítuefnum) gigt, ofneysla á C-vítamíni nýrnastein- um og ofneysla á A og D-vítamín- um dauða. Má því með sanni segja, að aldrei skarti óhófið. Sem matvælafræðingur hef ég orðið vör við mikla vanþekkingu og ofurtrú einkum kvenfólks á gildi megrunarkúra og ýmissa meðala er hjálpa eiga fólki í baráttunni við kílóin. Alið er á vanþekkingunni með auglýsingum þeirra aðila er segjast ætla að minnka matarlystina með megr- unarkaramellum, fylla magann með ómeltanlegu kexi, eða loft- fylltu brauði. Allir bjóða þeir kræsingar í stað sjálfsafneitunar. Margir vita, þ.á m. framleiðend- ur þessara fyrirbæra að auglýsing- a'r af þessu tagi eru villandi og oftast rangar og þá er ég komin yfir á mörk manneldismála og neytendamála almennt, en villandi auglýsingar eru eitt mesta við- fangsefni neytendaverndar, bæði hér á landi og erlendis. Hversu oft höfum við ekki séð myndina af appelsínunni á „djús“-flöskunni og auglýsinguna um, að innihaldið sé úr „hreinum ávaxtasafa"? En appelsínan fór aldrei í flöskuna og innihaldið reyndist alveg C-víta- mínsnautt. Dæmin blasa við næst- um daglega. Hér þarf hið fyrsta lög er krefjast þess, að auglýsand- inn geti staðið við fullyrðingar sínar og gefi ekki í skyn meira en fær staðist. Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis: Innlánsaukning 48,1% eða meiri en nokkru sinni fyrr í sögu sjóðsins Rekstrarhagnaður 37,9 milljónir og tvöfaldaðist frá fyrra ári Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis var haldinn hinn 8. apríl sl. Innlánsaukning á síðasta ári nam 48,1% og er það mesta innlánsaukning á einu ári í sögu sparisjóðsins og jafn- framt 5,2% meiri aukning en almennt gerðist í bankakerf- inu á sl. ári. Innstæður í sparisjóðnum hafa tvöfaldast á tveimur árum. Rekstrarhagnaður varð einnig meiri en nokkru sinni fyrr eða 37,9 milljónir króna, sem er 11% af heildartekjum sparisjóðsins á árinu. í frétta- tiikynningu frá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis kemur fram, að meginhluti lánveitinga sjóðsins eru ián út á eldri og nýrri íbúðir í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi, en hér eftir verða einnig veitt lán út á íbúðir í Garðabæ og Mosfellssveit. Fréttatilkynning Sparisjóðs Re.vkjavíkur og nágrennis fer hér á eftir í heild: Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hélt aðalfund sinn laugar- daginn 8. apríl sl. Stjórnarformað- ur Jón G. Tómasson, hrl. flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár og Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri lagði fram og skýrði ársreikninga sparisjóðsins. Innstæðuaukning varð á árinu meiri en riokkru sinni fyrr í sögu sparisjóðsins eða 48,1% en það er um 5,2% meiri aukning en al- mennt gerðist í bankakerfinu. Heildarinnstæður jukust úr 1426 millj. kr. í 2.113 millj. kr. eða um 687 millj. kr. og er það helmingi meiri aukning en á næsta ári á undan. Hafa innstæður í sparisjóðnum þá nærri tvöfaldast á tveimur árum. Hlutfallslega hefur aukningin orðið mest á vaxtaaukareikningum og ávísana- reikningum, enda hefur fjöldi þeirra, sem stofnað hafa ávísana- reikninga við sparisjóðinn vaxið um tæplega 100% á síðustu 18 mánuðum. Heildarútlán Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis jukust um 37% á árinu og voru í árslok kr. 1.461 millj. kr. lím það bil 1000 ný lán vorú veitt á árinu og í árslok voru lánþegar sparisjóðsiiis orðnir um 5000 talsins. Meginhluti lánveitinga spari- sjóðsins eru lán út á eldri og nýrri íbúðír í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Kópavogi, en hér eftir verða lán einnig veitt út á íbúðir í Garðabæ og Mosfellshreppi. Þeir, sem hafa reglubundin innlánsviðskipti við sparisjóðinn sitja fyrir lánveitingum, en þær nema nú 2000 kr. á rúmmetra í hinni veðsettu eign og eru til allt að 5 ára. Einnig kaupir sparisjóðurinn minni óveðtryggða víxla til skemmri tíma af viðskiptavinum sínum. Staða sparisjóðsins við Seðla- banka Islands var mjög góð og í árslok nam innstæða á viðskipta- reikningi kr. 207,7 millj. Á árinu lenti sparisjóðurinn aldrei í yfir- drætti hjá Seðlabankanum fremur en áður. Bundið fé sjóðsins í Seðlabank- anum jókst úr 303,6 millj. í kr. 441.6 millj. kr. eða um 45,4%. Þannig námu heildarinnstæður sparisjóðsins í Seðlabankanum kr. 649,4 millj. í árslok 1977. Heildartekjur sjóðsins jukust um kr. 124,2 millj. eða 56,4% en vaxtagjöld hækkuðu um 81 millj. kr. eða 49,2%. Brúttórekstrarhagnaður spari- sjóðsins varð meiri en nokkru sinni fyrr og tvöfalt betri en árið á undan. Alls nam rekstrarhagn- aður kr. 37,9 millj. en það sam- svarar 11% af heildartekjum sparisjóðsins á árinu. Varasjóður nemur 106,2 millj. kr., en þá er fasteign sjóðsins bókfærð á kr. 25 millj. Ef miðað er við brunabótamat hússins að Skólavörðustíg 11 og fasteignamat lóðarinnar má telja hreina eign sparisjóðsins a.m.k. kr. 375 millj. Á fundinum kom fram, að Ásgeir Bjarnason, framkvæmda- stjóri, sem setið hefur í stjórn Sparisjóðsins lengur en nokkur annar eða frá 1942 baðst undan endurkosningu sökum veikinda. Voru honum þökkuð margvísleg og mikil störf í þágu Sparisjóðs Reykjavíkúr og nágrennis, bæði sem fyrsta sparisjóðsstjóra sjóðs- ins frá 1932 — 1942 og sem stjórnarmanns frá 1943 — 1978. í stjórn voru kjörnir á aðalfund- inn til eins árs þeir: Jón G. Tómasson hrl., Sigursteinn Árna- son húsasm.m. og Hjalti Geir Kristjánsson forstjóri. Börgarstjórn Reykjavíkur kýs tvo menn í stjórn sjóðsins og á fundi sínum 6. apríl kaus hún þá Ágúst Bjarnason, skrifstofustjóra og Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúa. Þá kaus borgarstjórn á sama fundi tvo endurskoðendur sjóðsins einnig til eins árs, þá Runólf Pétursson og Eyjólf R. Árnason. Löggiltur endurskoðandi spari- sjóðsins er Björn Steffensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.