Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 11 Við eigum langt í land í neytendamálum, og erum enn sofandi miðað við ýmsar ná- grannaþjóðir og Bandaríkin. Sjálf- sagt á verðbólgan hér mikla sök á, eins og flestu öðru. Hver getur t.d. fylgst vel með verðlagði matvöru, þegar það breytist vikulega? Og hver er þess reiðubúinn að kanna verð og gæði einhvers heimilistæk- is íöllum verslunum, áður en hann lætur til skarar skríða? Neytendasamtökin og Leiðbein- ingarstöð húsmæðra hafa unnið drjúgt starf gegnum árin, en ég tel brýnt að hverfasamtök komi sér upp n.k. verðlagseftirliti. Þetta er orðið útbreitt fyrirkomulag t.d. í Englandi. Oftast gera húsmæður í hverfinu athugun á verðlagi viku- lega, og birta niðurstöðurnar t.d. í glugga skrifstofu sinnar eða safn- aðarheimilis. Er þá sérstaklega bent á, hvar gera megi góð kaup á ákveðnum vörutegundum. Verði frumvarpið um frjálsari álagningu verslana, sem nú er fyrir Alþingi, að lögum, tel ég tímann kominn til slíkra samtaka. Þannig getur neytandinn eflt samkeppni versl- ana beint og einnig komist hjá að gera dýr mistök, er stafa af óhóflegri álagningu. Alltaf munu samt upp koma mál milli kaupanda og seljanda, þar sem ekki verða sættir. Slík mál þarf að vera hægt að útkljá fljótt fyrir dómstólum og neytandinn jafnframt að mega flytja mál sitt sjálfur án aðstoðar lögfræðinga. „Smámáladómstólar" eru nú sums staðar til erlendis og reynsla af þeim er góð meðal fólks, sem hefur lært að neyta þannig réttar síns. Ennfremur þarf að leiða í lög, að verslun verði að endurgreiða gallaða vöru, sem skilað er. Nú er oftast neitað slíku og boðin innlegskvittun, sem er venjulega kaupandanum til mikillar óþurft- ar. Margt fleira mætti nefna sem þjóðþrifaráð fyrir íslenska neyt- endur, en ég læt hér staðar numið. Mótmæla breyt- ingum á styrk- veitingum til menntaskólanema Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi yfirlýsing frá Nemenda- félagi Menntaskólans að Laugar- vatni: Nemendafélag Menntaskólans að Laugarvatni mótmælir harð- lega þeirri breytingu sem nýlega var gerð á styrkveitingu til handa menntaskólanemum. Breytingin felst helst í því að áður féngu allir menntaskólanemendur styrk, nema þeir sem áttu kost á sömu menntun á heimaslóðum en í vetur varð sú breyting að nemend- ur fá ekki styrk ef þeir eiga kost á einhvers konar bóklegu fram- haldsnámi (svokölluðum almenn- um bóknámsdeildum). Þetta bók- lega framhaldsnám er í mörgum tilfellum aðeins einn vetur þ.e. 5. bekkur en mjög erfitt er fyrir nemendur að flytjast úr 5. bekk yfir í 2. bekk menntaskóla, vegna þess að í 5. bekk er ekki sama námsefni og í 1. bekk menntaskóla. Varla þarf að taka það fram að nemendur eru allir að einhverju leyti háðir styrk þessum. Margir neyðast til að velja þá skóla sem eru fjárhagslega hagkvæmir fyrir þá en að öðru leyti óhagstæðir t.d. ef viðkomandi hyggst leggja stund á menntaskólanám en neyðist til að sitja í 5. bekk í stað 1. bekkjar menntaskóla. Gáfu læknamiðstöóinni í Olafsvík lækningaborð NÝLEGA afhenti Kiwanis- klúbburinn Korri í ólafsvík Læknamiðstöðinni þar lækningaborð og tók Kristófer Þorleifsson við gjöfinni fyrir hönd Lækningamiðstöðvarinnar. Borð þetta er hentugt fyrir ýmsar skurðaðgerðir til með- ferðar á sjúklingum í losti og kvensjúkdómaaðgerða. Þá fylgja borðinu fylgihlutir til ýmiss konar annarra aðgerða. Hægt er að halla því til hliðanna og á báða enda ef þörf krefur og sögðu héraðslæknarnir báðir að það væri mjög fullkomið, en klúbbur- inn hafði samráð við læknana um kaupin. Kostaði borðið um 2 m. kr. Kiwanisklúbburinn Korri hefur nú starfað i tvö og hálft ár og eru félagar 20. Til fjáröflunar hafa félagar selt jólatré og greinar og fóru nýlega í róður og öfluðu fyrir um 700 þúsund krónur. Nú í apríl fer fram á vegum klúbbsins herferð til sölu á reykskynjurum og slökkvitækjum í samráði við slökkvilið Ólafsvíkur. Núverandi forseti Korra er Pétur Jóhanns- son. Læknarnir Kristófer Þorieifsson t.v. og Stefán Finnsson t.h. tóku við gjöfinni og með þeim á myndinni eru félagar í Kiwanisklúbbnum Korra. Alþjóöleg bílasýning í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa 24 bílar sem ekki hafa sést á Islandi fyrr Fjöldi bíla sem hlotið hafa alþjóðleg verðlaun TÍSKUSÝNING í KVÖLD KL. 21QQ Sýnd verður nýjasta vor og sumartískan í bílklæðnaði BÍLAHAPPDRÆTTI — vinningur MAZDA 323 aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar—þannig eiga allir sýningargestir jafna vinningsmöguleika GESTUR DAGSINS er valinn alla daga sýningar- innar og hlýtur hann sölarlandaferð með Samvinnuferðum Símar sýningarstjórnar 83596 og 83567

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.