Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Sðngleikur 1978 EFTIR að hafa hlytt á söng 14 kóra víðsvegar af landinu þá vakna margar spurningar um vandamálið að syngja. Söngur er margslungið fyrirbæri oj{ að kunna lag og hafa laglega rödd, er aðeins lítill hluti þess. Söng- mennt er samþættun margra menningarfyrirbæra, sem bæði eru bundin þjálfun innan marka tónmyndunarinnar og þeirri mcnningar- og tilfinningamótun, sem söngmaðurinn hefur fram að leKKja með söngnum. I tón- myndunartækni eru samofnir maruir þættir, svo sem tónmynd- un, blæmótun og hljómgun tóns- ins sjálfs, hundnir flóknu lag- og hrynferli. Gcta söngmanns er háð hæfni hans, fjölbreyttri þjálfun i' meðferð marsbreytilegs söngefn- is ok hversu samfellt og lenKÍ þjálfunin hefur staðið. Samhliða vaxandi sönghæfni er nauðsynlegt að fjallað sé um tónfræði og tónlist almennt, því í sögu tónlistarinnar er að finna lykilinn að því hvers vegna tónlist er til og hvaða erindi hún á við manninn. Engin tóntúlkun er eins tilfinningalega sterk og söngur og sérkennilegt hve tilfinning virðist misskýr og sterk í tóntakinu sjálfu. Söngvari sem syngur „Kyrie eleison" (Drottinn miskunna oss) tónrétt og með mikilli tóntækni, en án þess að vera snortinn af inntaki orðanna, sniðgengur einn veigamesta þátt söngsins, þ.e. markmiðið og ástæð- una fyrir tónsetningu orðanna. Hér er um að ræða flóknasta þátt söngmenntunarinnar þ.e. tengsl söngsins við daglegar þarfir mannsins og áhrif þeirra á tónval manna. Það má að nokkru leyti draga marktækar ályktanir af lagavali og meðferð viðfangsefn- anna, sem lúta að forsendum fyrir smekk og um Ieið menntun á sviði tónlistar. Smekkur er ekki eitt- hvað sem menn fæðast með, hæfileikann til að skilja og meta þarf að þroska og þjálfa og er smekkur á hverjum tíma marktæk yfirlýsing um þessa þjálfun. Með þessu er ekki verið að segja, að tiltekinn smekkur sé öðrum æðri, en hann er þó grundvallaður á mismunandi markmiðum, sem ráða miklu um gæðaflokkun á smekk. Áður en fjallað verður um hvern kór fyrir sig, er ekki úr vegi að ræða almennt um hátíðina og það sem helst var áberandi þegar á heildina er litið. Tónmyndunartækni Það er greinilegt að tón- myndunartækni er víða mjög ábótavant, þó nú hin síðari árin sé mikið leitað eftir kennslu í þeirri grein, þjálfun í tónmyndun er tímafrek og mikið þolinmæðisverk og má vera að söngstjórum, sem þar kunna til, þyki lítill tími afgangs til raddæfinga, ef sinna eigi tónmyndunarþjálfuninni. Tónmyndun og kennslu radda má samhæfa og varðandi hreinan söng, er notkun píanósins við raddkennslu fyrir ósöngvant fólk áreiðanlega mikið til ills. Ef tónstillingu eyrans er stjórnað af jafnsterku áreiti og píanótóninu, sem oft á tíðum er einnig vanstillt, verður eyrað (hér er átt við allt er lýtur að heyrn) ósjálfstætt og söngvarinn jafnvel óhæfur til að mynda tón í fullri vissu um það hvernig staða hans er. Þetta kemur einnig fram þegar söngfólk hefur æft lag og undir það síðasta er bætt við sjálfstæðum undirleik. Þá koma fram ýmis vandamál, sem rekja má til mismunar á tónstillingu og einnig er þekkt við breytingu á aðstöðu, fjarlægð hljóðfæris og mismun á hljómgun húsnæðis. Tónstilling, þ.e.a.s. að syngja hreint virtist vera vanda- mál í nokkrum tilfellum og má vera að hræðsla valdi einnig nokkru þar um. Tðnlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON Raddgæði voru mjög mismun- andi og er hér ekki átt við hæfni einstaklinga, heldur heildarsvip söngsins, sem er að mestu verk söngstjórans. Það var áberandi hve mikla áherzlu sumir söng- stjórarnir lögðu á veikan söng og í raun og veru bældu söngfólkið. Það er rétt að óþjálfuðu söngfólki hættir til að syngja óhreint, þegar röddinni er beitt til hins ýtrasta, en takmarkið hlýtur þó að vera þjálfun, sem gerir sterkan og veikan söng eðlilegan og sjálfsagð- an. Þá gætti þess í veika söngnum að tónninn varð hljómlaus. Það er ekki nóg að láta syngja veikt. Tónninn verður að vera þéttur og hljómgun hans skýr, annars verð- ur söngurinn aðeins aumingjalegt væl. Verkefnaval Það er eftirtektarvert hve ný- sköpun tónsmíða hefur lítið tengst þessu hátíðahaldi og við saman- tekt á viðfangsefnum kemur í ljós að ný tónverk eru aðeins á efnisskrá tveggja kóra og aðeins fjögur ný nöfn bætast við í hóp þeirra manna, sem fást við lag- smíði í landinu. Um efnisskrána mætti rita mikið mál. Hún er sýnishorn þess sem verið er að fást við en ekki sérstaklega byggð upp sem heild og gefur því nokkuð gott og fróðlegt yfirlit yfir söngmennt íslenzku þjóðarinnar, aðstöðu til menntunar, öflun viðfangsefna og þekkingu á tónlist almennt. Það má vera að mönnum verði minnis- stæðast það sem miður fór en fyrir undirritaðan var þessi hátíð mik- ilsverð upplifun og sönnun þess að söngurinn á framtíð í landinu. Söngmót sem þessi kosta mikla fjármuni og mikinn tíma en eru mikilsverð, stuðla að víðsýni, eru menntandi, þannig að einangraðir hópar sjá vandamál sín í nýju ljósi og stuðla að samhygð. Næsta söngmót, sem þarf að fara að skipuleggja strax, mætti hafa það sem markmið að kynna nýsköpun í smíði kórverka eins og hún er i framkvæmd víða um landið og einnig, til að gefa ungu söngfólki I tækifæri til einsöngs og jafnvel að | keppa eftir ókeypis söngnámi eða öðrum verðlaunum. Ef slík söng- I mót eru bundin markmiðum sem | stuðla að þróun söngmála, verða i þau menningarleg nauðsyn, meira ' en hátíðarhald og góð skemmtan. | Jón Asgeirsson. i Söngleikar í Laugardalshöll SEINNI tónleikar Söngleika 1978 inn leggur mjög mikla rækt við voru haldnir í Laugardalshöllinni. . veikan söngmáta og var söngur kórsins áferðarfallegur en helst til Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð, undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur hóf tónleikana með lögum eftir Alessandro Scarlatti og Weelkes. Þriðja lagið var Móðir mín í kví, kví í raddsetningu eftir Wilhelm Lanzky-Otto. Útsetning- in er sérkennileg og falleg. Því næst söng kórinn tvær bráð- skemmtilegar Limrur eftir Pál P. Pálsson og laúk sínum hluta með skemmtilegum negrasálmi. Efnis- skrá kórsins er gott sýnishorn af fjölbreytni í vali viðfangsefna. Söngurinn var sannarlega góð- ur, vel taminn en frjáls og fullur af sönggleði. Árneskórinn undir stjórn' Lofts S. Loftssonar söng næst og var tilkynnt að breyting á efnisskrá kórsins, sem undirrit- aður heyrði ekki. Eitt lagið sem kórinn flutti var Go down Moses og tveir fallegir Madrigalar eftir Atla Heimi Sveinsson. Söngstjór- bældur. Samkór Rangæinga var fámenn- astur þeirra kóra sem komu fram á þessu söngmóti. Viðfangsefnin voru kirkjutónlist og áttu ef til vill ekki að öllu leyti við hér. Útsetn- ing Róberts A. Ottóssonar á „Vér trúum allir á einn Guð“ er mjög falleg og var skilmerkilega en helst til hressilega flutt. Næstu tvö lög, sem undirritaður ber að nokkru ábyrgð á, voru laglega flutt en þó gætti ónákvæmni í undir- röddum, einkum þar sem kven- raddirnar eru þrískiptar. Stjórn- andi kórsins er Friðrik Guðni Þórleifsson. Þrándheimskórinn kom í heim- sókn og söng tvö lög eftir Grieg og eitt eftir Beck og það eina sem gaman var að, var einsöngur Harald Björköy. Söngfélagið Gígj- an undir stjórn Jakobs Tryggva- sonar söng fjögur lög, Rest, sweet nymphs (Pilkinton), Es ist ein edle Gottesgab (Widmann), Máninn líður (Jón Leifs) og síðast Gígjuna (Sigfús Einarsson). Bæði kór og einsöngvara, sem var Gunnfríður Hreiðarsdóttir skorti alla forn- eskju til að gera hinu sérstæða lagi Jóns Leifs vel skil. Yfir flutningi kórsins var mikill þokki og menningarblær enda er söng- stjórinn reyndur og gegn tónlist- armaður sem á að baki merkilegt og gott starf að söngmálum á Akureyri. Sunnukórinn átti að syngja á fyrri tónleikunum en var veðurtepptur og náði rétt á morgunæfinguna fyrir seinni tón- leikana. Stjórnandi kórsins er Kjartan Sigurjónsson. Kórinn flutti ásamt Magnúsi Jónssyni Rís íslands fáni (Páll ísólfsson) og Vor (Jónas Tómasson). Kórinn syngur nú á mýkri nótum en hann hefur áður gert en hörkuleg tónbeiting hefur verið einkennandi fyrir Sunnukórinn. Síðasti sjálfstæði kórinn var Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og flutti Misa Criolla eftir Ariel Ramires. Messa þessi er í suð- ur-amerískum stíl og er létt og áheyrileg en ekki merkileg tón- smíð. Flutningurinn var góður en einhvern veginn ekki eins hressi- legur og á tónleikum kórsins fyrir nokkrum vikum. Að skaðlausu Söngleikar í Háskólabíó SELKÓRINN opnaði hátíðina og mátti merkja óróleika í fyrstu lögunum, Senn kemur vor (Kabal- evski) og íslenzka þjóðlaginu yfir vísur Vatnsenda-Rósu. I tveimur seinni lögunum Sólskríkjan (Jón Laxdal) og Tanzen und springen (Hans Leo Hassler), náði kórinn sér á strik og söng býsna vel og af mikilli sönggleði. Söngstjóri kórs- ins er Guðrún B. Hannesdóttir. Næsti kór var Tónkórinn Hellis- sandi, sem er yngsti kórinn og var stýrt af Helgu Gunnarsdóttur. Það var augljóst að hér skorti reynslu. Það er allt annað að syngja vel á æfingu og heima hjá sér en að vera kominn upp á svið fyrir framan allar þessar „söngmannætur". Lögin sem kórinn söng voru: Das klinget so herrlich (Mozart), Tanzen und springen (sama og Selkórinn) Plágan hafði gengið (Kaldalóns), Ég beið þín lengi, lengi (Páll ísólfsson), Bárðar- brunnur á Jökli (þýzkt þjóðlag) og síðast John Brown (amerískt þjóðlag). Fámenni er vandamál, sem gerir alla flokkun marklausa og skapar einnig vandamál varðandi mönnun til hópstarfa. Kór er eitt af þeim hópstörfum, sem fámenni getur gert óframkvæmanlegt, því fámennur kór lukkast aðeins með góðu og vel þjálfuðu söngfólki. Þetta vandamál var sérlega áberandi hjá Tónkórnum Hellis- sandi og næsta kór, Samkór Tálknafjarðar. Söngstjórinn Sigurður G. Daníelsson er klókur stjórnandi og leysti vandamálið, sem mannfæðin skapar kórnum, með því að leika undir á píanó og velja lög við hæfi. Viðfangsefnin voru: Vorið er komið, (Lindblad), í djúpum hjarta míns (Kjartan Eggertsson), Vökunætur (Giardini), Tálknafjörður (0‘Keef) og Harmur Jakobs (Steingrímur M. Sigfússon). Undirritaður man ekki til að hafa heyrt fyrr lag eftir Kjartan Eggertsson og sem ábend- ing er óviðeigandi, að héraðssöng- ur sé sunginn við erlent lag og ættu tónhöfundar fyrir vestan að huga að því. Árnesingakórinn, nú undir stjórn Jóns Kristins Cortes, söng næst og hóf söng sinn á Vísur gamals Árnesings (Sigurð Ágústs- son). Yfir voru ættarlandi (Sigfús Einarsson) og Hollenska lagið Jón granni voru vel sungin, en Allt fram streymir endalaust (Sigfús Einarssón) lukkaðist ekki eins vel. Tvö síðustu lögin, Tonight (Bernstein) og I got plenty (Gershwin) þarf að syngja vel. Því vinsælli .sem lögin eru, því betur þarf að syngja þau og hér var mismunurinn í öfugu hlutfalli við vinsældirnar. Einn af þeim kórum sem kom á óvart var Samkór Kópavogs, undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Söngskráin var syrpa fimm laga eftir Sigfús Halldórsson og var söngurinn allur mjög áferðarfallegur. Ein- söngvarar voru Ingveldur Hjalte- sted og Hákon Oddgeirsson. Sam- kór Trésmíðafélags Reykjavíkur undir stjórn Guðjóns B. Jónssonar er vaxandi söngflokkur og yfir honum stíll og sérkennilegur blær. Söngurinn er nokkuð þungur og sterkur en vel æfður. Viðfangsefnin voru: Um gróna jörð (Kaldalóns), í birkilaut (Isólf- ur Pálsson), Minningaland (Sigfús Einarsson), og Þjóðlög frá Spáni, Rússlandi, Portúgal og síðast negrasálmur, Mary had a baby'. Samkór Selfoss söng eingöngu lög eftir Árnesinga og frumflutti einu nýju tónsmíðina, sem fram kom á þessum tónleikum. Lögin voru: Háfjöllin (Sigurður Ágústsson), Fagra veröld (Pálmar Þ. Eyjólfs- son), Sumardís (Hallgrímur Helgason) Til söngsins (Einar Sigurðsson), Jónsmessunótt (Jón Inga Sigurmundsson) og Hvísl,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.