Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.04.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1978 Bjarni Guðmundsson hefur þama sloppið einu sinni sem oftar i gegnum vöm Fram og skorar örugglega. Bjami var bezti maður Vals i leiknum i gærkvöldi. Lj6sm Fri»w°fur. Urslrtin ráðast í leikVals og Víkings -eftir að Valur vann Fram í gærkvöldi 27:19 VALUR sigraði Fram léttilega í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik 27.19 og er nú ljóst að leikur Vals og Víkings annað kvöld verður hreinn úrslitaleikur. Fyrir leikinn hafa Víkingarnir 19 stig en Valsmenn 18 stig. Sigur og jafntefli annað kvöld tryggir Víkingi íslandsmeistaratitilinn en ef Valsmenn sigra verða þeir íslandsmeistarar. Það er því mikið í húfi annað kvöld og líklegt að margir leggi leið sína í Höllina til þess að sjá Reykjavíkurrisana Víking og Vai berjast um íslandsmeistaratitilinn. En það er meira í húfi annað kvöld en baráttan á toppi 1. deildar. Þá mætast einnig KR og Ármann og ef KR ber sigur úr býtum nær félagið 12 stigum eða jafnmörgum og Fram og gæti því þurft að fara fram aukaleikur milli félaganna um næst neðsta sætið og hugsanlega blandast FH eða IR einnig í þá baráttu. Enska lands- liðið tilkynnt í gærkvöldi RON Greenwood, einvaldur enska landsliðsins, tilkynnti í gær- kvöldi lið Englands í vináttu- landsieiknum við Brásilíu á . Wembley í Lundúnum annað kvöld. Sex breytingar eru á enska liðinu, sem lék nýlega gegn Vestur-Þjóðverjum, flestar vegna meiðsla leikmanna. Enska iiðið verður þannig skipað. Joe Corrigan (Manchester City), Mick Mills (Ipswich), Dave Watson (Manchester City), Brian Greenhoff (Manchester United), Trevor Cherry (Leeds), Kevin Keegan (Hamburger SV), Tony Currie (Leeds), Peter Barnes (Manchester City), Frevor Francis (Birmingham), Bob Latc- ford (Everton) og Steve Coppell (Manchester Unitcd). Leikurinn í gærkvöldi var því mikilvægur bæði fyrir Val og Fram. Valsmenn virtust gera sér fulla grein fyrir þessu því þeir mættu mjög ákveðnir til leiksins en það sama verður ekki sagt um Framara. Þeir léku einn sinn lakasta leik í vetur og áttu aldrei minnstu möguleika gegn Val. Var Framliðið hreint óþekkjanlegt frá leiknum gegn Víkingi þegar barizt var frá fyrstu til síðustu mínútu. Lítið var skorað framan af í fyrri hálfleik enda gerðu bæði lið sig sek um mörg mistök. Valsmenn komust í 5:2 en Framararnir jöfnuðu á skömmum tíma. En síðan urðu þeim á mistök í sókninni, sem Valsmenn'nýttu sér til hins ýtrasta. Skoruðu þeir fjögur mörk í röð á þremur mínútum og komust í 9:5 en staðan í hálfleik var 11:7 Val í hag. I upphafi seinni hálfleiks náðu Framarar góðum spretti og minnkuðu muninn í 12:11 en Valsmenn svöruðu snarlega með fjórum mörkum og eftir það þvarr mótstaðan gjörsamlega hjá Fröm- urum og Valsmenn sigldu framúr haégt Og rólega. Mestur var munurinn tíu mörk, 24:14, en lokatölurnar urðu 27:19. Valsliðið hefur náð sér verulega á strik seinni hluta mótsins eftir afleita byrjun. Virðast Valsménn- irnir hafa eflst við það óstuð, sem Verið hefur á Víkingunum seinni hluta mótsins enda hafa möguleik- ar Valsmanna á að halda íslands- bikarnum vaxið stöðugt með fall- andi gengi Víkinganna. Verður fróðlegt að sjá uppgjör félaganna annað kvöld. I leiknum við Fram var varnarleikurinn mjög sterkur og þokkalegir sprettir í sókninni, þótt Valsmenn hafi áður sýnt þar betri tilþrif. Þá var markvarzla Byrnjars Kvaran góð. Auk hans áttu beztan leik þeir Bjarni Guðmundsson, Jón Pétur Jónsson og Þorbjörn Jensson. Bjarni lék nú sinn bezta leik í vetur, hélt Arnari Guðlaugssyni í strangri gæzlu allan leikinn og var mjög drjúgur í sókninni. Jón Pétur virðist vera að ná sér á strik eftir slaka byrjun í mótinu og Þorbjörn Jensson var sterkur og þó sérs^aklega í vörn. Framararnir léku flestir langt undir getu. Aðéins Gústaf Björns- son og Guðjón Erlendsson mark- vörður sýndu umtalsverða getu. Arnar Guðlaugsson var tekinn úr umferð allan leikinn og bar því lítið á honum. Það getur svo farið að Framarar verði að standa í erfiðri fallbaráttu á næstunni og þurfa þeir þá að standa sig betur en í þessum leik og taka hlutina alvarlegar en gert var fyrir leikinn. Islandsmótið 1. deild, Lapgar- dalshöll 17. ápril, Valur — Fram 27:19 (11:7) Mörk Vals: Bjarni Guðmunds- son 7, Jón Pétur Jónsson 6, Jón H. Karlsson 4 (2 v), Glsli Blöndal 3, Stefán Gunnarsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2, Steindór Giinn- r ........................ arsson 1, Þorbjörn Jensson 1, Karl Jónsson 1. Mörk Fram: Gústaf Björnsson 7 (3 v), Magnús Sigurðsson 3, Jens Jensson 3, Sigurbergur Sigsteins- son 2, Pétur Jóhannesson 2, Arnar Guðlaugsson 1, Atli Hilmarsson 1. Misnotuð vítaskot: Brynjar Kvaran varði tvö vítaskot Arnars Guðlaugssonar í f.h. Brottvísanir af velli: Birgir Jóhannesson, Stefán Gunnarsson og Gústaf Björnsson reknir af velli í 2 mínútur hver. Björn Kristjánsson og Gunn- laugur Hjálmarsson dæmdu leik- inn og skiluðu hlutverki sínu vel. - SS. Newcastle í 2. dePd EINN íeikur fór fram í l. deildinni ensku í gærkvöldi. Ástoh Villa sigraði Newcastle 2:0 með mörkum Cowans og Gray. Þar með er Newcastle fallið í 2. deild ásamt Leicester og líklega fellur eitt eftirtalinna liða rtieð þeim, Wolv- és, Chelsea, QPR eða West Ham. ........ ........ v Valur« Brynjar Kvaran 3, Karl Jónsson 1, Þorbjörn Jensson 3, Þorbjörn Guðmundsson 2, Jón Pétur Jónsson 3, Bjarni Guðmundsson 4, Gísli Blöndal 1, Jón H. Karlsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Steindór Gunnarsson 1, Björn Björnsson 1. Fram. Guðjón Erlendsson 3, Birgir Jóhannesson 2, Magnús Sigurðsson 2, Jens Jensson 1, Arnar Guðlaugsson 1, Atíi Hilmar,sson 1, Pétur Jóhannesson 2, Sigurbergur Sigsteinsson -2, Ragnar Hilmarsson 1, Jóhannes Helgason 1, Gústaf Bj'örnSson 3. 23 STAÐAN STAÐAN í 1. deild karta í handknatt- leik. Víkinxur Valur Ilaukar ÍR FH Fram KR Ármann FokastaAan knattleik, Fram FH Valur KR Þór Ármann Haukar Víkinnur 13 7 5 1 284,246 19 13 8 2 3 274,245 18 14 7 4 3 285,255 18 13 4 4 5 266,255 12 13 5 2 6 269,280 12 14 4 4 6 286.311 12 13 4 2 7 250.255 10 13 2 1 10 239.286 5 1 1. deild kvenna 1 hand- 14 11 0 3 193,153 22 14 11 0 3 185.154 22 14 10 0 4 175,156 20 14 5 1 8 140.138 11 14 5 0 9 157.184 10 14 4 1 9 149,154 9 14 4 1 9 155,173 9 14 4 1 9 149,179 9 Marka- hæstir Markhæstu leikmenn 1. deildar karlai Björn Jóhannsson, Ármanni Andrés Kristjánss., Haukum Jón H. Karlsson, Val Brynjólfur Markússon, ÍR Ilaukur Ottesen, KR Páll Björgvinsson. Víkingi Gústaf Björnsson, Fram Björn Pétursson, KR Janus Guðlaugsson, FH Arnar Guðlaugsson, Fram Elías Jónasson, Haukum Símon Unndórsson, KR Viggó Sigurðsson. Víkingi Síðustu leikirnir TVÖ leikkvöld eru eftir í 1. deild karla í handknattleik. í kvöld kl. 20.30 mætast í Hafnarfirði FII og ÍR og á miðvikudag ieika í Laugar- dalshöll kl. 20 KR og Ármann og kl. 21 Víkingur og Valur. Verður það úrslitaleikur móts- ins. 80 78 75 71 64 57 54 53 51 51 50 49 49 Knatlspyrna 1 Staðan 1 Reykjavikurmótinu. Víkinxur 2 2 0 0 5,0 5 KR 2 1 1 0 5.1 4 Þróttur 2 1 1 0 3.2 3 Valur 3 1 0 2 4.3 3 Fram 1 0 1 0 0.0 1 Fylkir 2 0 1 1 0,3 1 Ármann 2 0 0 2 0,8 8 Markahæstir, Jóhann Torlason, Víkingi 2 Páll Ólafsson. Þrótti 2 Sigurður Indriðason, KR 2 Staðan í meistarakeppninni, Akranes 2 1 1 0 4.3 3 Valur 1 0 1 0 1.1 1 ÍBV 10 0 1 2.3 0 Leiknir vann Þór LEIKNIR vann sannfærandi sigur yfir áhugalausu Þórsliði í aukakeppni liðanna í 2. deild karla í handknattleik á Akur- eyri um helgina. Vann Leiknir 24,21 (10>9) og því bendir allt til að Þórsliðið þurfi að berjast við Breiðablik um sæti í 2. deildinni næsta vetur. í byrjun seinni hálfleiksins náði Leikn- ir mjög góðum leikkafla og breytti stöðunni úr 10.9 í 16.11 og þar með var í rauninni gert út um leikinn. Ilafliði Péturs- son var í miklum ham t liði Leiknis að þessu sinni og gerðr 11 mörk. Þór vanrs Snæfell ÞÓR frá Akureyri leikur í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik næsta vetur. Liðið vann Snæfell frá Stykkishólmi 79.73 í síðari leik liðanna um sæti í deiidinni á Akranesi á laugar- daginn. Hafði Þór forystu allan leikinn og stigahæstur í liðinu var Mark Christansen með 28 stig. Einar Sigfússon gerði 21 af stigum Snæfells. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.