Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIÐVTKUDAGUR 16. júní 1965 Þriðjudagur, 15. júní NTB Santo Domimgo. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að 17 uppreisnar hermenn hafi fallið í hörðum bardögum við herlið Suður- Ameríkuríkja í Santo Domingo í dag. NTB-London. Wilson forsætisráðherra Breta sagði í útvarpsviðtali í kvöld, að vopnahlé myndi auð velda samkomu friðarráðstefnu um máleftni Vietnam, en að sjálfsögðu væri skilyrði, að báðir aðilar vlrtu vopnahléð. NTB-Washington. Haft var eftir Johnson, Bandaríkjaforseta í dag, að ekki væri útilokað að hlé yrði gert á loftárásum á Norður- Vietnam, en hins vegar yrði ekki skýrt frá því fyrirfram ef tU slíks hlés kæmi. NTB-Dong Xoai. Mikil spenna ríkti í dag í bænum Dong Xoai í S-Víetnam í dag, þar sem bandarískir og suður-víetnamiskir hermenn biðu þess albúnir að mæta nýríi árás frá Vietcong-mönn um. Fyrir nokkrum dögum gerðu skæruUðar harða árás á bæinii og oUu dauða og eyði leggingu, en hurfu síðan á ný inn í frumskóginn. Að því er fregnir herma eru um 8000 skæruliðar í leyni í frumskóg unum kringum bæinn og hefur því mikill liðsstyrkur af hálfu stjórnarinar verið fluttur til bæjarins. NTB-Beriín. Austur-þýzkir landamæra- verðir skutu í dag til bana 43 ára gamlan kaupmann, Her- mann Doebler að nafni og særðu lífshættulega rúmlega tvítugan mann, en þeir voru báðir á litlum báti með utan borðsmótor á Tewtow-skurðin um í Berlín, scm liggur á mörk um borgarhlutanna. Atburður imn átti sér stað örskammt frá' Reilinden-varðstöðinni, sem er á vestur-þýzku landssvæði. NTB-Columbus. 18 bandarískir hermenn týndu í dag lífi, er tvær þyrl ur á æfingaflugi rákust á og féllu til jarðar nálægt Colum- bus í Georgíu-fylki. Slysið varð aðeins þrjá km. frá flugvellin um, sem þeir höfðu lagt uipp frá. NTB-Passau. Ástamdið versnaði enn á flóðasvæðunum í Ungverja- landi og Júgóslavíu, því að Dóná vex stöðugt og er vatns hæðin nú komin 5 metra fram yfir það, sem venjulegt er. Mikil hætta er á, að flóð- garðar bresti víða í þessum um löndum en þegar er orðið mikið tjón í öllum löndumum sjö, sem Dóná rennur um. í Bayern hafa farizt 8 menn og tjón er metið á meira en 3 milljarða íslenzkra króna. Kópavogskaupstað Eins og undanfarln ár verða há tiðahöld í Kópavogskaupstað. Hátíðin hefst kl. 13:30 víð Félags- heimilið. Þaðan verður gengið í Hlíðargarð. Lúðrasveit Kópavogs leikur fyrir göngunni. í Hlíðar- garði verður margt til skemmtun- ar, m.a. glímusýning, söngur, leik þættir og fleira. Sveinn S. Einars- son, verkfræðingur, heldur ræðu, Finnborg Ömólfsdóttir fljrtur ljóð Fjallkonunnar. Ráðgert er að úti samkomunni ljúki í Hlíðargarði klukkan 16. Um kvöldið hefst há tíðin aftur við Félagsheimilið kl. 20.30. Þar flytja gamanþátt Klem- enz Jónsson, Ámi Tryggvason og Bessi Bjamason. Ríó-tríó úr Kópa vogi syngur þjóðlög og fleira. Síð an verður dansað úti og ini til kl. 1. Sóló og Mónó leika. Ætlaði að skjóta kanínu hitti læri lögreglumanns BÞG—Reykjavík, þriðjudag. Það slys henti lögreglumann í Hafnarfirði laust eftir id. 4 í dag, að hann varð fyrir skoti úr byssu starfsbróður síns, er ætlaði að aflífa kanínu inn við öskuhauga Hafnarfjarðar. Nánari tildrög að þessari miklu slysni vom þau, að um miðjan dag var komið með sjúka kanínu til lögreglunnar í Hafnarfirði, og hún beðin að aflífa dýrið. Höfuð kanínunnar var allt út gt-áfið, og fltittli tveif lögfeglti meiih iiaha í kássa ihh á öskú hahga, þar sem aftakán skyldi fara fram. Erfitt var að hafa henduf á dýrinu, sem er smátt og kvikt, og áttu lögreglumenn- irnir í brösum við að koma skoti á það. Krupu þeir við verk sitt, og svo slysalega vildi til, að þegar annar lögreglu- mannanna hleypti af, hljóp skotið í læri félaga hans. Var þegar haft samband við lög- regluvarðstofuna gegnum tal- Stiið Iögfégiitbllsiris, sem þeir félágár VöfU á, dg vár hinn slasaéi maður þegar fluttur i Slysavarðstofuna. Að lokinni skoðun var lögreglumaðurinn fluttur á Landakotsspítala, þar sem sennilega hefur verið gerð aðgerð á honum til að ná kúl- unni út. Að því, er lögreglan í Hafnarfirði skýrði frá í kvöld, mun skotið ekki hafa gengið inn að beini, en nánari fregnir voru þá ekki komnar af líðan mannsins. Myndin hér aS ofan er frá skólaslitum lærdómsdeildar Verzlunarskóla fslands og sjást nýstúdentar setja upp hvítu húfurnar. (Ljósm.: Tímlnn-GE) 24 NYSTUDENTA R FRA V.I. BÞG^-Reykjavik, þriðjudág. Lærdómsdeild Verzlunarskóla íslands var slitið í dag við hátíð- lega athöfn. Skólastjóri, dr. Jón Gíslason, flutti skýrslu skólans og Síldarfréttir þriðjudaginn 15. júní Gott veður var á síldarmiðunum s. I. sólarhring og voru skipin eink um að veiðum um 240 mílur ANA af Rauðunúpum. Lóðað var á nokkra síld í Norð fjarðardýpi og utarlega í Seyðis- fjarðardýpi, en síldin stóð djúpt og fékkst engin veiði. Á s. 1. sólarhring tilkynntu 36 skip um afla, samtals 44.600 mál. Raufarliöfn Áskell ÞH 550, ÓI. Friðbertsson ÍS 1000, Helga RE 1600, Bjarmí EA 750 Guðm. Péturs ÍS 1700 Auðunn GK 1400, Gullver NS 1550, Súlan EA 1650, Fagriklettur GK 1500, Gullberg NS 1200 Hugrún ÍS 1350, Halkion VE 1800, Straumnes ÍS 600, Faxi GK 1300, Viðey RE 1550. Elliði GK 1000, Sig. Bjarnason EA 1650, Guðrún Jónsdóttir ÍS 1000, Gjafar VE 1000 Helgi Flóvents- son ÞH 1700, Heimir SU 1400, Helga Guðmundsd. BA 1500, Svein björn Jakobsson SH 1000, Ásþór RE 1300, Mímir ÍS 600, Keflvík ingur KE 1450 Akurey RE 1600, Höfrungur III AK 2200 Ární Magnússon GK 1250 Dalatawgi. Skarðsvík SH 1100, Ágúst Guð- mundsson GK 400, Gunnhildur ÍS 550, Sig. Jónsson SU 1200 Björg NK 1200, Jón á Stapa SH 1100, Þráinn NK 850. ávarpaði nýstúdenta, sem voru 24 að þessu sinni. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Arndís Björnsdóttir, ágætis- einkunn, 7.51, og er hún jafnframt hundraðasta stúlkan, sem braut- skráð er frá skólanum. f 5. bekk skólans voru 27 nem- endur, og varð Elín Jónsdóttir efst á prófinu, hlaut ágætiseinkunn, 7.51. Stúdentspróf þreyttu 24 nem endur, og hlaut einn ágætis eink- unn, eins og áður segir, 12 fyrstu einkunn og 11 aðra einkunn. Liðin eru 20 ár síðan fyrstu stúd- entarnir voru útskrifaðir frá skól anum, og af því tilefni afhentu 20 ára stúdentar s’kólanum að gjöf málverk af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, núverandi útvarpsstjóra, sem þá var skólastjóri Verzlunarskólans. Orð fyrir 20 ára stúdentum hafði Valgarð Briem, lögfræðingur, en Vilhjálmur Þ. Gíslason flutti þakk arávarp. Málverkið gerði Sigurður Sigurðsson, listmálari. Af hálfu 10 ára stúdenta talaði Árni Grétar Finnsson, lögfræðigur. Skólastjóri þakkaði gjafirnar og góðar óskir í skólans garð, og lauk athöfninni með því, að sunginn var Verzlunarskólasöngurinn. HATIÐAH0LDIN I MOSFELSHREPPI Sú nýbreytní var tekin upp á Þjóðhátíðardaginn í fyrra, að efna til úti’hátíðarhalda við Varmár- skóla í Mosfellshreppi og voru saman ofin vígsla sundlaugar og þjóðhátíð. Með þessa góðu reynslu að bakhjarli, sem af þessari sam- komu fékkst, hvað snertir fjöl- menni úr sveitinni og nágranna- í sveitum og vel beppnuð dagskrár \ atriði, hefur \ ióðhátíðarnefnd Mosfellshrepps akveðið að halda hátíðarsamkomu nú 17. júní. Dagskrá hennar verður í höfuð atriðum sem hér segir: Safnazt verður saman við vegamót Reykja lundar hjá Meltúni kl. 13.20; og, lagt af stað í skrúðgöngu með lúðrasveit drengja í fararbroddi undir stjórn Birgis Sveinssonar kennara kl. 13.30 Gengið verður að Varmárskóla. Þar mun sveitar stjórí Mattlrias Sveinsson setja samkomuna. Síðan hefst guðsþjón usta, sr. Bjarni Sigurðsson. prédik ar, kirkjukór Lágafellssóknar syng ur organisti Hjalti Þórðarson. Að þessu loknu flytur Tómas Stur- laugsson kennari minni dagsins. Með hlutverk Fjallkonunnar fer frú Salome Þorkelsdóttir. Karla- kór Kjósverja mun syngja undir stjórn Odds Andréssonar. Kaffi verður fram borlð eftir ávarp Fjallkonunnar og verður þá gert hlé á hátíðarhöldunum á með an. Kaffiveitingarnar verða í Hlé garði og verða leikin létt Iög með an setið er undir borðum. Kl. 4 hefst svo keppni í sundi og frjálsum íþróttum. Einnig verð ur keppt í jafnvægisgöngu kvenna á planka yflr laugina. Að lokum verður sérstakur skemmtiþáttur sérstaklega ætlaður yngstu kyn slóðinni fluttur af þjóðkunnum leikurum. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Kl. 9 um^kvöldið verður efnt til skemmtunar í Hlégarði með skemmtikröftum og dansi. Þjóðhátíðarnefnd Mosfellshrepps vill beína þeim tilmælum til Kjós verja Kjalnesinga og Þingvalla- hreppsbúa. velunnara Mosfells- hrepps, og gamalla sveitunga sem eru fluttir burt að þeir sjái sér fært að fjölmenna til þessara há- tíðarhalda, svo þau megi verða hin ánægjulegustu. Þjóðhátíðarnefnd Mosfellshrepps. DÚX Framhald af 16. siðu. að fara tíl Ítalíu og læra ítölsku, og ætti þá latínan að koma að góðu haldi. En fyrst er ég að hugsa um að vera eitt ár í París og læra frönsku. — Um hvaða verðlaun finnst þær vænzt? —Ætli það sé' ekki Gull- penninn (en hann er veittur fyrir beztan árangur í íslenzku skriflegri) og þar næst latínu verðlaunin. Þetta eru mínar eft irlætisgrelnar. — Og það þarf auðvitað ekki að spyrja að því, að biðlamir elta þig á röndum eða ertu ef til vill trúlofuð? — Nei, guð hjálpi þér, ég hef ekki nokkurn tíma til slíks, ég á svo mikíð eftir að stúdera. Og að svo mæltu hvarf Borg- hildur í hóp svartklæddra sam stúdenta sinna og andvarpaði yfir fávíslegum spumingum blaðamanns. Borghildur er dóttir Einars Braga Sigurðssonar skálds og Kristínar Jónsdóttur, Bjarnar- stíg 4, Reykjavík. Framherji, félag ,aunbega Ákveðið er að fara í skemmtiferð á vegum félagsins helgina 2,—A. júlí. Farið verður um Fjallabaks leið Þeir félagar, sem áhuga hafa á ferðinni, eru beðnir u.ti að hafa samband við Daða Ólafsson, síma 37073, eftir kl. 20. á kvöld in fyrir 15. júní n. k. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.