Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 5
5 MIÐVIKUDAGUR 16. júní 1965 TÍfVSmN Útgefandl: FRAMSðKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krlstján Benedlktsson rtitstjórar: t'Orarxnn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Pulltrúi ritstjóimar Tómas Karlssor. Aug lýsingastj.: Steingrlmur Gislason Ritstj.skrifstofur • eddu búsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastrætl * Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, síml 18300 Askriftargjald fcr. 90,00 á mán mnanlands - í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Glundroðinn í kaupgjaldsmáhmum Þa5 er meira en augljöst, að alger glundroði er að skapast í kaupgjaldsmálum landsins. Nokkur verkalýðs- félög hafa samið, önnur ætla að auglýsa taxta, en lang- flest bíða átekta með lausa samninga. Sum þeirra undir- búa meiri og minni skæruhernað. Á ýmsum stöðum, þar sem atvinna er næg, æ'tla þeir, sem það geta, auð- sjáanlega að hagnýta sér leið yfirboðanna. Það er áreiðanlega útilokað, að hægt sé að benda á nokkurt land í Evrópu, þar sem slíkur glundroði ríkir í kaupgjaldsmálum. Skýringin á þessu er næsta augljós. Hvergi í Evrópu er fylgt jafn fálmkenndri og ómarkvissri stjórnarstefnu og hér. Þó má að vísu segja, að stjórnarstefnan hafi eitt mark. Það er að tryggja þeim, er fjármagnið hafa, sem óbundnastar hendur. Af þessu leiðir aftur það, að kapp- hlaup, uppboð og ringulreið ríkir á nær öllum sviðum fjármálanna. Það eykur á þetta, að flestir þykjast sjá, að stjórnarstefnan leiði til nýrra stórfelldra skatta- álaga, eða gengisfalls. Menn vilja gjarnan hafa lokið ýmsum framkvæmdum áður. Þess vegna magnast upp- boðs- og upplausnarástandið. Hver reynir að hrifsa það, sem hann getur, og þar verður vitanlega stórbröskur- unum bezt ágengt. Kostnaðurinn af þessari stefnu, sem er síaukin dýrtíð, leggst fyrst og fremst á launastéttirnar. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að þær blandi sér nú einnig í kapphlaupið og reyni að fá hlut sinn bættan eftir þeim leiðum, sem þykja bezt henta á hverjum stað. Við þetta allt bætist svo, að stjórnin er orðin þreytt og uppgefin og reynir að flýja verkefnin eins og hún framast getur. Hennar stóra takmark er að hanga í stólunum, hvernig sem allt veltist. Þess vegna hefur hún ekkert gert til að koma á heildarsamningum. Hér skal engu spáð um, hvernig lýkur þeim þætti, sem er að gerast í kaupgjaldsmálunum. En eitt er víst. Hér getur ekki skapazt neinn bati í fjármálum að óbreyttri stjórn eða stjórnarstefnu, heldur í mesta lagi frestur á öðru verra. Það þarf nýja stefnu, nýja forystu, og miklu öflugri samstöðu til að koma hlutunum í lag. Línuveiðaraar Nýlokinn fundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna vakti sérstaka athygli á hinni miklu þýðingu, sem línu- veiðarnar hafa fyrir útflutningsframleiðsluna. Óumdeil- anlegt er, að þessi veiðiaðferð gefur bezta hráefnið, mun betra en aðrar veiðiaðferðir. Eftirspurnin á erlend- um mörkuðum krefst þess, að hægt sé áfram að hafa þessa góðu vöru á boðstólum. Það er því mikið alvörumál að þróun seinustu ára hefur orðið sú, að línuveiðarnar pera sig ekki, og útgerðin hefur í sívaxandi mæli tekið upp aðrar veiðiaðferðir. Aðalfundur Sölumiðstöðvarinnar taldi, að það yrði mikill hnekkir fyrir útflutningsframleiðsluna, ef línu- fiskurinn hyrfi af erlendum mörkuðum. — Þess vegna skoraði fundurinn á ríkisstjórnina að gera nauð- synlegar ráðstafanir til að tryggja línuveiðarnar. Á Al- þingi hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir þessu, en fengið litlar undirtektir. Vonandi gerir ályktun SH ríkisstjórninni það ljósara, hvílíkt tjón það er, ef línu- veiðarnar falla niður. Hér má ekki lengur fljóta sofandi að feigðarósi. Fagerholm dregur sig í hlé Hann hefur verið samningama^urinn á sviði finnskra sf|órnmála Karl-August Fagerholm. EINN AF þekktustu stjóm- málamönnum Norðurlanda, Karl-August Fagerholon, hefur tilkynnt, að hann muni ekki bjóða sig fram í þingkosning- unum i Finnlandi, en þær eiga að fara fram á næsta ári. Ald- urinn er honum þó ekki að meini, en hann verður 65 ára næsta nýjársdag. Hins vegar er stjórnmálaferill hans orðinn langur og honum mun því þykja mál til komið að fá nokkra 'hvild það, sem eftir er ævinnar. Fagerholm er einn þeirra fáu norrænu stjórnmála- manna, sem komnir vora fram á sjónarsviðið fyrir síð- ari styrjöldina, og enn ber verulega á. Vegna þess, hve lengi hefur borið mikið á hon- um, er hann í dag einn þekkt- asti stjórnmálamaður á Norður löndum. Það hefur og átt sinn þátt í þessu, að ekki hefur annar finnskur stjórnmála’mað- ur tekið meiri þátt í norrænu samstarfi en hann. Hann hefur . átt flestum eða öllum löndum sínum mestan þátt í því að treysta aðild Finnlands að nor- rænni samvinnu. FAGERHOLM er kominn af fátækum ætturn. Hann var einn vetur á. héraðsskóla eftir að hafa lokið. baraaskólanámi. Aðra skólágöngu hefur hann ekki. Sextán ára gamall hóf hann nám sem rakari, en það átti ekki fyrir honum að liggja að vera lengi rakari, þótt segja megi, að það starf hafi lagt grundvöllinn að frama hans. Tæplega tvítugur að aldri var hann kosinn formaður rakara- sambandsins, og komst hann Ibannig í kynni við forustumenn /erkalýðssamtakanna. Tveimur áram seinna gerðist hann blaðamaður við það aðalblað Jafnaðarmanna, sem var gefið m út á sænsku. Aðalritstjóri þess varð hann ellefu árum síðar og lét hann ekki formlega af því starfi fyrr en 1942, þótt hann væri búinn að vera ráð- herra síðan 1937. Hann hefur samt aldrei fullkomlega lagt blaðamennskuna til hliðar, heldur stöðugt skrifað pistla í hið gamla blað sitt, undir nafninu Friman. Fagerholm var fyrst kosinn á þing 1930 og hefur átt þar sæti stöðugt síðan. Hann lét fé- lagsmál mest taka til sín og því kom ekki á óvart, er hann varð félagsmálaráðherra 1937. Síðan gegndi hann því starfi ó- slitið til 1943, þótt oft væru stjóraarskipti á þessum tíma Þá varð hann að fara úr stjórn- inni vegna kröfu frá Þjóðverj- um, er voru í bandalagi við Finna. Fagerholm hafði mætt á kvöldvöku hjá Norðmönnum i Helsingfors og farið þar all- hörðum orðum um hernám Þjóðverja í Noregi. EFTIR styrjöldina hlóðust mikil störf á Fagerholm og studdi það ekki sízt að frama hans, að hann hafði orðið fyrii barðinu á Þjóðverjum. Hann hafði og alltaf verið andvígur samstarfinu við þá. Fager- holm var forsætisráðherra í minnihlutastjórn Jafnaðar- manna 1943—50, og aftur tví- vegis síðar. Seinast var hann forsætisráðherra 1959, en þá lét stjórn hans .skyndilega af völdum og mun ástæðan hafa verið sú, að Rússum misiíkaði eitthvað við hana. Þegar Fager- holm var ekki forsætisráð- herra, var hann oftast forseti þingsins. Seinustu árin hefur hann þó ekki verið það, unz á útmánuðum í vetur. Þáverandi forseti,Kleemola, lézt þá óvænt en hann var einn af leiðtogum Bændaflokksins. Búizt var við, að einhver af leiðtogum stjórnarflokkanna tæki sæti hans, en Bændaflokkurinr. og hægri flokkarnir fara nú með stjóm í Finnlandi. Niðurstað- an var þó sú, að Fagerholm var kosinn einróma. Þannig sýndi þingið honum mikla virðingu og þakkir fyrir starí hans, en kunnugt var þó orðið, að hann ætlaði að hætta þing- mennsku. Árið 1956 munaði ekki nema einu atkvæði á Fagerholm og Kekkonen, er kjörmenn völdu forseta landsins. Við næsta forsetakjör gaf Fagerholm ekki kost á sér. Sumir segja, að það hafi verið vegna þess, að dóttir hans hafði gifzt syni Kekkonens. Hitt mun þó sanni nær, að klofningurinn í Jafn- aðarmannaflokknum hafi gert framboð Fagerholms þá ósig- urvænlegt. ÞÓTT Fagerholm hafi verið skeleggur í stjórnmálabarátt- unni, hefur hann jafnan notið vinsælda og það oftast engu síður þeirra, sem hann hefui átt í höggi við. Þetta stafar ekki sízt af því, að hann er reifur og þægilegur í kvnningu og góður samkvæmismaður Fagerholm hefur líka fengið á sig mest orð sem stjórnmála- maður fyrir hæfileika sína til að leiða andstæð öfl til sam- starfs. Hann hefur líka þurft mikið á því að halda. Mikil beiskja ríkti í Finnlandi bæði eftir borgarastyrjöldina, sem fylgdi í lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar, og þó ekki síður eftir síðari heimsstyrjöldina. Seinustu árin hafa verið enikl- ar deilur í flokki Jafnaðar- manna, en Fagerholm hefur leitazt við að standa utan þeirra og tekizt það furðanlega, án þess að vera borin nokkur undirhyggja á brýn. Það er ekki sizt hans verk, að flokk- urinn virðist nú vera að renna saman aftur og vann mikinn- kosningasigur í bæjai> og sveit- arstjórnarkosningum fyrir nokkru. Eftir Fagerholm er þetta haft: Fyrsta og síðasta boðorð lýðræðisins er mála- miðlun — samvinna. Menn bendla lýðræðið stundum við hrosakaup, en hver er and- stæða þess? Einræðið. Seinustu árin hefur Fager- holm verið forstjóri áfengis- einkasölunnar finnsku og mun hann gegna þvi starfi áfram eftir að hann lætur af þing- mennsku. Fagerholm færir þá ástæðu fyrir þeirri ákvörðun sinni að hætta þingmennsku, að hann hafi séð svo marga sitja of- gamla á þingi, að hann ætli ekki að bíða eftir því að verða svo gamall, að hann hætti. að taka eftir því. Stjómmálin mun hann og vart leggja á hilluna. þótt hann fari af þingi. Hann mun t. d. vera ráðinn í því að halda áfram að skrifa pistla sína. Og vafalaust mun hann halda áfram að vinna að sátt um og samlyndi bak við tjöld- in. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.