Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 12
12 TMMINN MIÐVIKUDAGUR 16. júní 1965 SKÚGARHQLAKAPPREIÐAR Efnt verður til hestamannamóts að Skógarhólum í Þingvalla- «veit, sunnudaginn 27. júní 1965. ÞAR VEROUR KEPPT — # 250 m. skeiði. 1. verðlaun kr. 10 þúsund 9 300 m. stökki. 1. verðlaun kr. 5 þúsund # 800 m. stökki. 1. verðlaun kr. 10 þúsund # 600 m. brokki. Verðlaunapeningar. Auk þess verður góðhestasýning og ýmis fleiri sýningaratriði. Skrásetning til hlaupa tilkynnist undirrituðum fyrir 19. þ.m. Hestmannafélögin: ANDVARI, Helgi Hjálmsson, Smáraflöt 24. FÁKUR, Bergur Magnússon, skrifstofu Fáks. HÖRÐUR, Pétur Hjálmsson, Markholti 12. LJÚFUR, Aage Michelsen, Hveragerði. LOGI, Guðmundur Óli Ólafsson, Skálholti. SLEIPNIR, Páll Jónsson, Selfossi. SÖRLI, Kristinn Hákonarson, Arnarhrauni 2. TRAUSTI, Guðni Guðbjartsson, Ljósafossi. t Á VÍÐAVANGI Þetta hefur ríkisstjóm Bjama Benediktssonar glögg- lega skilið, og starf hennar og fyrirætlanir á sviði mennta- mála era skýr sönnun þess.“ Oflofsháðið tekur jafnan við, þegar verðleikana þrýtur, en það ér líka beizkast. HESTAR OG MENN Framhald af 8. síðu marks um einstæðan áhuga Sigurjóns má e.t.v. hafa það, að fyrir nokkrum árum komst hann í kynni við Svisslending, sem hér var á ferð og kom þar, að sá svissneski bauð Skörðu- gilsbóndanum í skemmtiíerð til Sviss, honum að kostnaðar- lausu. Er mér varð á að láta undran mína í ljósi yfir þvi að Sigurjón skyldi ekki taka þessu boði, svaraði hann: „Ertu galinn, drengur, ég hefði orðið að fara af stað föstudaginn fyrir Vallabakkana". — en þar átti Sigurjón við kappreiðar Stíganda. Að hans dómi kom ekki til álita að taka Sviss- landsför fram yfir hlutdeild í starfi og gleðskap Stíganda- manna á Vallabökkum. Senrii- lega hefði nú flestum öðrum, að þeim ólöstuðum, orðið valið auðvelt, — á hinn veginn — Björn Ólafsson á Krithóli Pét- ur Sigurðsson í Álftagerði og sr. Gunnar Gíslason i Glaum- bæ, hafa allir setið í stjórn fé- lagsins í meir en áratug og unnið því með ágætum. Félag, sem náð hefur 20 ára aldri, á að baki bernskuspor og byrjunarörðugleika. Þess er því að vænta, að framundan bíði félagsins mörg ár mikilla athafna í anda þeirra einkunn arorða, sem Sigurður í Krossa- íiesi valdi því I upphafi- að auka veg og gengi skagfirzkra reiðhesta. —mhg— ÍÞRÓTTIR Framnaiö aí 13 slðu. má telja, að með þátttöku sinr nú hafi þessir unglingar fengið . dýrmæta reynslu í að keppa í svona móti. Eftirtaldir voru þátt takendur í þessari för: Guðmundur Gíslason ÍR, Davíð' Valgarðsson ÍBK, Guðmundur Þ. Harðarson Æ, Árni Þ. Kristjáns- son SH, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir ÍR, Matthildur Guðmunds- dóttir Á, Ingunn Guðmundsdóttir, Selfossi, Ásta Ágústsdóttir SH, Auður Guðjónsdóttir, ÍBK, Gestur Jónsson, SH, Reynir Guðmundsson Á, Torfi Tómasson, landsþjálfari, og Eriingur Pálsson og Sólon R. Sigurðsson, fararstjórar. Ólympíuleikarnir í Tókíó. Olympíunefnd fslands valdi þau Guðmund Gíslason og Hrafnhildi Guðmundsdóttur til að taka þátt í sundkeppni Olympíuleikjanna I Tókíó. Guðmundur var valinn til að keppa í 100 m skriðsundi og 400 m fjórsundi. Stóð Guðmundur sig með ágætum í fjórsundinu, synti hann á 5:15.5 mín, sem er nýtt ísl. met á 50 m. braut. Sigraði Guðmundur meðal annarra Norð- urlandamethafann þáverandi í greininni. Norffurlandameistaramót. Norðuriandameistaramótið 1965 mun fara fram : Pori í Finnlandi dagana 14. og 15. ágúst í sumar. Sundsambandið hefur þegar ákveð ið að senda 5 manna hóp á mótið. Stjórnin hefur ákveðið að setja ekki upp lágmarkstíma fyrir sund fólkið að keppa að, því það hefur gefizt miður vel á undanförnum árum, þannig að þegar einhver hefur náð ákveðnu lágmarki löngu áður en ferðin var farin, þá hefur hinn sami viljað slá slöku við æf ingar eftir það. Nú verður farið eftir gildandi stigatöflu og ekki síð ur eftir því, hvernig æfingar hafa verið stundaðar. Þjálfun á veg um SSÍ hefur verið á hverjum morgni s.l. 1% mánuð og hefur Sólon R. Sigurðsson séð um þær æfingar, en félögin hafa séð um kvöldæfingarnar. Landsæfingamar munu væntanlega hefjast af full- um krafti þegar eftir fsiandsmótið. Happdrætti. Fjármál SSÍ. Það er svo með öll félög og fyrirtæki, að ef ekki er fjármagn fyrir hendi, þá getur félagið ekki starfað. Þannig hefur því verið farið með Sundsamband ið. Fjárskortur hefur alltaf staðið því fyrir þrifum. Einu peningarnir sem SSÍ hefur haft til að spila úr hafa verið styrkir frá ÍSÍ og hafa I YÐAR ÞJÓNUSTU ALLA DAGA H j ó I ba rSa ver kstæðið HRAUNHOLT viS Miklatorg, gegnt Nýju SendibílastöSinnl. Opið alla daga frá kl.8—23. Höfum fyrírliggjandi hjólbarða i flestum stærðum. Wmi 10300. þeir ekki alltaf verið háir. Keppnis förin til Danmerkur s.l. sumar kostaði mikla peninga, og förin til Finnlands mun kosta ca. kr. 80. 000.00, en styrkur frá ÍSÍ vegna þeirrar farar verður ca. kr. 10.000, 00. Og næsta sumar 1966, eigum við að taka á móti danska lands- liðinu og endurgjalda því þar með landskeppnina 1964, en það verð ur dýrt framtak, samanborið við fjárhagslega getu SSÍ. Vegna alls þessa hefur stjórnin hleypt af stokkunum happdrætti SSÍ. Gefnir eru út 5000 miðar, og verð hvers miða kr. 50.00. Verð- mæti vinninga er samt. kr. 53.000 00. Stjómin hefur ákveðið að dreifa þessum miðum út til félag anna í Reykjavík og héraðssam- bandanna og ráðanna úti á landi og fá félögin 10% í sölulaun. Stjórnin treystir því, að sam- bandsaðilar bregðist vel við þessu nauðsynjamáli og styðji með því Sundsambandið út úr fjárhags- vandræðum þess. Þá má geta þess að stjórnin telur SSÍ fá alltof lágt hlutfall af þeim 350.000.00 kr.,. sem ÍSÍ úthlutar sérsamböndun i um til útbreiðslu. SSÍ fær aðeins 8%, á meðan KSÍ fær 22%, FRÍ fær 16% og HSÍ fær 16%. i SAUMLAUSIR NET- NÝLONSOKKAR í TÍZKULITUM. SÖLUSTAÐIR: KAUEFÉLÖGIN UM.LAND ALLT,,SÍS AUSTURSTRÆTT Auöveld Verður slétf Veröur slétt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.