Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 16
liTFÖR DR. ALEXANDERS ÚHör dr. Alexanders Jóhannessonar, fyrrverandi háskólarektors var ger3 frá Neskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Áður hafði farið fram kveðjuathöfn í Kapellu háskólans og hófst hún kl. 13.15. Þar söng kirkju kór Nesklrkju og prófessor Jóhann Hannesson flutti kveðjuorð. Klukkan 2 hófst minningarguðsþjónustan í Neskirkju. Sóknarpresturinn, séra Jón Thorarensen flutti mlnningarræðuna og félagar úr Karlakórnum Fóst. bræðrum sungu. Þá lék dr. Páll fsólfsson einleik á orgel og sunginn var sálmur. Viðstaddir útförina voru m. a. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, háskólarektor, Ármann Snævarr og prófessorar háskóians. tók GE í Neskirkju í gær. : '• J-" y ' 6: ■ ■ \ f ir/t \ ' ' ý'' Wím Úiifíiivii iýssjiii V'VAvvX'XvwvXv’/Xw/.-Xv WWWWvwBw Fjögur félög ætla aS auglýsa taxta EJ—Reykjavík, þriSjudag. Fundir hafa undanfarið verið haldnir í ýmsum verkalýðsfélög- ntniriK. I3v, d|ui iivjbun SKIPAÐUR SENDI- HERRA í PARÍS Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að skipa Henrik Sv. Björns son, núverandi ambassador í Lond on, til 'þess að vera ambassador fslands 1 París. Mun hann taka við þessu starfi á næstunni. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 15. júní 1965. um á Austfjörðum, ög hafa nokkur félög ákveðið að samþykkja Egils- staðafrumvarpið svonefnda, þ.e. að auglýsa kauptaxta, sem grundváll ast á 8% beinni kauphækkun, 44 stunda vinnuviku og nokkrum at- riðum úr Norðlendingasamkomu. laginu. Eitt félag ákvað að skrifa undir Norðlendingasamninginn, en nokkur félög hafa enn ekki haldiö fundi eða vilja bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Verkalýðsfélagið í Neskaupstað hefur ákveðið að auglýsa umrædda samninga. Verkalýðsfélagið á Vopnafirði samþykkti það sama, og félagið á Seyðisfirði samþykkti einnig að hafa samstöðu með þeim félögum, sem standa að Egilsstaða samþykktinni. Hið sama gerðist á fundi félagsins í Breiðdalsvík. Félagið á Fáskrúðsfirði sam- þykkti að undirrita Norðlendinga- samkomul. en fulltrúar þess félags voru á Egilsstaðafundinum. Félag ið á Reyðarfirði ákvað að bíða á- tekta og sjá, hver þróunin yrði í þessum málum, og taka síðan á- kvörðun um hvað gera skal en full trúí þess félags hafði áður undir- ritað Norðlendingasamkomulagið. Fundir hafa ekki verið haldnir í félögunum á Stöðvarfirði og Eski firði. I Vilja halda hér600aianna ráSstefnu byggingarmanna JHM—Rcykjavík, þriðjudag. Eins og Tíminn skýrði frá fyr ir nokkrum dögum var hald <*** \'WW\ irin Hér stjómarfundur nor- rænna samtaka, sem nefnd em Nordisk Byggedag, eða NBD. Þetta eru samtök fyrir alla þá, er standa að bygging- armálum á Norðurlöndunum. f samtali við nokkra af full- trúunum frá Skandinavíu, sögðu þeir, að mikill áhugi væri á að halda ráðstefnu hér haustið 1968. Stjórnarfundurinn var haldinn hér til að ganga frá ýmsum málum fyrir ráðstefnu NBD, sem verður í Svíþjóð í haust. Á fundinum var einnig rætt um, hvar ráðstefnan yrði haldin næst. Kom þá fram ósk frá fulltrúunum frá hinum Norður- löndunum um að halda hana hér í september 1968. Einn af dönsku fulltrúunum tjáði fréttamanni Tímans að hingað myndu þá koma um 600 þátttakendur frá Norður- löndunum. Ekki hefur enn verið ákveðið af íslands hálfu. hvort slíkur fund ur verður haldinn hér. Þar sem ekki yrði hægt að hýsa alla þessa menn, er búizt við, að hluti þeirra, eða um 200 manns, myndu koma á farþegaskipi, sem yrði not að sem fljótandi hótel í höfninni. LAND 0G LÝÐVELDI EFTIR DR. BJARNA BENEDIKTSSON Dúxinn fíugfreyja s sumar BGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Tólf sinum var nafnið Borg- hildur Einarsdóttir kallað upp við skólaslit Menntaskólans í Reykjavík í Háskólabíói í dag og jafnoft mátti hin fallega stúdína ganga þvert yfir sviðið, með hundruð augna mænandi á sig, og veita viðtöku verðlaun um úr hendl rektors, fyrir frá- bæran námsárangur. Það fór kliður um salinn í hvert sinn, sem Borghildur gekk fram og var henni fagnað ipni- lega með lófataki og þó mest, er hún þakkaði verðlaun fyrir latínukunnáttu á reiprennandi latínu. Blaðamaður Tímans sat fyr ir Borghíldi, er skólaslitaathöfn inni lauk og rabbaði við hana ofurlitla stund. Hún var með fangið fullt af verðlaunagjöfum og brosandi út að eyrum, er blaðamaður óskaði henni til hamingju. Sam talið rofnaði æ ofan í æ, því að svo margír þurftu að taka í hönd Borghildar og samgleðj ast henni. Allir töluðu um hvít- klæddu stúdínurnar, Borghildi og Sigrúnu Helgadóttur, sem vann Það afrek að verða hæst í stærðfræðideild á stúdents- prófi. — Hvað fékkstu eiginlega mörg verðlaun, Borghildur? — Eg held þau séu tólf, ann ars er ég hálf rugluð í öllum þessum verðlaunaveitingum. — Og er ekkí ósköp notaleg tilfinning að vera búin og þar að auki að vera dúx? —Ekki get ég neitað því, að það er ósköp gott að þessu er lokið. — Kostaði það ekki mikið erf iði og sjálfsafneítun að ná svo góðum árangri? — Ja, vissulega var próf- spretturinn erfiður. — Og hvað ætlarðu að gera í sumar, hvíla þig? — Ekki aldeilis. ég ætla að vera flugfreyja í sumar hjá Flugfélaginu. — Hvað um framtíðina, ætl- arðu að halda áfram námi? — Já, sú er ætlunin. Eg ætla Framn a ois Komin er út bókin LAND OG LÝÐVELDI eftir dr. Bjarna Bene diktsson, forsætisráðherra, sem er marzbók Almenna bókafélags- ins. Er þetta fyrra bindi en hið síðara kemur í haust. Land og lýðveldi er í megin- dráttum samtímalýsing þeirra viðburða, sem hæst ber í sögu íslands á síðustu áratugum. í fyrra bindi ritsins, sem hér birtist er einkum fjallað um þá þætti Þjóð málabaráttunnar, sem að öðrum þræðí vita út á við. Þar eru m. a. rakin ýmis sagnfræðileg rök sjálfstæðisbaráttunnar. í síðara bindinu, sem út kemur í haust, er að meginhluta rætt um önnur þau mál, sem nánar vita að efna hagslegri og menningarlegri sér- stöðu íslendinga og ennfremur er þar að finna ritgerðir og minning- arþætti um nokkra af helztu af- burðamönnum þessa tímabils. Bókina hefur Hörður Einarsson, búið til prentunar. Hún er 288 bls., prentuð í Víkingsprenti en bókband hefur Sveinabókbandið annazt. dr. Bjarni BenediktstM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.