Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 16. júní 1965 Arneshreppur í Strandasýslu mun nú vera eina byggðarlagið á landinu, sem efckert vegasam- band hefur við önnur héruð á landi. Einangrun hreppsins, að þessu leyti, er til mikils baga fyrir ibúa þessa afskekkta byggðarlags. Er Það auðskilið öllum þeim, sem sjálfir búa við vegasamband uni landið þvert og endilangt. Þarf því eigi að fara mörgum orðum um það hver nauðsyn vegasam-band er nú á þessum tímum, ef byggðin á ekki að leggjast al- veg í auðn, eins og orðið hefur 'hlutskipti sumra annarra byggð ' arlaga, sem líkt hafa verið sett á undanförnum áratugum. — Hafísinn, sá landsins forni fjandi, sem um áratugi hefur ekki bagað landsmenn, lagðist nú í vetur að landinu og lok- aði siglingaleiðum til margra byggðarlaga á Norður- og Norð austurlandi um nær 3ja mán- aða skeið. Undirstrikaði hann þann sannleik, að hvert það hérað og s-veit, sem ekki hefur möguleika til samgangna á lándi getur orðið innilokað og staðið í bjargarþroti um lengri eða skemmri tíma. En það er alkunnugt hversu nærri lá, að til stórra vandræða leiddi hér i Árneshreppi af þessum sök- um. En allan þann tíma, sem hafisinn lokaði leiðum á sjó var snjólaust á jörð og auð- velt að flytja nauðsynjar á landi, ef vegur hefði verið kom inn. — Hefði sú lexía ált að vera næg áminning um að vínna einhuga að því að hrinda i framkvæmd vegalagningu á þessum ca. 10 km. vegakafla sem nú skilur bygðarlagið frá vegakerfi landsins, og það þeg ar í stað. Á' undanförnum árum, allt síðan „Viðreisnin“! héit innreið Fagurt en flátt sína, hafa nokkrir þíngmenn Vestfjarðakjördæmis, þeir Her- mann Jónasson, Sigurvin, Ein arsson og Hannibai Valdimars son beitt sér fyrir því að þessi vegatálmi yrði rofinn og aukinni fjárveitingu varið til að hrinda þvj í framkvæmd. — Stjórnarlið ið hefur staðið einhuga að þvj að í'ella tillögur þeirra þremenn inga á hverju þingi, sjafnt þeir þingmenn, sem telja sig til þessa kjördæmis og aðrir sem minna komu þessu máli við. Hafa þefr álitið sér nægja tii fylgis og framdráttar að hælast um lftilfjörlega hækkun til þessara mála í krónuölu þó augljóst hafi verið að dýrtíðardraugurinn hafi étið það upp og meira til, svo að færri vinnueiningar fengjust út úr því en áður var. Hér hefði verið ástæða til að geta fjárveit inga undanfarinna ára og reikna út hve mörg jarðýtudagsverk það væru hverju sinni til samanburð ar. En til þess skortir mig gögn Er það Iíka alkunnugt að m a. fyrir þeirra tilverknað hefur hlutfalístala vegafjár j Vest- fjarðakjördæmi lækkað að stór um mun. Eitthvað munu þeir hafa verið famir að ugga að sér vegna þessarar frammistöðu sinn ar. í vetur var orðið svo sorfið að þeim að þeir sáu að eitthvað varð að gera til að bjarga sínu skinni. Gripu þeir þá til þess ráðs (sem sízt skyldi lasta) a* afla lánsfjár úr Flóttamannasjóði Evrópu til að rétta að einhverju leyli hluti. þess landshluta, sem mesta. haföi þörfina fyrir auknar samgöngubætur, en hafði orðið útundan fyrir þeirra atbeina. Allir sem eitthvað fylgdust með þessum málum væntu þess að Árneshreppi yrði skorinn það vænn skerfur af þessu fé, sem nægði til að ljúka vegagerð á þeim kafla, sem eftir væri til að tengja endana saman. Þetta fór þó á annan veg. — Þingmenn stjórnarliðsins ætluðu i fyrstu að hafa þetta fé í eigin höndum og miðla þvj þar sem þeir teldu sér bezt henta frá flokkspóli- tízku sjónarmiði. Stóð í þófi um það i þinginu lengi vel. Loks urðu þeir þó að láta undan og sikipta þessu á „opnu plani" — Nú væntu Árneshreppsbúar að þeirra stund væri runnin upp og að þeir mundu njóta réttlætis og „náðar“ þingmeirihlutans. En reyndin varð önnur. Enginn eyrir af þessu flóttamannaláni sikyldi ganga til þeirra hluta. Allt annað gengi fyrir. — Við þessa máls- meðferð var öllum nóg boðið. Hér var gengið svo í berhögg viS óumdeilanlega nauðsyn þessa einangraða byggðarlags, sem drengilega hefur barizt fyrir til- veru sinni, og með meiri þraut- seigju en önnur, sem svipað var ástatt um. Hvað var nú orðið af öllum fögru loforðunum, sem þeir Þor valdur Garðar og Ingólfur Jóns son, ráðherra, lofuðu á útbreiðslu fundi sínum, og haldinn var að Árnesi þann 18. júlí fyrra árs og ýmsir tóku mark á. Á þesspm fundi lýsti þorvajdur Garðar með fjálgleik „harmi“ síhum.'.yi. ir því, að á því ári skyldi ekki hafa verið hægt að verja meira fé til vegagerðar hér í hreppn- um en gert hefði verið að því sinni. Bar hann því við að ekki hefði unnizt típú til að skipu- leggja þessi mál á svo stuttum tíma, sem um hefði verið að ræða, síðan þessi mál hefðu ver- ið færð í nýtt form (Vegaáætlun ina). , Jafnframt fullvissaði hann fundarmenn um, að fjár- framlag yrði stóraukið á næsta ári, (þ.e. því sem nú er yfir- standandi). í sama streng tók Ingólfur ráðherra í ræðu sinni. Báðir lögðu þeir rika áherzlu á hver nauðsyn væri á að þessi fagra byggð færi ekki í eyði, og létu skína í það, að fyrir þeirra til'stuðlan yrði unnið að því. — Hvar voru nú efndir þessara orða? Þegar svo var komið xnálurn, að séð varð, að Árneshreppi var enn ætlað að bíða minnst 4 ár eftir vegasambandi. gerðist það sem næst samtímis, að sýslu nefnd Strandasýslu og hrepps- nefnd Árneshrepps sendu skel- eggar og rökstuddar áskoranir til þings og stjórnar að taka þetta mál til endurskoðunar og úrbóta, og bentu á, hve brýn nauðsyn þetta væri. Af hálfu hreppsnefndar var skorað á alla þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir, að á þessu yrði ráðin bót þegar á því þingi, sem þá sat að störfum. Ekki sáu þeir þingpi^nn . kjördæmisins, sem ;stjórninni fylgdu, sér ,-fært að ;stanúa að þeBsu. Varð það þá úr, að Hermann Jónasson flutti til- lögu um þetta efni í e. deild þingsins. Var tillagan felld af stjórnarliðinu. Þegar svo var málum komið, flutti Sigurvin Einarsson sömu tillögu í neðri deild. Um hana fór á sama veg. Hún var felld af stjórnariiðinu. Siálflr þingmenn kjördæmisins, sem stjórninni fylgdu, létu sér sæma að greiða atkvæði móti þessu nauðsynjamáli hinnar af- skekktu by'ggðar. — Það er saga sem vert er, að í minnum sé höfð. Þannig lýsti umhyggja þess- ara manna sér fyrir hagsmunum þeirra. — Frammi fyrir kjósend um sínum standa þessir menn nú berir að fláttskap og óorð- heldni, kærulausir um hag þeirra manna, sem þeim er ætl- að að vinna fyrir. Með þessu mætti ætla, að þeir hefðu fyrir- gert því trausti, sem menn 1 einfeldni sinni hafa borið til þeirra. Mættu þeir, þó síðar yrði hl'jóta verðuga umbun verka En svo gjörsneyddir virðast þessir menn vera sómatilfinningu að jafnframt því, sem þeir vinna okkur Árnesbúum það ógagn, sem þeir geta, þá stjga þeir fram fyrir alþjóð í blöðum og útvarpi og hrópa hástöfum: „Vlð berurn sérstaka umhyggju fyrir Árneshreppi og íbúum hans". Þennan boðskap mátti lesa úr penna Sigurðar Bjarnasonar í Mbl. og heyra til Birgis Finnsson ar við lok umræðna frá Alþingi í útvarpi. Framkoma þeirra á þingi sannar allt annað. Greini- legt er, að þessir menn lifa og starfa undir kjörorðinu: Fagurt skal gala en flátt hyggja. Það eru þeirra einkunnarorð. En hræðsla þeirra við eigin gerðir leynir sér ekki. Því er þetta hrópað út i von um, að einhverj ir láti blekkjast. ,, lh(jh Guðmundur P. Valgeirsson. Síðasta vetrardag árið 1945 gerðust þau tíðindi, að 18 menn komu saman til fundar í Varmahlíð í Skagafirði. Aðal- forgöngumenn fundarins voru þeir Sigurður Óskarsson, bóndj í Krossanesi og Sigurjón Jón- asson, bóndi á Syðra-Skörðugili og tilefnið var að ræða um og ákveða, — ef svo vildi verk ast — stofnun hestamannafé- lags. Sigurður Óskarsson reif- aði málið á fundinum og taldi. að tilgangur hins væntanlega félags ætti einkum að vera sá. „ að auka veg og gengi skag- firzkra reiðhesta*', eins og það er orðað í fundargerðinni. Er skemmst af því að segja, að gengið var frá stofnun félags- ins þama á fundinum og gengu allir viðstaddir í það. Fyrstu stjómina .skipuðu þeir Sigurð- ur Óskarsson, Krossanesi, Sig- urjón Jónasson, Syðra-Skörðu- gili, Björn Jónsson, Glaumbæ, sr. Gunnar Gíslason, Glaumbæ og Jóhann Ellertsson, Holts- múla. í skírninni hlaut félagið nafnið Stígandi, heitið eftir þeim hesti, sem einna nafn- frægastur heí'ur orðið skag í'irzkra gæðinga fyrr og síðar. Félög koma og hverfa, eins og einstaklingarair, sem stofna þau. Ekki veit ég hversu djarf ar vonir þessir 18 hestelsku Skagfirðinga, sem stofnuðu Stíganda, hafa alið um langlífi félagskaparins. Ep tíminn hef- ur leitt það í Ijós, að þarna var engin dægurfluga á ferð, því að hinn síðasta vetrardag nú í ár minntist Stígandi tvítugsaf mælis síns með myndarlegum afmælisfagnaði í félagsheimil- inu Héðinsminni í Blönduíiiið Formaðui' félagsins, Sigurður Óskarsson, setti hófið og stjórn aði því, en Björn Ólafsson á Krithóli tók að sér að sja uin, að hressilega yrði sur gið undir borðum. Magnús H. Gísiason á Frostastöðum rakti sógu félags ins en auk hans tóku til mals þeir Friðrik Margeirsson, Sauð árkróki, Guðjón Ingimunaar- son Sauðárkróki, Sigurjón Jón- asson, Syðra-Skörðugili, Gunn- ar Oddsson, Flatatungu, Óskai Magnússon, Brekku og Ottó Þorvaldsson, Víðimýrarseli. Þá fór fram mælskukeppni og loks var dansað lengi nætur. Ef rekja ætti til nokkurrai hlítar starfsemi Stíganda þessi 20 ár, yrði það mikils til of langt mál. Hér skal þvi að- eins gripið á fáu einu. Þegar fyrsta vorið, sem fé.agið starf- aði, hélt það kaþpreiðar á Vallabökkum í Vallhólmi og jafnan á hverju ári síðan Ilafa þær alla tíð verið ákar lega fjölsóttar, enda staðurinn frábærlega vel í sveit settur; við krossgötur í miðju héraði Hefur það verið félaginu ó- metanlega mikils virði að geta haft þarna sína aðalsamkomu og þökk sé Haraldi bónda á Völlum, sem á skeiðvöllinn og umhverfi hans og hefur alla tíð sýnt félaginu einstaka velvild og tillitssemi. Hin síðan ái hefur félagið gengizt fyrir góð- hestakeppni í sambandi við kappreiðari\ar. Kynbótastarf semi hefur félagið jafnan látið til sín taka og oftast átt stóð- hest, ella haft hann á leigu. Tamningastöð hefur það rek ið mörg undanfarin ár. Fyrstu 2—3 árin gekkst það fyrir tamningu dráttarhesta, en er notkun þeirra lagðist að mesti niður, snéri það sér að reið- hestatamningu. Fyrir nokkru testi félagið kaup á bújörð, Torfgarði Seyluhreppi, og par hefur tamningastöðin verið staðsett upp á síðkastið Félagið hr-íur umbætt jörðina ril mikiiia muna að ræktun, húsabótum og girðingum. Stígandi hefur verið þátttakandi í Landssam bandi hestamanna fra uppirafi þess félagsskapar og ávallt tek ið þátt í lands- og fjórðungs mótum þess, ýmist með sýn ingu kynbótahrossa góðhrossa eða hvorutveggja t<a var r'é lagið stofnaðili að Hrossaræki arsambandi Norðurlarids A margt fleira mætti drepa cr. greinarkorni þessu er hvorki ' M J. * N.v., Á myndinni eru talið frá vinstri: Sigurður í Krossanosi, Sigurjón á Skörðugili cg Pétur á Hjaltastöðum. Myndin er tekin á Vallabökkum. ætlað að vera eftirmæli né ít- arleg afrekaskrá og þvi ska) hér staðar numið. Það lætur að líkum ad í lé- iagi. sem búið er að stari.i 20 ár. telur fram að 120 með- limum og hefur verið jatn at- hafnasamt og Stígandi, hal'i margir lagt hönd á plóginn. Hér skal ekki farið langt út á þá braut að nefna sérstaklega einstaka menn. sem við sögu lafa komið enda væn þa vand séð hvar staðar skyldi numið Þó verður ekki komizt hja að minnast á þátt Sigurðar Óskars sonar er vat sem cvr segi’ annar af aðal hvatamönnum að stofnun félagsins og hefur ver- ið formaður þess frá upphafi og ávallt gegnt því erilsama starfi af frábærri alúð og ósér plægni Hefur það verið fála.g- inu 'ómetanlegur styrkur að ti) forystu þess skuli hafa fengizt svo samvinnuþýður, félagslynd ur og áhugasamur maður seo Sigurður er Sigurjón á Syð a SkÖrðugili hefur oftast seti< annað tveggja i stjórn félags írts eða varastjórn, borið hag þess mjög fyrir brjósti og unn ið því mikið starf og gott. Til Framhald á 12 síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.