Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 16. jí>ní lf*R5 3 eða ekki draugar. Slater-fjöl- skyldan getur því aðeins feng- iST nýít hús til að búa í, ef það hús, sem hún býr í, er ekki íbúðarhæft. Kona Slaters segir, að hún hafi oft fundið sjyttur, bolla og annað postulín brotið eftir heimsóknir drauganna. Þegar fjölskyldan gat ekki fengið nýtt húsnæði hjá borg- arstjórninni, leitaði hún til biskupsins í Derby og bað hann að blessa húsið. Biskup brást vel við, og verður nú fróðlegt að vita, hvort blessunin ber á- árangur. Snowdon lávarður, eiginmað ur Margré ar Englandsprins- essu, er sem kunnugt er, at- vinnuljósmyndari. Hann hefur nú undirritað samning við hinn kunna franska kvikmyndafram- •eiðanda Jules Dassin um ao annast tækniljósmyndun í hinni nýju kvikmynd hans, „Sumarkvöld kl. 22.20“, þar sem Melina Mercouri og Romy Schneider leika aðalhlutverkin. Og Snowdon fær enga smáupp hæð fyrir snúð sinn, — eina milljón íslenzkra króna. ★ Það er sagt, að í Madrid geti maður sagt hvað sem er um Franco, sérstaklegg ef maður vill lenda í fangelsi! læknamir réttu henni. Mata Hari, hið fræga njósna kvendi úr fyrri heimsstyrjöld- inni, liefur all-lengi verið gott efni bæði í frásagnir og kvik- myndir. Nú er nýkomin á mark aðinn kvikmynd um ævi Mata Hari, og leikur Jeanne Moreau hlutverk henar, og eru kvik- myndagagnrýnendur ekki mjög ánægðir með Jeanne í hlutverk inu, og segja það mistök að liafa valið hana í hlutverkið. Á einum stað myndarinnar tal ar elskhugi hennar um hinn fagra munn hennar, en það hefði hann ekki átt að gera, því allir vita, að Jeanna Mor- eau hefur Ijótasta og fýluleg asta munn, sem finnst í kvik- myndaheiminum. Hins vegar fór Greta Garbo með hlutverk Mata Hari fyrir mörgum árum og þótli gera það af mikilli snilld, auk þess sem hún var yfirnáttúrulega fögur. ★ Það er komið upp úr kafinu, að það eru fleiri en mennirnir, sem fá æðakölkun og nú hefur brezk rannsóknakona verið send til Nairobi til þess að skjóta nokkra ffla, því að nú er full- yrt, að stórir og feitir fflar þjá- ist af æðakölkun .Kona þessi heldur því fram, að með því að rannsaka æðakölkun hjá ffl- um sé hægt að fá góða vitn- eskju um það, hvernig æðakölk un hjá fólki sé farið. Hún ætlar sem sagt að skjóta nokkra fíla og senda sýnishorn flugleiðis / til Bretlands, þar sem vísinda- menn taka það til rannsókna. ★ Francoise Ilardy, sem er ein vinsælasta dægurlagasöngkona Frakka um þessar mundir, hef- ur skapað nýja tízku meðal tán- inga í París. Hún er trúlofuð ungum manni, og í stað þess að skrifa honum bréf, sendir liún h'inum segulbandsspólu, sem hún hefur talað inn á blíðri röddu og nú skrifa hinir róman tísku táningar Parísarborgar ekki lengur ástabréf, heldur tala þeir inn á segulband. ★ Englendingurinn Frank Slat- er hefur farið þess á leit við borgarstjórnina í Blackwell, að hann og fjölskylda Hans fái nýtt hús til að búa í, þar sem það sé draugagangur í því húsi sem þau búa í nú. Borgarstjórnin er nú samt ekkert áfjáð í að útvega þeim nýtt hús af svo auvirðilegri á- stæðu, og R.L. Charlesworth lét svo um mælt: — Draugar Fjallagarpurinn hér á myndinni heitir Kami, og var einn af mörgum Indverjum, sem klifu Mount Everest nú fyrir skömmu. Hánn var í þriðja leiðangrinum, sem komst á toppinn í þessari ferð. Hér er hann að reisa indverska og nepalska fánann, en myndina tók fjallagarpur frá Nepal, sem heitir Vorra. Ungfrúin hér á myndinni er sænska prinsessan Christina, en hún var í New York fyrir skömmu og heimsótli þá m.a. krabba- meinsrannsóknastöð. Hér heldur hún á lítilli tilraunamús, sem Þessi mynd er tekin við útför hinnar kunnu gamanleikkonu Judy Holliday, sem lézt fyrir skömmu úr krabbamcini, aðeins 41 árs að aldri. Hún var jarðsett í New York, en þar dó hún 7. júní s.I. Judy var mjög fræg leikkona í Hollywood, og ein frægasta mynd hennar var „Fædd í gær“. ★ Leikkonan Ava Gardncr var eitt sinn spurð að því, hvort hún gæti hugsað sér að giftast fyrrverandi eiginmönnum sín- um aftur. Hún svaraði sam- stundis; „Auðvitað, en ekki í sömu röð“. ★ Kvikmyndaleikstjórinn og leikarinn Vittorio de Sica er nú að gera nýja mynd, sem tek in er í Róm. f aðalhlutverkun um er aragrúi af þekktum leik urum. Má þar nefna Peter Sell- ers, Victor Mature ,Maria Graz- ia Buccela, Paolo Stoppa, Akim Tamiroff og Lidiu, eiginkonu Rossano Brazzi. Þetta er fyrsta kvikmyndahlutverk Lidiu, og leikur hún móður Peter Sellers. Lidia og Rossano hafa verið í farsælu hjónabandi i 25 ár. Á VÍÐAVANGI Sök bítur sekan Það er auðséð, að sök bít- ur sekan í stjórnarherbúðunum um þessar mundir vegna ráð- leysis ríkisstjórnarinnar í skóla- málum landsins og öngþveitis þess, sem orðið er vegna dáð- leysis stjórnarinnar. Gagnrýni Tímans á dögunu.m virðist hafa komið við kaunin. Morgunblað ið reynir að klóra í bakka og hálmstrá í hvorki meira né minna en þremur forystugrein um í gær, en fær hvergi hand- festu. Það er eitt helzta hálmstrá MbL, að nú fari fram á vegum Ffnahagsstofnunarinnar ,,rann- sókn á skólakerfinu“ og verið sé að vinna að áætlunum um kennaraþörf og skólahúsnæði í samráði við Ffnahagssamvinnu stofnun Evrópu. Virðist stjórn in Þar með helzt setja traust sitt á erlendar hagfræðirann- sóknir um íslenzk skólamál í stað íslenzkra manna sem þess um málum eru kunnugastir, og stjórnin virðist varla mega heyra nefnt, að íslenzkir menn fari að endurskoða skólamálin. Eða hvers vegna bannaði stjórn in Alþingl að samþykkja til- lögu Framsóknarmanna í vetur um að hefja þegar endurskoðun fræðslulöggjafarinnar, sem orð in er tvítug og löngu úrelt, svo sem viðurkennt er af öllum? „Stórframkvæmd- irnar" Þá segir blaðið, að unnið sé að úrbótum á öðrum sviðum skólamála en dæmin um ,,úr- bætumar“ verða harla fátæk- leg. Hið helzta er það, að nú sé „unnið að stórframkvæmdum við suma héraðsskólana". Þarna hltti Mbl. víst naglann á höfuð ið. Þörfin á nýjum héraðsskól um er svo brýn, að þúsu.ndir unglinga komast þar ekki að. Samt hefur enginn nýr héraðs skóli verið byggður í tíð þess arar ríkisstjómar, og ríkið skor ið flest við nögl siðan það tók við rekstri þeirra. Mbl. segir, að nú sé unnið að „stórfram- kvæmdum" við héraðsskólana. Það er eitt skýrasta dæmið um þær „stórframkvæmdir" að nú fyrir nokkram dögum hefur stjómin í krafti nýrra bráða- birgðalaga, Þar sem fjárveit- ingavald Alþingis er afnumið í skólabyggingamálum, skipað að hætta við brýnan áfanga, sem hefja átti í vor við elzta héraðs skóla landsins, þar sem helm- ingi fleiri unglingar sækja um vist ár hvert en að komast. f stíl við þetta em flestar „stór framkvæmdir“ ríkisstjórnarinn ar í skólabyggingamáluin um þessar mundir, og þá fyrst og fremst við héraðsskólana. Oflofsháð. íhaldsstjómin lét sig einnig hafa það að leggjast á tillögur Framsóknarmanna á Alþingi um eflingu Háskólans, eflingu Akureyrar sem skólabæjar og byggingu sex nýrra héraðs- skóla. Þegar Mbl. hefur svo tal ið fram hina fátæklegu tíund stjórnarinnar í skólamáluiu, lýk ur blaðið rollunni með þessu meistaralega oflofsháði: ,,f þjóðfélagi nútímans eru menntamálin þýðingarmikill þáttur í framfarasókn Þjóð- anna, þau em undirstaða bættra lífskjara, lykillinn að beitingu nýrrar tækni í þágu atvinnuveganna. Framhald á 12. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.