Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 1965 TÍMINN 11 HÆTTULEGIR vm s k Axel Kielland 38 um. Hann leit upp þegar við kom um og kinkaði kolli stuttlega. Þetta var granhvaxinn eldri maður, nauðrakaður með grátt hár, skörp en þreytuleg augu und- ir miklum augabrúnum. Hann var fagur eins og myndastytta og and litsdrættirnir sérstæðir. Hann reykti sígarettu í löngu munn- stykki og þegar hann talaði til okkar var röddin kurteisleg allt að því vingjarnleg og hann talaði ágæta þýzku. — Hafið þér verið tengdur Gestapo félagsskapnum? Spurningunni var beint til Gösta, sem hristi ákafur höfuðið. — Fjarri fer því. Ég er sænsk- ur. — í fórum yðar fannst Gestapo merki og þér voruð ásamt hers- höfðingjanum v. Hannecke í vagni hans. Það lá í augum uppi, að von- laust var að reyna að útskýra mál- ið, en Gösta stóð sig með prýði og talaði lengi og sannfærandi. Maðurinn hlustaði þolinmóður a hann, en þegar Gösta tók sér málhvíld benti hann á mig með sígarettunni og sagði: — Og þér haldið því sem sagt fram að þér séuð amerísk? — Já. Ég heiti Ann Dickson. Hann brosti og strauk sér þreytulega yfir ennið. — Þetta verður býsna ótrúlegt, sagði hann blíðlega. — Þér segist vera amerísk, en í passanum yðar stendur, að þér séuð sænskar — Sænsk gift, sagði ég. — Enn fremur stendur að þér séuð fædd í Sviss . .. Jahá, það var og! Það var eins gott að gefast upp við að reyna að sannfæra manninn og ég við- urkenndi fúslega að hefði ég verið í hans sporum hefði ég hreint ekki gleypt við sögu okkar. Ég baðaði út höndum og á neyðarstundu fór ég ósjálfrátt að tala móðurmál mitt og hrópaði: — Hafið' þér alls engan amer- íkumann hérna, sem ég gæti tal- að við? Og þá'var það, að hið ótrúleg- asta gerðist. Úti í horni færðist líí i teppahrúgu og hrokkið höf- uð stakk upp kollinum og syfjuleg rödd sagði: — Helló, Baby! Var einhver að kalla á mig? Hann skreiddist á fætur og hann var óskaplega langur og jórtraði tyggigúmmi á heimilisleg- an hátt. — OH, BOY, sagði ég. — Er það virkilega satt? Hann kom nær mér horfði betur á mig, svo rétti hann fram hönd- ina: — Ég heiti Wilkins, sagði hann. — Hiriam Wilkins. Allir kalla mig Buddy. — Halló, Buddy, sagði ég. — Ég sit laglega í því og þigg með þökkum hjálparhönd. — Um hvað snúast málin? — Þeir halda, að ég sé þýzk og tilheyri Gestapo. Hörkusvipur kom á andlit hans og hann leit hvasst á mig. — Og er það rétt? —;Ég held nú ekki, sagði ég. — Ég heiti Ann Dickson, blaða- Tcona við St. Louis Bulletin. — St Louis? sagði hann. Var það St. Louis, eða hvað? — Einmitt. — St. Louis Bulletin? — Ein- mitt. — Voruð þér þar til dæmis ár- ið 1939? — Já. — Þekktuð auðvitað alla blaða- mennina? — Auðvitað. — Látum okkur sjá . . . það var Tim Nelson, sem var glæpa- fréttaritari það árið . . — Vitleysa, sagði ég. — Það hefur aldrei verið annar glæpa- fréttaritari en Ray Milligan. — Jahá, hann með rauða hárið. — Aftur vitleysa, Buddy. Ray hefur verið sköllóttur síðan ég man eftir mér. — Rétt, sagði Buddy og leit nú ólíkt hlýlegar á mig. — Var hann ekki slæmur að lenda á því þegar þér þekktuð hann? — Ray lenti aldrei á því. — En hann kom á krámar til að snapa saman fréttirnar. — Rétt, sagði hann aftur. E mm £fT3 T5if5??! Hátíðahöldin hefjast með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu kl. 130. Skemmtunin sett í Hlíðargarði kl. 2. Fjallkonan flytur ávarp. Ræða. Glímusýning. Skátar skemmta. Gamanþáttur. Almennur söngur. Lúðrasveit Kópavogs leikur milli atriða. 1 >m kvöldið við Félagsheimilið kl. 830: Gamanbáttur: Árni Trvggvason, Bessi BjamasonogKleimw M rtnecAH f f r r RIO-TRIO úr Kópavogi leikur og svngnr bióðlög. Oans úti og inni. átíðinni slitið kl. 1 e. m. EYJAFLUG með HELGAFELLI NJÓTia ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERpA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. *-'A7ÁXZS/G' SÍMAR: ___ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 SVEIT Duglegur 11 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveita- heimili. — Upplýsingar í símum 2-49-74 og 4-02-05. HREINLÆTI Salernisskálar eru alltaf hreinar - ef HARPIC er not- að daglega. <ivS SGTTHREINSANDI HARPIC sótt- hrexnsar skálina og heldur henni hreinni og án sýkla. ILMANDI Stráið HAR- PIC i skálina að kvöldi og skolið þvj nið- ur aÓ morgni og salernið mun alltaf gljá af hrein- læti og ilma vel. ^—— ~rn i * ss HARPIC SAfL WITH AU W.C.S.EVfS THÓSE VVITH 'SEPTiC TANKS FÆST I NÆSTU KAUPFÉLAGSBÚÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.