Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 9
MIÐWKUDAGUR 16. júní 1965 Guðmundur Jósafats- son frá Brandsstoðum Gunnars Gunnar Bjavnason, búfræði- kennari og ráðunautur, hefur nú nýlega látið spádómsbók sína á þrykk út ganga, — stutta að vísu, aðeins einn kapítuli í sex versum, sem hljóða svo: ,,1. Fóður búfjársjns í 50—60 fóðurverksmiðjum, sem hver nýtir 2000 hektara af landi. Jarðyrkjá og búfjárrækt skiljast að. 2. Mjólk og lítið af smjöri verð- ur framleitt úr '50 þúsund kúm, sem standa á hundrað fjósum. Nautakjöt verður framleitt af ein- blendingum af holdakynjum. 3. Afurðir af svinum og alifugl- um verða framleidd á nokkrum stórbúum á jarðhitasvæðum. 4. Loðskinn verða framleidd af minkum og chinchiue. Mikilvægur iðnaður mun byggjast upp í land- inu, sem hagnýtir þessi skinn og gærur. Þessi iðnaður gerir kröfur til smekkvísi og listfengi, sem ís- lendingar eiga nóg af. 5. Sauðfjárrækt verður stunduð áfram af þróttmiklum fjallabænd- um, en efnamenn munu einnig stunda ræktun og kynbætur sauð- fjár sér til skemmtunar. 6. íslenzki reiðhesturinn verður ræktaður eins og nú, landsmönn- um til unaðar og frægðar meðal annarra þjóða.“ — „Svo mörg eru þau orð.“ ,,Vér skulum nú, kærir bræður, taka þessa lærdóma til nokkurrar umþenkingar." 1. Þarna sér Gunnar rísa upp 50—60 verksmiðjubændur, sem að sjálfsögðu helga sig þessum at- höfnum eingöngu. Þessir menn verða því „heyjabændur“. Orðið þekkt og er hugtakið margreynt að ágætum. En hér skapast nýtt hugtak, sem orðið tekur yfir og á reynslan eftir að sanna, hvort yfir hinni nýju merkingu þess muni svífa jafntiginborin reisn og hinni eldri. Grunlaust mun ekki, að til þessa muni þurfa talsvert fjármagn. Engin slík verksmiðja sprettur upp eins og gorkúla. Það þarf að byggja þær. Til þess munu þurfa talsverðar fjárhæðir. Gunn- ar bendir réttilega á að þessu þurfi að fylgja 2000 ha tún. Rækt- un þess kostar talsvert þó hún væri aðeins ein metin,- En enn fleii-a þarf til. Má þar benda á allt það vegakerfi, sem til þess þarf, að koma heyinu af túninu í heygarðinn þá vélasamstæðu, sem gerir þetta mögulegt, þá orku, sem til þess þarf að breyta hey- inu í þetta fóður framtíðarinnar og knýja aðrar vélar. Tæplega fer þetta fóður sjálft úr verksmiðj- unum til kúnna. Vélarnar yrðu trúlega talsvert fyrirferðarmiklar og margþættar — og því nokkuð dýrar —, sem til þess þyrftu að breyta heyinu í fóðurmjöl, fóður- köggla, fóðurkökur eða hvað það annars kann að heita, sem verk- smiðjurnar framleiða. Trúlegt er og að það reynist nokkuð erfitt viðfangsefni að fá viðunandi verk- efni fyrir þessar vélar, nokkuð mikinn hluta úr árinu. Tæplega verða þær nýttar til þessara starfa nema 2V2 mánuð og mundi þó Öllu til skila haldið. Eigi þær að starfa lengur, þarf að fara að dútla við að þurrka töðuna en það yrði AAÚMn>!-idr ajj ftÆPaiiaitamf Vélamar yrðu því að standa aðgerðalausar 9i/2 mánuð. Enn má benda á að sú orka, sem þessar vélar þurfa, verður í reynd nokkuð dýr. Ekki er líklegt að afgangsorka yrði til- tæk. Hún yrði trauðla fyrir hendi, þegar orkuþörf þessara véla þyrfti helst sinna muna með. „Jarðyrkja og búfjárrækt skilj- ast að“ segir í fræðum Gunnars. Þessi skipting hefur sína kosti. Við erum þegar búnir að reyna það, hversu einstæð blessun fylgir öllum þessum mörgu „stéttum“ okkar. Farmenn okkar eru t. d. skiptir í a. m. k. sex stéttir: Skip- stjóra, stýrimenn, vélstjóra, loft- skeytamenn, bryta og háseta. (Jómfrúr heyrast aldrei nefndar sem stétt farmanna, þó undarlegt sé). Öll þessi skipting mun mjög til hagsbóta. Einu sinni lögðu 17 matsveinar hafnbann á ísland. Það getur því komið sér vel að geta skipt svo voldugri heild, sem allir íslendingar eru í svo margar stéttir, sem raun gefur vitni. Þeir stækka nokkuð á því, enda þarf þá færri til að reka allt í strand. Ef spádómur Gunnars rætist, eru bændur dæmdir í þrjár stéttir, — þrjár andstæðar fylkingar: Heyja- bændur, nautabú og sauðagerði. Þarna rær hver á sínum kugg og á fátt sameiginlegt með hinum en þeim mun fleiri úlfúðarefni. Og heyjabændur eiga mjög auð- velt með að stofna til sölubanns svo sem vikutíma. Kaldranalegt bjargráð það. 2. Fjósin verða myndarheimili: 500 kýr í hverju. „Mjólk og lítið af smjöri," á að sækja þangað. Ekki er ótrúlegt að niðurstaðan yrði „lítið“ af hvorutveggja. Skyr og ost skyldi enginn éta, enda þarf engan til að éta það, sem ekki er búið til. Það þarf ekki mann með háskólalærdóm til að skilja það, að þessar vörur verðar ekki unnar til muna úr mjólk úr 50 þúsund kúm, ef neyzlumjólkur- þörf 350 þúsunda þjóðar er full- nægt. Sú mun reynsla grann- þjóða okkar að mjólkurmagnið á grip hækkar yfirleitt ekki við fjölgunina í fjósunum, þegar ákveðnu hámarki er náð í hverju fjósi. Það mun hafa reynzt drjúg- um fyrir neðan 500 þar. Ekki er trúlegt að það mark hækki til ! muna við í slenzkar aðstæður enda er ótrúlegt að það, sem grannþjóðum okkar reynist glap- ræði, verði snjallræði hér. Og enn mun ofmargt ósannað um íslenzka holdanautarækt til þess að létt sé að fullyrða, að hún sé ísl. land- búnaði óyggjandi bjargráð. Er þó fjarri mér að véfengja að hún kunni að hafa nokkurt gildi. 3. Enginn mun dirfast að vé- fengja þekkingu Gunnars, þegar pútur og gyltur eru til umræðu. i Þó tókst ekkiLibetur til en það:‘ að fræði háns og hérlend rejmsla virtust sitt á hvorum meið fyrir ekki alllöngu. En það mis- ræmi þarf ekki að valda miklu, þegar spádómar eiga í hlut. 4. Til þessa hefur loðdýrarækt íslendinga fleytt þeim skammt. j Nú eru að opnast leiðir tii úr- ! lausna í þeim málum. Talið er að | Alþiijgi hafi í hyggju að heimila ! innflutning á minkum._ Minkurinn hefur ekki reynzt íslendingum i happafengur til þessa. Er því ótrú- 1 legt að hann reynist nú bjargráð. Skinn hans reynist því aðeins verð l mætt, að það þjóni tízkunni og tildri hennar. En hún er duttlunga kind, sem ekki verður beygð til hlýðni við nauðþurftir einhvers aðila með spádómi. Það mun því jíslendingum alldýrt, að sveigja j ræktun minksins til hlýðni við j hana, enda óvíst hvað hún heimtar : sér til fullnægju um áldamót. Um chinchille mun margt óvist. Enn mun það'dýr ekki fyrirferð- , armikið í loðkápum hefðarkvenna og því óvist hversu víðan sess það , kann að helga sér. En það mun j eiga þann kost að vera meinlítið. 1 En þá eru það iðnaðarvörurnar I úr skinnunum og íslenzk snilld. Fullyrðingin um auð íslendirga 1 í því efni minnir á hið fræga í samtal Sölva Helgasonar við skap- arann; „Ég bið þig ekki um speki, Drottinn. Af henni hefi ég nóg.“ En eins og stendur sýnast íslend- ingar ekki eiga nema rétt til hnífs óg skeiðar af snilld. 5 -Suðfrjárræktun' á -að skiptast piilli þróttmikilla fjállabænda ög efnamanna. Hinir síðartöldu eiga að rækta og kynbæta sauðféð sér til dægradvalar, og þá að sjálf- sögðu alveg án tillits til þess, hvort þess háttar dútl hafi nokkra þýðingu fyrir þjóðarbúskap — FLOÐINI MIÐ.EVROPU Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum hafa að undanfarnu veriö mikil flóð í Mið-Evrópu og hefur Dóná t. d. valdið talsverðum spjöllum. Myndin er frá Reith im Winkl í Þýzkalandi og sýnir hvernig vatn flæðir yfir þjóðveg — en miklir erfiðleikar hafa skapazt í umferðinni vegna flóðanna. þjóðarhag, enda eru almennar skemmtanir oftast við annað mið- aðar en bjargráð fyrir þjóðfélag- ið. Öðru máli gegnir um hina þróttmiklu fjallabændur. Þeir eiga vísan auð fjár, — trúlega mjög auð tekinn. Ekki er þó ótrúlegt að ýmislegt verði á vegi þeirra, sem reynist erfitt. Skal ég taka eitt dæmi og nefna Vatnsdali í Húna- vatnsþingi, enda tók Gunnar einn þeirra á kné sér fyrir fáum árum og fræddi hann um ýmsar úrlausn ir þessara mála, sem til bóta máttu verða. Til þess að fleyta þeim stofni sauðfjár, sem þeir hafa nú, þarf varla meira en 4 — segi og skrifa fjóra — bændur. En af því að ælja má víst að þeir verði „þróttmiklir," er líklegt að þeir sleppi rollum sínum á Grímstungu heiði yfir sumarið. En því fylgir sá ljóður, að þá þarf að smala heiðina á haustin. Til þess hefur þurft allt til þessa um 40 menn. En því má ekki gleyma að á þessu eru nú hafðir svo frumstæðir hætt- ir. að gangnamennirnir róa sunn- ann heiðina á hestum, — lang- tímum saman fót fyrir fót, enda stundum fullhertir með það, alveg eins og þeir gerðu fyrir 100 ár- um. En af því að framfarirnar hjá þeim Vatnsdælum hafa ekki orðið burðugri en þetta s. 1. 100 ár, virðist ekki ólíklega tilgetið, að þetta verði lítið breytt um næstu aldamót. En þó þessir bænd ur verði þróttmiklir, virðist ekki fjarri tilgetið, að þeim reynist það fullkeypt fjórum að smala Gríms- tunguheiði. Málið kynni að leysast þannig, að þeir, sem nú stunda fjallgöngur af mestri kostgæfni um hásumarið, létu sig fala til slíkrar ferðar. En við nánari at- hugun virðist alls ekki víst, að þeir heimtust allir heilir til byggða, þegar við það miskunnar- leysi íslenzkra öræfaveðra væri að etja sem mætti gangnamönnum á heiðunum norðan jökla haustin 1916, 1929 og 1963, ef þorri leit- armanna væru úr þeirra liði, sem aldrei hefði á öræfi komið nema um hásumar. og aldrei þurft að standa andspænis íslenzkri stór- hríð. En þess er vert að geta, að ef svo heldur, sem nú horfir um mannvíg a götum þéttbýlis vors, má ætla að það verði ekki mikil hneykslunarhella, þótt fáir einir „hrökkvi upp af“ norður á heiðum svona haust og haust. 6. „Reiðhesturinn verður rækt- aður eins og nú.“ Trúlega miðar Gunnar við ræktun hans s. 1. ald- arfjórðung, og lætur þetta „nú“ ná yfir það skeið. Það er ekki mikið þegar miðað er við þjóðar- ævi. Hann kann trúlega manna bezt að meta stefnufestuna í hrossaræktarmálunum þetta tíma- bil. Þeim þættinum skal því sleppt nú. Hitt er víst, að ræktin við einstaklinginn — tamningin er ekki í mikilli framför. Á henni mun þó velta mest, þegar til þess þarf að grípa að kynna íslenzka hestinn og íþróttir hans á erlendri grund og þá þannig, að hagnað- arvon sé að. Þessu skal enn bætt við: í fyrsta lagi: Gunnar hefur látið lærisveina sína reikna hversu horfi um hag nokkurra sveita. Sú niðurstaða var áður þekkt og verður ekki véfengd hér. En það sannar ekkert um gildi íslenzks landbúnaðar í heild né um galla þeirra búskap- arhátta, sem nú eru ríkjandi, né réttmæti þeirra kenninga, sem Gunnar hefur fram að færa. En hér má benda á annað. Ég hefi nokkrum sinnum gengið um hafn- argarðana í Reykjavík og virt fyrir mér andlitin sem þar horfa við. Það sem mér hefur virzt ein- kenna bann hóp. ei aldur og slit. Það standa gamlir menn við erfið verk — jafnvel til — að þeir sjáist við hin erfiðustu. Ég vann eitt sumar þar í námunda og komst jafnvei í snertingu vi* Safl sem þar gerðist. Einn dag -a við Frámcald s uðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.