Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞÍIÓTTIR 13 Kátir Skagamenn Þeir eru kátir Skagamennirnir, sem viS sjáum á myndinni hér að ofan — og þaS er erigin furða, því þarna ganga þeir út af Laugardals- velilnum eftir aS hafa stgraS KR me'ö 3:2 og sigurmarkiS kom aSeins tveímur mínútum fyrir leikslok. MeS þessum sigri hefur Akranes lyft sér af botninum í 1. deild, en hvernig áfrsmhaldiS verSur, veit enginn enn þá. Þeir, sem sjást á myndinnl aS ofan, eru, taliS frá vinstri: Matthías, Bogi SigurSsson, RfkharSur Jóns- son, sem skoraSi öll mörk Akra ness, Helgi Danfelsson, í skozkri markmannspeysu, og Helgi Hannes son. Lengst til hægri og örlítiS aft- ar, er sú gamla kempa, Jón Leósson. Næstu leikir í 1. deild verSa um næstu helgi. Á sunnudaginn leika Valsmenn á Akranesi og KR á Ak- ureyri. Á mánudaginn leika svo 'Fram og Keflavík á Laugardalsvell inum. Frá ársþingi Sundsambands Islands: Landskeppni við, Dani í nýju lauginni næsla ár Ársþing Sundsambands íslands var háð s. 1. sunnudag, og var fjallað um þau mál, sem efst eru á baugi í ísl. sundheim- inum og kom m. a. fram, að ákveðið er, að landskeppni við Dani fari fram. í nýju Sundlaugunum sumarið 1966, en þá er búizt við, að hægt verði að vígja laugina. Þá var samþykkt, að unglingameistaramótið fari fram á ísafirði, o. fl. mætti nefna. Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, var endurkjör- inn formaður sambandsins, en Erlingur hefur verið formað- ur þess frá upphafi. í stjórn með Erlingi voru kjörn ir þeir Sólon Sigurðsson, Guðmund ur Gíslason, Garðar Sigurðsson og Siggeij- Siggeirsson. Hér á eftir verður drepið á nokkra þætti í hinni fjölrituðu ársskýrslu, sem lá fyrir þinginu: Á síðastliðnum vetri skeði það, að SSf fékk skrifstofuherbergi til afnota fyrir starfsemi sína í hinni nýju byggingu ÍSÍ og ÍBR í Laugar dal. Keyptur hefur verið skjala- skápur, og í honum eru geymdir allir pappírar og plögg sambands ins. Eru mikil þægindi að því að hafa þannig öll gögn sambandsins saman komin á einum stað. Síðan flutt var í liina nýju skrifstofu í Laugardalnum, hefur verið reynt að halda stjórnarfundi reglulega á mánudögum kl. 19.00. Landskeppni við Dani. Svo sem kunnugt er, háðu íslendingar landskeppni í sundi við Dani s.l. sumar. Fór keppnin fram dagana 12. og 13. júlí. Fyrri daginn fór hún fram i 50 m langri laug í Bellahöj í Kaupmannahöfn en seinni daginn var keppt í 25 m laug í Hilleröd. Fyrirhugað er, að landskeppni verði háð á milli sömu aðila í nýju Laugardalslaug inni sumarið 1966. Fyrirkomulag keppninnar er þannig, að einn þátttakandi frá hvorri þjóð keppir i hverri grein, en greinarnar eru alls 10 með 2 boðsundum. Úrslit urðu þau, að Danir báru nauman sigur úr býtum, og hlutu 39 stig gegn 38 stigum fslendinga. Þess má geta til gamans, að meðal- aldur íslenzka liðsins var aðeins 17 ár, elzti þátttakandinn var 23 ára, en sá yngsti aðeins 12 ára. Skömmu eftir landskeppnina fór fram Norðurlandameisjtaramót ung Iinga. Var því tækifærið notað og þeir þátttakendur í förinni, sem gátu aldurs vegna, syntu á Norð- urlandamótinu. Davíð Valgarðsson stóð sig bezt. Hann hlaut 2. verð. laun í 100 m flugsundi á 1:03.9 min. sem var ísl.met. í 100 m skriðsundi var Davið 4. og í 400 m skriðsundi varð hann 7. Gestur Jónsson varð 7. í 200 m bringu- sundi á ágætum tíma,, 2:57.6, en Reynir Guðmundsson varð 10. í sama sundi. Matthildur Guðmunds dóttir varð 6. í 200 m bringusundi og 8. í 100 m skriðsundi. Ingunn Gnðmundsdóttir var 10. í 100 m skriðsundi og Auður Guðjónsdótt- ir varð 8. í 200 m bringumndi Þó svo hafi farið að þesso r:""i að ísl. keppendurnir haf ills staðar verið. í verðlauna:-. ..».n, þá Framhald á 12. síðu FríSrík sigraSi Friðrik Olafsson, stórmeist- ari varð sigurvegari í júní-skák mótinu, þegar hann sigraði hinn 17 ára íslandsmeistara, Guðmund Sigurjónsson, í síð- ustu umferðinni i aðeins 22 leikjum, en þeir voru jafnir fyrir umferðina. Þetta er í fyrsta sinn, sem þeir mætast við skákborðið, og sennilega hefur taugaspennan haft ein- hver áhrif á skák unga meistar ans, en að öðru leyti tefldi hann mjög vel í mótinu. Friðrik hlaut 4% vinning úr fimm skákum, Guðmundur varð nr. 2 með 3% v. Freysteinn Þor bergsson og Jón Hálfdanarson hlutu tvo vinninga og skipa því þriðja og fjórða sætið í lands- liðsflokki. Björn Þorsteinsson varð fimmti með 1%, og Hauk ur Angantýsson sjötti með hálf an vinning. Jafnframt kepptu efstu menn í meistaraflokki frá síðasta ís Iandsmóti um sæti í landsliðs- flokki, og urðu Jóhann Sigur- jónsson og Sigurður Jónsson efstir með 2% vinning. Hvernig verð ur landsliðið: . . • l'. \ Vangaveltur um skipan liðsins, sem leika á gegn Dönum 5. júlí. 1 Hvernig verður íslenzka landsliðið gegn Dönum skipað? Nú þegar eru menn farnir að skeggræða um liðið, þótt u. þ. b. 3 vikur séu þangað til leikurinn verður háður. Og eins og gengur, má búast við, að skoðanir verði skiptar um valið á Því, þegar þar að kemur. Slíkt er ekki nema eðlilegt, því knattspyrnan hjá okkur í dag er óvenju jöfn — og styrkleiki 1. deildar liðanna svipaður. Má í því sambandi líkja keppninni við eitt gríðarstórt teningaspil, þar sem sá heppni stendur upp frá spilaborðinu sem sigurvegari. Fróðlegt er að velta því fyrir sér, hvemig einstakar stöður í landsliðinu verða skipaðar. Ef við byrjuðum á markvarðarstöðu, er Heimir Guðjónsson, KR, tvímæla laust efst á blaði. Nokkrir ungir markverðir eru að koma upp, t.d. Sigurður Dagsson, Val, og Samúel Gústavsson, Akureyri. Þessir ungu menn lofa góðu, en þeir eiga tæp- lega erindi í landslið strak, enda eiga þeir ýmislegt ólært í sam- bandi við staðsetningar og eru reynslulitlir. Heimir hefur sýnt yfirleitt góða leiki með KR í sum- ar og hefur dýrmæta reynslu að baki. f fljótu bragði virðast báðar bak varðastöðurnar vandskipaðar, því að við erum á hrakhólum með bak- verði.- Þeir bakverðir, sem koma tíl greina að mínu álrti, ■eru 'Ámi Njálsson, Val, Bjarni Felix&son, KR og Sigurður Einarsson, Fram, en einnig mætti nefna Guðjón Jónsson, Fram. Af þessum bakvörð um myndi ég kjósa Árna og Bjarna en báðir hafa þeir sýnt ágæta leiki — með undantekningum þó — og eru margreyndir landsliðs- menn. Sigurður Einarsson er efni legur, en er heldur seinn bakvörð ur, og Guðjón er mistækur. Margir leikmenn koma til greina í framvarðalínuna. Við skulum byrja á miðframverði, en í þá stöðu koma tæplegast fleiri til greina en tveir menn, Jón Stefáns son, Akureyri, og Högni Gunnlaugs son, Keflavík. Báðir eru þessir leikmenn traustir, en Jón hefur sýnt öllu betri leiki, — og síðasti leikur Högna var afleitur. Af tveim jöfnum leikmönnum myndi ég velja Jón. í stöðu framvarða koma fleiri en tveir til greina, en efsta á blaði myndi ég nefna Ellert Schram, KR, og Jón Leós- son, Akranesi. Þá má nefna Magn- ús Jónatansson, Akureyri, Sigurð Albertsson, Keflavík. Guðna Jóns son, Akureyri, og Matthías Hjart- arson, Val. Ellert hefur sýnt mjög góða leiki með KR á þessu sumri — og Jón Leósson hefur sóH mikið í síðustu leikjum. Bæði Guðni og Sigurður Albertsson er> of seinir leikmenn, og gætu ekki leikið saman í liði. Magnús er vax andi leikmaður, en er reynslulítill Matthías hefur sýnt af og til góða leiki, en dottið nið^ir þess á milli. Og þá er það framlínan. og hú- er eins og eitt stórt spumingar- merki — svona fyrst í stað. Byrj- um á hægri útherja og teljum upp þá, sem koma til greina, en þeií’- eru Reynir Jónsson, Val, Gunnar Felixson, KR og Axel Axelsson, Þrótti. Af þessum þrem leikmönn um hefur minnst verið talað um Gunnar sem líklegan leikmann að hreppa stöðuna, en samt myndi ég velja hann. Gunnar hefur sý*-’ stórgóða leiki í þessari stöðu með KR-liðinu, og flest mörk liðsins hafa orðið til með þeim hætti, að Gunnar hefur gefið góðar sending ar fyrir markið, sem félagar hans hafa afgreitt síðan í markið. — Reynir kemur einnig sterklega til greina, en mér finnst hann ekki vera nægilega mikill keppnismað- ur, þegar á reynir. Axel sýndi góða leiki í Rvíkur-mótinu, en hefur slakað á síðan. í miðtríóið koma margir leik:. menn til greina; Þórólfur Beék, Skúli Ágústsson, Akureyri, Eyleif ur Hafsteinsson, Akranesi. Ingvar Elísson, Val, Baldvin Baldvinsson, KR, Hreinn Elliðason, Fram, Stein grímur Björnsson, Akureyri Jón Jóhannsson, Keflavík, og Ríkharð ur Jónsson, Akranesi. — Af þess- um leikmönnum myndi ég stilla Þórólfi upp sem miðherja, Skúla sem hægri innherja og Eyleifi sem vinstri innherja. Þarna væru því þrír hörkuduglegir og leiknir leikmenn á miðjunni, en ég skal fúslega viðurkenna, að önnur upp- stilling er mjög sannfærandi, nefni lega sú að setja Þórólf sgm inn- herja, og fljótan leikmann eins - Ingýar, Baldvin eða Steingrím í miðherjastöðu. Þórólfur gæti síð an ,,matað“ miðherjann. Kostur við þessa uppstillingu er einnig sá ,að Þórólfur gæti verið innherji sömu megin og Gunnar Fel., þ.e. hægra megin. En að öllu athuguðu held ég, að fyrsta uppstillingin ?r bezt. Og þá er það vinstri útherjastað an. f þá stöðu koma þessir leik- menn til greina að mínu áliti: Karl Hermannsson, Keflavík, Rún ar Júlíusson, Keflavfk, Valsteinn Jónsson, Akureyri. Sigurþór Jak- obsson, KR, og Guðmundur Har- aldsson, KR. Af þessum leikmönn um finst mér Karl vera hættuleg- astur, því t.d. bæði Valsteinn og Guðmundur eiga eftir að öðlast meiri reynslu og Sigurþór er afar mistækur. Samkvæmt þessu myndi ég stilla landsliðinu þannig upp: Heimir Guðjónsson Árni Njálsson Bjarni Felixson Ellert Schram Jón Stefánsson Jón Leósson Skúli Ágústsson Eyleifur Hafsteinsson Gunnar Felixson Þórólfur Beck Karl Hermannsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.