Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.06.1965, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. júní 1965 14 TÍMINN SPÁDÓMSBRÉF Framhald af 9. síðu affermingu skips. Við vorum þar 12 vinnufélagar. Einn þeirra stóð á þrítugu. Þrír — að honum með- töldum — voru innan sextugs en fjórir voru yfir sjötugt. Þetta staf- aði ekki af löngun þeirra er þar réðu til þess að níðast á öldur- mennsku. Þeir voru neyddir til þess. Ungir menn fengust ekki til starfans. Engum dettur í hug að hægt sé að fækka þeim í stórum stíl, sem afferma og hlaða skip okkar. Af íslendingum mundi renna mesti glansinn, ef engir fengjust til þess. En verkin, a. m. k. þau erfiðu, eru ekki við ungra hæfi. Þarna er sama sagan að gerast og í sveitunum. Það er flóttinn frá því erfiði í hvaða mynd sem það birtist, sem er að tæma sveitirnar, — trúleysið á gildi þeirra starfa, sem helguð eru sköpun verðmæta. Þessvegna fækk ar þeim íslendingum sem skapa þau, — sem skapa raunhæfa pen- inga, meðan þeim fjölgar með ótrúlegum hraða, sem hafa. það að ævistarfi að telja þá. í öðru lagi: Gunnar sér þá leið eina færa út úr þeim ógöngum, sem hann telur íslenzkan landbún- að vera kominn í, að stækka bú- ÖNA Glæsilegt úrval. Ensk efni. Tískusnið. Klæðskeraþjónusta. • ; |fl U i t ft» ft 3 n * • 'Jf Sportver hf Skúlagötu 51. Sími 19470. Sölufólk óskast til aS selja merki Þjóðhátíðardagsins 17. júní. Há sölulaun eru greidd. Merkin eru afgreidd hjá Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar, Vonarstræti 8, í dag og á morgun. Þjóðhátíðarnefnd. í ÞAKKARÁVÖRP Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, með heimsóknum, skeytum, gjöfum og vmarhug. Guð blessi ykkur öll. Bergþóra Bergsdóttir frá Arnórsstöðum. Útför föður míns, Stefáns Gíslasonar fer fram frá Hallgrfmsklrkju, föstudaginn 18. júní kl. 3 s. d. Eyþór Stefánsson. in. Sú þróun er þegar fyrir hendi svo ekki verður um deilt. Hitt er annað mál, að engin óvéfengjan- leg staðreynd er fyrir hendi, er sanni hvaða bústærð sé hagkvæm- ust. Hitt er víst, að enn er engín þekkt leið til að því marki að gera alla svo úr garði að morgni, að teig sé skilað að kveldi. Mun það einnig svo um búrekstur og er þá að engu hafður landkostamunur á íslenzkum býlum. Verður hann þó trauðla véfengður. En ein bend- ing er fyrir hendi. Ingólfur Jóns- son landbúnaðarráðherra átti í vetur orðakast um búnaðarmál við nokkra blaðamenn í útvarp- inu. Urðu þau skipti hans fræg að ágætum um land allt, enda ein- kenndust þau af óvenju drengi- legum málflutningi byggðum á djúpstæðri þekkingu. Ráðherrann lét þess getið að drjúgum mundi hlutur bænda vaxa ef þeir fengju sama verð fyrir vörur sínar og ríkisbúin fyrir sínar, þó munu þau öll stærri en vísitölubúið. — Ég hefi átt þess kost að sjá rekstrar- reikning eins af þessum búum fyrir árið 1963. Þar vantaði 17.52 % á að tekjur hrykkju fyrir gjöld- um. Þó er búið h. u. b. sjöfalt vísitölubú að stærð og jafnframt rekið á höfuðbóli, sem frægt er að landkostum. Þar mun og inn- angengt til búvísinda svo þar er ekki þekkingarskorturinn fjötur um fót. Þó er enginn eyrir greidd- ur í vexti af höfuðstól, enda hef- ur löngum gengið þunglega fyrir bændum að fá viðurkenndan rétt til vaxta af því fé, sem liggur i bústofni og bújörð. Sá þáttur hef- ur nú færzt til nokkurrar leiðtrétt ingar. En vel má benda á að fs- lendingar hafí efnt til stórbúskap- ar víðar í landbúnaði. Eru nokkrar smásögur af þeirri viðleitni skráð- ar í Ríkisreikningum síðustu ára, stuttar að vísu, —' en sannorðar. Skal ekki haldið lengra í þessa átt nú og væri það þó lokkandi. í þriðja lagi og að endingu: Skólamál eru ríkur þáttur í þjóð- lífi voru, enda eru þau mjög til umræðu nú. Sjálfsagt greinir menn á um höfuðhlutverk skól- anna. Ætla má þó að almennt verði sætzt á að það sé tvíþætt. Hið fyrra er fræðslan, — fræðin sem kennd eru hverju sinni og í hverjum skóla. Hið síðara er trú- boð. Þar mun boðuð trú á gildi þess, sem kennt er, — gildi þess fyrir það lífsstarf, sem kennslan er helguð, og gildi þess starfs fyr ir þjóðina í heild. Með þetta i huga virðist nokkur ástæða til að velta þvi fyrir sér, hversu gunn- reifir þeir læristeinar muni ganga út í baráttu bóndans, sem vígðir eru til þeirrar trúar, sem Gunnar Bjarnason boðar. Guðm .Jósafatsson. (Greinin hefur beðið birtingar alllengi vegna rúmleysis. Ritstj.) TUNGNÁRJÖKULL Frambald at I siðu leysíngarstengur neðar á jökl inum. í staðinn fyrir að snjó- möstrin þarf að setja sem hæst, þarf að setja leysingarstengurn- ar djúpt niður í jökulinn. BortÆ var fyrir þeim með heítu vatni, sem hitað var upp með gas- lampa, og síðan látið renna i gegnum örmjóan stút á stálröri í veleinangraðri gúmmíslöngu. Holan er tíu metra djúp og tók 13—15 mínútur að bræða hvern metra eða að meðalt. um tvo og hálfan tíma hverja holu en holurnar voru þrjár. í þessar holur voru settar . tveggja metra langar stangir, sem krækt er saman, Þannig að fimm stangir eru i hverri holu, og er ætlunin að álestrarmenn farí mánaðarlega að stöngun um og sjái hve margar steng- ur liggja ofan á jöklinum og á þann hátt á að vera hægt að fá leysinguna Pétur Sumarliða son veðurathugunarmaður í Jökulheimum mun ekkl orta annazt þetta starf, en verða aðr ir fengnir til þess, enda geta áhugamenn innt það af hendi, og tekur einn dag að fara úr Jökulheimum að stöngunum og til baka. Sigurjón Rist sagði að ótelj- andi verkefni lægju nú fyrír hjá jöklaáhugamönnum en eitt vandamálið við svona stór- an jökul eins og Vatnajökul væri að vita hvemig hann skiptist milli hínna ýmsu vatns falla, og þá til dæmis, hve mikið færi í Tungnaá, og hvort mikið gengur á þann forða sem hún á í jöklinum. Rannsóknirn ar á Tungnaárjöklí eru aðeins byrjunin, því bezt er að fá ná- kvæmar upplýsingar um eitt svæði áður en farið er að at- huga annað, og koma þessum at hugunum á traustan grundvöll. Farartæki Sigurjóns og manna hans á jöklinum var International-dráttarvél á al- beltum, og fóru þeir á henni frá jökulbrúninni og upp á jökulinn, en í staðinn fyrir að hafa sleða aftan í var kerra á hjólum. Dráttarvélinni var stýrt með vökvatékkum, sem eru á milli dráttarvélarinnar og aftauívagnsins, og reyndist sá út'Xiaður ágætlega, en þessa beltadráttarvél hefur Sigurjón notað við vatnamælingar sínar, þótt hann hafi ekki áður farið á henní upp á jökla. SKÓLASLIT Framhald at I siðn a.m.k. þrír eiginlegir mennta- skólar í borginni, og er þá mið að við reynslu nágrannaþjóð- anna. Þá minntist rektor á þann gamla og góða sið að eldri stúd entar mætlu við skólauppsögn og héldu upp á stúdentsafæli sín. Bauð hann „júbílantana". sem viðstaddir voru skólaslit- in velkomna og þakkaði þeim í ræktars&mi 'péiwif. I Þá ávarpaði rektor nýstúd- pnta og sagði í upphafi ávarps- ins: ..Orðið stúdent er í dag naum ast eins stórt og fyrirmannlegt orð og það var fyrir svo sem einni öld. Þá ”ar það svo að við mann, sem ekki hafði komizt iengra en að ”erða stúdent, fest ist það nafn við hann sem virð ingartitill, svo sem Árni stúd- ent og Bjarni stúdent, líkt og doktorsnafnbót nú. En þó að stúdentsnafnið hafi e.t.v. eitt- hvað misst af upphefð sinni, m.a. vegna fjöldaframleiðslu stúdenta, hefur það þó engu að síður haldið sínu gildi. Það sýnir hið síaukna aðstreymi að menntaskólanum bæði hér og í öðrum löndum .En það helzt aftur í hendur við hinar sívax- andi kröfur hins margbrotna þjóðfélags nútímans, sem krefst æ meiri kunnáttu af þjóðfélags þegnunum." Þá var fjöldi verðlauna veitt ur úr ýmsum sjóðum fyrir náms afrek og ástundun, svo sem venja er. Þökkuðu sumir stúdentanna fyrir sig á latínu og var góður rómur gerður að því. Fulltrúar eldri stúdentsár- ganga fluttu og ávörp og færðu skólanum, og rektor sérstak- lega. margar góðar gjafir. Einnig ávörpuðu fulltrúar nýstúdenta og nemenda skól- ans rektor, þökkuðu honum frábært starf og færðu honum gjafir í tilefni af því, að hann lætur nú af rektorsembætti. Athöfnin stóð í tæpar þrjár klukkust. og lauk með söng nýstúdenta. Háskólafvrirlestur Hinn kunni þýzki réttarsögu- fræðingur, prófessor, dr. jur. Wilhelm Ebel frá Háskólanum í Göttingen flytur fyrirlestur í boði lagadeildar Háskólans mið- vikudag 16. júní kl. 5.15 e. h. Fyrirlesturinn, sem fluttur verð ur á þýzku, nefnist „Úber die historischen Baer-Elemente des Gesetzes“. Fyrirlesturinn verður fluttur í 1. kennslustofu Háskól ans, og er öllum heimill aðgangur. Almennur frídagur Ríkisstjórnin mælist til þess eins ng að undanförnu, að 17. júní verði almennur frídagur um land allt. Ríkisstjórnin tekur á móti gest um í ráðherrabústaðnum, Tjarnar götu 32, þjóðhátíðardaginn 17. júni, kl. 4—6. Forsætisráðuneytið, 14. júní 1965. * BllLiNN Rent an Icecar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.