Morgunblaðið - 16.06.1981, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.06.1981, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 Svona hugsa þeir í austri og vestri Þeir, sem hugsa raunhæft um hermál, eru meðhöndlaðir sem líkþráir eða ofstækismenn, en það er tími til kominn, að þessi barnaskapur í málefnum lýðveldisins líði hjá, teknir verði upp þroskaðri hættir og rætt og ritað um þau af hleypidómaleysi, segir Benedikt Gröndal, fyrrv. forsætisráðherra, í þessari grein. - eftir Benedikt Gröndal, alþm. Það þykir kurteisi í íslenskri pólitík að nefna hermál og varnarmál ekki á nafn, nema helst með formælingum. Þeir, sem hugsa raunhæft um þessi mál í einstökum atriðum, eru með- höndlaðir sem líkþráir eða ofstæk- ismenn, og heldur lítið hlustað á mál þeirra. Tjmi er kominn til að þessi barna- skapur í málefnum lýðveldisins líði hjá, teknir verði upp þroskaðri hættir og rætt og ritað um þessi svið af hleypidómaleysi, enda er þetta mikii- vægur þáttur þess heims, sem við lifum í. Hér verður gerð að umtalsefni grein úr tímariti, sem á nokkurt erindi til íslendinga. Hún fjallar raunar um baráttu gegn kafbátum almennt, en birtist í Scientific Amer- ican, blaði, sem var stofnað 1845 og nýtur mikillar virðingar. Höfundur- inn er maður að nafni Joel S. Wit og heyrir til þeirri starfsgrein, sem ekki er til á Islandi, að hann er meðal ráðgjafa bandaríska þingsins í Wash- ington um varnarmál. Þegar heimsófriðnum mikla líik og risaveldin gripu andann á ný, virtist hætta á ófriði þeirra í milli vera mest í Mið-Evrópu. Hernaðar- bandalögin tvö, Atlantshafsbanda- lagið og Varsjárbandalagið, komu á jafnvægi á þeim slóðum, sem haldist hefur síðan, svo að Evrópa hefur notið friðar. Nú er ófriðarhættan talin mest í Austurlöndum nær, til dæmis við Persaflóa. Árekstur milli risaveldanna á þeim slóðum gæti orðið að ófriði og breiðst skjótlega til Evrópu. Er nú í seinni tíð mikið talað um þann kost, að vegna stórfellds flotavígbúnaðar kynni þeim að slá saman fyrst á Atlantshafi, þar sem við íslendingar sitjum á miðjum sjó. Sá hluti hins mikla viðbúnaðar á Atlantshafi, sem við sjáum mest af, er eftirlit stórveldanna hvors með hinu, en það gæti orðið fljótt að hitna í kolunum. Forustumenn Sovétríkjanna vita mætavel, að þeir verða að skera á slagæð Atlantshafsbandalagsins yfir hafið til að vinna orrustu um Vestur- Evrópu, sem er kjarninn í baráttunni um heimsyfirráð. Þeir vita vel, að Filippus Spánarkonungur, Napoleon keisari, Vilhjálmur keisari og Adolf Hitler reyndu þetta, allir án árang- urs. Ef sjóveldi Engilsaxa verður ekki brotið á bak aftur, verður heimurinn ekki unninn. Af þessum sökum verður eitt fyrsta markmið Sovétríkjanna í slíkum ófriði (hver sem yrði talinn hafa komið honum af stað), að ráðast suður Atlantshaf með kafbátaflota sinn og önnur herskip og flugvélar, og freista þess að rjúfa slagæðina. Þá skiptir meginmáli, hve mörg sovésk skip, sérstaklega kafbátar, verða þeg- ar komin á vettvang suður í hafi, og er það skýringin á nauðsyn svo mikils eftirlits á friðartímum. í áðurnefndri grein í Scientific American er skýrt frá margvíslegum leiðum til að berjast gegn kafbátum. Þar kemur í Ijós, að hættulegasta vopnið gegn kafbátum eru aðrir kafbátar (árásarbátar). Af leitar- tækjum eru SOSUS-hlustunartækin á hafsbotni meðal hinna bestu, sem Atlantshafsbandalagið hefur í notk- un. Þessari grein fylgja tvær myndir, sem birtar eru með áðurnefndri tímaritsgrein, og eru þær kjarninn í því, sem hér er ætlunin að benda lesendum á. SOSUS-hlustunartæki á hafshotni. eins og höfundur jfreinarinnar, Joel S. Wit, telur þau liggja. Sýnileg er varnarkeðja frá Norður- Noregi til Bjarnareyjar, og önnur þvert yfir xarðinn Bretland-Færeyjar-ísland- Grænland. Þetta er tvöföld varnarlina Regn sovéskum kafbátum á leið þeirra frá Polyarny á Kolaskaga suður í Atlantshaf, þar sem 2—3000 kaupskip eru á degi hverjum á siglingu fyrir Vesturveldin. Hugmynd um það, sem kalla mætti „Orrustuna um ísland“ í þriðju heimsstyrjöldinni, ef þau ósköp eiga eftir að dynja yfir, sem allir vona að aldrei verði. Þetta kort birti Wit með grein sinni í Scientific American, en tók fram, að það væri að mestu byggt á sovéskum heimildum. Rétt er að benda lesendum á að skoða fyrst hvar Grænland er efst til vinstri, síðan ísland, Færeyjar (ómerktar) og loks Bretland (UK). Örvarnar ofarlega hægra megin við miðju sýna sovéskan kafbátaflota sækja suður að íslandi. Ekki er ljóst, hvort 43466 Nýbýlavegur — einbýli um 200 ferm. á einni hæö, 4 svefnherb., stofur, 40 ferm. baöstofuloft. Geymslur í kjallara. Húsiö er aö hluta timburhús. Sér 2ja—3ja herb. 70 ferm. íbúö í enda hússins. Fallegur trjágarður. Laus í ágúst. EFasteignasalan EIGNABORG sf. Hamfaborg 1 200 Kopavogur Simar 43466 6 43805 Sölum Viltijélmur Einarsson, Sigrún Kröyer Lögm Ólafur Thoroddsen Fasteignamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hf í smíðum RAÐHÚS — BLOKKARÍBÚÐIR Höfum til sölu raöhús og 2ja og 4ra herb. íbúöir viö Kambasel og Kleifarsel. Raöhúsin seljast fokheld, fullfrágengin aö utan og frágengin lóö. íbúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu, meö allri sameign frágenginni þar meö talin lóö. Greiöslu- kjör á raöhúsum og blokkaríbúöunum eru 50% af kaupveröi, greiðist á 8 mánuöum. Eftirstöövar eru verðtryggöar skv. lánskjaravísitölu til 5 ára. Fasteignamarkaöur Rárfestingarfélagsins hf SKÓLAVÖRÐUSTlG 11 SÍMI 28466 (HÚS SPARISJÓÐS REYKJAVlKUR) Lögfræöingur: PéturÞórSigurösson EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Kirkjutónleikar Aðrir tónleikar Musica Nova voru í Kristkirkju og voru flutt verk eftir sjö íslensk tónskáld. Fyrri hluti tónleikanna sam- anstóð af 10 sálmforleikjum, sem Ragnar Björnsson orgelleik- ari flutti. Gerð sálmforleikja hafði mjög mikla þýðingu fyrir þróun tónsmíðatækni í Þýzka- landi á 17. öldinni og eru sinfón- ísk vinnubrögð beint áframhald þessa sérkennilega leiks þýzku Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON orgelleikaranna. Eftir Atla Heimi Sveinsson voru fluttir tveir sálmforleikir, við sálmalög eftir Sigfús Einarsson, eftir Leif Þórarinsson yfir gamalt passíu- sálmalag og hugleiðing um Liljulagið, eftir Þorkel Sigur- björnsson við sálmalag eftir Pétur Guðjónsson, Gunnar Reynir Sveinsson vann yfir Jes- ús, mín morgunstjarna, Ragnar Björnsson tvö gömul íslenzk sálmalög og siðast tveir sálmfor- leikir eftir Jón Nordal. Vinnuaðferðir tónskáldanna voru margvíslegar. Það mátti heyra skreytingar á sálmalag- inu, „kontrapunktist" lagferli ^^Kórkafli verksins var á köflum mjög áhrifamikill, en milli- spil orgels og einnig einsöngsþáttur verks- ins var ekki eins sann- færandi^ þar sem sálmalagið er notað eins og „cantus firmus", sérstaka forspils- og milliþætti á móti einfaldri gerð sálmalagsins og einnig unnið úr stefbrotum ein- kennandi fyrir sálmalagið. Allt kom þetta vel fram í vönduðum Ieik Ragnars Björnssonar. Síðasta verkið á efnisskrá tónleikanna var Kantata eftir Leif Þórarinsson, fyrir einsöngv- ara og kór með orgelundirleik. Kórkafli verksins var á köflum mjög áhrifamikill en millispil orgels og einnig einsöngsþáttur verksins var ekki eins sannfær- andi. I fyrsta þættinum var orgelmillispilið beinlínis trufl- andi á framvindu verksins. Kór- þættirnir voru oft feiknalega „effektívir" og þannig gerðir að textinn greindist algjörlega. Flytjendur voru Halldór Vil- helmsson, sem ásamt Ágústu Ágústsdóttur og Pétri Ö. Jóns- syni flutti einsöngsþátt verksins, orgelleikarinn A. Corveiras og Kirkjukór Akraness undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Var flutningur kórsins, eins og reyndar allra er stóðu að þessum flutningi, mjög góður. V atnshreinsitæki til Akraness? NU LIGGUR fyrir til ákvörðun- artöku hjá hæjarstjórn Akraness, hvort kaupa eigi vatnshreinsi- ta-ki til hæjarins. Tækin sem hér um ræðir eru gerlahreinsunar- tæki, scm nota til þess útfjólu- bláa geisla. Að sögn Magnúsar Oddssonar, bæjarstjóra á Akranesi, skoðuðu fulltrúar frá bænum slík tæki, sem sett voru upp fyrir 30.000 manna byggð í Noregi fyrir nokkru og væru þegar fengin meðmæli með tækjunum frá Heil- brigðiseftirliti ríkisins. Magnús sagði að enn væri ekki ljóst hvað uppsetning tækjanna kostaði, þau sjálf væru ekki mjög dýr en hins vegar þyrfti að byggja yfir þau hús, svo enn væri of snemmt að gera sér grein fyrir endanlegum kostnaði. Mjólkskalávallt geymaíkæli ♦4‘C »12C ♦|8‘C g j#aj # Er rétt hitastig í öllum kaelinom? kaldasta stað Hítamælar í kaelískápínn veíta réttu svorín! FÁSTHÉR ákr.15 Mjólkurdagsnefnd: Geymið mjólkina við rétt hitastig NÆSTU daga verða íáanlegir í mjólkurhúðum hitamælar, sem fluttir hafa verið inn á vegum Mjólkurdagsnefndar og er tilgang- urinn með sölu þeirra sá að stuðla að því að (ólk fylgist með hitastigj í kæiiskápum, þvi „kæliskápur án hitamælis getur verið ótrygg geymsla fyrir mjólk og mjóikuraf- urðir“, segir i frétt frá Upplýsinga- þjónustu Íandbúnaðarins. Hitamælarnir verða fáanlegir í matvöruverzlunum um land allt þar sem mjólkurvörur eru seldar. Mjólkurdagsnefnd leggur áherzlu á að mjólkin sé geymd við rétt hita- stig. Á mjólkurumbúðum stendur m.a.: „Er þér kunnugt um að mjólk, sem stendur í stofuhita í u.þ.b. 3 klukkustundir, verður allt að 12 stiga heit? Sé hún síðar sett í kæli tekur það hana um 20 klukkustundir að ná réttu hitastigi, sem er 4 stig.“ Þá segir í frétt Upplýsingaþjón- ustunnar: „Ef mjólk er geymd við 4 til 5 gráður er gert ráð fyrir að hún haldist óskemmd nokkuð fram yfir ástimplaðan síðasta söludag. Það er því þýðingarmikið að geta fyigst nákvæmlega með hitastiginu í kæli- skápnum: Eftirlit með gæðum mjólkurinnar er mjög strangt hjá öllum mjólkurbúunum, frá þeim á ekki að geta borizt skemmd mjólk á markaðinn. í mjólkurbúum og hjá bændum er mjólkin geymd við 4 stiga hita og er þannig send á markaðinn. Þá er komið að smásal- anum að gæta þess að hitastigið sé rétt þar sem mjólkin er geymd og fyrir neytandann að setja mjólkina strax í kæli þegar komið er heim með hana.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.