Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 James Reston ræðir við forseta Frakklands Francois Mittorrand Frakklandsforseti Mitterrand um sjálfan sig og heiminn James Reston einn frægasti blaðamaður New York Times átti nýlega viðtal við Francois Mitt- errand nýkjörinn forseta Frakklands. Fer viðtalið hér á eftir: Reston: Á sumum Vesturlöndum eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi sýnast stjórnmálin vera að færast til hægri. í Frakklandi sýnast þau á leið til vinstri. Skapar þetta vandamál? Forsetinn: Eg held ekki, að þetta ætti að leiða til vandræða. Menn geta ekki orðið sammála um allt, að minnsta kosti ekki, áður en þeir ræða saman. Fyrst er nauðsynlegt að skil- greina markmiðin. Vaki það fyrir manni að gera ailt sem unnt er til að tryggja frið, sé í því skyni nauðsynlegt að gera samninga án þess stofna eigin afli í hættu, þ.e. valdajafnvæginu í heiminum, trúi maður á gagnsemi Atlantshafsbandalagsins, trúi maður á, eins og ég geri, grundvallareiningu menningu okkar, þá er ekkert auðveld- ara en að ræða saman í okkar hóp, jafnvel þótt íhaldssamar ríkisstjórnir sitji í Bandaríkjunum og Bretlandi. Og í vinahópi er einmitt hægt að segja nei. Reston: Svo virðist sem sérhvert viðfangsefni sé rætt með hliðsjón af samskiptum austurs og vesturs, en þú leggur áherslu á viðræður milli norð- urs og suðurs. Leiðir það ekki til ágreinings um hvernig um mál skuli fjallað? Forsetinn: Afstaða mín til sam- skipta austurs og vesturs er einföld: til að varðveita frið er nauðsynlegt að viðhalda valdajafnvægi í heiminum — það liggur í augum uppi — og viðunandi jafnvægi í Evrópu. Ég mun þess vegna ætíð styðja allt það, sem nauðsynlegt er til að tryggja þetta jafnvægi. Einmitt þess vegna var ég fyrsti stjórnmálaforinginn í Frakk- landi, sem mótmælti, þegar Sovét- menn tóku að koma SS-20 eldflaugum fyrir við landamæri Þýskalands. Þegar ég keppti að því að verða forseti voru hvorki ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Sovétríkjanna né Þýskalands sérstaklega hlynntar mér. Franska þjóðin var sem betur fer annarrar skoðunar. Reston: Þú hefur sagst vilja þjóð- nýta meira í Frakklandi. Ronald Reagan hefur Iýst algjörlega önd- verðri skoðun, hann vill efla einka- framtakið. Leiðir þetta til vandræða? Forsetinn: Kjör Reagans í Banda- ríkjunum stafar af því, að bandarísku þjóðinni þótti nauðsynlegt að endur- heimta virðingu fyrir sjálfri sér, að fá betri vissu fyrir því, að Bandaríkin nytu alheimsvirðingar. Einnig þótti mönnum nauðsynlegt að tekist yrði á við verðbólgu og atvinnuleysi. Á sama hátt þótti Frökkum nauð- synlegt að kjósa yfir sig stjórnendur, sem stæðu nær þjóðinni, væru kunn- ugri áhyggjum hennar og vandamál- um. Að þessu leyti eru þjóðirnar líkar en ekki ólíkar. Ég stefni ekki að miðstýringu í frönsku efnahagslífi. Það eina sem fyrir mér vakir, er að þjóðin eignist aftur yfirráð yfir því, sem hún á eignarrétt yfir, ekkert annað. Ég sé ekki, hvernig þætta ætti að leiða til vandræða milli mín og Reagans. Eins og málum er nú háttað er 12% af framleiðslu Frakka þjóðnýtt og má rekja það til de Gaulles. Ég hef lagt til, að þetta hlutfall verði aukið upp i 17%. De Gaulle hershöfðingi þjóðnýtti almenna flugvélaframleiðslu en ekki hernaðarlega flugvélaframleiðslu. Er það rökrétt? ' Reston: Ég hef lesið ýmsar yfirlýs- ingar, sem þú hefur gefið um deilu ísraelsmanna og Araba og sé ekki betur en þú takir fremur afstöðu með ísraelsmönnum, engu að síður skilst mér, að þú hafir lýst yfir stuðningi við að stofnað verði ríki Palestínumanna í austurhluta Jórdaníu. Er unnt að sætta þessi tvö viðhorf? Forsetinn: Ég hef hvað eftir annað ítrekað sömu skoðunina. í Alsír sat ég við hlið Boumedienes forseta í beinni sjónvarpssendingu og sagði við Alsír- búa, að ekkert yrði unnt að gera, fyrr en þeir viðurkenndu tilverurétt ísra- els. Hið sama sagði ég í Kairó við Sadat löngu fyrir friðarsamninginn. Og ég hef ávallt sagt við vini mína í Jerúsalem og Tel Aviv, að þeir yrðu að viðurkenna, að Palestínumenn yrðu að eignast eigið land. Ég er vinur Israels og ég mun ekki gera neitt, sem stofnar tilveru ísraels í hættu eða leiðum þeirra til að halda lífi, en mér finnst ekki raunsætt að láta sem svo, að Palestínu-vandamálið sé ekki til. Ég veit hver andmæli þeirra eru: þeir segjast ekki vilja fá enn eitt ríkið í Mið-Austurlöndum. Þeir geti sætt sig við lausn milli Jórdana og Palestínu- manna, sem byggist á því, sem var fyrir sexdagastriðið, þegar vestur- bakki Jórdanár var kallaður Trans- jórdanía. Ég segi þeim ekki fyrir verkum, af því að ég er hlynntur tvíhliða samningum milli deiluaðila. Hið eina, sem ég segi, er, að það sé eðlilegt að Palestínumenn eignist eigið land, þar sem þeir geti komið á þeim stjórnarháttum, sem þeir kjósa. Ég er vinur leiðtoga ísraels, af því að ég hef alltaf verið hreinskilinn við þá, og þeir vita, að ég mun ekki fylgja stefnu, sem kæmi þeim illa. Ég er eini foringi meiriháttar stjórnmálaflokks í Frakklandi, sem hefur lýst opinberlega stuðningi við Camp David-samkomulagið. Reston: Eiga Bandaríkjamenn og Frakkar eftir að deila um Suður- Afríku? Forsetinn: Mikilvægt er að hafna kynþáttastefnunni (apartheid) ekki aðeins af siðferðilegum ástæðum held- ur einnig stórnmálalegum. Ég er töluvert kunnugur í Afríku vegna tengsla minna við ýmis ríki þar á stjórnmálaferli mínum. Það er óskynsamlegt að hvetja til stuðnings við aðferðir eins og þær, sem felast í kynþáttastefnunni, því að þær mundu leiða til mikilla vandræða í álfunni. Ég er á móti öllu kynþáttahatri. Menn verða að samþykkja mikilvægi ákveð- inna algildra meginreglna eða kasta fyrir róða allri von um, að framfarir verði í þjóðasamfélaginu. Reston: Er kristin trú hluti af þessari heimspeki, sem þú ert að tala um, og þú tekur mið af í veraldar- vafstri þínu? Forsetinn: Fjölskylda mín var mjög trúuð. Móðir mín eignaðist átta börn. Hún fór til kirkju klukkan sex á hverjum morgni. Hún hélt dagbók, þegar hún var ung, og hana á ég enn. Hún ólst upp í miðstéttarfjölskyldu, sem var í tiltölulega góðum efnum. Hún fór á fætur klukkan fimm á hverjum morgni og varði þremur stundum á dag til trúariðkana. Hún var vinur Francois Mauriac í æsku. Þegar ég lauk stúdentsprófi sendi hún mig á hans fund og hann varð vinur minn. Og þrátt fyrir ólíkar stjórn- málaskoðanir hélst vinátta okkur, þar til hann dó. Við erum ættaðir úr sama hluta Frakklands. Fyrir hugskotssjónum okkar er sama landslagið. Að sjálf- sögðu sameinar trúin okkur að ýmsu leyti — eða ýmislegt fléttast öllu heldur saman. Reston: í ræðu þeirri, sem þú fluttir við embættistökuna, þóttist ég sjá einskonar ákall eftir stórbrotnum hugmyndum en þó öllu frekar ákall eftir von, næstum eins og þér þætti of mikillar svartsýni gæta í Evrópu og á Vesturlöndum. Bjó eitthvað slíkt í huga þínum? Forsetinn: Ég er ekki svartsýnn en mér finnst, að hvorki á Vesturlöndum né í kommúnistaríkjum Evrópu ríki leiðandi hugsun. Við búum í vélvæddu kerfi, þar sem hugsanir hafa stirnað og staðnað, þar sem fólk hefur ekki að fullu lagað sig að nýju valdi upplýs- ingamiðlanna. Þá hafa efnahagsörðugleikar einnig leitt til þess, að flestir ráðamenn haga sér eins og tæknimenn, þeir láta eins og líf manna felist bara í tölfræði- legum upplýsingum. Með þessu er ég ekki að segja, að ég muni varpa fram nýrri hugsun, en mér finnst nauðsynlegt, að á Vesturlöndum í það minnsta, eflist almenningur í trúnni á eigin menningu. Á mörgum sviðum, svo sem í átökunum á milli stórveldanna, hefur enginn árangur orðið í afvopnunar- málum eða til að skapa einlægt, gagnkvæmt öryggi. Þegar ég hugsa um þetta, verð ég ekki svartsýnn, en við það vaknar sú von, að unnt reynist að finna aðra leið til að meta hlutina og hún sigri. Reston: Svo ég spyrji þig persónu- legrar spurningar: þú sýnist kjósa einveru — gönguferðir, skriftir og lestur. Er það rétt? Forsetinn: Já, það er rétt. Ég hef lagt fyrir mig stjórnmál, sem eru andstæð sterkum þætti í skapgerð minni. Mér líður þegar illa vegna þess að persónulegt frelsi mitt hefur verið takmarkað, en þó hef ég sjálfur valið mér starf. Ég hlýt að vera meiri athafnamaður, en ég sjálfur taldi. Hins vegar ætla ég ekki að láta opinberar skyldur ráða öllu lífi mínu. Manninum má líkja við tré, hann verður að standa í gróðurmold. Sé hann ekkert nema höfuðið og hafi ekki fæturnar á gjafmildri jörðinni, gerir hann ekki annað en endurtaka sömu hlutina aftur og aftur í tómarúmi, hann finnur ekki upp á neinu nýju og hefur engin tengsl við lífgjafann. Hugmyndaauðgi krefst tengsla við gróðurmoldina. Með því að íhuga málin í einrúmi get ég ræktað tengsl mín við jörðina. Fái ég ekki tóm til þess, verða gerðir mínar staðnaðar, árangurslausar. Ég verð þess vegna að skipuleggja dag minn þannig, að mér gefist tími til að hugsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.