Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981 41 fclk í fréttum Staðgengill krefst skaða- bóta! + Ung kona, sem hafði þann starfa að vera staðgengill í hættuhlutverkum aðlaleikenda í kvikmyndaborginni Holly- wood, hefur farið í skaðabóta- mál við framleiðendur hasar- myndar. Varð þessi unga kona, 25 ára gömul, fyrir mjög alvar- legu slysi í bílaárekstri, sem var alveg óvart, en skeði er á kvikmyndatöku stóð. Krefst konan 36 milljón dollara í skaðabætur. Hún mun verða að vera í hjólastól um ófyrirsjá- anlega framtíð og hugsanlega upp á lífstíð. Konan heitir Heidi von Beltz, ljóshærð, fyrrum skíða- kappi með meiru. Lögfræð- ingar hennar hafa sagt frá því að hún hafi átt góða framtíðar- möguleika í kvikmyndaheimin- um, þar af leiðandi mikla tekjumöguleika um ókomin ár. A þeim forsendum eru skaða- bótakröfurnar byggðar. Þegar Heidi von Beltz varð fyrir þessu slysi og lamaðist, var hún staðgengill kvikmynda- leikkonunnar Farrah Fawcett. Slysið varð er hún var í bíl í æðisakstri. Þessi mynd er bíla- þeysumynd og í þessum æðis- gengna akstri hafði bíllinn sem hún var í lent í mjög hörðum árekstri við aðvífandi flutn- ingabíl. Var kvikmynd, sem sýndi atburðinn, sýnd á blaða- mannafundi, sem lögmenn Heidi von Belts héldu fyrir nokkrum dögumí Beverly Hills í Hollywood, þar sem þeir skýrðu frá þessu skaðabóta- máli . Þess skal að lokum getið á móti Farrah Fawcett í þessari kvik- mynd, sem heitir „The Cannon- ball Rally" leikur Burt Reyn- olds. Það er nú um það bil ár liðið frá því Heidi varð fyrir þessu slysi, í júní 1980. Hún var samfleytt í fulla sjö mán- uði í sjúkrahúsi eftir slysið. Fékk ekki að vera viðstödd eigið brúðkaup + Þessi unga stúlka heitir Liza Alex- eyeva og á heima í Moskvu. í byrjun þessa mánaðar gekk hún í hjónaband, en hún var þó ekki sjálf viðstödd giftinguna. Þetta gerðist með þeim hætti að stjúpsonur hins heimskunna rússneska andófsmanns, dr. Sakhar- ovs, sem er í útlegð í heimalandi sínu, gekk að eiga Lizu. Hann var þá sjálfur í bænum Butte í Montana-fylki í Bandaríkjunum. Var þar gengið frá hjúskaparpappírunum, þar eð Lizu var af stjórnvöldum í Kreml neitað um fararleyfi úr landinu. Ráðamönnum þótti hjónavigslan ekki næg ástæða til að veita henni fararleyfi. Þessi mynd var tekin af Lizu Alexeyevu á heimili hennar í Moskvu á sjálfan brúðkaupsdaginn. Brúðguminn heitir Alexey Semyonov og er 24 ára gamall. Fjöldamorðingi + Þetta er fjöldamorðinginn, Charies Manson, sem fyrir allmörgum árum bar ábyrgð á morði á saklausu fólki vestur í Kaliforníu og hefur verið í fangelsi síðan. Hið kunna ameríska sjónvarpsfélag, sem rekur NBC-stöðina fékk, leyfi til þess að eiga við hann samtal. Er myndin tekin af Manson er upptakan fór fram í sjúkrahúsi einu. Var það sjónvarpsþáttastjórnandi, Tom Snyder að nafni, sem ræddi við fangann. Númerl8 í röðinni + Þetta litla barn er borið til ríkiserfða á Bretlandi. En mjög er talið hæpið að til kasta þess muni koma. Það er 18. í röðinni. Litla barnið. sem er stúlka, fæddist hertogahjónunum af Kent i aprilmánuði síðastl. Móðir hennar sem heldur á litlu prinsess- unni, hélt henni einnig undir skírn en hún var skirð Lafði Gabriella Mar- ina Ophelia Windsor. Ilertogahjónin eiga annað harn, soninn Frederick Windsor, sem er tveggja ára. AH.I.YSINI.ASIMINN ER: 22410 JHoreunblabib GLÆSILEGIR - STERKIR - HAGKVÆMIR Lítum bara á hurðina: Færanleg fyrir hægri eða vinstri opnun, frauðfyllt og niðsterk - og í stað fastra hillna og hólfa, brothættra stoða og loka eru færanlegar fernu- og flöskuhillur úr málmi og laus box fyrlr smjör, ost, egg, álegg og afganga, sem bera má beint Dönsk gæði með VAREFAKTA, vottorðl dönsku neytendastofnunarinnar DVN um rúmmál, einangrunargildi, kæll- svið, frystigetu, orkunotkun og aðra eiginleika. GRAM BÝÐUR EINNIG 10 GERÐIR AF FRYSTISKÁPUM OG FRYSTIKISTUM /rDHIX HATÚNI 6A • SÍMI 24420 MJOG GOÐ MATAROLÍA (STEIKINGAROLÍA) HEILDSÖLUBIRGÐIR: AGNAR LUDVIGSSON HF Sfmi 12134 Skrifstofa Eimskips í Pósthússtræti 2 er nú opin frá kl. 8.30 -16.30 alla virka daga. EIMSKIP * SIMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.