Morgunblaðið - 16.06.1981, Side 29

Morgunblaðið - 16.06.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 29 Þeir voru heiðraðir af Sjómannadagsráði. F.v. Magnús Helgi Bjarnason, Snorri Júliusson, Árni Guðmundsson, Eyjólfur Júlíus Einarsson og Guðmundur Valdimar Guðmundsson. Sjómaimadagurtnn í Reykjavík Sjómannadagurinn var að vanda haldinn hátíðlegur i Reykjavik með ýmsum hætti. Við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni minntist sr. ólafur Skúlason dómprófastur þeirra sjómanna, sextán að tölu, er farist hafa frá þvi að síðasti sjómannadagur var haidinn hátíðlegur. Sjómannadagsráð stóð fyrir hátíðarhöldum í Nauthólsvík. Þar voru hetjur hafsins heiðr- aðar og keppt í ýmsum grein- um, siglingum, stakkasundi, kappróðri og koddaslag. Sjómenn heiðraðir Afreksbjörgunarverðlaun sjómannadagsins voru í ár veitt Steingrimi Sigurðssyni, skipstjóra á v/b Bjarnarey, en Steingrimur hefur í tvígang unnið frækileg björgunaraf- rek; stungið sér eftir mönnum sem fallið hafa útbyrðis og tekist í bæði skiptin að bjarga lífi mannanna og var annar þeirra sonur Steingríms. í ræðu sem hann hélt við afhendinguna sagði Pétur Sig- urðsson formaður Sjómanna- dagsráðs m.a.:„Frá því að sjó- Sjómannadagur á Patreksfirði: mannadagurinn var fyrst há- tíðlegur haldinn hér í Reykja- vik hefur eitt meginstefnu- málið verið, að vinna að slysa- vörnum og og öryggi sjó- mannastéttarinnar. Það þarf því engan að undra þótt við í þessum samtökum, sem flestir erum þó farnir að eldast og spekjast, verðum snöggvondir þegar slík mál eru gerð að pólitískri verslunar- vöru við samningaborð, eða þegar heyra má úrtölur um nokkurra króna fórn tii að auka lífslíkur manna úr þeirri atvinnugrein sem árvisst telur fram fjölda félaga sinna, sem látið hafa líf sitt við störf á sjónum." Þá heiðraði Sjómannadags- ráð fimm aldna sjómenn fyrir gifturíkt ævistarf á sjó og landi. Það voru þeir Magnús H. Bjarnason, stýrimaður á ms. Esju, en farmennskan hefur verið hans starf í hartnær hálfa öld og er hann félags- maður í Stýrimannafélagi Is- vélskipinu Gísla Árna og í stjórn Skipstjóra- og stýri- marfnafélagsins Öldunnar, Eyjólfur Július Einarsson, en hans sjómannsferil má telja frá skútuöldinni, áður en hann lét af störfum árið 1976, eftir nærri 55 ára sjómennsku var Eyjólfur vélstjóri á varðskip- unum og Guðmundur Valdi- mar Guðmundsson, einnig sjó- maður í 55 ár, sigldi á togaran- um „Surprise" frá Hafnarfirði öll stríðsárin og samfellt í 13 ár, hin seinni sem skipstjóri, en starfar nú á togaranum Hjörleifi. Guðmundur Valdi- mar er félagi í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ægi. Hannes Ilafstein, framkvæmda stjóri Slysavarnafélags tslands, talaði fyrir hönd sjómanna. lands, Snorri Júliusson, háseti á ms. Esju og sjómaður í hálfa öld, félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur, Árni Guð- mundsson. sem hefur verið stýrimaður og skipstjóri frá árinu 1945, nú stýrimaður á Keppnir 1 kappróðrinum kepptu bæði karla- og kvennaflokkar og varð sveit BÚR hlutskörpust í kvennaflokki en í karlaflokk- inum sigraði sveit Sendibíla- stöðvarinnar hf. í sjötta sinn í röð. í róðrarkeppni skipshafna bar áhöfnin á Bjarna Sæ- mundssyni sigur úr býtum og hlutu þeir að launum fiski- mann Morgunblaðsins, skjöld sem blaðið gaf árið 1929. í siglingum var keppt á Fireball-seglbátum og sigur- vegarar þar voru þeir Jón Ingi Jónsson og ísleifur Friðriks- son, en Kristján Óli Hjartar- son og Steve Rastrick sigruðu í opnum flokki. í stakkasundinu voru það þrír bræður sem kepptu, þeir Jón, Einar og Pétur Sigurðs- synir, og varð Jón þeirra hlutskarpastur. Var mál manna að sjó- mannadagurinn í ár hefði far- ið hið besta fram og þátttaka í hátíðarhöldunum verið ágæt, en hátt á fjórða þúsund manns munu hafa verið saman komin í Nauthólsvík. Steingrímur Sigurðsson skipstjóri tekur við afreksbjörgunarverð- launum sjómannadagsins úr hendi Péturs Sigurðssonar, formanns Sjómannadagsráðs. Slæmt veður eyðilagði hátíðarhöld Patrekstirði. 15. júni. MJÖG slæmt veður eyði- lagði hátíðarhöld á sjó- mannadaginn hér á Pat- reksfirði. Útiskemmtun og kappróður féllu niður, en inniskemmtun fór hins vegar fram i félagsheimil- inu. Þar voru m.a. þrír aldr- aðir sjómenn heiðraðir, þeir Gísli Jónsson, Friðrik Magnússon og Helgi Jak-. obsson. Haldnar voru fjöl- margar ræður og síðan var sameiginleg kaffidrykkja. Eins og vera ber fengu menn byltur og böð i koddaslagnum. Um kvöldið hélt Sjómanna- dagsráð dansleik að Hótel Sögu, þar sem menn lyftu sér upp og dönsuðu fram á nótt. Sjómaimadagur í Þorlákshöfn: Skipstjóri og áhöfn Jóns á Hofi heiðruð Purlákxhötn, 15. júni. IIÁTÍÐARHÖLD i tilefni sjó- mannadagsins hófust á laugar- daginn klukkan 13.30 með björg- unaræfngu frá Svartaskeri. Þá voru iþróttir á dagskrá, kappróð- ur. koddaslagur, sjórall og fleira. Á sjómannadaginn hófust há- tíðarhöldin með guðsþjónustu klukkan 11.00 í grunnskóla Þor- lákshafnar. Séra Tómas Guð- mundsson predikaði og Söngfélag- ið söng undir stjórn Ingimundar Guðjónssonar. Klukkan 13.00 var hátíðarhöld- um síðan haldið áfram. Þau áttu að fara fram undir berum himni, en veðurguðirnir voru á öðru máli, svo sem oft áður á slíkum hátíðis- dögum. Það rigndi svo til allan daginn og því var nauðsynlegt að vera inni í hinu alltof litla og vanbúna félagsheimili okkar hér. Hátíðarræðu dagsins flutti Þorvarður Alfonsson, oddviti ölf- ushrepps. Aldraður sjómaður, Böðvar Kristjánsson, Egilsbraut 22, var heiðraður. Aflakóngur og áhöfn á aflaskip- inu Jóni á Hofi var ennfremur heiðruð, en eins og menn muna, var Jón á Hofi aflahæstur yfir allt landið á síðustu vetrarvertíð. Skipstjóri er Jón Björgvinsson. Þá fór fram verðlaunaafhending til sigurvegara í íþróttum dagsins, auk þess sem fram komu hinir landskunnu skemmtikraftar, þeir félagar Ragnar og Bessi Bjarna- synir, og var þeim að sjálfsögðu vel fagnað. Slysavarnakonur höfðu blóm; og kaffisölu að venju með miklu myndarbrag til styrktar slys varnastarfinu. Um kvöldið lék si hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi Formaður sjómannadagsrái var Bergþór Kárason. — Ragnheiður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.