Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981 ... að halda upp á fyrsta brúðkaupsaf- mælið og hlakka til þess 25. TM Rea U.S Pat Oft — all rights reserved • 1961 Los Angeies Times Syndicate Með morgunkaffinu Ég hef mikla þörf á þvi að borga þeim ha-rra kaup sem eru á láglaunakjörum hjá fyrirtæk- inu. Viltu ekki lofa mér að se>jja frá málinu. af mínum sjónarhóli, áður en þú ferð inn til mömmu? HÖGNI HREKKVlSI ÍOMUR ÍÆLL Hjólreiðaumferð: Hví ekki að láta hana koma vinstra megin á akbraut? Ólafur 1. Hannesson skrifar: „Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um umferðar- mál, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Hafa þær aðallega snúist um afleiðingar slysa en síður um slysavörn, sbr. síðustu breytingar á umfeðarlögum um hjólreiðar og notkun bílbelta. Svona hringsnúninga á ég bágt með að skilja Að vísu eiga hjólreiðar á gangstéttum að minnka árekstra- hættu milli reiðhjóla og vélknú- inna ökutækja, en það hlýtur að gefa auga leið, að með því eykst slysahætta gangandi vegfarenda. Nú á tímum trimmsins virðast reiðhjól slíkt tískufyrirbæri, að það er varla til sú fjöiskylda, sem ekki á eitt hjól eða fleiri. Starfs- fólk stórfyrirtækja gerir sameig- inleg innkaup á reiðhjólum og bendir ýmislegt í þá átt, að brátt verði gangandi vegfarendur að halda sig á akbrautum, þegar þeir hjólríðandi hafa lagt undir sig gangbrautirnar. Svona hringsnún- inga á ég bágt með að skilja, að ætla að reyna að minnka slysa- hættu hjólreiðamanna með því að auka slysahættu gangandi vegfar- enda. Sama öryggisástseðan hlýtur að vera íyrir hendi Ein mesta hætta, bæði af hjól- reiðamönnum og fyrir þá á ak- brautum, er vegna þess, að þeim ber að halda sig hægra megin á akbraut, og þeir eiga ekki gott með að gæta að umferð, sem á eftir þeim kemur. Á meðan ríkið eða sveitarfélögin hafa ekki efni á að leggja sérstakar brautir fyrir hjólreiðaumferð — hví þá ekki að láta hana koma vinstra megin á akbraut, á móti umferðinni, eins og gangandi vegfarendum ber að gera, þar sem gangbrautir eru ekki fyrir hendi? Sama öryggis- ástæðan hlýtur að vera fyrir hendi, hvort sem vegfarandinn ferðast um fótgangandi eða á reiðhjóli. Stjórnendur vélknúinna öku- tækja verða ætíð að taka sveig inn á akbrautina, er þeir fara framhjá hjólreiðamönnum, og skapa þann- ig hættu fyrir þá, sem á móti koma eða fram úr vilja fara. Væri ég á reiðhjóli, þá vildi ég frekar sjá bifreiðirnar á mínum vegarhelmingi koma á móti mér en verða að treysta á að heyra þær koma á eftir mér, eða þurfa að líta við til að athuga hvort óhætt sé að hósta, þvi slíkt getur tekið í stýrið. Svo mikill er munurinn I umræðum um bílbeltin og lögleiðingu þeirra var þeim helst talið til bóta, að þau kæmu í veg fyrir eða minnkuðu hættu á lík- amsmeiðingum ef bifreið væri ekið beint á eitthvað, og þá einna helst framan á bifreið, er á móti kæmi. Þau eru talin minnka hættu á meiðslum, en þau minnka ekki slysahættuna. Það verður eins mikið um beinar framanáákeyrsl- ur og áður. Ein leiðin til að minnka þessa hættu er að skylda ökumenn til að aka með ökuljós- um allan sólarhringinn árið um kring. Sumum finnst það ef til vill hlægilegt að þurfa að aka með Ijósum um jónsmessuna þegar bjart er að nóttu sem degi hér á landi. En þeir, sem reynt hafa, hlæja ekki. Þessi akstursmáti hef- ur verið lögskipaður í Svíþjóð og Finnlandi til dæmis, og þar þykir mönnum sem þeir mæti kölska, ef ljóslaus bifreið kemur á móti. Svo mikill er munurinn. Réttara að beina at- hyglinni að slysavörn Laugardaginn fyrir hvítasunnu ók ég frá Njarðvík austur í Ölfus og aftur til baka. Veður var bjart, sólskin mest allan tímann. Nokkr- ir ökumenn á þessari leið notuðu Þessir hringdu . . . Gangstéttirnar fyrir neðan allar hellur „Stéttvís" vegfarandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er með ólíkindum, hvað göngufólki er lítill sómi sýndur í samgöngukerfi höfuðborgarinnar okkar. Það er ekki aðeins að það sé sett skör neðar ökumönnum í réttindum til þess að komast leiðar sinnar, heldur eru þessar svonefndu gangstéttir, sem þeim er ætlað að ferðast um, víða eins og apalhraun yfir að fara. Leggst þar hvort tveggja á eitt, að því er virðist: lélegar hellur og slæmt handverk við lagninguna. Ég ætla að nefna þér dæmi: Líttu á stéttina fyrir framan Biering og Nesco á Laugavegi; fyrir framan Fríkirkjuna og út að Skothús- vegi; við Lækjargötuna almennt, frá Nýja bíó og út að Tjörn; lfttu á malbikaða gangstéttarkaflann með- fram austurbakka Tjarnar, allan sprunginn og úr lagi genginn, og svona má halda áfram að telja. Annað hvort eru gangstéttarhellur brotnar eða þá að þær skjóta upp hornum eða heilu hliðunum — nema hvort tveggja sé. Sem sagt: varasam- ar fyrir fótinn og óyndislegar fyrir augað. Ég hef verið að gera því skóna, að yfirmenn gatnamála höfuðborgar- innar séu hættir að stíga út úr bílum sínum. En það er nú reyndar fullmikil hræðsla við ófærurnar. Þeim er alveg óhætt að líta á þetta, bara ef þeir gá að sér. Og svo væri það ekki úr leið fyrir gatnamálastjóra að bregða sér til Kaupmannahafnar og kaupa þar eins og eitt eða tvö hundruð metra af gangstéttarhellum, sem í þeirri borg eru greinilega mun óbrotgjarnari en í henni Reykjavík, og vel mætti hann um leið kíkja á handverk hellulagn- ingarmannanna. Hví þegja sjúklingar? II.G. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég fæ ekki skilið, hvernig sjúklingar hér á landi geta liðið meðferðina á læknum í yfirstandandi launadeilu. Ég hef mikið þurft að leita aðstoðar þeirra um ævina, vegna veikinda minna, og hef af þeim góða reynslu í hvívetna. Og ekki ætla ég að bera saman viðskipti mín við lækna og iðnaðarmenn. En það er alltaf eins og allir ætli að verða vitlausir, þegar þessi stétt fer að tala um laun sín. Þó eru allir sammála um að ábyrgð þeirra sé mikil og þeir eigi að hafa laun í samræmi við það. En eins og ég sagði, þá fæ ég ekki skilið, hvernig sjúklingar geta setið þegjandi yfir meðferðinni á læknunum. Gerið eitthvað fyrir börnin á 17. júní Móðir hringdi og sagði. — Nýlega Einn af „Nesinu" skrifar: „Kæri Velvakandi! Þá hefir nú menningarbyltingin hafið innreið sína í Brunabótafé- lag Islands og kommunum tekist að gera forstjórastarfið að auka- starfi því engum heilvita manni dettur í hug að jafn önnum kafinn og upptekinn maður og Ingi R. Helgason hafi nokkurn tíma til að vinna þetta í dagvinnu og það vita menn að þeir sem vinna fyrir öreiga landsins sleppa engu sem þeir hafa krækt klónum í, svo þetta hlýtur að miðast við að unnið verði þar í næturvinnu og á næturvinnutaxta. Nú sér maður dýrasta dæmið um hvernig á að vinna og unnið er fyrir „öreigana" og einhvern tímann hefði komm- arnir blásið í lúðra vandlætingar- innar ef þetta hefði komið úr annarri átt. Þá er það auðvitað auðskilið kom 14 ára dóttir mín að máli við mig og sagðist ekki geta hugsað sér að fara með vinkonu sinni út 17. júní. Skýringin var súr að vinkonan ætlaði að „detta í það“ ásamt fleiri krökkum á sama aldri. — En með henni Gunnu? spurði ég. — Nei, hún ætlar líka að detta í það. — Af hverju langar krakkana í vín? spurði ég. — Af því að þau hafa ekkert við að vera þetta kvöld, ekkert að gerast um kvöldið, enginn dans, ekkert, sagði þá dóttir mín. Ég beini nú áskorun minni til þeirra sem með þetta hafa að gera fyrir borgina: Prófið það einu sinni að bjóða hinum ýmsu aldursflokkum barna og unglinga upp á fjölbreytta dagskrá, og helst viðfangsefni sem þau þurfa að taka beinan þátt í. Sjáum einu sinni, hvernig slíkt gefst. Tilraunin er þess virði að leggja nokkuð á sig, því að mikið er i húfi. Ef vel gengi, gæti það haft stefnumark- andi og bætt áhrif á hátiðarhöld í framtíðinni. Ekki virðist af veita. mál, að þrjátíu ára starfsreynslu- menn i Brunabótafélaginu geta ekki neitt þegar menningarbylt- ingin er annars vegar og þeir þekkja ekkert inn á hvernig á að ryðja brautina. Og vissulega er það hreinasta heimska að menn eigi að geta unnið sig upp með árvekni og skyldurækni í fyrir- tækjum, en kommunum kemur það illa. Það er nefnilega ekkert vit í því að vera sjálfum sér samkvæmur. Hátekjumönnunum verður að fjölga og þetta skilur Svavar. Þeir lægst launuðu hafa ekkert að gera með slíkt, en það má náttúrulega nota þá í menningarbyltingunni til að koma foringjunum ofar, sem svo sigla sinn austanvind og gera eftir það engan mun á frelsi eða fjötrum. Nei, þeir villa ekki á sér heimildir kommarnir og það er enginn vandi að vita hverjum þeir þjóna ... Sjá roðann í austri ...“ En það má nota þá í menningarbyltingunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.