Morgunblaðið - 16.06.1981, Side 31

Morgunblaðið - 16.06.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 31 vakið, að það sé ekki fær leið að gera alla framleiðendur búvöru í landinu eða jafnvel alla bændur að lántakendum og sinna öllu því bókhaldi eða það sé a.m.k. mjög erfitt að sinna öllu því bókhaldi sem leiðir af endurgreiðslum lán- anna, tryggingum og öðru sem slíkum lántökum er samfara." Síðan vék ráðherra að niður- greiðslum og útflutningsbótum og sagði athuganir hafa sýnt, að „fjármagni, sem varið er til niður- greiðslna, nýtist lakar eftir þess- ari leið (sem Eyjólfur Konráð spurði um) en með því að greiða niður vöruverð á útsölustigi". Orðrétt sagði ráðherra: „Það síðasta sem ég hef látið kanna alveg sérstaklega í þessu efni, er hugsanleg niðurgreiðsla á áburðarefni, en þar kemur þetta hið sama í ljós, því miður, ég segi allt þetta er í rauninni því miður, að fjármunir, sem varið er til niðurgreiðslu á þeirri rekstrar- vöru landbúnaðarins, nýtast verr til áhrifa á verðlagsþróun, heldur en með því að nota þá til þess að greiða niður á jokastigi fram- leiðsluvörunnar. Ég tók nú ekki með mér það blað sem um það fjallar, en ef ég man það rétt, þá mun kosta 84 millj. kr. að greiða niður eitt vísitölustig með niður- greiðslu á áburði, en 52 millj. kr. með því að greiða niður vöruverð á útsölustigi. Hér er því miður um mjög mikinn mun að ræða sem ekki er hægt annað en taka fullt tillit til og þessar tölur eru þó eins og raunar þegar hefur komið fram, sagði hér með fyrirvara, að láta endurskoða þessa niðurstöðu. Þess vegna er nú mælt með nokkrum fyrirvara, en þetta er það síðasta sem ég hef látið athuga í þessu efni. Varðandi þetta mál, að öðru ^leyti um það, það að koma niður- greiðslufé eða útflutningsbótafé beint til bænda, þá lét ég fara fram á því sérstaka athugun á sl. hausti, hvort ekki væri fært og hagkvæmt að taka þann þátt verðgrundvallarins, sem er orlof, út úr grundvellinum og greiða orlofsféð beint til bænda eins og þingmaðurinn hefur gert tillögu um að leitað verði að leiðum til. Ég batt verulegar vonir við, að þetta reyndist auðvelt, það sýndist vera hagkvæmt og hefur í raun- inni ekkert komi fram um að það sé ekki hagkvæmt, að þessi þáttur — orlofið — gangi beint til bændanna án þess að fara inn í vöruverðið. Hins vegar komu fram slíkir framkvæmdaerfiðleikar við þetta mál, að að þessu sinni var horfið frá að ráðast í framkvæmd þess.“ Framkvæma á vilja Alþingis Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagðist geta tekið undir ýmisiegt í ræðu ráðherra og þakkaði honum að verja verulegum tíma af ræðu sinni í umfjöllun fyrirspurna frá sér. Tvennt taldi Eyjólfur rétt að ítreka. Nefnd sú, sem fékk ályktun Alþingis frá 1979 um beinar greiðslur til bænda til umfjöllun- ar, hafi ekki verið spurð um, hvort hún teldi ástæðu til breytinga á núverandi framkvæmd. Hún hafi fengið í hendur fyrirmæli Alþing- is, í formi þingsályktunar, um breytta framkvæmd. Hennar verksvið var það eitt að fjalla um framkvæmd þessara breytinga, framkvæmdaatriði. Eyjólfur sagði um framkvæmd niðurgreiðslna til bænda fjallað í tilvitnaðri reglugerð frá 1979, þ.e. um hluta af þeim til framleiðenda, í samræmi við framleiðslumagn að ákveðnu marki, en síðan stig- lækkandi eftir því sem framleiðsl- an vex. Hann tíundaði síðan reglu- gerðarákvæði hér um. Eyjólfur sagði það hafa komið fram í máli ráðherra, að hann væri að láta „vinna að þessum málum og ég treysti því, að bæði að því er afurða- og rekstrarlánin varðar og eins beinu greiðslurnar, þá muni hann beita sér fyrir því, að lengri dráttur verði ekki á því að farið verði inn á þær brautir, sem Alþingi hefur uppálagt fram- kvæmdavaldinu, fyrir raunar tveimur árum.“ Hlutafjár- söfnun Stál- félagsins gengur hægt „1>VÍ ER ekki að neita, að hlutafjársöfnun hefur gengið fremur hægt meðal einstakl- inga,“ sagði Haukur Sævalds- son, verkfræðingur, einn for- svarsmanna Stálfélagsins, í samtaii við Mbl„ er hann var inntur eftir því hvernig hluta- fjársofnun félagsins gengi, en henni á að vera lokið 15. nóvember nk. „Staðreyndin er einfaldlega sú, að áhugi almennings fyrir starfsemi hlutafélaga hefur ver- ið skemmdur á undanförnum árum,“ sagði Haukur ennfrem- ur. Stálfélagið setti sér það mark í upphafi, að safna 18 milljónum króna fyrir 15. nóvember nk. og að sögn Hauks Sævaldssonar hafa innan við 20% af því þegar safnast. „Annars er það vitað, að í landinu eru til töluverðar birgð- ir af brotajárni, sem yfirleitt er í óunnu formi. Töluvert af þessu járni er svokallað fyrsta flokks járn, sem þarf litla, eða enga endurvinnslu. Það væri til að mynda tilvalið, að eigendur þessa járns kæmu með það sem hlutafjáreign inn í félagið," sagði Haukur Sævaldsson, verk- fræðingur, ennfremur. Skálholtsskóla slitið SKÁLHOLTSSKÓLI starfaði í vetur sem lýðháskóli einvörð- ungu. Haldið var uppi fræðslu i fjölda valgreina og félagslif dafn- aði með ágætum. að þvi er segir í frétt frá skólanum. Jafnframt öðru skólahaldi starfrækti Skálholtsskóli á út- mánuðum leiðtoganámskeið i samvinnu við æskulýðsstarf Þjóð- kirkjunnar. Fastir nemendur skólans urðu 32 talsins á vetrin- um en leiðtoganemar alls 43. þannig að 75 nemendur komu við sögu skólans þetta árið og var skólinn fullsetinn. Vetrarstarfi skólans var slitið fimmtudaginn 30. apríl. Hófust skólaslit með guðsþjónustu í Skál- holtskirkju kl. 13 en hana annað- ist sóknarpresturinn, séra Guð- mundur Óli Ólafsson. Að lokinni guðsþjónustu söfnuðust menn saman i kennsluálmu skólans. Jörundur Ákason kennari bauð gesti velkomna en því næst fluttu ávörp Anna Margrét Einarsdóttir skólaumsjónarmaður, Oddur Al- bertsson æskulýðsfulltrúi, séra Ingólfur Guðmundsson æskulýðs- fulltrúi og biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson. Þar sem hér var um að ræða síðustu skólaslit Skálholtsskóla í embætt- istíð biskups rakti hann aðdrag- anda skólahaldsins og hugmyndir kirkjunnar um þessa mennta- stofnun ásamt þeim vonum sem við skólann væru bundnar. Skír- skotaði biskup sérstaklega til kristniboðsársins og þar með hlut- verks Skálholtsskóla sem kirkju- legrar miðstöðvar. Nýir námsstyrkir Ennfremur greindi biskup frá því að stofnaður hefði verið „Styrktarsjóður Þórðar Jónssonar — Foreldraminning" en sjóði þessum skal varið til að „styðja starfsemi lýðháskólans í Skálholti og móta hann í kristilegum anda,“ eins og segir í skipulagsskrá. Á þesSu ári er í fyrsta sinn veittur styrkur úr sjóðnum. Er hann boðinn tveimur nemendur Skál- holtsskóla 1980—81, samtals kr. 5.000, öðrum til framhaldsnáms í kristilegum lýðháskóla erlendis, hinum til leiðtogaþjálfunar í Skál- holtsskóla. Styrkirnir verða veitt- ir í haust og skulu notaðir á næsta skólaári. Að lokum flutti Heimir Steins- son rektor skólaslitaræðu og af- henti nemendum námsferilsvott- orð. Þessu næst gengu gestir til handavinnusýningar, en skólaslit- um lauk með kaffidrykkju. Sumarstarf Á sumri komanda eru að vanda fyrirhuguð mörg kirkjuleg nám- skeið og ráðstefnur í Skálholts- skóla. Fyrsta ráðstefnan hófst raunar daginn eftir skólaslitin en þá komu saman í Skálholti mynd- listarmenn og guðfræðingar. Torfærukeppni Flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu: Sigurvegararnir óku Willysjeppum Sigurvegarinn í flokki sérútbúinna bila, Hergþór Guðjónsson. á fullri ferð. t öðru sæti var Halldór Jóhannsson, sem hér fer ofan i eina þrautina. -i 1 > >*» >. W* . s ‘ *** — ' í! P’SiljgS? 'j ' < 1 þriðja sæti i flokki sérútbúinna bila varð Karl ólafsson, sem hér lætur gamminn geisa. Sigurvegari í flokki sérútbú- inna bíla varð Bergþór Guð- jónsson á Willys ’46, en hann hlaut 1185 stig. í öðru sæti varð Halldór Jóhannsson, sem ók einnig á Willys, en hann fékk 925 stig. í þriðja sæti í flokki sérútbúinna bíla varð svo Karl Ólafsson, sem ók á Willys ’67 og fékk hann 755 stig. í almenna flokknum varð Har- aldur Magnússon sigurvegari, en hann ók á Willys ’75. Hann hlaut 925 stig. í öðru sæti varð Sigur- jón Eiríksson, sem ók á Bronco, en hann fékk 650 stig. í þriðja sæti varð svo Bjarni R. Magn- ússon, sem ók á Willys ’77, en hann fékk 530 stig. Alls voru 8 þrautir í keppn- inni, sem var með erfiðara móti, en þrautir voru erfiðari nú en endranær vegna kvartana á síð- asta ári um, að þær hefðu verið helzt til léttar. Vegna þess hversu þrautirnar voru erfiðar dróst keppnin nokkuð á langinn og voru menn orðnir nokkuð óþolinmóðir. Sigurvegarinn í flokki sérút- búinna bíla braut í tvígang öxul. Hann var með einn til vara, en fékk annan að láni hjá áhorfanda. Alls borguðu sig liðlega 1200 manns inn á keppnina, en alls er talið að um 2000 manns hafi fylgzt með henni, þar sem börn greiddu ekki inn. IIIN árlega torfæru- keppni Flujíbjörgunar- sveitarinnar á Hellu fór fram í nágrenni Hellu nýlega og var keppt í tveimur flokkum. Ann- ars vegar flokki sérútbú- inna bíla og hins vegar almennum flokki. Lengra fór þessi keppandi ekki, því hann festist um leið og hann stakk nefinu ofan i dekkja- gryfjuna. Ljósmynd Mbl. (iunnlaugur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.