Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ 1981 + Maöurinn minn, VALUR SÓLMUNDSSON, Melabraut 65, lézt í Borgarspítalanum 12. júní. Sesselja Asmundsdóttir. Faöir okkar, ÞÓRDUR EINARSSON. Langholtsvegi 63, lést á Landakotsspítala 15. júní. Edda Þóröardóttir Karlsson, Guðmundur Eínar Þórðarson. + Móöir okkar, og tengdamóöir, GUDRUN GUÐMUNDSSON, Hamrahlíö 35, lést 10. júní 1981, jaröarförin hefur fariö fram. Anna Pétursdóttir, Eiríkur Haraldsson, Guðmundur Pétursson. + Móðir okkar, GUDMUNDÍNA SIGURBORG GUDMUNDSDÓTTIR, Garðavegi 7, Hafnarfirði, lést aö Sólvangi 14. júní. Börn hinnar látnu. + Móöir mín, tengdamóöir, systir og amma, ÞÓRDÍS SUMARLIDADOTTIR, Ljósheimum-2, andaöist i Borgarspítalanum laugardaginn 13. júní. Höröur Steinþórsson, Brynja Pétursdóttir, Helgi Sumarliðason og barnabörn. + Móöir okkar og tengdamóöir, BJARNEY BJARNADOTTIR, Rénargötu 9a, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. júní kl. 1.30. Guðrún Þorkelsdóttir, Jón Helgason Sigurður Þorkelsson, Krístín Gestsdóttír. + Útför fööur, tengdafööur og afa okkar, ÓLAFS GUDMUNDSSONAR birgöavaröar, Laugateigi 12, fer »ram frá Fossvogskirkju í dag, 16. júní kl. 15. Gunnar St. Ólafsson, Inga Dagný Malmberg, Elín Ólafsdóttir, Magnús R. Magnússon, Þórdís Ólafsdóttir, Magnús H. Ólafsson, Ragnhildur Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Guömundsson, Örn Ólafsson, Sólveig Ólafsdóttir, og barnabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, Guö blessi ykkur öll. PÁLSLÚTHERSSONAR, kristniboöa. Aöalbjörg S. Ingólfsdóttir, Ingimar Pálsson, Elín Pálsdóttir, Arnbjörg Pálsdóttir, Lúther Pálsson, Pála B. Pálsdóttir, Páll E. Pálsson, Sesselja Kr. Pálsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Minning: Guðrún Jónasdóttir frá Reyni felli Fædd 29. júlí 1896. Dáin 8. júní 1981. Þegar ég minnist móðurystur minnar, Guðrúnar Jónasdóttur, er lést hinn 8. júní sl., kemur upp í huga minn það atvik er ég man fyrst eftir henni. Vorið 1940 þegar Island var hernumið, var stefnt að því að koma öllum börnum í Reykjavík til sumardvalar í sveit- um því þá óttuðust menn styrjald- arátök hér á landi. Móðir mín fór með mig þá fimm ára gamlan til systur sinnar er þá bjó í Hall- geirseyjarhjáleigu í Austur- Landeyjum, og var þetta mín fyrsta dvöl hjá frænku minni, og hef ég síðan ekki átt meiri eða nánari samskipti við nokkurn, ef frá eru talin mín allra nánustu skyldmenni. Guðrún Jónasdóttir var fædd að Reynifelli á Rangárvöllum hinn 29. júlí 1896. Var hún dóttir hjónanna Sigríðar Helgadóttur frá Arbæ í Holtum og Jónasar Arnasonar frá Reynifelli. Guðrún var næstelst sinna systkina, en alls eignuðust Reynifellshjónin 11 börn, en aðeins fimm af þeim komust til fullorðinsára en þau voru: Helgi læknir og alþingis- maður, Stórólfshvoli, er lést árið 1960, Helga er lést árið 1929, Þóra er lést árið 1978 og Marta er lést árið 1951. Var Guðrún orðin ein eftirlifandi systkinanna frá Reynifelli, og með henni eru þau öll horfin hér af braut. Guðrún bjó hjá foreldrum sínum þar til þau létust, en föður sinn missti hún 1918 og móður 1919. Á sínum yngri árum stundaði Guðrún nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Það var hinn 8. júlí 1920 að Guðrún giftist Ingvari Ingvars- syni frá Minna-Hofi á Rangárvöll- um. Þau Guðrún og Ingvar hófu búskap á föðurleifð hennar Reyni- felli, og bjuggu þau þar í nokkur ár, þar til þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Ekki undu þau Guðrún og Ingvar sínum hag í Reykjavík, störf og búseta í sveit var þeim mjög huglæg, og varð það til þess að þau fluttu austur í Rangárvallasýslu og þá að Minna-Hofi. Vorið 1929 fluttu þau að Hallgeirseyjarhjáleigu og bjuggu þar í sextán ár, að þau fluttu að nýju og þá að Gamla- Hrauni við Eyrarbakka, og voru þau þar til vorsins 1959, að þau hættu búskap og fluttu þá að Selfossi og hefur Guðrún búið þar fram að þessu, eða þar til hún lést. Þau Guðrún og Ingvar eignuð- ust tvo syni, en þeir eru: Jónas forstöðumaður bankaútibús Bún- aðarbankans á Selfossi, kvæntur Ingveldi Kristmannsdóttur, og Ingvi Sigurður sendiherra íslands í Svíþjóð, kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur. Er Guðrún lést átti hún fjögur barnabörn og sex barnabarnabörn. Árið 1963 lést Ingvar og flutti þá Guðrún í hús til sonar síns Jónasar að Þóristúni 5 og bjó hún í sambýli við fjölskyldu hans þaðan í frá til æviloka. Ekki er hægt að minnast Guðrúnar og telja upp hennar nánasta fólk svo að ekki sé minnst á Bergljótu Sigvaldadóttur, en samband þeirra var allsérstætt. Bergljót var tuttugu árum eldri en Guðrún, kom sem kornabarn til afa og ömmu Guðrúnar, en árið sem Guðrún fæddist kom Bergljót að Reynifelli, og upp frá því skildust þær aldrei að, fyrr en Bergljót lést árið sem þær fluttu á Selfoss. Voru það því 63 ár er þær voru samferða á lífsbrautinni án þess að nokkurt tímabil á þessum árafjölda félli þar úr. Nokkur börn tóku þau Ingvar og Guðrún til fósturs, og var mikið leitað til þeirra með það. Aðstand- endur og vandamenn þeirra barna, sem gátu ekki verið með sínum foreldrum eða sínum nán- ustu, sóttu mjög eftir því að koma börnum til þeirra, því að óvíða hefðu þessi börn betra atlæti hlotið heldur en hjá hjónunum Guðrúnu og Ingvari, og vil ég geta tveggja þeirra en þau voru: Trausti Þröstur Jónsson, er kom til þeirra hjóna tveggja ára gam- all og var hann hjá þeim þar til hann varð 29 ára. Trausti kvænt- ist síðar Matthildi Vaitýsdóttur, en hann lést langt um aldur fram aðeins 36 ára. Ennfremur minnist ég vangefinnar telpu, Jóhönnu Magnúsdóttur (Gússu), en allir bera þeir sem kynntust því hvern- ig þau önnuðust þessa telpu, að þar átti mjög gott fólk hlut að máli, því sú nærgætni, þolinmæði og umönnun er telpan hlaut hjá þeim var alveg einstök, og er ekki öllum hent að feta í fótspor þeirra hjóna í þeim efnum. Þó að ég hafi aðeins getið hér tveggja barna er þau tóku í fóstur, þá voru víst börnin fimm í allt er voru hjá þeim styttri eða lengri tíma. Guðrún var hávaxin glæsileg kona, og ávallt þegar Guðrún klæddi sig upp á fór hún í íslenskan búning, en nú fækkar óðum þeim konum er svo gera. Glæsileiki Guðrúnar naut sín mjög vel er hún var komin í peysuföt eða upphlut, og er Guð- rún var í heimsóknum hjá syni sínum erlendis, en hann hefur búið þar um árabil, og starfað í íslensku utanríkisþjónustunni, þá hefur fólk sagt mér að hún hafi vakið mikla athygli í sínum ís- lenska búningi. Guðrún hafði mjög góða frá- sagnarhæfileika, og var kímni hennar mjög mikil. Það þurfti enginn að hafa áhyggjur af að umræðuefni vantaði þar sem hún fór um, og hið allra hlédrægasta fólk varð létt og kátt þegar það var komið í návist hennar. Allt fór saman hjá Guðrúnu góð greind, stálminni, hlýleiki og glaðværð sem dró alla að sér, enda voru vinsældir hennar miklar. Er gesti bar að garði til þeirra hjóna Ingvars og Guðrúnar lét það betur húsfreyjunni að hafa ofan af gestum með samræðum, heldur en húsbóndanum, en hann hlýddi þeim mun betur á af sinni íjúf- mennsku og prúðmennsku. Eins og ég gat um hér fyrst í þessari minningargrein þá eru liðin 41 ár frá því ég man fyrst eftir Guð- rúnu. Á fá heimili hef ég oftar komið og dvalið heldur en á hennar heimili. Er ég var barn og síðar er ég varð fulltíða maður, kom aldrei svo frítími að ég færi ekki til lengri eða skemmri dvalar til Guðrúnar og Ingvars, og átti ég þar ávallt mikilli hlýju og góðvild að fagna. Eins var það að þegar Guðrún kom til Reykjavíkur og dvaldi þar lengur en einn dag hélt hún oftast til á mínu heimili, og er mér ávallt minnisstætt þegar hún var í heimsókn, hvað móðir mín og hún áttu margt sameiginlegt og þó alveg sérstaklega seinni árin, þeg- ar þær voru að ræða hin ólíkleg- ustu málefni, en báðar höfðu mótað sér mjög ákveðnar skoðanir um öll hugsanleg efni er varða mannleg samskipti, og héldu þær hvor um sig fast á sínum skoðun- um, þó svo að þær færu ekki ávallt saman hjá þeim. Guðrún var trúuð kona, er íhugaði mjög lífið eftir dauðann. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir í þeim efnum, og kveið þar engu, heldur átti hún von á því góða. Nú hefur hún fengið svar við þessari spurningu og er það vissa mín, að jafn ágætri konu sem henni, getur ekki verið annað búið en það besta. Ég og fjölskylda mín söknum Guðrúnar mjög, margar gleði- og ánægju- stundir höfum við átt saman, einnig hafa þær daprari komið. Við hjónin og dæturnar kveðj- um hana hér með, hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Við vottum sonum, tengdadætrum, barnab- örnum og barnabarnabörnum okkar innilegustu samúð. Hvíli Guðrún Jónasdóttir í Guðsfriði, . Hrólfur Halldúrsson Nú eru þrjú ár liðin síðan ég minntist Þóru móðursystur minn- ar hér í blaðinu með örfáum orðum. Þar mun ég hafa ritað að þá væri Gunna frænka ein eftir af þeim Reynifellssystkinum, en nú er hún líka fallin frá. Já, tíminn er fugl, sem flýgur hratt. Því þessar línur. Ég veit að annar systursonur Guðrúnar Jónasdóttur skrifar um hana hér í blaðinu, rekur æviskeið hennar og vísa ég til þess um það efni. Hér koma því aðeins nokkrar einkaminningar. Ártalið 1929, ég 6 ára gamall, þá lést kona úr berklaveiki i Hallgeirseyjarhjá- leigu í Austur-Landeyjasveit. Sú kona er þarna safnaðist til feðra sinna var Helga Jónasdóttir, móð- ir mín. Föður mínum var þá vissulega vandi á höndum, einn og óham- ingjusamur þurfti hann auk erf- iðra skyldustarfa að sjá ungum syni iyrir sæmilegu uppeldi nú þegar móðurleg umhyggja sýndist horfin á braut. Úr þessum vanda okkar feðga rættist þó á þann undursamlega hátt, er nú skal greina. Til búsforsjár þarna á bænum réðust sem sé Ingvar Ingvarsson frá Minna-Hofi og kona hans Guðrún Jónasdóttir, mágkona föð- ur míns og móðursystir mín. Brá þá skjótt til hins betra fyrir undirritaðan og lifði hann glaða bernskudaga í faðmi þessara yndislegu hjóna, í leik og starfi með sonum þeirra. Er þar skemmst frá að segja að aldrei varð ég þess var að þau litu öðruvísi til mín eða breyttu við mig á annan hátt en svo sem ég væri þeirra eigin sonur. Mun það þó eigi ávallt hafa verið auðvelt, því að drengur þessi var bæði skapstór og kenjóttur, svo sem hann á ætt til. Þegar maður á mínum aldri lítur yfir liðna tíð verða honum á stundum ljósari en áður þeir hápunktar lífshamingjunnar, er honum hafa í skaut fallið. Svo fer mér einnig nú. Margra góðra hluta hefi ég vissulega notið um dagana. Meðal þeirra ber þó einna hæst að hafa fengið að alast upp hjá Gunnu og Ingvari ásamt Jónasi og Ingva. Umhyggja Gunnu og ástúð áttu sér engin takmörk, kona mín og börn voru hennar fólk, hún fylgd- ist með börnum okkar frá vöggu og í einu tilviki til grafar. Það er gersamlega vonlaust fyrir ekki pennafærari mann en mig að lýsa þeirri ást og virðingu sem við bárum til Gunnu. Þess skal því heldur ekki freistað, en þessi orð enduð með ólýsanlegri þökk fyrir allt það sem hún var okkur lífs og verður okkur liðin. Guðrún Jónasdóttir trúði fast- lega á að líf væri að loknu þessu og að hún myndi hitta Ingvar sinn og aðra ástvini þá er hún stigi fótmál hins líkamlega dauða. Megi henni verða að trú sinni. Einar Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.