Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 134. tbl. 68. árg. FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ekkert vitað um Bani-Sadr Reynt að koma í veg fyrir flótta hans úr landi ^ Beirút. 18. júni. AP. ÚTVARPIÐ í Teheran skýrði frá því i dag. að gæzla hefði verið aukin i ollum fluKhöfnum og landamærastöðvum til að koma i veg fyrir, að forseti landsins, Abolhassan Hani-Sadr. kæmist úr landi en hann fer nú huldu höfði ok hefur ekkert til hans spurst siðustu tvo dagana. Þetta er i fyrsta sinn sem opinberlega er skýrt frá hvarfi Bani-Sadrs en kvittur var um, að hann hefði leitað hælis i ættborg sinni, Ham- adan í Vestur-íran. Lajavardi, saksóknari í Teher- an, sagði í viðtali í ríkisútvarpinu, að ekki væri vitað hvar Bani-Sadr hefði haldið sig síðustu tvo dagana og að nú væri vel fylgst með öllum undankomuleiðum úr landi. Hann sagði, að ýmsir aðstoðarmenn forsetans hefðu verið handteknir og að hann vonaði, að forsetinn reyndi ekki að flýja „réttarhöld í máli hans“. Fylgismenn Bani-Sadrs forseta í íranska þinginu hafa lýst yfir því, að þeir muni ekki taka þátt í umræðum á þingi nk. laugardag um hæfni forsetans til að gegna embætti. Fastlega er gert ráð fyrir, að þeim umræðum ljúki með tilmælum til Khomeinis um að Bandaríkin og írak ná saman um ályktun SameinuAu bjóAunum. 18. júni. AP. BANDARIKJAMENN og frakar hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar. sem lögð verð- ur fyrir ÖrygKÍsráðið, en þar eru ísraelar fordæmdir fyrir árásina á kjarnorkuverið i írak en ekki kveðið á um refsiaðgerðir. Þessar fréttir eru hafðar eftir áreiðan- leKum heimildum. Talsmaður Jeane Kirkpatrick 99,97% kjósenda greiddu atkvæði Bandarikjastjórnar lýsti einnig yfir þvi i dag, að stjórnin gæti ekki fallist á þau rök israelsku stjórnarinnar, að smiði kjarn- orkusprengju hefði verið i undir- búningi i Irak. Hermt er, að samkomulag Iraka og Bandaríkjamanna hafi náðst á löngum, leynilegum fundi fulltrúa Bandaríkjanna hjá SÞ, Jeane J. Kirkpatrick, og utanríkisráðherra íraka, Saadoun Hammadi. Kurt Waldheim, aðalritari SÞ, mun einnig hafa setið fundinn. Á blaðamannafundi, sem tals- maður SÞ, Rudolf Stajduhar, efndi til í dag, sagði hann, að fundum íraka og Bandaríkja- manna væri lokið og að nú væri það komið undir forseta Öryggis- ráðsins, fulltrúa Mexikana, Por- firio M. Ledo, að kveða á um framhaldið. í dag var morgun- fundi Öryggisráðsins frestað og er það talið gert vegna væntahlegrar ályktunar íraka og Bandaríkja- manna, sem þarf að liggja frammi í sólarhring áður en atkvæða- greiðsla fer fram. Formlegt stjórnmálasamband hefur ekki verið með Irökum og BandaríkjamOnnum síðan í sex daga stríðinu 1967 og lítill vin- skapur. Þetta samkomulag þykir því miklum tíðindum sæta. reka forsetann úr embætti og að efnt verði til réttarhalda yfir honum. Bazargan, fyrrverandi forsætis- ráðherra í Iran og dyggur stuðn- ingsmaður forsetans, sagði í dag, að hann og nokkrir aðrir þing- menn hefðu ákveðið að virða umræðurnar að vettugi vegna þess, að þeir hefðu ekki lengur fullt málfrelsi. Hann sagði, að þeir yrðu daglega fyrir hótunum og móðgunum og að lif þeirra væri í hættu. Bani-Sadr var kosinn forseti í íran í janúar á síðasta ári með 70% greiddra atkvæða en þá höfðu ofsatrúarmenn, sem nú ráða lögum og lofum á íranska þinginu, ekki verið búnir að skipuleggja samtök með sér. Bani-Sadr er talinn fulltrúi hinna hófsömu í Iran enda hafa klerkarnir alla tíð reynt að klekkja á honum og stöðugt verið að færa sig upp á skaptið. Að undanförnu hefur verið um það orðrómur í Teheran, að Bani-Sadr stefndi að því að komast til Frakklands en þar var hann í útlegð í 16 ár á dögum keisarastjórnarinnar. Mikill mannfjöidi tók þátt i hátíðarhöldum 17. júni i höfuðborginni og tókust þau vel í alla staði, að sögn lögreglu. Sjá nánar á miðopnu. Ljúsm. Kristján. Afganistan: Ein helsta flugstöð Rússa giöreyðilögð Nýju-Delhi. 18. júni. AP. FRÉTTIR haía verið að berast um það frá Afgan- istan síðustu datca. að sov- éskir hermenn. studdir skriðdrekum, orrustuþot- um og fallbyssuþyrlum, hafi að undanförnu gert miklar árásir á nokkur þorp fyrir norðan höfuð- borgina Kabúl, brennt alla akra og upprætt annan jarðargróður. Er það sagt gert í hefndarskyni fyrir stórkostlega árás frelsis- sveitarmanna á eina helstu flugstöð Rússa í Afganistan, Bagram- flugstöðina, en fréttir herma, að hún hafi verið gjöreyðilögð og að eldar hafi logað og sprengingar kveðið þar við í tvo sólar- hringa eftir árásina. Heimildir herma, að árásin á flugstöðina hafi verið gerð 9. júní og að síðan hafi fjöldi fólks látið lífið í hefndaraðgerðum Rússa. Frelsissveitarmenn- irnir, sem árásina gerðu, munu hins vegar hafa leit- að skjóls í fjöllunum. TALNINGU atkvæöa í þinKkosn- inKunum i Tékkóslóvakiu, sem fram fóru fyrr i þessum mánuði, er nú lokið ok voru úrslitin birt i daK. Aðeins einn flokkur. Komm- únistaflokkurinn. hauð fram ok fenKu frambjóðendur hans um- boð 99,97% kjósenda til að stjórna enn um fimm ára skeið. Nýja stjórnin í Tékkóslóvakíu sór embættiseið sinn frammi fyrir Gustav Husak forseta sl. miðviku- daK og verður Lubomir Strougal áfram forsætisráðherra. Tékkar og Slóvakar hafa formlega hvorir sína stjórnina og urðu á þeim litlar breytingar í kosningunum. Þær helstar, að mannaskipti urðu í embætti byggingamálaráðherra slóvakísku stjórnarinnar og Josef Kempny, fyrrum ritari miðstjórn- ar tékkneska kommúnistaflokks- ins, var skipaður formaður tékkn- eska þjóðarráðsins. Nýtt lyf fundið við gin- og klaufaveiki Washington. 18. júni. AP. BANDARÍSKA landbúnaðar- ráðuneytið tilkynnti í dag, að vegna „stórkostlegra framfara i erfðavísindum“ hefði tekizt að framleiða öruggt lyf við gin- og klaufaveiki, einum alvarlegasta búfjársjúkdómi, sem um getur. „Við teljum, að þetta sé í fyrsta sinn, sem árangursríkt lyf við sjúkdómi í dýrum og mönnum er framleitt með því að endurraða litningum," sagði bandaríski landbúnaðarráðherr- ann, John R. Block, í tilkynningu ráðuneytisins. Block sagði, að náðst hefði fullkominn árangur með lyfið í tilraunum, sem stóðu í tvo mán- uði, og að það væri með öllu hættulaust því að „aðeins hefði verið notaður hluti veirunnar" og af þeim sökum gæti hún ekki valdið sjúkdómnum. Lyfið má geyma langtímum saman án kælingar, sem er mjög mikil- vægt fyrir mörg vanþróuð ríki. Gin- og klaufaveiki er einhver alvarlegasti sjúkdómur í búfén- aði í heiminum. t tilkynningu bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins segir, að þetta nýja lyf muni koma til með að spara milljarða dollara og auka mat- vælaframleiðsluna, einkum þó í vanþróuðu ríkjunum. Að því er áreiðanlegar heimildir í Kabúl herma, hafa afganskir frelsissveit- armenn mjög látið til sín taka að undanförnu. í Qarabagh réðust þeir á rússneska herflutningalest og eyðilögðu 22 flutninga- bíla, sex skriðdreka, 13 brynvagna og fjölda ann- arra farartækja. í „Nætur- póstinum", neðanjarðarriti, sem gefið er út í Kabúl, segir að 67 sovéskir her- menn og 250 afganskir stjórnarhermenn hafi verið felldir á síðustu dögum auk 17 manna úr flokki Babrak Karmals forseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.