Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 21 Lára Wathne Minningarord Fædd 6. janúar 1900. Dáin 10. júni 1981. Þegar komið er að kveðjustund og kær ástvinur er kvaddur hinstu kveðju leita minningar á hugann. Þannig er mér farið í dag er ég kveð kæra ömmu mína, Láru Wathne. Okkar kynni hófust er ég 7 ára gömul var boðin velkomin í fjöl- skylduna í Faxaskjól 4. Faðir minn hafði gengið að eiga dóttur ömmu og Jóhanns afa, Hjördísi, sem gekk mér í móðurstað. Þann dag eignaðist ég nýja fjölskyldu, góða ömmu og afa og auk þess 3 frændur, Friðrik, Jón Atla og Albert, bræður ömmu. Öll lögðust þau á eitt til þess að breyting á lífi mínu mætti takast sem best og það er bjart yfir þessum bernskudögum í endur- minningunni. Ég tel það gæfu mína að hafa fengist að alast upp hjá þessu fólki og að hafa fengið að kynnast jafn stórbrotinni konu og amma var. Hún var raunar einstök. Bjart- sýn og lífsglöð hvað sem á dundi. Allt dafnaði í návist hennar. Hún elskaði allan gróður og garðurinn við húsið var hennar líf og yndi meðan heilsan leyfði. En amma sinnti ekki síður mannrækt en garðrækt. Það var sérstakt að heyra hana tala við lítil börn og finna hvernig hún lifði sig inn í þeirra hugarheim og það var þroskandi að ræða við hana eftir að komið var á fullorðinsár. Hún hafði sérstakan áhuga á daglegu amstri okkar hinna og bar hag okkar alltaf fyrir brjósti. Hún var réttsýn og sanngjörn og jafnvel aðfinnslur frá henni, ef henni fannst eitthvað mega betur fara, féllu í góðan jarðveg og voru teknar til greina af þeim sem í hlut áttu. Ég naut ekki hvað síst góðs af þessum hæfileika hennar þegar henni fannst ég ekki feta alveg rétta braut og veit ég að svo var um fleiri. Hún varði þá sem henni fannst rangindum beittir og lét aldrei illt orð falla um nokkurn mann. Lífið gaf ömmu líka margt gott. Hún átti góðan mann og börn, sem mátu hana mikils og var samband hennar og barnanna raunar sér- stakt. Heimili hennar var fallegt og þar ríkti sól í sinni heimilis- fólks. Hún eignaðist góð tengda- börn sem virtu hana og síðan 7 barnabörn og 3 barnabarnabörn. Það er mannbætandi að hafa fengið að njóta samvista við ömmu og ég þakka henni, afa og frændum mínum móttökurnar forðum daga. í bili hefur verið dimmt í hjörtum okkar en við sem söknum hennar, vitum að henni var hlíft við frekari þjáningum. Hún bogn- aði aldrei, tók áföllum lífsins að æðruleysi og var elskuð af öllum sínum. Hún á von á góðum móttökum í landi ljóssins þar sem hún mun hljóta umbun fyrir það góða sem hún gerði fyrir alla. Trausti og börnin okkar kveðja ömmu og þakka samveruna. Ég þakka henni fyrir sámfylgd- ina í 28 ár og allt sem ég fékk frá henni og kveð hana með óskum um að hún bíði mín er minn tími kemur. Fari hún í friði. Hrefna smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Verzlunarpláss til sölu í miöborginni 180 fm. Laust strax. Eignaskipti möguleg. Upplýsingar í s: 15605 — 15606 — 36160. 21 árs gamlan mann vantar vinnu nú þegar Uppl. f síma 40076 milli kl. 3 og 6 í dag. Ljósritun — fjölritun Fljót afgrelósla. Bílastæói. Ljósfell, skipholti 31. sími 27210. Glæsilegur hornsófi Til sölu stór hornsófl meö Ijósum og bókahillu. Gott verö. Uppl. f síma 35904 eftlr kl. 18. Ljósborg hf. er flutt aö Laugavegi 168, Brautar- holtsmegin. Ljósprentun — fjöl- rltun. Bílastæöi. Sími 28844. Dyrasímaþjónustan sími 43517 Uppsetning og viögerðlr. Aukaaöalfundur Sálarrannsóknarfélag Suöur- nesja heldur aukaaöalfund f kvöld föstudag 19. júnf kl. 20.30 í húsi félagsins Túngötu 22, Keflavík. Dagskrá: Lagabreyt- Ingar. Stjórnin Húnvetningafélagió í Reykjavík Skógræktarferö í Þórdísarlund, laugardaginn 20. p.m. kl. 7 f.h., frá Umferöarmiöstöölnni. Uppl. í síma 89863 milli kl. 5 og 7 í kvöld. Kvenfélag Neskirkju Jónsmessuferö veröur farin miö- vikudaginn 24. p.m. ef næg þátttaka fæst. Nánari uppl. hjá Hrefnu í síma 13726 og Sigríöi 11079 fyrir mánudagskvöld. hERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferöir: 1. 19.—21. júní: Þórsmörk. 2. 20.—21. júnf: Gönguferö á Heklu. Gist f húsi. Allar upplýsingar á skrifstofunni Öldugötu 3. Feröafélag íslands. FERDAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTUj SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferðir: 1. Akureyri og nágrenni: 25.— 30. júní (6 dagar). Ekiö um byggó til Akureyrar, skoöunar- feröir um söguslóöir í nágrenn- inu, ekiö á 6. degi til Reykjavíkur um Kjöl. Gist í húsi. 2. Þingvellir — Hlööuvellir — Geysir: 25.-28. júní (4 dagar). Gengið meö allan útbúnaó. Gist í tjöldum/húsum. Feróafélag istands. Dagsferöir sunnu- daginn 21. júní: 1. Kl. 9.30. Gönguferö eftir gömlu götunni úr Botnsdal yfir f Skorradal. 2. Kl. 9.30. Ekiö f Skorradal, gengiö aö Eirfksvatni og á Bolla- fell. Verö kr. 80,- 3. Kl. 13.00 Þyrill. Verö kr. 70.- 4. Kl. 20.00 Esja (sumarsólstöó- ur) Verö kr. 30.-. Fariö frá Umferöarmiöstööinnl austanmegin. Farmiöar v/bfl. Ferðafélag íslands. radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Umsóknarfrestur um leyfi til síldveiöa í hringnót og reknet er til 5. júlí nk. og veröa umsóknir, sem berast eftir þann tíma ekki teknar til greina. í umsóknum skal greina nafn báts, umdæm- isnúmer, skipaskrárnúmer, ennfremur nafn skipstjóra og nafn og heimilisfang móttak- anda leyfis. Sjávarútvegsráðuneytið, 16. júní 1981. | fundir — mannfagnaöir \ Aðalfundur Akurs h.f. verður haldinn föstudaginn 26. júní kl. 16. Dagskrá: lagabreytingar og önnur mál. Stjórnin. Fundarboð Aðalfundur Orlofsdvalar hf. veröur haldinn að Nesvík, Kjalarnesi, laugardaginn 4. júlí 1981, kl. 2 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Breytingar á samþykktum félagsins 3. Önnur mál Tillögur hluthafa þurfa að berast til stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir aöalfund. Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi hjá Óskari G. Sigurðssyni. Stjórnin Aðalfundur Aðalfundur Sjóvátryggingarfélags íslands hf. verður haldinn í húsakynnum félagsins á 8. hæð Suðurlandsbrautar 4, Reykjavík, föstu- daginn 19. júní 1981 og hefst kl. 2.30 síödegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin Vík í Mýrdal Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn þriöjudaginn 29. júní kl. 20.30 í Leikskálum í Vík. Alþingismennirnir Steinþór Gestsson, Guömundur Karlsson og Eggert Haukdal mæta á fundinn. Fundurinn er öllum opinn. Sjálfstæöísfélagiö Heimdellingar Viðverutími stjórnarmanna Þór Fannar og örn Þorvarðarson veröa tll viötals viö ungl sjálfstæöisfólk í dag kl. 17—19 á skrlfstofu Heimdallar í Valhöll. Sími 82098. Norðurland vestra Almennir stjórnmálafundir f Noröurlandskjördæml vestra veröa haldnlr sem hér segir: I Ketilási fimmtudaginn 18. júní kl. 21.00. í Miögaröi föstudaginn 19. júní kl. 14.00. i Höfðaborg, Hofsósi, sama dag kl. 21.00. í Félagsheimilinu Hvammstanga iaugardaginn 20. júnf kl. 14.00. Frummælendur veröa Pálmi Jónsson landbúnaöarraóherra og alþingismennirnir Eyjólfur Konráö Jónsson og Friörlk Sophusson. Fundirnir eru öllum opnlr. Sjálfstæöisfélögin Heimdellingar Skógræktarferð í Heiðmörk Farið verður í skógræktarferð í reit Heimdall- ar í Heiðmörk næsta laugardag. Félagar fjölmennið. Takið fjölskylduna með ykkur. Nánari uppl. á skrifstofu félagsins í Valhöll milli k. 17—19 á daginn. Sími 82098. Heimdellingar Heiðmerkuferð á laugardag Fariö veröur í skógræktarferð í reit Heimdallar í Heiömörk nk. laugardag 20. júní. Lagt veróur af staö kl. 13.30 frá Valhöll par sem þátttakendum veröur útvegaö far. Sá búnaöur sem parf við ræktunarstörfin veröur útvegaöur á staönum. Félagar fjölmenniö og takiö fjölskylduna meö ykkur. Nánari uppl. á skrifstofu félagsins í Valhöll milli kl. 17—19 á daginn, sími 82098.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.