Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981 3 Hljóðnemamálinu lokið af hálfu Þjóðleikhúsráðs „TIL AÐ EYÐA tortryggni hefur orðið fullt samkomulag um að fjarlægja hljóðnema þann, sem nýlega var tengdur segulbandi í skrifstofu þjóðleikhússtjóra og annan hljóðnema á litla sviðinu sem tengdur hefur verið tækjum i herbergi hljóðmanns, þannig að engin samtöl verður framvegis hægt að taka upp án vitundar hlutaðeigandi aðila. Þjóðleikhússtjóri hefur lýst því yfir, að upptökutæki þau, sem nýlega voru sett upp í skrifstofu hans, hafi aldrei verið notuð til þess að taka upp fundi né samtöl. Telur Þjóðleikhúsráð að með þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið, og yfirlýsingu þjóðleikhús- stjóra sé máli þessu lokið af þess hálfu," segir í fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsráði í gær um hljóðnemamálið í Þjóðleikhúsinu, en einnig segir í fréttatilkynning- unni: „A fundi Þjóðleikhúsráðs hinn 12. júní sl. var einróma samþykkt að óska eftir því að þjóðleikhús- stjóri og starfsmenn hans gerðu skýrslu um tæki til upptöku á skrifstofu þjóðleikhússtjóra. Var samþykkt þessi gerð vegna umtals um téðan búnað. Var m.a. óskað eftir, að rannsakað væri, hvort hann tengdist á einhvern hátt kallkerfi og hátalarakerfi hússins. Þjóðleikhúsráði hefur borizt greinargerð þjóðleikhússtjóra um þetta mál ásamt með lýsingu Kristins Daníelssonar, ljósameist- ara á fyrirkomulagi kall- og hátal- arakerfis hússins. Ennfremur hafa tveir sérfræðingar Landsím- ans, þeir Viktor Agústsson og Þorleifur Björnsson, kannað teng- ingu segulbandstækis við síma á skrifstofu hans.“ „Sat undir getsökum sem höfðu ekki við nein rök að styðjast“ — segir Þjóðleikhússtjóri Morgunblaðið hafði samband við Svein Einarsson Þjóðleikhús- stjóra i gærkvöldi og óskaði um- sagnar hans i sambandi við niður- stöður hljóðnemamálsins. Sveinn kvaðst fyrst vilja taka það fram að hljóðnemi á skrifstofu og hljóð- nemi á litla sviði væru tvö óskyld mál þar sem upptaka á litla sviði væri alls óviðkomandi tilefni þessa máls sem varðaði segulband á skrifstofu þjóðleikhússtjóra og gæti það misskilist. „Þar sem ekki vannst timi til að senda út greinargerðina í heild sinni verður það gert á morgun", sagði Sveinn Einarsson, „en að mínu viti eru höfuðatriði málsins þau að upptökutæki hefur verið í skrifstofu þjóðleikhússtjóra í tvo áratugi og var fyrst sett þar í tíð fyrrverandi þjóðleikhússtjóra. Þessi tæki voru í vetur dæmd úrelt orðin og því endurnýjuð m.a. til þess að geta í framtiðinni fest inn á segulbönd samtöl við útlönd. Þá hafa ekki verið neinir sér- stakir tilburðir til þess af þjóðleik- hússtjóra að leyna þessum útbún- aði og t.d. réði ég ekki sjálfur staðarvali hljóðnema. Víkingur fær að byggja íþróttahús Á FUNDI hjá íþróttaráði Reykja- víkur í gær var ákveðið að veita Víkingi samskonar heimild til byggingar íþróttahúss og Reykja- víkurfélögin Fram og Valur fengu fyrir skömmu. Umsóknirnar þrjár verða teknar fyrir á borgarráðs- fundi á þriðjudaginn í næstu viku. í fyrra skiptið og hið síðara voru það starfsmenn leikhússins sem komu tækinu fyrir og tilvist þeirra var á ýmissa vitorði. Þá má geta þess að tæki sem þessi eru algeng hjálpartæki á skrifstofum svo sem kunnugt er, en ekki er hægt að birta innihald funda eða samtala án samþykkis viðkomandi og því er aðeins um að ræða staðfestingu minnisatriða í samningagerð eða því um líku, jafnt fyrir starfsmann sem sam- starfsaðila. Misnotkun er hins veg- ar óhugsandi þar sem ekki er leyfilegt að birta þriðja aðila það sem er á upptöku án samþykkis viðkomandi. Getsakir um tengsl milli þessa skrifstofutækis og annars hlustun- arbúnaðar í leikhúsinu hafa ekki við nokkur rök að styðjast og fékk ég utanaðkomandi starfsmenn frá Landsímanum til þess að kanna hvort nokkrir tæknilegir möguleik- ar væru til hlerunar frá skrifstofu minni á aðra staði í húsinu. Niðurstaðan var sú að svo væri ekki, hvorki til upptöku á því sem fram fer í kallkerfi hússins eða að öðru leyti, nema því sem snýr að sýningum og æfingum á stóra sviði hússins og það kom fram að þetta væri ekki tengt aðalsímakerfi hússins. Ég get því ekki annað en lýst furðu minni yfir viðbrögðum ým- issa fjölmiðla í þessu máli þar sem getsakir voru á lofti áður en staðreyndir voru kannaðar í mál- inu og aðdróttanir sem bárust alla leið til útlanda, en höfðu ekki við nein rök að styðjast." Borgarráð kannar möguleika á bráðabirgða- lausn í læknadeilunni BORGARSTJÓRN samþykkti i gærkveldi að vísa til borgarráðs tillngu frá Páli Gislasyni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að borgarstjóra og launamálanefnd verði falið að kanna möguleika á samstarfi við samtök lækna um bráðabirgðalausn á læknadeilunni, á meðan beðið væri endanlegra samninga. í tillögu Páls kom einnig fram að slíkt ástand hafi myndast að læknisþjónustan á Borgarspítal- anum nálgist neyð. I umræðum um tillöguna kom það fram hjá Páli að aðeins einn yfirlæknir væri á stórum deildum Borgarspítalans og þjónusta i al- geru lágmarki. Því væri að skap- ast neyðarástand og borgarstjórn gæti ekki látið hjá líða að hafa afskipti af málinu. Adda Bára Sigfúsdóttir lagði það til að tillögu Páls ýrði vísað til borgarráðs og var það samþykkt samhljóða. Það kom ennfremur fram hjá Öddu að samkvæmt þeim hugmyndum sem væru til umræðu um lausn læknadeilunnar, væri kjarabótin sem læknum væri boð- ið upp á, á bilinu 19—30%. Ljósm. Mbl. SigurKeir. Þau eru lukkuleg á myndinni hjónin Guðrún Karen Tryggvadóttir og Sigurlás Þorleifsson með nýfædda dóttur sina. Hún fæddist á mánudagskvöldið á sjúkrahúsinu i Vestmannaeyjum. um svipað leyti og Sigurlás skoraði sigurmark ÍBV gegn Val i 1. deildinni. Og þess má geta i leiðinni að Sigurlás varð 24 ára þennan sama dag. Þrír ASÍ- menn boðnir til Sovétríkjanna ÞRIGGJA manna sendinefnd frá Alþýðusambandi Íslands er boðin í kynnisferð til Sovétríkjanna 6. júlí nk. Í nefndinni eru Asmund- ur Stefánsson forseti ASÍ, Karvel Pálmason alþingismaður og Guð- ríður Eliasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins i Ilafnar- firði. Ásmundur Stefánsson fór til Sovétríkjanna 8. júní sl. og dvelur í Yalta á Krímskaga ásamt fjöl- skyldu sinni þar til Karvel og Guðríður fara utan 6. júlí. Sendi- nefndin er síðan væntanleg heim 14. júlí. Fimm sóttu um stöðu frétta- manns hjá sjónvarpi FIMM sóttu um stöðu frétta- manns sjónvarps til sumarafleys- inga. lltvarpsráð mun væntan- lega taka mál þetta til afgrciðslu á fundi sínum i dag. að sögn Guðmundar Jónssonar fram- kvæmdastjóra útvarpsins. Þeir sem sóttu um eru: Birna Þórðardóttir, Bolli Héðinssorí, Þorsteinn Broddason, Önundur Björnsson og einn sem óskar nafnleyndar. JNNLENT • Nýr félagi í Jó gú rt klúbbnum Mjólku:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.