Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Ittorx>imliIní>ií> FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 Gömul Plymouth-bifreið ók harkalega á ljósastaur á Skeiðarvogi á tólfta tímanum í gærmorgun. Bifreiðin ók eftir Suðurlandsbraut og beygði inn á Skeiðarvoginn en ökumaðurinn náði ekki beygjunni og því fór sem fór. Bílnum ók 18 ára stúlka og slapp hún án meiðsla. Ljósm*Mbi. rtskar s*nuindss0n. Ríkisstjórnin: 30 millj. kr. niðurskurður opinberra framkvæmda Samgönguráðuneytið ber 6,5 millj. kr., þar af Vegagerð rikisins 3 millj. kr. Fyrsti árs- fjóröungur 1981: 15% hækkun fasteigna á Stór-Reykja- víkursvæði FÁSTEIGNAVERÐ hakkaði um 15.0% á Stór-Reykjavíkursvæðinu á fyrsta ársfjórðunKÍ þessa árs, sam- kvæmt solukönnun Fasteignamats ríkisins. Þessi hækkun bendir til töluverðra hækkana eftir áramótin á fasteignum. en fasteÍKnaverð hafði þá staðið mikið i stað, eða hækkað lítið. Á fyrsta ársfjórðungi 1980 varð um 16,0% hækkun á fasteignum, en árið á undan hafði orðið gífurleg hækkun á fasteignum. A öðrum ársfjórðungi var hækkunin ekki nema 9,7% og á þeim þriðja ekki nema 6,3%. A síðasta ársfjórðungi hækkuðu fasteignir ekki um nema 7,7%, en þess ber að geta, að fasteignir í hverfum eins og Breið- holti hækkuðu nánast ekki neitt. í fréttabréfi Fasteignamats ríkis- ins segir að frá áramótum virðist hækkanir hafa orðið 5—6% á mán- uði í Reykjavik. Hækkunin virðist hafa orðið hlutfallslega meiri í Vesturbænum, Fossvogi og í Háa- leitishverfi, en í Breiðholti, Arbæ og gamla bænum. Hækkanir á verði fasteigna utan höfuðborgarsvæðis- ins hafa orðið ívið meiri. Söluverð blokkaribúða á Akureyri virðist vera um 70—75% af verði blokkaríbúða í Reykjavík. Svalbarðseyrí: Fjórfalda af- kastagetu kart- öfluverksmiðju FRÁ ÞVÍ í marz á þessu ári hefur starfað á Svalbarðseyri kartöflu- vinnsluverksmiðja og hefur fram- leitt sérstaklega skornar kartöflur. franskar kartöflur. f ráði er nú að fjórfalda afkastagetu verksmiðj- unnar með haustinu og mun hún þá geta framleitt allt að 1.000 tonnum á ári, en það fullnægir innanlands- þörfinni. Byrjað er að stækka húsnæðið og síðan þarf að setja niður viðbótarvélar. Kaupfélag Svalbarðseyrar stendur að verk- smiðjunni í samvinnu við Félag kartöflubænda við Eyjafjörð, en nú eru um 300 hektarar lands við Eyjafjörð notaðir til kartöflurækt- ar. Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í gærmorKun var samþykkt að skcra niður framkvæmdaliði fjárlaga ársins 1981 um 29 miljónir 931 þúsund og 700 krónur, cða tæpar 30 milljónir kr. Nemur það um 5% af heildarframkvæmdaliðunum. Að sögn Ragnars Arnalds íjár- málaráðhcrra cr hér um að ræða verklegar framkvæmdir scm ríkið stendur að og í samvinnu við sveitarfélög. Þó munu ekki skorin niður fram- lög til framkvæmda sem þegar hafa farið fram útboð á eða þar sem hindandi verksamningar eru í gangi. Skipting niðurskurðarins á ráðu- neyti er eftirfarandi að sögn Ragn- ars: Samgönguráðuneytið 6,5 millj. kr., heilbrigðisráðuneytið 5,2 millj. kr., viðskiptaráðuneytið 4 millj. kr., menntamálaráðuneytið 3,8 millj. kr., landbúnaðarráðuneytið 3,3 millj. kr., félagsmálaráðuneytið 3,2 millj. kr., iðnaðarráðuneytið 2,3 millj. kr., sjávarútvegsráðuneytið 0,9 millj. kr., dómsmálaráðuneytið 0,2 millj. kr., og önnur ráðuneyti 0,3 millj. kr. samtals. Að sögn Ragnars Arnalds dreifist niðurskurðurinn • jafnt eftir áður- nefndri reglu. Hann sagði að um helmingur opinberra framkvæmda væri nú þegar bundinn af verk- LÆKNAR sem nú starfa á sjúkrahúsunum eru orðnir svo fáir að það fer að verða útilokað mál að þeir geti haldið áfram mikið lengur undir því álagi, sem verið hefur að undanförnu, sagði Ásmundur Brekkan yfir- læknir á röntgendeild Borg- arspítalans í samtali við Mbl. og Þórarinn ólafsson yfir- læknir á gjörgæzludeild Landspítala sagði ástandið vera orðið mjög slæmt og færi versnandi þar sem lækn- um færi fækkandi og langan tíma tæki að setja hlutina í samt lag. Félag yfirlækna hélt á þjóðhá- tíðardaginn fund um stöðu mála og í samþykkt fundarins er seina- gangur í samningamálunum átal- samningum og hefði verið reynt að taka tillit til þess, en meginreglan væri að skorið er niður um 5% jafnt á allar framkvæmdir. Samgönguráðuneytið ber hæstu töluna hvað niðurskurðinn varðar og var Ragnar spurður hvort það þýddi ekki mikinn samdrátt í vega- gerð. „Nei, þetta stafar af því að Vegagerðin er þarna með helming- inn eða 3 milljónir kr., hafnar- mannvirki eru með 1,6 milljónir. En þetta er óverulegur niðurskurður á vegaframkvæmdum. Þessu mun inn, sagt að núverandi neyðartil- fellaþjónusta sé óviðunandi og alvarleg mannekla væri framund- an. Samningafundur verður kl. 14 í dag og eftir fund í gær sagði Þorsteinn Geirsson, settur ráðu- neytisstjóri, það skoðun sína að báðir aðilar hefðu stigið skref í samkomulagsátt og taldi koma í ljós á allra næstu dögum hvort samningar tækjust og vonaði að svo mætti verða. Sigurður B. Þorsteinsson í samninganefnd lækna sagði á síðustu fundum einkum rætt um viðbót við tilboð, sem læknar felldu að nokkru leyti, hvers konar viðbót, í hvaða formi og hve stór hún ætti að verða. Hjörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra, staðgengill Svavars Gestssonar heilbrigðisráðherra, sat í gær fund með yfirlæknum Landspítala að ósk þeirra og var þar rætt um ástand og horfur. vera skipt þannig í vegamálum að skorið er niður í rekstri um eina milljón og í nýbyggingum vega og brúa um 2 milljónir. Það er ein- göngu um 1% af heildarvegafram- kvæmdum í landinu og þýðir að skera þarf niður um 1% í hverju kjördæmi. Niðurskurður þessi er að sögn Ragnars til að standa undir kostn- aði við þær aðgerðir sem ákveðnar voru 1. maí sl. og tilkynnt var þá af stjórnvöldum að framkvæmdur yrði. Sagðist hann einnig hafa rætt við samningamenn ríkisins og kvað ástandið erfitt ef samkomulag næðist ekki fljótlega. Sagði hann það skoðun sína að eðlilegt væri að elztu sérfræðingarnir, sem mest störfuðu á sjúkrahúsunum fengju leiðréttingu á vissum þáttum, en læknar yrðu að hafa í huga að þeir væru ekki einir, taka yrði tillit til margs konar samhengis þegar samningagerð væri annars vegar. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra sagði málefni lækna hafa verið rædd á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Sagði hann Ijóst að ástandið á sjúkrahúsum væri al- varlegt, það bitnaði því miður á þeim er sízt skyldi og hann hefði kosið að samningaviðræður og samningar við lækna hefðu farið fram með eðlilegum hætti og í samræmi við lög er giltu í því efni. Sjá einnig viðtöl á bls. 12 Fólskuleg árás með flöskubroti UNGIJR Reykvikingur varð fyrir alvarlegri likamsárás aðfaranótt 17. júní ug varð að sauma sár sem hann hlaut af flöskubroti saman með 34 sporum. Málsatvik voru þau að tveir menn um tvítugt voru við Klúbb- inn um klukkan 3.30 umrædda nótt. Hjá þeim stoppaði bíll og út úr honum steig ungur maður, sem var með stóra áfengisflösku, 1,75 lítra flösku með haldi. Hinir vildu fá áfengi en eigandinn vildi ekki gefa. Kom til stimpinga og missti maðurinn þá flöskuna. Annar pilt- anna, sem fyrir voru greip flösk- una og keyrði hana í höfuð manns- ins svo að hún brotnaði. Maðurinn vankaðist við höggið og féll í götuna. Árásarmaðurinn settist þvínæst á liggjandi manninn og skar langan skurð á enni með flöskubroti og annan skurð á hálsi og öxl. Þvínæst fóru piltarnir á brott og skildu manninn eftir liggjandi í blóði sínu. Leigubílstjóri kom að í sömu svifum og kallaði hann á lögregl- una. Og með aðstoð leigubílstjór- ans náðust mennirnir og játaði árásarmaðurinn brot sitt. Maður- inn, sem varð fyrir árásinni fékk að fara heim að aðgerð lokinni. Mesta mildi var að ekki fór verr, því iitlu munaði að árásannaður- inn skæri i sundur slagæð á hálsi. Félag yfirlækna um læknamálin: Átelur seinaganginn í samningamálunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.