Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. heimsóttu í gær tvö af sjúkrahúsum borgarinnar, Landspítalann og Borgarspital- ann, og ræddu þar við lækna, hjúkrunarfólk og sjúklinga um ástandið á sjúkrahúsunum vegna læknadeilunnar. Fara viðtölin hér á eftir. „Yerðum lítið varir við aðgerðir stjórnvalda44 _1>AÐ ER allt of litið að gera-st i samninKamálunum.” sa«ði Þórar- inn Ólafsson, yfirlæknir á gjör- Kæsludeild Landspítalans, er blm. Mbl. hitti hann að máli á Land- spitalanum í gær. „Ék er hræddur um að við myndum litlu áorka hér á spítalanum ef við ynnum aðeins tvo til þrjá tíma á daK- Ástandið hjá okkur er orðið mjöK slæmt ok það sem verra er, við erum búnir að missa menn til útlanda. Við erum því orðnir mjöK fáliðaðir, jafnvel fyrir fullt ok allt. Það sem hefur í raun og veru bjargað okkur hingað til er að við höfum verið heppnir. Fram til þessa höfum við getað sinnt bráða- tilfellum og kallað út fólk ef til þurfti. Hins vegar fer þeim lækn- um nú fækkandi sem hægt er að ná í og þá verður ástandið mun alvarlegra." Þórarinn sagði að rætt hefði verið um að reyna að senda fólk erlendis í nauðsynlega læknismeð- ferð, en slíkt væri eiginlega tómt mál að tala um. „Sumir sjúklingar Þórarinn Ólafsson, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspitalans. Ljúsm. Mbl. Emilia. eru til dæmis það lasburða að þeir myndu ekki þola slíkan flutning, aðrir þola enga bið. Flutningar af þessu tagi myndu einnig vera svo dýrir, að það væri mun ódýrara fyrir yfirvöld að semja við lækna. Sjúkrahúsin hér á landi eru ein ábyrg fyrir því að geta veitt sjúku fólki þá þjónustu, sem það þarf á að halda. Auk þess eru vandfundin þau sjúkrahús erlendis, sem geta tekið við fólki héðan í stórum stíl. Læknar endast ekki nema í skamman tíma til viðbótar undir því vinnuálagi sem verið hefur undanfarna daga. Vonandi leysist deilan um helgina, því lengur er ekki hægt að bíða. Síðan verður fólk að gera sér grein fyrir því að það tekur langan tíma að vinna sig upp úr þessu ástandi aftur." Þórarinn sagði ennfremur að læknar yrðu lítið varir við það hvað stjórnvöld væru að gera í samningamálum, en þau þyrftu að gera sér grein fyrir því að það væri ábyrgðarhlutur að halda þessu áfram mikið lengur. „Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að ég ætti eftir að verða vitni að því að sjúkrahúskerfið væri lagt í rúst.“ „Læknar endast ekki mikið lengur undir þessu álagi44 — Segir Ásmundur Brekkan yfirlæknir á Borgarspítalanum „ÞRÁTT FYRIR mikinn og góð- an vilja okkar læknanna til þess að ná samningum, virðist sem allt sé nú að sigla i strand.“ sagði Ásmundur Brekkan yfirlæknir á röntgendeild Borgarspftalans i viðtali við Mbl. i gær. „Kjarni málsins er sá að samn- ingar við lækna hafa verið dregnir mjög á langinn og má eiginlega segja að Reykjavíkurborg hafi ekki verið til viðtals um að semja við sína lækna í tvö ár. Læknarnir sem nú starfa á sjúkrahúsunum eru orðnir svo fáir að það fer að veröa útilokað mál að þeir geti haldið áfram mikið leng- ur undir því álagi, sem verið hefur að undanförnu. Það hljóta allir að sjá, að það er vonlaust fyrir svo fáa lækna að hafa með einhverri vitrænni skynsemi yfirsýn yfir alla þá sjúklinga, sem þurfa að fá umönnun, þó ekki sé nema í neyðartilfellum. Læknar endast ekki mikið lengur undir þessu gífurlega vinnuálagi. Yfirvöld Borgarspitalans hafa neitað að greiða reikninga þeirra lækna, sem kallaðir hafa verið út Ásmundur Brekkan yfiriæknir á Borgarspítalanum. og starfa á vegum Læknaþjónust- unnar. Þess vegna hefur ekki verið hægt að kalla á þá, nema til að sinna bráðustu neyðartilfellum, en það dugar ekki til lengdar. í raun og veru má segja, að undir þessum kringumstæðum sé einna harðast gengið að yfirlæknum, sem auk sinna venjubundnu starfa, hafa stjórnunarlega ábyrgð og þurfa svo ofan á það að bæta á sig mikilli vinnu. Fólk verður einnig að gera sér það ljóst að svona ástand hefur áhrif langt fram í tímann. Biðlistarnir eru nú þegar orðnir svo langir, að langur tími líður þar til ástandið getur orðið eðlilegt aftur. Eftir því sem lengri tími líður, verður erfiðara að koma öllu í horfið á nýjan leik og ég held að til dæmis hjá okkur hér á Borgarspítalanum verði ástandið ekki orðið eðlilegt fyrr en í sept- ember þótt samið sé strax." Aðspurður sagði Ásmundur að í vissum sérgreinum væru margir læknar farnir erlendis og byrjaðir að vinna þar. Það væri hins vegar ekki aðalatriðið hvort aftur fengist sá starfskraftur sem fyrir var. „Aðalatriðiö er að geta sem fyrst farið að undirbúa venjulega starf- semi á sjúkrahúsunum. Allt kerfið er nú gengið svo úr skorðum, að það tekur margar vikur ef ekki mánuði að koma öllu í eðlilegt horf á nýjan leik.“ „Biðlistarnir lengjast óðum“ „HJÁ okkur hér á slysadeild má scgja að ástandið sé svipað og venjulega," sagði Magnús Páll Albertsson læknir á slysadeild Borgarspítalans, er Morgunblað- ið leitaði frétta hjá honum um ástand á sjúkrahúsum vegna læknadeilunnar. „Læknum hefur ekki verið fækk- að neitt svo um muni, enda ekki hægt eðli deildarinnar vegna. Við höfum getað fengið þá lækna og sérfræðinga, sem við höfum þurft á að halda enn sem komið er. Hins vegar er mér kunnugt um, að á öðrum deildum hafi þurft að draga mjög úr starfseminni. Ekki hefur verið hægt að kalla inn neina sjúklinga af biðlistum, en aðeins hægt að sinna neyðartilfellum. Slíkt ástand getur augljóslega ekki haldið áfram mikið lengur og vona ég því, að samningar fari að takast." Magnús Páll sagðist telja, að samningar strönduðu fyrst og fremst á hinu opinbera. „Skemmti- legra hefði til dæmis verið að æðsti yfirmaður þessara mála, Svavar Gestsson heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, hefði verið á landinu meðan verið er að semja. Ég tel, að ef yfirvöld gerðu sér raunverulega grein fyrir því hve málið er orðið alvarlegt á sjúkrahúsunum, væri búið að semja fyrir löngu." Magnús Páll Albertsson læknir á slysadeild Borgarspitalans. Ljósm. Mbl.: Emilia Gunnjóna Jensdóttir og Lilja K. Pálsdóttir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum. Ljósm. Emilía. „Hjúkrunin dugar skammt ef læknar eru ekki fyrir hendi“ — Segja hjúkrunarfræðingarnir Lilja K. Pálsdóttir og Gunnjóna Jensdóttir Hjúkrunarfræðingarnir Lilja K. Pálsdóttir og Gunnjóna Jens- dóttir, sem báðar starfa á Landspítalanum sögðu í viðtali við Mbl. í gær að nú væru mun færri sjúklingar inni en venja væri, því ekki væri tekið neitt af biðlistum. „Öll þjónusta við sjúklingana gengur mun erfiðlegar fyrir sig, því oft er nauðsynlegt að ná í lækna á daginn og þá næst oft ekki í þá, því þeir eru að sinna störfum annars staðar. Af þeim sökum hvílir mun meiri ábyrgð á okkur hjúkrunarfræðingunum, en í raun og veru á að felast í okkar starfi. Öll meðferð á sjúklingum og rannsóknir ganga einnig mun hægar fyrir sig en vani er, og er ástandið nú orðið mun alvar- legra en það var í byrjun. Nú eru svo fáir læknar eftir sem hér starfa að við teljum að ástandið geti ekki bjargast mikið lengur. Hjúkrunin sem slík er þó sú sama og áður, en hún dugar skammt ef læknar eru ekki fyrir hendi." Guðni Ágústsson, sjúklingur á Landspitalanum. i.júsm. Emíita. „Læknarnir eru orðnir þreytt- ir, en gera þó sitt besta“ — Spjallað við Guðna Agústsson sjúkling GUÐNI Ágústsson hefur legið á Landspítalanum frá þvi 25. mai sl. Sagðist hann hafa verið svo heppinn að búið hefði verið að gera nauðsynlega aðgerð á hon- um áður en það vandræðaástand sem læknadeilan hefði haft i för með sér hófst, þannig að ekki hefði hann þurft að biða eftir þvi að komast inn á sjúkrahúsið, eins og fólk þyrfti nú. „Hins vegar er minn læknir nú hættur hér og farinn að starfa erlendis, þannig að þeir læknar sem eru á vakt hverju sinni sinna mér í staðinn. Ég get ekki neitað því, að því fylgir mikil óöryggistil- finning að fá alltaf nýjan og nýjan lækni til að líta á sig, þó þeir séu allir af vilja gerðir og geri sitt besta. Það hlýtur að vera mun eðlilegra og þægilegra bæði fyrir sjúklinginn og lækninn, ef einn og sami læknirinn gerir aðgerðina og fylgist með bata sjúklingsins eftir að henni er lokið, en að hinir og þessir séu að grípa inn í málið. Læknadeilan kemur þó eflaust mun verr niður á ýmsum öðrum sjúklingum en mér, sérstaklega þeim sem þurfa að bíða eftir að komast að. Ég var þó búinn að gangast undir aðgerðina þegar þetta ástand hófst. Ég tel, að það sem nú er að gerast á sjúkrahúsun- um sé vandræðaástand og verði að leysast sem fyrst. Þótt læknar reyni að gera sitt besta, eru þeir nú að verða langþreyttir og slíkt hlýtur óneitanlega að koma niður á sjúklingunum. Hins vegar hefur hjúkrunarfólkið hér staðið sig með miklum sóma og hefur það létt mikið undir með mörgum sjúkling- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.