Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 11 Ársrit Kvenréttindafélags íslands: „19. júní“ helgað menntun kvenna 19. JÚNÍ, ársrit Kvenréttindafé- lags íslands, er komið út. í blaðinu hafa undanfarin ár verið tekin fyrir ákveðin atriði i jafn- réttisbaráttunni ok í þetta sinn er aðalefni þess helgað menntun kvenna. í blaðinu er viðtal við Vigdísi Finnboxadóttur, forseta íslands. Sigríður Erlendsdóttir sagn- fræðingur skrifar grein um upp- haf skólagöngu íslenskra kvenna 19-iúní og er þar einnig reynt að kynna stöðu þeirra mála eins og þau eru í dag. Athugað er hvernig til hefur tekist að koma á jafnrétti í grunnskólum, litið á aðsókn kvenna að framhaldsskólum og Háskóla íslands og rætt við konur, sem hafa lagt fyrir sig aðrar námsgreinar en þær, sem taldar hafa verið við hæfi kvenna hingað til. Þar á meðal eru viðtöl við byggingartæknifræðing, loft- skeytamann, stýrimann, vélstjóra og fisktækni. Þá er fjallað um fullorðinsfræðslu og m.a. rætt við konu, sem stundar nám í búfjár- rækt í Bréfaskólanum. Af öðru efni má nefna viðtal við verkalýðsleiðtogann og kvenrétt- indakonuna Jóhönnu Egilsdóttur, kynningu á fatahönnuðunum Fríði Ólafsdóttur og Evu Vilhelmsdótt- ur, og loks er í blaðinu fjallað um bókmenntir og leiklist og m.a. rætt við Fríðu Á. Sigurðardóttur rithöfund. 19. júní er að venju prýtt fjölda mynda og vandað að öllum frá- gangi. Ritstjóri blaðsins er Jónína Margrét Guðnadóttir. Blaðið verð- ur til sölu í bókaverslunum um land allt og auk j>ess dreift til aðildarfélaga KRFI. Norðurlandamótið í skák haldið í MH - Guðmundur og Helgi tefla í úrvalsflokki ÁKVÖRÐUN var tekin um það á fundi Skáksambands íslands í fyrrakvöld, að þeir Guðmundur Sigurjónsson og Ilelgi ólafsson tefli á Norðurlandamótinu i skák, sem fram fer hér á landi frá 23. júli til 3. ágúst nk. íslendingar eiga rétt á þremur þátttakendum i mótinu og verður síðar valið á milli Jóns L. Árna- sonar og Margeirs Péturssonar. Svo kann þó að fara, að þeir tefli báðir á mótinu, en það fer eftir þátttöku frá hinum Norðurlönd- unum. Þátttökutilkynningar hafa þeg- ar borizt frá Noregi og Danmörku og í úrvalsflokki tefla Norðmenn- irnir Knut J. Helmers og Sverre Heim og Danirnir Carsten Höi og Jens Kristiansen. Skilyrði fyrir þátttöku í úrvalsflokki er að viðkomandi skákmaður hafi 2376 ELO-stig. Teflt verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð og verður keppt í úrvalsflokki, meistaraflokki, opnum flokki og kvennaflokki. I úrvalsflokki tefla allir við alla, en í hinum flokkunum verða tefldar 9 umferðir samkvæmt Monrad- kerfi. Nýtt lágmarksverð á rækju og hörpudiski YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á hörpudiski og rækju frá 1. júni til 30. september 1981. Hörpudiskur i vinnsluhæfu ástandi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg ..........................kr. 2,18 b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg...........................kr. 1,79 Rækja, óskelflett i vinnsluhæfu ástandi: a) 160 stk. og færri í kg, hvert kg ......................kr. 7,23 b) 161 til 180 stk. í kg, hvert kg........................kr. 6,31 c) 181 til 200 stk. í kg, hvert kg .......................kr. 5,86 d) 201 til 220 stk. í kg, hvert kg........................kr. 5,14 e) 221 til 240 stk. í kg, hvert kg .......................kr. 4,49 f) 241 til 260 stk. í kg, hvert kg .......................kr. 4,07 g) 261 til 340 stk. í kg, hvert kg........................kr. 3,69 h) 341 stk. og fleiri í kg, hvert kg .....................kr. 2,29 Afhendingarskilmálar eru óbreyttir. Samkomulag varð í nefndinni um verð á hörpudiski, en verð á rækju var ákveðið af oddamanni nefndarinnar og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. í yfirnefndinni áttu sæti: Bolli Bollason, sem var oddamaður nefndarinnar, Árni Benediktsson og Marías Þ. Guðmundsson af hálfu kaupenda og Ágúst Einarsson og Óskar Vigfússon af hálfu seljenda. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'fiLYSINGA- SIMINN KR: 22480 Þroskaþjálfunarskóla íslands slitið í 23. sinn Þroskaþjálfaskóla íslands var sagt upp í Norræna húsinu mið- vikudaginn 27. maí sl. Síðastliðið skólaár var 23. starfsár skólans. Fyrsti skóla- stjóri skólans var Björn Gestsson, forstöðumaður Kópavogshælis, en núverandi skóiastjóri er Bryndís Víglundsdóttir. Námstími í Þroskaþjálfaskólan- um er 3 ár og skulu nemendur við inntöku í skólann hafa lokið a.m.k. 2 árum í framhaldsskóla. Nemendur þeir er nú útskrifuð- ust færðu skólanum peningagjöf sem varið skal til bókakaupa. Nýútskrifaðir þroskaþjálfar eru nú í námsför í Danmörku. Nýkomin sending glæsilegum sofasettum Lítið í gluggana um helgina SENDUM GEGN POSTKROFU TiTT, IITcTiTcj ARMULI 4 SIMI82275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.