Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ1981 Æ-TLA AÐ Bl&JA FORSTJORANNJ (JM MLíP- hÆKICUW Ifl AlOKÖUW. HVEiewiQ E(? }?ETTA Ásí er... |6£o ... að íína sveppi saman. TM Rm U.S. Pat Off.—aM ríghts rcserved • 1981 Los Anoeíes Times Syndicate Hve len>íi ætliA þið að vera i verkfallinu? Éií mun sjá til þess þegar þú sleppur út, að þetta bjánalega bros þitt hverfi! HÖGNI HREKKVlSI „ itKKflOU NÚ 'l (>£550 .' " Róttæklingaganga undir blóðrauðum alræðisdulum Þessir hringdu . . JFúnína Gisladóttir, Hörgs- hlíð 22 (sími 15377) hringdi. Sonur hennar hafði farið í Laugardalshöllina að kvöldi 17. júní með öðrum unglingum. Það var heitt og hann lagði frá sér dúnvesti með yfirhöfnum hinna krakkanna, sem hann var með, þegar þau fóru að dansa. En engin fatagæsla mun hafa verið á staðnum. En vestið var horfið, þegar hann ætlaði í það. Kvaðst Jónína ekki trúa því að foreldrar tækju það gott og gilt að barn þeirra kæmi heim í nýrri flík, án þess að vita hvaðan hún kæmi. En þetta var dökkblátt dúnvesti, tiltölulega nýtt. Eins hefur viðkomandi e.t.v. í hita leiksins ekki gert sér grein fyrir að hann var að stela. Og því kvaðst hún vona að vestið kæmi í leitirnar annað hvort til lögreglunnar eða beint til fjölskyldunnar í Hörgshlíð. Granni skrifar Velvakanda: • Tveggja ára slen „Boðskapurinn mikli hefur enn út gengið. Minnihlutahópur gegn- her-í-landi róttæklinga reynir nú að hrista tveggja ára slen af eftirhreitum liðs síns, og fyrir- skipar nú Keflavíkurgöngu (rútu- flutninga?) hernámsandstæðinga laugardaginn 20. júní næst- komandi. Flæðir nú og glymur áróðurinn í ríkisfjölmiðlum, Þjóð- viljanum og öðrum málgögnum róttæklinga. • Nytsamir sakleysingjar „Miðnefndin" (Æðsta ráðið) hefur barið saman fund eftir fund, og um það þjarkað hvernig helzt mætti virkja hina svokölluðu „nytsömu sakleysingja" til þátt- töku í þramminu, betur en að undanförnu. — Helztu niðurstöð- ur munu vera þessar: 1) Brölt hrosshausa- og þorsk- hausaliðs róttæklinga við Laug- arnes og Sundahöfn, sæliar minn- ingar, er talið hafa verkað eins og feilpúst í „baráttunni", einkum þó í sálarlífi nytsamra sakleysingja, — og á það lið að hafa hægt um sig að sinni. 1 2) Fjarstæðuhatrið í orðinu her- NÁMS-andstæðingar er talið hafa unnið gegn þátttöku nytsamra sakleysingja í fyrri göngum. — Skal nú áróður allur og innræting bera stimpiiinn her-STÖÐVA- andstæðingar. 3) Nöfn fyrri gangna svo sem „Keflavíkurganga", „Hvaleyrar- ganga", „Straumsvíkurganga" o.s.frv. þykja bera á sér fráfæl- andi rauðliðablæ (af nokkuð aug- ljósum orsökum!) fyrir nytsama sakleysingja. Verður nú fiaggað með nafninu FRIÐARGANGA og fastlega vonað að margir bíti á agnið! 4) En harðasta deilumálið innan „miðnefndar" mun hafa verið ákveðin hreinskilni, sem einkennt hefur fyrri göngur. Sú hreinskilni felst í þeirri staðreynd, að þramm- að hefur verið undir allt að tuttugu og tveimur blóðrauðum Gúiagdulum sovétskipulagsins, en merki íslenzka lýðveldisins, íslenzki fáninn, jafnframt svívirt- ur með samhliða notkun með rauðdulunum. — Skylt er þó að geta þess að notkun merkis ís- lenzka lýðveldisins fór niður í einn fána (rifinn og skítugan), í svo- Æðarvarp og skógrækt Ingjaldur Tómasson skrifar: I spurningakeppni útvarps var spurt hvaða eyja það hefði verið, þar sem Guðmundur góði var fenginn til að kveða niður mikinn músagang, sem spillti mjög kornörkum á eyj- unni. Og tekið fram að eyjan hefði verið skógi vaxin. Guðmundur brá skjótt við og stefndi músunum í nes eitt á eyjunni, sem átti að vera griðland þeirra. Rétta svarið kom fljótt frá öðrum, er spurður var: „Viðey við Reykjavík". Sú skýring var gefin að þetta hefði Árni Óla skráð eftir öruggum heimildum. þetta hefur gerst á 12. öld. Það er með Viðey, eins mýmarga staði um allt okkar land, að örnefnin bregða upp lifandi mynd af ýmsum skógar- gráðum, bæði hvað fegurð og stærð snertir (Fagriskógur, Dynskógar og þúsundir „holta“ með nægilega háum og þéttum skógi, að „heyrandi" gat leynzt nærri, þótt hann sæist ekki). Það er óhugsandi að fyrstu land- námsmennirnir hafi ekki notað skóg- inn mjög mikið, bæði í byggingar, skip og til allskonar búsforráða innanstokks og utan. Með fundi fjölda kolagrafa og járnbræðsluofna er fyllilega sannað að mikinn skóg hefur þurft til kolagerðar, járnsmíða og járnbræðslu. Hin stóru langelda- stæði hafa flestir fslendingar séð með eigin augum (Stöng). Ótalið er að mestallur fénaður hefur gengið að mestu sjálfaia í skjóli skóganna, því hvergi hafa fundist fjárhús, aðeins fjós fyrir 10—20 kýr fyrir heimilið. (Stöng og víðar í Þjórsárdal). Líka má benda á baðhúsin, sem hafa fundist. Ekki hefur baðgrjótið hitað sig sjálft. Allt þetta sannar ótvírætt tilvist stórskógar um mikinn hluta landsins við upphaf landnáms. Og svo þéttur var skógurinn að víða þurfti að ryðja hann, bæði vegna kornakra, bæjarstæða og brautar að bæjunum. Margsinnis hafa bæðiég og margir menn, lærðir og leikir, bent á þessar augljósu staðreyndir. Það er þess- vegna nær óskiljanlegt, að til skuli vera hérlendis mikill fjöldi fólks, furðufuglar sem berja í borð og neita blákalt þessum óyggjandi sönnunum, sem segja má að alls staðar blasi við. Þessar sömu óbuganlegu hersveitir berjast líka af alefli gegn allri skógræktun til nytja á landi hér. Bæði telja þeir slíkt óhugsandi, vegna þess að nytjatré geti ekki náð nægum þroska hér (þótt við sjáum nú 10—12 metra há tré víðsvegar um landið). Og svo telur þetta fólk að barrtré „eigi“ alls ekki að rækta hér. Þau séu útlend og spilli ásjónu landsins. Segja má að þessi óhugnað- ur „grasseri" í skólunum, og fræg eru urnmæli háskólaprófessors, sem kom með þá tillögu að banna með lögum ræktun barrtrjáa. Og nú er þessi sami lýður orðinn langsfrægur vegna algerrar andstöðu við að þjóðin geti notið þeirra auðæfa, sem alheims- skaparinn hefur gefið okkur í ríkum mæli í fallvötnum og jarðhita. Endurreisn Viðeyjar Hver einasti unglingur þarf heil- brigða lífræna sumarvinnu. Nú er talið að þunglega horfi um atvinnu skólafólks í sumar. Oft hefi ég gagnrýnt stjórn og framkvæmd ungl- ingavinnunnar, en þá frekast gagn- vart þeim yngstu, sem fá lítið annað að vinna en í svonefndum vinnuskóla. Það er eflaust margt vel um vinnu eldri unglinganna. Nefni hið mikla og fjölbreytta starf við umhirðu útivist- arsvæða, skógrækt, blómaskreytingu o.fl. En því miður hefi ég oft orðið vitni að lélegri verkstjórn og verk- efnalausu hangsi tímunum saman. Ég hefi oft bent á það með mörgum dæmum að það er uppeldisleg nauð- syn að unglingar komist í snertingu við alvöruvinnu fullorðinna. Það er áreiðanlega alltof mikil leikaraskap- arárátta í því fríða velmenntaða liði, sem á að leiða æskulýð þéttbýlisins á heilbrigðar brautir góðs mannlífs. Það er vitað að æðardúnn er nú í geypiverði, bæði hér og erlendis. Það væri því heilbrigt fyrir æskulýð Reykjavíkur að hefja æðarvarp og skógrækt í Viðey. Æðarfugl vill helst vera þar sem gróðurskraut er mikið. í Viðey og nálægum eyjum væri auðvelt að hafa þúsundir æðar- hreiðra, nokkurs konar alreykvíska stóriðju, sem gæti gefið mjög miklar dúntekjur, er nota mætti til stór- ræktunar nytjaviðar og til að greiða þeim unglingum og öðrum, sem við þetta gætu unnið gott kaup. Brunavarnir í góðu lagi í sumarbúðunum F. Agnarsson skrifar fyrir hönd stjórnar Skógarmanna KFUM: „í blaðinu þann 14. júní sl. í þættinum „Þessir hringdu" var áskorun frá föður um að forráða- menn sumarstarfsins í Vatnaskógi gerðu grein fyrir brunavörnum í sumarbúðunum. Reynt skal hér með að svara þessari sjálfsögðu fyrirspurn. I sumarbúðunum eru staðsettir reykskynjarar á þeim stöðum, sem sofið er, auk þess sem víða eru handslökkvitæki. Búnaður þessi er yfirfarinn á hverju ári af kunnáttu- manni, og þess vandlega gætt, að hann sé í fyllsta lagi. Eftirlitsmaður frá Brunamála- stofnun ríkisins hefur heimsótt staðinn og eftir ábendingu hans var sett upp brunaslanga á kefli, á stað sem hann ákvað. Öll upphitun á staðnum fer fram með rafmagni, og hefur starfsmaður Rafmagnseftirlits ríkisins yfirfarið allar raflagnir og gert síðan athuga- semdir, sem farið hefur verið eftir. Þá eru lekastraumsrofar á öllum rafgreinum. Vatnshitatæki hafa verið skoðuð og samþykkt af öryggiseftirliti ríkisir.s, Þá má geta þess að allir gluggar eru þannig að auðveldlega er hægt að komast út um þá. Hver flokkur er fræddur um þær reglur sem gilda á staðnum og inn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.