Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981 23 hjá Hrefnu föðursystur sinni, mikilli sómakonu. Greiðvikni hennar og hjálpsemi virtist óend- anleg og naut ég ríkulega góðs af. Þegar þörf var á fylgdu gjarnan hollar lífsreglur eða áminningar. Allt þetta kom að ómetanlegu gagni og Hjörleifur var frænku sinni ávallt þakkiátur síðan og mat hana mikils. Hjörleifur var greiðvikinn og örlátur og ég minnist þess frá skólaárum okkar að honum fannst eins og hann þyrfti að afsaka sig ef hann varð einhvers aðnjótandi sem ég fór á mis við. Síðar þegar við vorum sestir að á sitt hvoru landshorninu var hann æviniega boðinn og búinn ef ég þurfti á hjálp hans að halda. Hjörleifur var sérlega orðheppinn, mikill húmoristi og ávallt léttur í lund. Hann átti auðvelt með að sjá skoplegar hliðar á jafnvel alvar- legustu málum. Það dregur úr sársaukanum við að þurfa að kveðja svo góðan vin sem Hjörleif, að bjart er yfir minningunum og þær tengdar gleði og hamingju. Megi guð blessa hann, og styrkja í harmi Höllu, synina þrjá, foreldra og aðra vandamenn. Gunnar Vignisson. Jóh. 11,25. „Jesús saKÖi: éfc er upprisan <>k lífið. hver sem á mi« trúir mun lifa þótt hann deyi.“ Vinur minn Hjörleifur Einars- son er dáinn, því fær enginn breytt. Vorkvöld eitt var honum kippt burt úr tilveru okkar hérna megin, þegar sumarið var rétt að byrja í lífi hans og sólin tekin að skína. Þó líf hans hafi verið stutt, lifa með mér minningar um gieði- stundir sem ég átti með honum og seinna fjölskyldu hans í Reykja- vík. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum ungum, en þó var ævi hans hálfnuð þá. Alls staðar sem Hjörleifur kom fylgdi honum traust og trú á lífið. Hann spennti bogann hátt. Skynjun hans á gleði og sorg var mikil. Ekkert mátti hann slæmt heyra eða aumt sjá, þá var hann boðinn og búinn að rétta fram hjálpar- hönd hvort sem var innan fjöl- skyldunnar eða utan hennar. Hjörleifur var vinur vina sinna. Hann hafði mikla kímnigáfu til að bera og gat farið á kostum í > góðum félagsskap. Hæfileika til að koma fram fyrir fólk, segja skoð- anir sínar og álit lagði hann mikla rækt við. Hjörleifur hafði verslun- arpróf frá Verslunarskóla íslands, þaðan fór hann til Englands í framhaldsnámskeið í enskri tungu og viðskiptum. Er heim kom hóf hann störf hjá Samvinnutrygging- um GT í Reykjavík og starfaði þar til dauðadags. Hjörleifur var formaður félags starfsmanna Samvinnutrygginga og Andvöku. Hann lagði sig mjög fram við ýmis félagsmál, fylgdist vel með og var einnig félagi i JC. Með þessum fátæklegu orðum mínum vil ég þakka kærum vini fyrir allt sem hann gaf mér og góð kynni. Ég sendi eiginkonu hans, HöIIu, börnum þeirra, foreldrum hans og systkinum, frændum og ástvinum öllum mínar dýpstu samúðarkveðj ur. Drodinn vakir, Drottinn vakir daica ok nætur yfir þér. BliAlynd eins ok besta móðir her hann þÍK i faðmi sér. Allir þótt þér aðrir breKÖist. aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar. Drottlnn vakir daxa ok nætur yfir þér. (S.Kr.P.) Einar Ólafsson Hvar eru mörk hins mannlega lífs? — Hver er dómari dæmdra frá lífi? — Hver er tilgangur troðinna spora? — Hversvegna er rifið sár í hjörtu sem aldrei mun gróa? Margar slíkar spurningar sækja á þegar skyndilega eru kallaðir burt af veraldarsviði okkar menn á besta aldri. Ungur maður með lífsins skyldu grundvöll að baki, byggðan upp af rótum sterkra ættarmeiða er skyndilega í burt, frá börnum og ungri eiginkonu, foreldrum og systkinum, dáinn, já, hvert er verið að fara spyrjum við, en fáum ekkert svar. Lífsins gáta stendur torráðnari fyrir okkur á slíkum stundum en fyrr. Við drúpum höfði máttvana fyrir slíkum atburði. Hjörleifur var einn f þeim ungu og dugmiklu piltum sem á skóla- árum sínum hafa starfað í línu- byggingarflokkum Rafmagns- veitna ríkisins á Austurlandi, þau störf hóf hann aðeins 16 ára gamall. Hjörleifur sýndi strax að þar fór dugmikill piltur með heil- brigða skynsemi og útsjónarsemi að verkum. Aðeins 18 ára gamall varð Hjörleifur flokksstjóri fyrir línu- flokki og 19 ára skrifstofustjóri Rafmagnsveitnanna á Austur- landi sumarlangt í afleysingum. í öllum þessum störfum var hann traustsins verður og við samstarfsmenn hans þá sáum að þar fór um veg efnismaður til stærri átaka. Hjörleifur Einarsson var fædd- ur 28. nóvember 1955, sonur hjón- anna Laufeyjar Guðjónsdóttur kennara og Éinars Björnssonar bónda í Mýnesi í Eiðaþinghá. Hjörleifur stundaði sitt fram- haldsskólanám á Eiðum og í Verslunarskóla íslands, en þaðan lauk hann prófi 1974 ásamt fram- haldsmenntun í Englandi. Hjörleifur hóf störf hjá Sam- vinnutryggingum aðeins 19 ára og hefur verið starfsmaður þess fyrirtækis síðan. Hjörleifur kvæntist þann 28. ágúst 1976 Höllu Björk Guðjóns- dóttur frá Akureyri og eignuðust þau tvo drengi, Einar sem er á fjórða ári og Guðjón sem er á þriðja ári, auk þess gekk hann í föðurstað Sigurði, syni Höllu, sem nú er 9 ára. Allir er þekktu Hjörleif eru harmi lostnir við skyndilegt frá- fall þessa efnismanns. Hjörleifur hefur nú kvatt okkur að sinni, eftir lifir orðstír um góðan og sannan deng, sá orðstír deyr aldrei. Guð blessi minningu Hjörleifs Einarssonar. Erling Garðar Jónasson Kveðja frá Félagi starfsmanna Samvinnutrygginga og Andvöku, FSSA. Þau válegu tíðindi spurðust að kvöldi þess 27. maí sl. að lítillar flugvélar með fjórum mönnum væri saknað. Víðtæk leit var hafin — menn vonuðu og biðu. í hönd fóru sólarlausir dagar. Harmafregnin var staðfest — vélin hafði farist og með henni mennirnir fjórir. Þjóðin öll er harmi slegin og tregar látna syni sína. En þung- bærust og sárust er sorgin þeim er misstu ástvini sína. Við sem eftir lifum, eigum erfitt með að sætta okkur við það, þegar menn eru hrifnir burt mitt úr dagsins önn. Menn í blóma lífsins, fullir af starfsorku og sem virðast eiga ólokið ótal verkefnum. Frammi fyrir slíkum atburðum finnum við vel hvað við erum smá og vanmegnug. Við drúpum höfði í auðmýkt og reynum að hugga okkur við að Hjörleifur og félagar hans hafi verið kallaðir til starfa að háleitari og göfugri verkefnum en við í skammsýni okkar hugðum bíða þeirra okkar á meðal. Hjörleifur Einarsson fulltrúi hjá Samvinnutryggingum var fæddur á Egilsstöðum 28. nóvem- ber 1955, sonur sæmdarhjónanna í Mýnesi í Eiðaþinghá, Laufeyjar Guðjónsdóttur, sem um margra ára skeið var barnakennari í sveit sinni, og Einars Björnssonar bónda. Hann var yngstur sjö barna þeirra hjóna. Hjörleifur hlaut gott uppeldi á heimili ást- ríkra foreldra og í glöðum syst- Guðmann Magnússon Dysjum - Minning kinahópi. Hann hafði góða eðlis- greind og hlaut í arf mikinn félagsmálaáhuga og sterka sam- félagsvitund. Hann stundaði nám á Eiðum en þaðan lá leið hans í Verslunarskóla íslands, þar sem hann lauk prófi vorið 1974. Stund- aði síðan framhaldsnám í Folk- stone í Englandi um nokkurra mánaða skeið. í janúar 1975 hóf Hjörleifur störf hjá Samvinnutryggingum og starfaði þar síðan. Hann reyndist traustur starfsmaður, vann störf sín af heilum hug, ábyrgð og áhuga, lagði sig fram. Hæfileikar hans voru líka ótvíræðir og því voru honum falin ábyrgðar- og trúnaðarstörf bæði af fyrirtækinu og starfsmönnum. Starfsmenn kusu hann formann starfsmannafélagsins í janúar 1980 og gegndi hann því starfi með sóma þar til hann lést, yngstur allra þeirra sem gegnt hafa for- mennsku í félaginu frá stofnun. Hjörleifur var vel meðalmaður á vöxt, fríður sýnum og glaðlynd- ur, næmgeðja nokkuð og fljótur til, góðviljaður og hafði þroska sér miklu eldri manna. I brjósti hans sló viðkvæmt og hlýtt hjarta. Hann var góður félagi. Hjörleifur var kvæntur Höllu Björku Guðjónsdóttur frá Ytra- Gili í Eyjafirði. Mikilli myndar- konu og áttu þau þrjá syni, Sigurð Birgi f. 24/6 1972, Einar f. 22/10 1977 og Guðjón f. 23/4 1979. Hjörleifur og Halla höfðu þrátt fyrir ungan aldur af hagsýni og miklum dugnaði komið sér upp góðri íbúð að Langholtsvegi 14 og búið sér og sonunum hlýlegt og fallegt heimili. Samstarfsmenn Hjörleifs hjá Samvinnutryggingafélögunum kveðja kæran félaga og minnast hans með virðingu og þökk. Við vottum aðstandendum hans, eiginkonunni ungu, sem nú verður að axla þungar byrðar, litlu son- unum þremur, foreldrum Hjör- leifs, systkinum hans og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Við biðjum þess að Drottinn huggi þá sem hryggðin slær. Minningin um góðan dreng lýsi þeim og ylji á dimmum dögum. Sigurður Þórhallsson Þegar ég flutti í Garðahrepp fyrir nærri 20 árum síðan heyrði ég fljótlega nafnið Guðmann á Dysjum nefnt. Ég átti svo því láni að fagna að fá að kynnast honum persónulega, og síðar að starfa með honum að málefnum safnað- arins í nokkur ár. Þegar Garðasókn var endur- stofnúð árið 1960 var Guðmann í undirbúningsnefndinni og kallaði hana saman og var kjörinn gjald- keri strax í fyrstu sóknarnefnd- inni. Starfi gjaldkera sóknar- nefndar Garðasóknar gegndi hann síðan þar til á þessu vori að hann baðst undan endurkjöri af heilsu- farsástæðum. Þau störf, sem Guð- mann hefur ynnt af hendi fyrir Garðakirkju eru ómetanleg, og nákvæmni og samviskusemi ein- stök. Það var að frumkvæði konu hans, frú Úlfhildar Kristjánsdótt- ur, að hafist var handa um endurreisn Garðakirkju á Álfta- nesi og unnu þau hjónin ötullega að því verki, sem tók 13 ár. í dag er Garðakirkja merki um fórnfúst og fagurt starf þeirra, sem stuðl- uðu að endurreisn hennar. Þar voru jafnan fremst í flokki þau hjónin frá Dysjum, Úlfhildur Kristjánsdóttir húsfreyja og Guð- mann hreppstjóri Magnússon. Garðasöfnuður færir þeim sínar innilegustu þakkir fyrir þeirra störf, sem seint verða fullþökkuð. Ég vil persónulega mega færa hér þakkir fyrir að hafa fengið að kynnast Guðmanni Magnússyni og hafa fengið að hafa hann mér við hlið í störfum fyrir Garðasöfnuð. Guðmann var einn af þeim mönnum, sem mannbætandi var að umgangast. Þar sem heiðar- leiki, samviskusemi og góðvild voru ávallt í fyrirrúmi. Það er svo sannarlega mikið skarð fyrir skildi, þar sem hann vár og hans nýtur nú ekki lengur við. Ég bið góðan Guð að blessa minningu hans og veita fjölskyldu hans styrk á erfiðri stundu. Helgi K. Hjúlmsson. formaður sóknarnefndar. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Jóhann Kristján Briem - Minning Fæddur 25. desember 1958. Dáinn 27. mai 1981. Það er erfitt að festa á blað minningar um látinn ástvin. Minningarnar geymir maður hið innra með sér. Þær eru svo persónulegar; og það er erfitt að lýsa tilfinningunum og gleðinni á bak við þær. Þess vegna ætlum við hér ekki að mála neinar myndir. Þær eigum við sjálf. Bara segja að fallegar minningar eru dýrmæt- asta eign mannsins. Því fleiri slíkar sem við varðveitum, þeim mun ríkara er líf okkar. Frændi; sorgin sem við öll finnum til nú stafar af þeirri mynd sem Jóhann frændi hefur skilið eftir í hjörtum okkar. Hana munum við eiga, og fyrir það erum við þakklát. Elsku Didda, Steindór, Valgerð- ur og Sissi; það er ekki hægt að hugga með fátæklegum orðum. Við vonum bara að þið einhvern tíma getið minnst Jóhanns með gleði, án sársauka. Minning — fegurð mannsins sorga, mánaljómi auðra borga, ylur fornra ástarglóða, angan bleikra þyrnirósa, geislum slærðu á gengnar urðir, grætur bak við læstar hurðir, bræðir þela þankans hljóða, þegar allar lindir frjósa. Gott er ungri ást að deyja, árin munu ei hana beygja. Endurgjalds hún ei mun krefja einlægustu gjafa sinna. Oft er spillt í löngu ljóði listaverki, stundaróði, svo að fegurð fyrstu stefja fölnar inni í skugga hinna. — Vorið beð þinn vökvar tárum, vakir sól á yztu bárum, greiðir hinzta geislalokkinn, grúfir sig að brjóstum hranna. — Moldin að þér mjúk skal hlúa, móðurlega um þig búa, rétta þér á rekkjustokkinn rós úr lundum minninganna. (M.Á.) Ragnhildur og Adda Vala. Hve oft höfum við íslendingar ekki þráð komu vorsins. Þá er allur kuldi burt og sólin dreifir geislum sínum um láð og lög. Eftir erfiðan vetur, sem því miður nú sem oftar er vetur konungur blæs til orustu, falla margir ungir menn í valinn í okkar harðbýla landi. En á liðnum vordögum er landið var baðað í sól og blíðu var dauðinn okkur sem hér vinnum víðs fjarri. Það vill nú oft verða á stórum vinnustað, en ólíkar persónur verða að vinna saman, að fólk verkar misjafnlega hvert á annað. Svo er oft á þessum vinnustöðum „allt á hvolfi" og þá vill nú brosið hverfa á flestum. Eitt óvarlegt orð getur kveikt bál, en svo getur líka eitt bros brætt alla geðvonsku. Sá sem við nú kveðjum með þessum línum var einn af þeim, sem stráði gleði og kæti yfir þreytt lið. Við sem vorum á vakt er rösklegur ungur sveinn, brosandi á móti okkur spurði um yfirmat- svein, því nú átti hann að hefja hér 4ra ára nám, sögðum „Bara að hann verði alltaf svona kátur*. Sumir virðast hitta á óskastund og svo var með okkur. Jobbi okkar brosti á hverju sem gekk. Jú, kannski smá þytur á stundum, en alltaf bros. Síðan útskrifaðist Jobbi. Nú var hann orðin fjórum árum eldri, klæddur sem best má prýða ungan mann og kannski dálítið virðulegur við hliðina á hinum kokkasveinunum. Við fréttum af Jobba, hittum hann stundum. Þá kom fréttin. Hann Jobbi okkar er horfinn. Fátt var sagt, en meira beðið. Og er öll von var úti, þá bæn til þess er öllu ræður að foreldrum hans og öðr- um er stóðu nær gætu signt yfir leiði þessa unga manns. Sömuleið- is var hugur okkar og bæn bundin hinum þremur ungu mönnum sem urðu Jobba samferða gegnum móðuna miklu. Sendum við, öllum aðstandendum þessara ungu manna innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friAi, i friAi kuA þÍK blossi. Ilafúu þokk fvrir allt ok allt. Vinnufélagar Hótel Esju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.