Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.06.1981, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1981 Slakir leik- ir í Mílanó FYRSTU leikirnir i hinni miklu stórbikarkeppni Inter Miianó haía ckki rcynst slikir að Kæðum að ástæða sé til að stytta sér stundir yíir þeim. í keppninni miklu kcppa Pen- aroi frá Urujfuay, Feyenoord, Santos ojf Inter, en tveir leikir hofðu faríð fram þejfar Mbl. frétti siðast. Inter ok Feyenoord áttust við að við- stðddum 40.000 áhorfendum og var ekkert mark skorað i siökum ieik. Siðan kepptu Inter og Penarol og lauk leiknum 1 — 1, eftir mark frá Altobeili fyrir Inter og Ortiz fyrír Penarol. Johan Cruyff lék sem gestur geKn Feye- noord, en var svo lélegur að honum var kippt út af. Hann lék ekki gegn Penarol. Ingí I>ór Jónsson Ingi Þór hjá UMSB INGI Þór Jónsson, sundmað- urinn kunni af Akranesi, þjálfar sundfólk UMSB i sumar. Ána-gja hefur veríð mikil með störf Inga Þórs það sem af er og árangur framar öllum vonum og á efiaust eftlr að koma betur i ljós siðar i sumar. Aðalverkefni sundfólks UMSB i sumar er þátttaka i Landsmóti UMFÍ sem haldið verður á Akureyri 10,—12. júli i sumar. QBj. Tvö Islandsmet sett SUNDRÁÐ ÍBV hélt hvitasunnu- mót i Vestmannaeyjum um hvita- sunnuna og meðal afreka þar má nefna tvö glæsileg íslandsmet sem þau Ingólfur Gissurarson og Guðrún Fema Ágústsdóttir sáu um að setja. Skagamaðurinn Ingólfur Giss- urarson setti Islandsmet sitt í 1000 metra bringusundi, en hann synti á 14:16,3 mínútum. Gamla metið hljóðaði upp á 14:18,6 mín- útur, en það átti Leiknir Jónsson Ármanni. Var um tíu ára gamalt met að ræða. Guðrún Fema setti síðan met í 400 metra bringu- sundi, synti á 5:56,3 mínútum. Gamla metið átti Sonja Hreiðars- dóttir og var það 5:58,3 mínútur. Árangur Guðrúnar er jafnframt stúlkna- og telpnamet. Úrslit í einstökum greinum urðu annars sem hér segir: 10« M BRINGUS. KVENNA: 1. Guðriin F. Ájíústsdóttir 1000 M BRINGUS. KARLA: 1. Inxóllur Gissurarson lA 800 M SKRIÐSUND KVENNA: 1. Elin Unnarsdóttir Æ 800 M SKRIÐSUND KARI.A: 1. InKÍ Is'tr Jónsson |A Ingólfur Gissur&rson og Guðrún Fema. Ljósm. SÍKUrKfir. á sundráðsmóti IBV 200 M SKRIÐSUND KARLA: 1. InKÍ I>«r Jonsson ÍA 24)0.2 5:56.3 100 M BAKSUND KVENNA: 1. KaRnheióur Runólfsdóttir ÍA 1:13.7 14:16.3 100 M FLUGSUND KARLA: 1. InKÍ Þór Jónsson ÍA 14)3.7 10:31.8 50 M BRINGUSUND MEYJA: 1. Eydis Eyjólfsdóttir ÍBV 47.9 94)1.1 50 M BRINÍÍUSUND SVEINA: 1. Steindór Gudmundsson Self. 48.8 > Bikarkeppni KSI: Ekkert óvænt SÍÐUSTU leikirnir í bikarkeppni KSÍ, áður en 1. deildarliðin koma inn i myndina. hafa farið fram i vikunni og í dag verður dregið til næstu umferðar. Fjórir leikir fóru fram i vikunni og að þeim loknum verða það ÍBK, Þróttur Neskaupstað, Fylkir og Þróttur Reykjavik sem leika i næstu umferð ásamt 1. deildarfélögun- um. ÍBK sigraði Víði í Garðinum að viðstöddu fáheyrðu fjölmenni þar um slóðir, eða um 400 áhorfend- um. ÍBK sigraði 2—0. Þróttur frá Norðfirði sigraði Austra örugg- lega 3—0 og sigur Fylkis gegn Grindavík var enn stærri, 4—0. Loks mætti Reykjavíkur-Þróttur UMFA og sigraði Þróttur 2—1. 100 M BRINGUSUND KVENNA: 1. Guðrún F. ÁKÚstsdóttir Æ 1:18,3 100 M BRINGUSUND KARLA: I. InKÓIÍur Gissurarson ÍA 1:12,0 200 M SKRIÐSUND KVENNA: 1. MaKnea Vilhjálmsdóttir Æ 2:26.0 100 M BAKSUND KARI.A: 1. InKÍ Þór Jónsson f A 1:10,9 50 M SKRIÐSUND MEYJA: I. Eydís Eyjólfsdóttir ÍBV 41,3 50 M SKRIDSUND SVEINA: 1. Steindór Guðmundsson Self. 42.0 100 M SKRIÐSUND KVENNA: 1. Guðrún F. ÁKÚstsdóttir Æ 14)5,2 200 M FJÓRSUND KARLA: 1. InKúlfur Gissurarson ÍA 2:22.3 200 M FJÓRSUND KVENNA: 1. Guðrún F. ÁKÚstsdóttir 2:42.0 4X100 M FJÓRSUND KARLA: 1. A-Hvelt í%ín 4:44.5 4X100 M SKRIÐSUND KVENNA: 1. A-Hveit Æicix 4:39,1 Hreinn HaJldórssun 20 metra kast hjá Hreini HREINN Halldórsson vann besta afrek Þjóðhátíðarmóts- ins i frjálsum iþróttum, er hann varpaði kúlunni 20,02 metra og sigraði örugglega i greininni. Annars var fremur fátt um fína drætti á mótinu, enda skilyrði ekki eins og best varð á kosið. Þó setti Kristján Harðarson drengjamet í lang- stökki, 7,05 metra. Hins vegar sigraði Jón Oddsson í grein- inni, stökk 7,09 metra. Helstu afrek önnur urðu þau, að Rut Ólafsdóttir hljóp 800 metra á 2:20,0 og Erling Aðalsteinsson hijóp sömu vegalengd á 2:02,1. Oddur Sigurðsson hljóp síðan 100 metra á 11,1 sekúndu í miklum mótvindi. Borgfirðingar til Danmerkur STÓR hópur frjálsiþróttafólks frá UMSB dvelur nú við æfingar i Danmörku. Ilópurinn, sem teiur 34 manns, fór út 9. júni i tuttugu daga ferð. Dvelja þau nú i æfingabúðum á Jótlandi en munu Stórsigur Austurríkis Austurríkismenn gersigruðu Finna i 1. riðli undankeppni HM í knattspyrnu í fyrrakvöld, er liðin áttust við i Linz. Lokatölur urðu 5—1, en að sögn frétta- skeyta hefðu Austurrikismenn getað skorað heila tylft marka með meiri aga og einbeitingu. Staðan í hálfleik var 2—0 og skoraði Herbert Prohaska bæði mörkin, nánar tiltekið á 16. og 18. mínútunum. Hann varð síðan að hverfa meiddur af leikveili undir lok leiksins. Frammistaða Austur- Gylfi óvæntur sigurvegari GYLFI Kristinsson, GS, kom nokkuð á óvart, er hann sigraði i Pierre Robert-keppninni i golfi sem haldin var á Nesvellinum i fyrradag. Leiknar voru 36 holur og sió Gylfi 145 högg. Sigurður Hafsteinsson lék einnig á 145 höggum og þurftu þeir þvi að leika bráðabana, þar sem Gylfi sigraði strax á fyrstu holu. Keppni þeirra félaga var afar hörð og lengi vel stefndi i sigur hjá Sigurði, en hann hafði þriggja högga forskot þegar að- eins þrjár holur voru eftir. For- ystuna missti hann ekki fyrr en á síðustu holunni. en þá tókst Gylfa að jafna. Baráttan um efstu sætin var geysilega hörð, mislukkuðu höggin „eru dýrkeypt" þessa dagana. ! Þannig var Sigurjón R. Gíslason i j þriðja sætinu, aðeins einu höggi á leftir Gylfa og Sigurði, eða á 146 höggum. Síðan var aðeins tveggja högga bil í næstu sæti, en þau skipuðu Ragnar Ólafsson og Júlíus R. Júlíusson á 147 höggum. Síðan kom Sveinn Sigurbergsson á 149 höggum. J>lorjLmnliInMt> nrrgTiiira ríkis þótti ekkert afbragð þrátt fyrir öll mörkin, en þó brá annað slajjið fyrir góðum köflum, einkum er þeir Prohaska, Welzl og Krankl tóku sig til. Krankl skoraði þriðja markið á 48. mínútu og Kurt Welzl fjórða markið 7 mínútum siðar. Smiðshöggið rak síðan Jurtin er hann bætti fimmta markinu við á 66. mínútu leiksins. Valvee skoraði eina mark Finna úr eina tækifæri liðsins á 71. mínútu leiksins, en mark hans var jafnframt fyrsta mark Finna í undankeppninni að þessu sinni. Sjötti leikurinn! Austurríki náði með sigri sínum forystu í riðlinum, hefur nú 10 stig eftir sex leiki. Vestur-Þjóðverjar hafa 8 stig eftir fjóra leiki, síðan koma Búlgarir með 6 stig eftir 5 leiki, Albanía með 2 stig eftir fimm leiki og loks Finnland með ekkert stig eftir 6 leiki. enda ferðina á keppni fyrir hönd UMFÍ á landsmóti dönsku ung- mennafélaganna. Ferð þessi er liður i undirbún- ingi UMSB fyrir þátttöku í lands- móti UMFÍ sem haldið verður á Akureyri dagana 10.—12. júlí í sumar, þar sem borgfirskt íþrótta- fólk ætlar sér stóran hlut og fyrir þátttöku UMSB í 1. deildarkeppn- inni í frjálsum íþróttum sem verður á Laugardalsvelli í haust, en UMSB er sem kunnugt er eina héraðssambandið í 1. deildinni sem keppir þar á meðal sterkustu frjálsíþróttafélaga landsins og ætlar sinn hlut ekki minnstan þar. Undirbúningur utanferðarinnar hefur staðið í allan vetur undir stjórn Ingimundar Ingimundar- sonar héraðsþjálfara hjá UMSB og frjálsíþróttanefndar sam- bandsins. Hefur frjálsíþróttafólk- ið sjálft safnað drjúgt upp í fargjaldið á ýmsa vegu, m.a. með áheitahlaupi um Borgarfjörð í vor. Frést hefur af Danmerkurför- unum og eru íþróttaaðstæður all- ar hjá þeim sagðar frábærar. HBj. Slakur leikur Noregs og Sviss Sigurvegararnir í Pierre Robert-keppninni. Gylfi er lengst til hægri, Sigurjón i miðjunni og Sigurður Hafsteinsson lengst til vinstri. I.jósm, Óskur Sapm. Norðmenn og Svisslendingar skildu jafnir i 4. riðli undan- keppni HM i Osló i fyrrakvöld og var mál manna að leikurinn hafi verið afspyrnu slakur. Lokatölur urðu 1 —1 og jöfnuðu Norömenn ekki fyrr en á 88. minútu leiks- ins. í hálflcik stóð 0—0. í fyrri hálfleik mátti vart milli sjá hvort liðið væri slakara, en snemma í síðari hálfleiknum virt- ust Norðmenn vera að vakna af dvalanum, einmitt þegar Sviss- lendingar skoruðu mark sitt. Bar- beris var þar á ferðinni á 65. mínútu leiksins eftir snjalla sendingu frá Zwicker. Norðmenn virtust hreinlega rotast við mark- ið og jöfnunarmarkið kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum tveimur mínútum fyrir leikslok, en þá skallaði varamaðurinn Davidsen í netið eftir góðan undir- búning þeirra Einars Aas og Tom Lunds. Eftir leikinn er staðan í riðlin- um sú, að England hefur 7 stig eftir sex leiki, Rúmenía hefur 6 stig eftir fimm leiki, Ungverja- land hefur 5 stig eftir 4 leiki, Sviss 4 stig eftir 5 leiki og Noregur 4 stig eftir 6 leiki. Næsti leikurinn í riðlinum er viðureign Noregs og Englands i Osló 9. september næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.