Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 Lendingakeppni á Akureyrarflugvelli: Einkaflugmaðurinn sló atvinnumönnunum við Ágúst Ásgeirsson I ngur og tiltölulega nýút- skrifaöur einkaflugmaAur, Haukur Jónsson, skaut ollum öðrum ref fyrir rass í lendingakeppni, sem flugskóli Akureyrar efndi til á Akur- eyrarflugvelli. Alls mættu 23 keppendur til leiks á átta flugvélum, og voru atvinnu- menn meóal keppenda, en þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir einkaflugmanninum að þessu sinni. Lendingakeppnin var þrí- skipt, þ.e. keppendur þurftu að leysa þrenns konar lend- ingar af hólmi, marklend- ingu, nauðlendingu, og lend- ingu yfir hindrun. Hlutu keppendur misjafnlega mörg refsistig eftir því hversu langt frá marklínu þeir lentu. Haukur Jónsson, sem flaug Piper Tomahawk, TF- JMF, hlaut fæst refsistig, eða 81 og hlaut því til varð- veizlu veglengan far- andbikar sem Flugfélag Norðurlands gaf til keppn- innar. í ððru sæti varð Viðar Garðarsson, einnig einka- flugmaður, á Piper Warrior, TF-PIA, með 103 refsistig, og þriðji varð Gunnar Karlsson flugstjóri á Rallye 220 Minerve, TF-OSK, með 172 refsistig. Keppendur voru flestir frá Akureyri, en ein keppn- isvélanna var úr Reykjavík. Meðal keppnisvéla var TF- KEA, heimasmíðuð vél Húns Snædal. Að sögn kunnugra ríkti mikill íþróttaandi meðan á keppn- inni stóð, en hún stóð á sjötta tíma með matarhléi. Þótti mótið takast með ágætum undir röggri stjórn Finnbjörns Finnbjörnsson- ar flugmanns, sem hafði veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd keppninnar. Fyrirhugað er að halda framvegis lendingakeppni af þessu tagi á Akureyri, um fyrstu helgi júnímánaðar. Húnn Snædal á TF-KEA undirskýtur á TF-KEA, flugvél sem hann smíðaði sjálfur og reynst hefur vel. I.jósm. I’t'lur I*. Johnsnn. Einn keppendanna kemur of lágt inn yfir hindrun, svo slaka varð á bandinu. Fyrir það eru veitt mörg refsistig, og þeir sem þannig fljúga eiga litla möguleika í keppni af þessu tagi. Sigurvegarinn í lendingarkeppninni, Haukur Jónsson, um það bil að snerta í einni lending- unni á Piper Tomahawk, TF-JMF. •> 1 Super-Cub svífur rétt yfir flugbrautinni inn á lendingarsvæðið. | J«s,n •’é,ur J,,hnson- Neskaupstaður: íbúðir fyrir aldraða í Haustið 1979 var hafin bygging á 12 íbúðum fyrir aldraða á vegum Nes- kaupstaðarbæjar. I*etta verða 4 hjóna- íbúðir, 5V/2 fermetri að stærð, og 8 einstaklingsíbúðir, 38'/2 fermetri hver íbúð. I íbúðunum er setustofa, svefn- herbergi, eldunaraðstaða, bað og einnig fylgir geymsla hverri íbúð. ByKRt er á lóð Fjórðungssjúkra- hússins og verða íbúðirnar tengdar við það með tengibyggingu. Sjúkra- húsið mun sjá fólkinu fyrir ein- hverri þjónustu, en samt er ætlazt til þess að hver íbúð verði sjálfstætt heimili. Þarna verður stór sameig- inleg setustofa, auk þess verður vinnusalur fyrir föndur og tóm- stundir og aðstaða til minni háttar vinnu. Einnig er fyrirhugað að þarna verði dagvistun aldraðra, þar byggingu sem þeir geti komið saman og stytt sér stundir í þessum sameiginlegu vistarverum. Áætlað er að gera húsið fokhelt í haust, en nú er búið að steypa báðar hæðir þess, en þak- ið er eftir. Áætlaður byggingar- kostnaður var um 6 milljónir í september 1981 miðað við allt full- frágengið. Verktaki er byggingarfé- lagið Byggð hf. og formaður bygg- ingarnefndar er Stefán Þorleifsson. Dýralæknar skera ekki fólk Um ráðherravald og hreppapólitík Eftir Stefán Stefánsson og Sól- veigu H. Jónsdóttur VIÐ undirrituð hjón urðum fyrir sérstæðri reynslu fyrir skömmu. Við höfðum sótt um störf vita- varða við Galtarvita sem auglýst voru laus til umsóknar. Eftir athugun vitamálastjórn- ar á umsóknum mælti hún með okkur til samgönguráðuneytisins sem gefur „lokastimpil" á ráðn- ingu til slíkra starfa. Undir eðli- legum kringumstæðum skilst okkur að ráðuneytin samþykki slíka pappíra tilfæringalítið, þeir eru jú komnir frá þeim embættis- mönnum sem kunnugastir eru viðkomandi málefnum. En slík varð ekki raunin á í þessu tilviki. Okkur var vikið til hliðar og störfin fengu skipstjórahjón að vestan. Nú er ekki ætlun okkar að hallmæla þeim sem slíkum í nokkru, þekkjum þau enda ekk- ert. Hitt veldur okkur undrun að ráðuneytisráðmennskan skuií virða að vettugi menn með ítar- lega þekkingu á þeim sviðum er falla mjög vel að umræddum störfum og staðháttum, en velji aðra sem hafa síður. Okkur er þó ljóst að tíðum hefur fólk valist til ábyrgðarstarfa lítt eða misjafn- lega menntað en farnast á stund- um fullt eins vel og þeim sem koma veifandi pappírum. En eins og starfsgreinum og kröfum í þeim er varið í dag héld- um við þó að í heiðri væru haldn- ar aðrar og fastari reglur heilla- vænlegri á jafnaðargrundvelli. Við nefnum þetta því að á um- ræddum vita er talsverður véla- og tækjabúnaður sem lýtur að ör- yggi sæfarenda með meiru. Stað- urinn er mjög afskekktur og erf- itt um samgöngur í misjöfnum veðrum. Því mætti ætla að áríð- andi væri að hafa á staðnum sem hæfasta aðila til úrlausnar á því sem úrskeiðis gæti farið. Ekki að- eins öryggisins vegna heldur og pyngju skattborgaranna vegna. Það er kostnaðarsamt að gera út viðgerðarmenn á slíka staði og ekki síður lækna ef þarf. Það er okkar álit að yfirvöldum beri að sýna fordæmi í svona vali fremur en hið gagnstæða. Það eru nú einu sinni þeir sem setja regiugerðirnar. Eða á aðeins að kyngja mögl- unarlaust hreppapólitíkinni og bitlingum sem viðgangast mis- kunnarlaust í íslensku þjóðlífi og láta sér fátt heilagt. Það skyldi þó aldrei vera. Við sem hérna möldum í móinn erum þá líkast til einhver viðundur. Vonandi eru þó til einhver svör við þessu öllu hjá viðkomandi ráðherra sem gaman væri þá að sjá hér á prenti. Ef ekki, — þá fara dýra- læknar í „réttum kjördæmum" væntanlega að skera fólk innan tíðar. Stefán Stefánsson, vélfræðingur. Sólveig H. Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.