Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 15 Míínchen: Síamstvíbur- ar aðskildir Munrhen, V ÞýskaUndi, 22. júli. AP. SÍAMSTVÍBURAR, sem voru I samvaxnir á maga og öxlum, voru adskildir á sjúkrahúsi há- skóla í Miinchen, segir i tilkynn- ingu þaðan í morgun. Aðgerðin mun hafa tekist vel. í tilkynningunni kemur fram, að aðgerðin átti sér stað á sjúkrahúsi Ludwig Maxim- ilian-háskólans fyrir þremur vikum á svokallaðri barna- skurðstofu. Allt mun hafa gengið samkvæmt áætlun og tvíburarnir munu vera við góða heilsu. Ekki komu fram í tilkynn- ingunni nánari upplýsingar um tvíburana, hvorki um aldur þeirra né kyn. Pólverj- ar flýja Vinarborg, 22. júli. AP. FJÓRIR Pólverjar flýðu í þyrlu til Austurríkis í dag og lentu henni í útjaðri Vínarborgar. Þykir mesta mildi að þyrlan skyldi komast leiðar sinnar vegna þess aö mikið þrumu- veður var á leiðinni. Lögreglan hefur ekki skýrt frá því hvort mennirnir fjórir séu óbreyttir borgarar eða hermenn. Voru þeir teknir í vörslu lögregl- unnar og ekki skýrt nánar frá málsatvikum að svo stöddu. London, 22. júlí. AP. COLIN Smith, sem útnefndur var í gær yfirmaður nýrrar öryggis- deildar í Buckingham-höll, tók við embætti í dag. Smith, sem er 41 árs, er yngsti maðurinn í sögu brezku lögreglunnar, sem út- nefndur er aðstoðaryfirmaður Lundúnalögreglunnar. Smith tekur við embætti í kjölfar tveggja hneykslismála er vörðuðu öryggi konungs- fjölskyldunnar. Hans fyrsta verkefni var að áminna einn undirmanna sinna fyrir kæru- leysi í starfi, en lögreglumaður- inn var með 50 óvarin byssuskot í aftursæti bifreiðar sinnar þeg- ar hann mætti til vinnu. Hafði hann gleymt skotfærunum í aftursætinu eftir skotæfingu fyrr um daginn, og ekki þótti bæta úr skák að sérstakur Jozef Glemp hyggju að vera við öllu búin, þrátt fyrir tilkynninguna í gær um, að látnir yrðu lausir a.m.k. 1,000 manns, sem nú eru í haldi vegna skoðana sinna, og mikill aukamannafli var sendur út til að hafa gát á almenningi í höfuð- borginni. Ótti yfirvalda við stórar sam- komur er talin vera ein meginást- æðan fyrir frestun á komu páfa til landsins, en hann hafði haft í hyggju að taka þátt í hátíðar- höldum vegna þess að 600 ár eru liðin síðan komið var með til landsins mynd af meynni frá Czestova, sem er helgasta trúar- tákn Pólverja. Jozef Glemp, erkibiskup, sneri í dag heim úr heimsókn sinni til páfa og sagði að hátíðarhöldun- um við staðinn, þar sem trúar- táknið er geymt, verði frestað þangað til páfi geti verið við- staddur. Þeim hefur nú formlega verið frestað til ársins 1983. leitarhundur lögreglunnar fann ekki skotin. Þegar William Whitelaw inn- anríkisráðherra tilkynnti skip- an Smiths í embætti drottn- ingarvarðar, skýrði hann jafn- framt frá að stofnuð hefði verið sérstök öryggisdeild innan lög- reglunnar, sem sinna myndi ör- yggisgæzlu við hirðina. Lýtur deildin beint undir lögreglu- stjórann í Lundúnum. Whitelaw sagði að héðan í frá yrði sérstakur lögregluvörður við íbúð drottningar allan sól- arhringinn, jafnframt hefðu miklar breytingar verið gerðar á reglugerðum um neyðarvið- brögð í höllinni, og loks hefði verið skipuð fastanefnd til að fjalla um öryggismál við hirð- ina. Bilbao: Tveir liðsfor- ingjar særðust í sprengingu Bilbao, Spáni, 22. júlí. AP. HAFT ER eftir lögreglunni, að tveir liösforingjar úr hernum, lautinant og kapteinn, hafi hlotið sprengjusár er sprengja sprakk í nánd við bifreið þeirra, er þeir voru á leið í herbúðir sínar í bænum Munguia. Lögreglan segir að um hafi ver- ið að ræða handsprengju og hafi hún rétt strokist við bílinn. Ekki var nánar getið um fjölda liðsfor- ingja í honum. Bifreið þessi fer þennan sama veg daglega, en talið er að liðs- menn aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, eigi þarna hlut að máli. Aðskilnaðarhreyfingin er talin ábyrg fyrir allt að 400 pólitískum morðum síðan árið 1968, en þau eru liður í aðgerðum þeirra til að knýja fram sjálfstæði Baskalands. Á þessu ári hafa 22 látið lífið fyrir málstað þeirra. Tukmakov tapaði Ias Palmu, 22. júlí. AP. SOVÉZKI stórmeistarinn Vladim- ir Tukmakov, sem verið hefur efstur á millisvæðamótinu i skák á Kanaríeyjum, tapaði í dag fyrstu skák sinni á mótinu fyrir Pinter frá Ungverjalandi. Tukmakov og Smyslov deila nú efsta sætinu á mótinu, en Smyslov sigraði í dag Mestel frá Englandi. Önnur úrslit á mótinu urðu í dag þau að Larsen vann Neto, en Ribli og Karlsson gerðu jafn- tefli og sömuleiðis Bouaziz og Suba. Skák Timmans og Psakh- is og skák Brownes og Petrosj- ans fóru í bið og þóttu báðar jafnteflislegar. Staðan i mótinu eftir átta umferðir er þannig að Tuk- makov og Smyslov hafa 5,5 vinninga, Ribli og Mestel 5, Suba og Larsen 4,5, Timman og Petrosjan 4 vinninga og bið- skák, Bouaziz 4, Pinter 3,5, Browne 2,5 og biðskák, Neto og Karlsson 2,5 og Psakhis 2 vinn-. inga og biðskák. Pólland: Fólk safnast saman í trássi við herlög Varsjá, Póllandi, 22. júlí. AP. PÓLSK yfírvöld hertu í dag allar öryggisráðstafanir til muna vegna hátíðahalda í tilefni þess, að 38 ár eru liðin síðan kommúnistar komu til valda í Póllandi. Hundruð Pólverja virtu að vettugi þau ákvæði í herlögunum, sem banna samkomur á götum úti og söfnuðust saman utan þeirra staða þar sem herinn gekk um götur fánum skrýddur. Konur og börn voru þar í mikl- um meirihluta og söfnuðust sam- an við torgið þar sem ávallt er blómum skrýddur kross í minn- ingu Stefan Wiszynski kardinála. Kross þessi er merki um andstöð- una gegn herlögunum í landinu, en hann hefur verið fjarlægður af yfirvöldum nokkrum sinnum, en alltaf verið kominn á sinn stað nokkrum stundum síðar. Hann var fjarlægður nú síðast í gær- kvöldi. „Ég vonaðist til að þeir dirfð- ust ekki að gera það aftur," sagði kona nokkur sem stóð með tárin í augunum á torginu í morgun. „Ég var að vona að þeir bæru ein- hverja virðingu fyrir krossinum og fólkinu.“ Mjög róstusamt hefur verið í Póllandi síðan á þjóðhátíðardeg- inum, 22. júlí 1980, er verkföll hófust í fyrsta skipti, en yfirvöld- um tókst að forða neyðarástandi á þjóðhátíðardeginum á síðast- liðnu ári. Yfirvöld höfðu greinilega í Nýr drottningar- vörður tekur við SVEFNHERBERGISHUSGÖGN Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin aftur í miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum geröum. KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 - 37144. ÍSLANDS Lestun í eriendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Goðafoss 23. júli Fjallfoss 26. júli Mare Garant 6 ágúst Santiago 16. ágúst Mare Garant 30. ágúst NEW YORK Fjallfoss 28. júli Mare Garant 9. ágúst Santiago 18. ágúst Mare Garant 1. sept. HALIFAX Goöafoss 27. júli Hofsjökull 12. ágúst BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Alafoss 26. júli Eyrarfoss 2. ágúst Alafoss 9. ágúst Eyrarfoss 16. ágúst ANTWERPEN Alafoss 27. júlí Eyrarfoss 3. ágúst Alafoss 10. ágúst Eyrarfoss 17. ágúst FELIXSTOWE Alafoss 28. júlí Eyrarfoss 4. ágúst Alafoss 11. ágúst Eyrarfoss 18. ágúst HAMBORG Alafoss 29. júli Eyrarfoss 5. ágúst Alafoss 12. ágúst Eyrarfoss 19. ágúst WESTON POINT Helgey 3. ágúst Helgey 17. ágúst NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 2. ágúst Mánafoss 16. ágúst KRISTIANSAND Laxfoss 4. ágúst Lagarfoss 18. ágúst MOSS Dettifoss 27. júli Laxfoss 3. ágúst Dettifoss 10. ágúst Lagarfoss 17. ágúst GAUTABORG Dettifoss 28. júli Mánafoss 4 ágúst Dettifoss 11. ágúst Mánafoss 18. ágúst KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 29. júli Mánafoss 5. ágúst Dettifoss 12. ágúst Mánafoss 19. ágúst HELSINGBORG Dettifoss 30. júli Mánafoss 6. ágúst Dettífoss 13. ágúst Mánafoss 20. ágúst HELSINKI Laxfoss 28. júli Lagarfoss 11. ágúst Laxfoss 24. ágúst GDYNIA Laxfoss 30. júli Lagarfoss 13. ágúst Laxfoss 26. ágúst HORSENS Laxfoss 2. ágúst Lagarfoss 16. ágúst Laxfoss 30. ágúst THORSHAVN Dettifoss 19. ágúst VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga »rá tSAFIROI alla þriöiudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.