Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 29 12 leikmenn eru nú komnir í „Klúbb-100 ii „KLÚBBUR 100“ er merkilegur klúbbur. í honum eru þeir leik- menn sem leikið hafa 100 lands- leiki í knattspyrnu eða fleiri. í HM-keppninni á Spáni á dögunum komust þrir leikmenn í klúbbinn. Voru það ítalski markvörðurinn Dino Zoff, sem nú hefur leikið 106 leiki, Pólverjinn Gregorz Lato, með 103 leiki, og Nýsjálendingur- inn Brian Turner, sem er lang minnst þckktur af þessum köpp- um. Hann hefur nú leikið 102 leiki fyrir land sitt. Fyrir keppnina á Spáni höfðu að- eins níu menn í heiminum leikið 100 landsleiki eða meira, flestir frá Englandi, eða þrír. Annars leit listinn yflr meðlimi klúbbsins þannig út: 1. Björn Nordquist, Svíþj. 115 2. Bobby Moore, Engl. 108 3. Bobby Charlton, Engl. 106 4. Dino Zoff, ftalía 106 5. Billy Wright, EngL 105 6. Torbjörn Svendsen. Nor. 104 7. Franz Beckenb. V-Þýskal. 103 8. Gregorz Lato, Póll. 103 9. Kazimierz Deyna, Póll. 102 10. Brian Turner, Nýja-Sjál. 102 11. Josef Boszik, Ungv.l. 100 12. J.V. Filho, Brasilía 100 Vinnur Littbarski sér inn 2.000 kr.? PIERRE Littbarski, hinn lipri út- herji 1 FC Köln og v-þýska landsliðs- ins hefur nú möguleika á að vinna sér inn rúmar 2.000 krónur, á máta sem allir koma til með að hafa gam- an af, nema kannski Rinus Michels, þjálfari hans. 1‘annig er mál með vexti að Frans Beckenbauer hefur heitið því að senda honum ávísun upp á fyrrgreinda upphæð, ef hann bregði örlítið á leik í „Bundeslig- unni“. Vill „Keisarinn" að Littbarski plati línuvörð eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu. Renni boltanum öðru megin við hann, rétt innan við hliðarlínuna, hlaupi sjálfur utan við hann, komi svo inn á aftur og haldi áfram með boltann. Hugmyndina fékk Frans er þeir Littbarski komu fram saman í sjónvarpsviðtal. A minni myndinni er Littbarski staddur í dyrum hótels v-þýska landsliðsins er það var í æfinga- búðum fyrir HM-keppnina á Spáni. A miðanum sem hann bendir á stendur: „Vinsamlega 0 0 ónáðið ekki. Við gefum ekki eig- inhandaráritanir við dyrnar. Takk fyrir.“ Pétur skoraði tvö mörk í æfingaleik „ÉG ER ánægður hjá nýja liðinu. Öll aðstaða er góð og mér hefur verið Valsmenn unnu 15—0 í BLAÐINU á þriðjudaginn birtum við úrslit þeirra leikja í yngri flokk- unum í knattspyrnu sem við höfðum. Er grannt var skoðað kom i Ijós að fyrirsögnin með úrslitum í fjórða flokki átti ekki við rök að styðjast. Valur hafði greinilega unnið enn stærri sigur. Valsstrákarnir unnu Hauka úr Hafnarflrði með glæsi- brag, skoruðu 15 mörk gegn engu. vel tekið af leikmönnum Antwerpen. Ég hef ekki enn flutt á milli staða og bý því áfram á gamla staðnum og ek um 70 km daglega til að komast á æfingar," sagði Pétur Pétursson er Mbl. spjallaði við hann í gær. — Það eru mjög stífar æfingar hjá liðinu þessa dagana og undir- búningur fyrir keppnistímabilið í fullum gangi, enda stutt í að deiid- arkeppnin hefjist. Við erum búnir að leika einn æfingaleik og tókst mér að skora tvö mörk. Eg er óðum að komast í æfingu. Reynd- ar varð ég fyrir því óhappi að lærvöðvi tognaði og varð ég að hvíla mig í tvo daga og er nú að ná mér, sagði Pétur. — ÞR. Selfoss: Mikið um að vera á íþrótta- sviðinu í bænum um helgina MIKIÐ verður um að vera á íþrótta- sviðinu á Selfossi um helgina. Nú er hafln þar umfangsmikil keppni sjötta aldursflokks i knattspyrnu og á laugardag hefst meistaramót ís- lands i frjálsum íþróttum og stcndur það í tvo daga. 10 lið taka þátt i umræddri knattspyrnukeppni, skipuð drengj- um 10 ára og eldri. Eru það því um 130 strákar sem verða með. Keppnin hófst í gær og stendur fram á mánu- dag, en liðin sem þátt taka í mótinu eru: A Selfoss, B Selfoss, C Selfoss, A ÍA, B ÍA, A Týr, B Týr, ÍBK, Grótta og Víkingur. Leikið verður á aðalvellinum á Selfossi og einnig í Þrastarskógi. En það er meira fyrir strákana að gera en að spila fótbolta þessa daga á Selfossi. Mótið er með nokkurs konar sumarbúðaívafi og er skipulögð dagskrá fyrir þátt- takendurna alla daga frá kl. 9.00—23.30. Selfyssingar sjá um að þeir hafi nóg fyrir stafni þegar ekki eru leikir og má þar nefna að á kvöldin eru kvöldvökur eða ýms- ar uppákomur, eða þá að hópnum er boðið í kvikmyndahús. Greinilega er mjög vel að þess- ari keppni staðið og eiga Selfyss- ingar lof skilið fyrir þetta framtak sitt. íþróttaáhugi hefur aukist mikið á Selfossi undanfarið og aðsókn að íþróttamiðstöðinni í bænum, sem tók til starfa á síðastliðnu sumri varð þegar mikil. í ljósi þessa hef- ur verið ákveðið að starfsemi miðstöðvarinnar verði fastur liður og góð aðstaða verði bætt og öll skipulagning byggð á reynslu. Eins og áður sagði verður meist- aramót Islands í frjálsum íþrótt- um einnig haldið á Selfossi um helgina, á laugardag og sunnudag. Er það mjög fjölmennt mót, þann- ig að ætla má að um 300 íþrótta- menn verði við keppni í bænum um helgina. 1. deild: Staðan með ólíkindum jöfn TÓLFTA umferðin í I. deild fs- landsmótsins í knattspyrnu fer fram um helgina. Keppnin í deildinni er núna mjög tvísýn og hver leikur er óvenju þýðingarmikill. Efsta liðið í deildinni, Víkingur, leikur á morgun laugardag við IBÍ á útivelli. IBV, sem er í öðru sæti, leikur gegn KR á Laugardalsvcllinum. Staðan í 1. deild er þessi fyrir tólftu umferðina. Víkingur ÍBV UBK KR KA Valur Fram ÍA ÍBÍ ÍBK 10 10 11 11 11 11 17—11 15—10 14—14 7— 9 11—11 10—11 10 3 3 4 11 — 10 11 3 3 5 11 — 13 11 3 3 5 14—17 10 3 3 4 7—11 14 13 12 11 10 10 9 9 9 9 2. deild: Þróttur R og Njarðvík leika í Laugardalnum í kvöld kl. 20.00 í kvöld kl. 20.00 leika Þróttur R og Njarðvík á Laugardalsvcllinum. Þetta er fyrsti leikurinn í elleftu um- fcrð í 2. deild. Lið Þróttar er enn taplaust í 2. deild en hefur hinsvegar gert fjögur jafntefli. Liðið er í efsta sæti með 16 stig. Lið þau sem leika saman í elleftu umferðinni eru þessi: Skallagrímur — Fylkir, Einherji — Völsungur, lmr A — Þróttur N og Reynir S — FH. Staðan í 2. deild eftir 10 umferðir er þcssi: Þróttur R 10 6 4 0 15— 4 16 Reynir S 10 5 2 3 15— 8 12 FH 10 4 4 2 13—12 12 l*ór AK. 10 3 5 2 16—11 11 Njaróvík 10 4 3 3 17—17 11 Fylkir 10 1 8 1 10—11 10 Völsungur 10 3 3 4 10—11 9 Einherji 10 3 2 5 14—17 8 Þróttur N. 10 2 3 5 5—11 7 SkallagrímurlO 1 2 7 8—21 4 mm Leiðrétting vegna skrifa um meistarmót Golfkl. Ak. í FYRRADAG, miðvikudag 21. júlí, birtist grein eftir MÞ. um meistara- mót Golfklúbbs Akureyrar, og var þar m.a. sagt að af ókunnum ástæð- um hafi 3. flokknum verið sleppt, gegn vilja margra, og að einnig hafi vantað marga frambærilega spilara. Jónína Pálsdóttir, formaður kapp- leikjanefndar hafði samband við grcinarhöfund, og vildi leiðrétta framangreindan misskilning. Sagði Jónína að breyting þessi væri gerð í fullu samráði við stjórn klúbbsins, svo og keppend- ur alla, enda gerð með hag kepp- enda í huga. Þannig hefðu einung- is tveir menn spilað í meistara- flokki, og einn í öðrum flokki, hefði breytingin ekki verið gerð. „Klúbbarnir hafa fullt leyfi til að breyta út frá reglugerðum um landsmót Golfsambandsins, og þegar klúbbarnir hafa svo fáa meistaraflokksmenn eru forráða- mennirnir tilneyddir til að gera eitthvað," sagði Jónína. Hún sagði ennfremur: „Varð- andi gæði mótsins, hafa þeir kepp- endur sem fremstir voru, unnið flest öll mót sumarsins til þessa og eru því sterkustu menn klúbbs- ins.“ Undirritaður þakkar Jónínu ábendingarnar og vonar að hann þurfi ekki á fleiri slíkum að halda í náinni framtíð. MYNDAVÉLAR LANDSINS MESTA ////Q+ ÚRVAL cf/////,; G0Ð GREIÐSLUKJ0R & . ILJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F.I LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SÍMI85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.