Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 32
Síminná QQflQQ afgreéösJunni er OOUOO Jfflorgmibfobtö . Þú manst’eftir MTNITED 4. ágúst á Laugardalsvelli SHARP * VALUR FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 Tillögur Steingríms og framsóknarmanna: Rætt er um 6—6,5% hækk- un fiskverðs utan skipta MEÐAL hugmynda framsóknarmanna um aðgerdir í efnahagsmálum er 10 I til 12% breyting á gengi, en þar sem verulegar birgðir eru til í landinu, sérstaklega af skreið, á að nýta þann gengismun, sem myndast til þess að bæta stöðu útgerðarinnar í bönkum og stofnlánasjóðum. Mun sá munur vera | verulegur. Þá er einnig rætt um fiskverðshækkun fram hjá skiptum á bilinu 6 til 6,5%, sem svara myndi til þess að olíugjald yrði komið upp í 13,5% eða þar um bil. Gervitungla- sendingar til Islands í næsta mánuði Hljómbær hefur fest kaup á loftneti í Svíþjóð FYRSTA loftnetið til móttöku á al- mennum sjónvarpssendingum frá gervitunglum verður sett upp á ís- landi í næsta mánuði. l’að er fyrir- tækið Hljómbær við Hverfisgötu, sem hyggst koma þessum búnaði upp, en hann kemur frá sænska fyrirtækinu Luxor. Þorvaldur Sigurðsson hjá Hljómbæ sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að loftnetið, sem þeir hefðu fest kaup á væri þrjú gígarið og þrír metrar í þvermál og yrði því komið upp við verzlunina við Hverfisgötu. Þorvaldur sagði að sérfræðingar Luxor teldu lítil vandkvæði á að ná sendingum hér á landi frá að minnsta kosti 3 til 4 sjónvarps- gervitunglum, sem nú væru á sveimi. Mætti þar nefna rússnesk- an sjónvarpshnött sem sendi út á 35 til 36 desibelum og ættu sendingar frá honum að nást vel. Ennfremur ættu að nást send- ingar frá frönskum sjónvarps- hnetti, sem sendi til Afríku. Send- ingar þess hnattar sæjust vel í Svíþjóð og segðu sérfræðingar Luxor að þar að leiðandi ættu sendingar frá honum að nást vel á íslandi. Þá mætti nefna brezkan tilraunasjónvarpshnött, en send- ingar frá honum væru það veikar, að ekki væri víst að myndir frá honum sæjust greinilega á Reykjavíkursvæðinu. Móttökuloftnetið, sem Hljóm- bær hefur fest kaup á, kostar um 30 þúsund sænskar krónur og kvað Þorvaldur að við það mætti tengja eins mörg sjónvörp og frekast vildi, það væri að segja að sjón- varpskerfið væri samtengt á milli húsa. ÍJRELTUR tækjabúnaður og gam- aldags vinnubrögð var viðkvæðið hjá flugumferðarstjórunum í flug- turninum á Reykjavíkurflugvelli er Morgunblaðið heimsótti þá í gær. IJmmæli þeirra eru meira en orðin tóm því flugturninn er með ónýtan radar og fjarskiptatækin eru göm- ul lampatæki, sem löngu eru orðin úr sér gengin. Blað, blýantur og Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, myndi slík ráðstöfun valda stór- átökum milli útvegsmanna og sjó- manna, en sjómenn telja sig hafa reiknistokkur er sá útbúnaður sem stuðst er við. I samtölum við flugumferðar- stjóra, m.a. þann sem var í sam- bandi við vélina TF-FJH augna- bliki áður en hún fórst, kom glögglega í ljós, að afstýra hefði mátt slysinu hræðilega ef not- hæfur radar hefði verið til stað- ar. „Menn eru löngu hættir að treysta á hann,“ sagði Hallgrím- loforð sjávarútvegsráðherra, Steingríms Hermannssonar, fyrir því, að olíugjald verði fellt niður með öllu. Hins vegar hefur Steingrímur Hermannsson verið ur Sigurðsson og vitnaði þá til radarsins. Það vekur undrun að jafn nauðsynlegt tæki og radar, sem hver einasti togari er útbúinn og þykir ekki neitt tiltökumál, skuli ekki fyrirfinnast innan veggja húss, sem stjórnar meginhluta innanlandsflugs. Enn meiri undrun vekur að heyra að starfs- menn skuli hafa þurft að berjast fyrir slíku tæki í 3 ár án árang- urs. Bentu þeir á að sá radar, sem nú er í notkun, hefði ekki fengist fyrr en fjöldauppsagnir flugumferðarstjóra lágu fyrir. „Auðvitað vantar hér nauð- synlega radar, en það er nú einu sinni svo, að menn taka ekki við sér fyrr en í óefni er komið. Þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum haft góðan radar hér í turninum," sagði Hallgrímur. Sjá miðopnu. að viðra þessar hugmyndir innan I stjórnarliðsins og hafa þær fallið í góðan jarðveg meðal alþýðu- bandalagsmanna og einkum þá til- | Gísli á Uppsölum fær rafmagn ÞESSA dagana er verið að leggja rafmagn í Selárdal i Ketildala- hreppi í V-Barðastrandarsýslu. Meðal þeirra, sem ætla að fá rafmagn í hús sín, er Gísli bóndi á Uppsölum, en hann þekkja flestir fslendingar eftir sjón- varpsþátt Ómars Ragnarssonar um sl. áramót og grein Árna Johnsen í Mbl. fyrir nokkrum árum. Gísli hefur tjáð nábúum sín- um að honum finnist allt í lagi þótt hann þurfi að borga á milli 7.000 og 8.000 krónur í heimtaugargjald. Þá hefur hann sagt, að hann muni fá sér suðuhellu og ljós í húsið, en hins vegar mun hann ekki hafa mikinn áhuga á að fá sér önn- ur heimilistæki. lagan um hækkun fiskverðs utan skipta. Þó munu deilur innan Al- þýðubandalagsins um þá tillögu. Steingrímur Hermannsson mun einnig hafa viðrað hugmyndir um niðurgreiðslu á olíu og virðist svo sem sú tillaga eigi stuðning víðar. Sjómönnum lízt hins vegar ekki vel á slíka niðurgreiðslu, því að sé farið að greiða niður svo fyrir- ferðamikinn kostnaðarlið í rekstri útgerðar, telji þeir slíkt ekki geta staðizt til frambúðar. Slíkur kostnaðarliður verði að vera á réttu verði, því að ella séu menn komnir í sömu vandkvæðin og t.d. ríkir í landbúnaði, að enginn viti um raunverulegan kostnað hlut- anna. Skeiöarársandur: Undirbúa borun í „gullskipið“ Gullleitarmenn á Skeiðarársandi hafa nú frestað um sinn frekari greftri með krana og vélskóflu á leit- arstað, þar sem þeir leita hollenska skipsins. Skjaldarraerki Amsterdam- borgar, en vegna þess hve mikið hrundi sífellt úr börmum holunnar komust þeir ekki nema niður á 7 metra dýpi með kranakjaftinum. Er holan nú um það bil 20x40 metrar í þvermál á yfirborðinu, en milli 6 og 7 metrar á dýpt í miðj- unni. Segulmæling hefur stöðugt aukist eftir því sem neðar dregur, en leitarmenn vinna nú að því að gera kláran sérstakan bor, sem þeir hafa smíðað. Munu boranir hefjast í næstu viku ef vel gengur, en á meðan bíða tækin á leitar- staðnum á eyri milli hafs og Skeiðarár. Engin skýring á slysinu fundin „ÞAÐ hefur ekkert nýtt komið í ljós, sem varpað gæti ljósi á til- drög slyssins," sagði Karl Ei- ríksson, sem hefur yfirumsjón með rannsókn flugslyssins við Kistufell, er Morgunblaðið ræddi við hann. Sagði Karl að unnið hefði ver- ið áfram að gagnasöfnun, en enn ætti margt eftir að koma í leit- irnar og útilokað væri að leiða getum að því, sem gerst hefði á þessu stigi málsins. Flugturninn á Reykjavíkurflugvelli: Ureltur tækjabúnaður og gamaldags vinnubrögð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.