Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 21 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa islendingi til háskólanáms í Japan námsárió 1983—84 en til greina kemur aö styrktimabil veröi framlengt til 1985. Ætlast er til aö styrkþegi hafi lokiö háskólaprófi eöa sé kominn nokkuó áleiöis i háskólanámi. Þar sem kennsla viö japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaöa skeiö. Umsækj- endur skulu ekki vera eldri en 35 ára. — Umsóknir um styrkinn, ásamt staöfestum afritum prófskírteina, meömælum og heilbrigöis- vottorö, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 20. ágúst n.k. — Sérstök umsóknareyöublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráóuneytió, 20. júli 1982. Hestamót Loga viö Hrísholt, verður haldiö sunnudaginn 1. ágúst. Keppnisgreinar: Gæöingakeppni í A og B flokki. Unglingakeppni, 150 metra skeiö, 250 metra skeiö og 250 metra folahlaup, 300 metra stökk, 300 metra brokk. Gæðingar mæti kl. 10. Kappreiðar hefjast kl. 14.00 meö hópreið og helgistund. Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtu- dagskvöld 29. nk. í síma 99-6816, 99-6864 og 99-6820. Húsnæði og fæði Vill eitthvert gott heimili taka mig í húsnæöi og fæöi. Ég er sautján ára skólapiltur utan af landi og stunda nám í Ármúlaskóla á komandi vetri. Vinsamlegast hringiö í síma 42952. Dósagerðin, Vesturvör 16—20, Kópavogi lokar vegna sumarleyfa starfsfólks frá og með 26. júlí—16. ágúst. Lagerinn verður opinn til afgreiðslu miöviku- dag í hverri viku. Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennta Síöari úthlutun 1982 á styrkjum til útgáfu norrænna bókmennta i þýöingu af einu Noröurlandamáli á annaö fer fram á fundi úthlutunar- nefndar i haust. Frestur til aó skila umsóknum er til 1. október n.k. Tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 8, Reykjavík, en umsóknir ber aö senda til Nabolandslitteraturgruppen, Sekretariatet for nordisk kulturelt sam- arbejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. Menntamálaráóuneytió, 20. júlí 1982. húsnæöi óskast Takið eftir lönaöar- eöa verslunarhúsnæði óskast til leigu eöa kaups, stærð 150—200 fm á góð- um staö í Reykjavík eða Hafnarfirði. Tilboð sendist augld. Mbl. merkt: „H — 2392“ fyrir nk. mánaöamót. Lagerhúsnæði Óskum eftir að taka á leigu lagerhúsnæöi, æskileg stærö 150—200 fm. Nánari upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 83860. Asco sf. Selfoss — Selfoss Ung, reglusöm hjón óska eftir íbúö til leigu á Selfossi. Tilboö sendist augl.deild Mbl. merkt: „Leiga — 2352“. íbúð óskast Ung hjón, læknanemi á 4. ári og kennari, óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúö á leigu, ekki seinna en 1. sept. íbúðin má þarfnast lagfæringar, fyllstu reglu- semi heitiö. Fyrirframgreiösla. Upplýsingar í síma 22031. Verslunarhúsnæði óskast í lengri eöa skemmri tíma. Uppl. á skrifstofu. H.J. Sveinsson hf., Gullteigi 6. Sími 83350. húsnæöi i boöi Húseignin Holtabrún 10, Bolungarvík sem er nýtt einbýlishús 215 fm, meö inn- byggöum bílskúr, er til sölu. Til greina kemur skipti á fasteign í Reykjavík eöa nágrenni. Hagstætt verð ef samiö veröur fljótlega. Upplýsingar í síma 94-7304. Skuttogari til sölu Til sölu er skuttogari, smíöaður í Noregi áriö 1977. Skipið er 299 brúttólestir og hefur 1500 hestafla aöalvél. Það er búiö Brattvaag togvindu og syncro 1010 kerfi. Skipti á minni togara (ca. 110 fet) koma til greina, sé hann ekki of gamall. Nánari upplýsingar veitir: Aalesund Shipping a/s o.a. Devoldsgt. 13, 6000 Aalesund, Norge. Sími 071—25022 (Noregi), telexnúmer 42306. vinnuvélar Bændur Til sölu er blásari H12 og 3ja fasa 10 hp. rafmótor meö skífum, reimstrekkjara og rofa. Lítið notaö og sem nýtt. Uppl. í síma 72341. Minning: Guörún Guðmunds- dóttir frá Melgerði „I>ín náðin öllum nægir.þín nád er gleðin mín. I»aó lífsins storma lægir.er Ijós þitt fegurst skín. Mér hjálpa þér ad hlýða.og hugsa um vilja þinn. I»á engu er að kvíóa, þú ert minn Frelsarinn.“ Guðrún frá Melgerði er farin heim til Frelsara síns, þess Frels- ara, sem hún fyrir löngu hafði sett allt sitt traust á og fengið að reyna í ríkum mæli trúfesti hans og náð, eins og ofanskráðar ljóð- línur m.a. bera vott um, en allur hennar skáldskapur ber vitni um kærleika Guðs og náð þá er hann veitir mönnum í sínum eingetna syni. Er ég sannfærður um að ljóðin hennar hafa orðið mörgum til gleði og blessunar. Fyrir um það bil einu og hálfu ári sat ég við rúm þessarar trú- systur og við ræddum um Jesúm og báðum saman í hans nafni. Það var heilög stund. Þá varð það einnig að ráði að ég læsi upp nokk- ur ljóð eftir hana í útvarp. Af ýmsum ástæðum gat þó ekki orðið af því fyrr en í febrúar sl. Svo er það rétt þegar ég hefi heyrt dán- artilkynninguna í útvarpinu, að hringt er til mín þaðan og mér ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kristján syngur yfða um land KRISTJÁN Jóhannsson söngvari hefur verid á tónleikaferð á Aust- urlandi og Norðvesturlandi að undanförnu og hafa tónleikar hans verið vel sóttir og góður rómur gerður að túlkun lista- mannsins. í stuttu samtali við Morgunblaðið kvaðst Kristján mjög þakklátur fyrir þær frábæru móttökur sem hann hefði fengið hvarvetna. Kristján heldur áfram tón- leikaferð sinni um landið og mun hann syngja á Raufarhöfn í dag, föstudaginn 23. júlí, á Húsavík 25. júlí, á Akureyri 28. júlí og í Vestmannaeyjum 31. júlí. sagt að þetta verði í dagskránni í byrjun næsta mánaðar. Ég er viss um að Guðrún hefir farið með gleði og öryggi til þeirra himnesku bústaða, sem Jesús hafði búið henni. Öllum eftirlifandi gaf hún holl ráð með vitnisburði sínum, sem einnig kom heim við orð Hall- gríms: „í Drottni ef viltu deyja, Drottni þá lifðu hér“. „Á himnum hjá Jesú mitt heimili er. I»ar hjartkærir vinir ei skiljast frá mér. lH*kkist þar ei sorg eða svíðandi sár. Sælunnar heimkynni í.“ (JA) Blessuð veri minning Guðrúnar Guðmundsdóttur. Sigfús B. Valdimarsson ?- - ■ • V'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.