Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 pltrgmniMalíííli Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri ht. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Hofmóður í garð Flugleiða Steinjrrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, fór þess á leit við Flujíleiðir fyrir tveimur árum, í ájíúst 1980, að félagið héldi áfram flugi milli Amer- íku ofí Evrópu í eitt ár Regn opinberum fjárstuðningi frá stjórnvöldum á íslandi og í Luxemborg. Félagið varð við þessum tilmælum, sem síðar voru bundin ýmsum skilyrð- um. Nú leyfir þessi sami Steingrímur Hermannsson sér að nota það sem röksemd í bolabrögðum gagnvart F'lugleið- um, að félagið sé á ríkisstyrk og skuli því bara halda sig á mottunni og ekki vera að agnúast neitt út í embættisfærslu Steingríms Hermannssonar. Þessi hofmóður er með ein- dæmum og sýnir glöggt hið versta í fari stjórnmálamanna, þegar þeir ætla að stjórna með skattpeninga almennings að vopni. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forráðamenn Flugieiða, hvort ástæða sé til fyrir þá að verða lengur við óskum Steingríms Hermannssonar um framhald á Atl- antshafsfluginu, ef formaður Framsóknarflokksins ætlar hvað eftir annað að nota samþykki félagsins við þessum óskum til að gera því óleik. Flugleiðir geta auðvitað afsalað sér þeim styrk sem Steingrímur bauðst til að veita sumarið 1980 og hagað Atlantshafsfluginu með þeim hætti sem fyrirtækið telur skynsamlegt miðað við aðstæður og af- komu félagsins. Steingrími Hermannssyni væri þá vænt- anlega í lófa lagið að veita Arnarflugi styrkinn og fara þess á leit, að það héldi uppi þeirri þjónustu sem formaður Framsóknarflokksins vill að sé á milli Ameríku og Evrópu. Steingrímur Hermannsson hefur hvað eftir annað sýnt, að honum blöskra engin embættisverk sem miða að því að treysta fyrirgreiðslu- og íhlutunarvald ráðherra. Fram- sóknarmenn líta raunar á stjórnmál með það eitt í huga, að þeir geti notað aðstöðuna sem umboð frá kjósendum veitir til að hygla samherjum. Framganga formanns Framsókn- arflokksins í flugmálum, hofmóður hans í garð Flugleiða og tvískinnungur í yfirlýsingum staðfesta, að framsóknar- menn velja ávallt þann kost að efla fyrirgreiðsluvald mis- viturra stjórnmálamanna en þrengja svigrúmið fyrir ein- staklinga og fyrirtæki þeirra. Mannaforráð í flugturni Bandaríkjamenn stóðu straum af smíði nýs flugturns á Keflavíkurflugvelli. Þeir hafa einnig keypt í hann full- komin tæki. Meðferð tækjanna er í höndum íslendinga og hafa þau verið notuð við flugumferðarstjórn á Keflavíkur- flugvelli. Þessi tæki má einnig nota við stjórn á flugi til Reykjavíkurflugvallar. Það hefur ekki verið gert vegna deilu um forræði yfir þeim mönnum sem með tækin eiga að fara. Þessi deila er alls ekki ný af nálinni. Utanríkisráðu- neytið fer með yfirstjórn mála á Keflavíkurflugvelli. Vill flugmálastjóri ekki sætta sig við það. Flugumferðarstjórar frá Reykjavík og Keflavík hafa hist og rætt um nauðsyn- legar ráðstafanir til að unnt sé að taka ratsjána í Keflavík í notkun fyrir Reykjavíkurflugvöll. Til þess þarf í senn viðbótartæki og flugprófanir. Vegna hörmulegs flugslyss hefur þessi langvinna deila um mannaforráð í flugturninum á Keflavíkurflugvelli komist á hvers manns varir. Þessi deila er óþörf vegna skýrra reglna um yfirstjórn mála á flugvellinum. Hún er hins vegar dæmigerð um skrifborðsmál í kerfinu. Flug- málastjóri skaut þessu máli inn á borð yfirmanns síns, Steingríms Hermannssonar, nú í vor, þegar senda átti menn úr Reykjavík til starfa á Keflavíkurflugvelli. Síðan hefur ekkert gerst, þótt formaður Flugráðs líti svo á, að þessi mál liggi alveg skýr fyrir miðað við bréf frá utanrík- isráöuneytinu frá 1973. Flugumferðarstjórar við vinnu sína í flugturninum. Guðlaugur Kristinsson lengst t.v. og Hallgrlmur Sigurðsson er naestur hoi „Menn eru löngu ir að treysta á har — segir Hallgrímur Sigurðsson, flugumferðarstjóri, um ratsjána í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli „HÉR eru ennþá notaðar sömu starfsaðferðir og þegar ég hóf störf fyrir 32 árum. Við notum blað, blý- ant og reiknistokk," sagði Guðlaug- ur Kristinsson flugumferðarstjóri er Mbl. ræddi við hann og nokkra aðra starfsmenn flugturnsins á Reykja- víkurflugvelli í gær, m.a. Hallgrím Sigurösson, sem var í sambandi við vélina TF-FHJ er hún undirbjó lendingu. Flugslysið hræðilega í hlíðum Esju á þriðjudagskvöld hefur valdið óhug á meðal almennings. Umræður hafa spunnist um öryggi flugvéla í aðflugi og margar spurningar hafa ennfremur vaknað. Sumum þeirra verður vafalítið aldrei svarað, en við fræddumst nánar um gang mála í flugturninum. [Jreltur tækjabúnaður „Auðvitað vantar hér nauðsyn- lega radar, en það er nú einu sinni svo, að menn taka aldrei við sér fyrr en í óefni er komið. Þetta hefði aldrei gerst ef við hefðum haft góðan radar hér,“ sagði Hall- grímur. „Við erum búnir að berj- ast fyrir því í ein þrjú ár að fá hingað nýjan radar, en ekki er að sjá að beiðnir okkar hafi borið ár- angur. Það er hlægilegt, að á sama tíma og við erum að fara fram á jafn sjálfsagt öryggistæki og radar, er svo að segja hver ein- asti togari landsins búinn slíku tæki og þykir ekki neitt tiltöku- mál. Hér er stöðug flugumferð, en við höfum ekki nema einn radar, sem er orðinn svo lélegur, að hann dettur úr sambandi þegar síst varir. Menn eru löngu hættir að treysta á hann.“ Ekki er talstöðvakostur þeirra flugturnsmanna betri. Þeir notast við meira en 20 ára gamlar lampa-talstöðvar, sem eðlilega eru farnar að gefa sig eftir stöð- uga notkun. Til vara hafa þeir talstöðvar, sem knúnar eru með rafhlöðum. Fullkomnara er það nú ekki. Við báðum Guðlaug að skýra fyrir okkur hvernig þróunin er eftir að flugvél kemur inn á þeirra umsjónarsvæði. „Turninn sér um allt sjónflug, en aðflugsstjórn sér um allt blindflug. Þegar við höfum ekki lengur með flugvélina að gera af- hendum við hana flugstjórnar- miðstöðinni. Umrædd vél var af- hent okkur þegar hún var stödd yfir Þingvöllum og ekki var að heyra að nokkuð væri athuga- vert.“ „Nei, síður en svo,“ sagði Hall- grímur. Ég var í sambandi við vélina og allt virtist í stakasta lagi. Flugmaðurinn tilkynnti sig yfir Grófarvita og undirbjó lend- ingu.“ Erfitt hefur reynst að finná viðhlítandi skýringu á slysinu. Flestir hallast þó að því að flug- maðurinn hafi misreiknað sig illi- lega í aðflugi eftir að hafa breytt stillingu svonefnds RNAV-tækis, sem getur auðveldað flug til ákvörðunarstaðar. Flugvélar taka lykkju upp af ytri höfninni á leið sinni inn á flugbrautina og líkleg- ast þykir að flugmaðurinn hafi verið í botni aðflugslykkjunnar er vélin skall í Esjuna. Eölilegur tími Mörgum hefur fundist sem óþarflega langur tími hafi liðið frá því slysið varð og þar til vélin Radarinn á Reykjavíkurfhigvelli, sem er ekki ábyggilegri en svo að hann dettur út þegar síst varir. Morgunbiaðíð/ köe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.