Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 38 SPECIflL/ Special forces: Komnir á framabrautina Joan Jett höfðar mál á hendur Playboy Rokkskvísan Joan Jett hefur nú höfðað mál á hendur Playboy-tíma- ritinu fyrir að birta af henni nekt- arntyndir, sem hún segir vera fals- aðar. Hefur Jett, sem aflað hefur sér heimsfrægðar á rúmu ári með plötu sinni o(í þá aðalléga titillag- inu 1 Love Rock’n’roll, farið fram á 6 milljón dollara skaðabætur fyrir myndbirtinguna. Hefur Jett ráðið sér lögfræðíng til aðstoðar í málinu og ætlar að ganga á milli bols og höfuðs á tíma- ritinu. Myndin af henni birtist í þætti blaðsins, sem ber nafnið „grapevines”, sem gæti útlagst eftir krákustigum á ísiensku. Eru þar oft birtar myndir af frægu fólki í alls kyns stellingum og uppákomum, mjög oft í einhverju kynferðislegu eðlis. .38 Sp«cial er ein þeirra fjöl- mörgu suðurríkjahljómsveita, sem hefur náð aö brjótast út úr sveitaballaskurninni og skapa sér umtalsverða frægð í landi tækifæranna. Þessa stundina stendur yfir mikil kynningarher- ferð á .38 Special í Evrópu og flest bendir til að sú herferö veröi árangursrík. Á nýjustu plötu sinni, Special Forces, fara þeir sexmenningar hefðbundna suðurríkjatroðninga og þyrla upp rykinu af kunnug- legum stefum. En þeir láta ekki staöar numið við svo búið. Suð- urrikjarykið nægir ekki eitt sér til að krækja i frægð utan Banda- ríkjanna. Því hefur sú leið verið farin að beygja örlítiö útaf troðn- ingunum heföbundnu og inn á slóðina hjá REO Speedwagon. Nokkrar kryddjurtir úr því hérað- inu teknar með í leiöangurinn í leit að frægð og frama. Frægðin á heldur ekki eftir að láta á sér standa. Með þessari Track og Firestarter, sem eru svo heiftarlega lík lögum „kónganna” í Lynyrd Skynyrd aö ólíkindum sætir. Ekki veit ég hvort söngvari .38 Special er skyldur hinum látna forsprakka Lynyrd Skyn- yrd, en báðir bera þeir eftirnafnið Van Zant og það er ekki það al- gengasta á markaönum. I lögun- um Caught up in You og You Keep Runnin’ Away njóta þeir fé- lagar aöstoöar Jim Peterik, aðal- lagasmiðs Survivor, og lyktin af honum er megn í þessum lögum, sem bæði eru mjög frísk. Senni- lega er Peterik einn besti „hard- rock“-lagasmiöur Kananna í dag. Ef einhver skyldi vera búinn að tapa þræðinum þegar hér er komið sögu er rétt að taka þetta saman í stutt mál og gefa plöt- unni ágætis meömæli. Á henni eru vissulega veikir punktar og yfirbragöiö á upptökunni er óþarflega amerískt. Að öllu öðru leyti kjörgripur í safnið. plötu gerir .38 Special tvennt i senn. Gefur gömlu aödáendun- um sinn heföbundna skammt og tryggir sér um leiö fjölda nýrra með frískum slögurum, sem falla vel í kramiö. Sannast sagna hélt ég aö Outlaws væri eina suöurríkja- bandið, sem tefldi fram tveimur tommurum í sextett, en ef marka má plötuumslag .38 Special er sama uppstilling þar á ferð nema hvað söngvarinn tekur sér ekki gitar í hönd eins og hjá Outlaws. Ekki er svo gott að heyra að tveir trymblar geri eitthvaö á plötunni sem einn væri ekki fullfær um. En það var platan sjálf, sem var hér til umræðu en ekki hljómsveitarskipanin sjálf. Á henni er að finna mörg prýöisgóö lög, en þau bestu eru sennilega Caught up in You, Rough Housin, You Keep Running Away og Take ’em Out. Ekki er annað hægt en aö geta laganna Back on the Af sviptingum tennisstjörn unnar og popparans Bowie Tennisstjarnan John McEnroe lét sér ekki nægja neitt venjulegt hótelherbergi þegar hann keppti á hinu árlega stórmóti þeirra tennísmanna, Wimbledon, fyrir skömmu. Gisti drengurinn í stærðar íbúö, sem hann leigði í Belgravia-hverfinu í Lundúnum. Það hverfi þykir eitt þeirra fínni í þeirri borg. Segir svo ekki meira af tennis- leikaranum geötæpa fyrr en hann tók eina nóttina upp á þvi aö glamra á rafmagnsgítar, sem hann haföi komiö fyrir í herberginu. Lék hann þar upphafsstef Satisfaction David Bowie, sem gat ekkert sofiö fyrir hávaöanum á næstu hæö fyrir ofan, til mikillar armæöu. Bowie er rólegheitamaöur aö eölisfari og lét ekki á sér kræla fyrst um sinn. Þegar svo McEnroe tók aö leika lag Bowies, Rebel Rebel, eöa a.m.k. geröi tilraun til slíks var poppstjörnunni alveg nóg boöiö. Hraðaði hann sér niöur á hæö- ina og bankaöi upp á hjá McEnroe. „Faröu burt. Heyrirðu ekki aö ég er aö æfa mig,“ var þaö fyrsta sem McEnroe sagöi. „John, þetta er David Bowie. Úr því þú vilt ekki hætta þessum há- vaöa gæti ég í þaö minnsta kennt þér aö spila lagiö. Þú ert meö kol- vitlaus grip.” „Vitlaus grip. Helvítis kjaftæöi. Þaö er ekkert að þessum gripum. Jesús minn, eru aHir á móti mér.“ Fylgir síöan sögunni aö Bowie hafi gefist upp á aö leiöbeina McEnroe en veitt honum gult spjald í staöinn. David Bowie Comsat Angels koma samt Þrátt fyrir að fresta hafi orðið tón- leikum Comsat Angels,. sem fyrir- hugaöir voru hér á landi fyrir tveim- ur vikum eöa svo, hafa þeir fjór- menningar ekki gefist upp á tilraun- um sinum til aö heimsækja ísland. Nú liggur Ijóst fyrir aö þeir munu koma hér við dagana 12. og 13. ágúst og er vonandi aö þeir fái þá einhvers staðar inni svo landinn megi hlýöa á flokkinn. Þá er ákveöiö aö hljómsveitin Ey- eless in Gaza (Augnlausir á Gaza- svæðinu) heimsæki okkur viku síöar og haldi hér tvenna tónleika. Þá fyrri 19. ágúst á ísafirði og hina síöari þann 22. i höfuöborginni. Eyeless in Gaza er reyndar tveggja manna hljómsveit. Þegar Ozzy kvæntist OZZY Ozbourne hefur eigin- lega oröiö einkavinur Járnsíö- unnar sökum geggjaöra upp- átækja. Það nýjasta er að kappinn kvæntist. Sú heppna/óheppna var engin önnur en umboðsmaö- ur hans, Sharon Arden. Var þetta sagt hafa veriö um talsvert skeíð í bígerð, en Ozzy var áður kvæntur og átti ein þrjú börn eða svo er okkur tjáð. Eins og búast mátti við var athöfnin og eftirmálinn nokk- uð skrautlegt fyrirbæri. Skötuhjúin giftu sig á Haw- aii-eyjum. Tommy Aldridge, einn meölima hljómsveitar kappans, var svaramaöur Ozzy. Á eftir var síðan boöiö í heljarmikla tertu, sem reynd- ar var að mestu leyti stór og mikill svambotn. Kunnugir söðu hann hafa innihaldið tvær flöskur af koníaki. Fylgdi ennfremur sögunni að Ozzy heföi sjálfur verið duglegastur við að sporðrenna henni. Ozzy er hér með brúði sína uppáklæddur og huggulegur, en nokk- uð vel tenntur fyrir bruðguma aö vera. r A TOPPNUM ENGLAND— Litlar plötur 1. ( 4) FAME/lrene Cara 2. ( 2) ABRACADABRA/Steve Miller Band 3. ( 1) HAPPY TALK/Captain Sensible 4. ( 3) INSIDE OUT/Odyssey 5. ( 6) A NIGHTTO REMEMBER/Shalamar 6. ( 5) MUSIC AND LIGHTS/ Imagination 7. (30) DADADA/Trio 8. (13) NOW THESE DAYS ARE GONE/Bucks Fizz 9. (20) SHY BOY/Bananarama 10. (12) IKOIKO/ Natasha ENGLAND— Stórar plötur 1. ( 1) THE LEXICON OF LOVE/ ABC 2. ( 2) PICTURES AT ELEVEN/ Robert Plant 3. ( 3) AVALON/Roxy Music 4. (-) LOVE AND DANCING/ The League Unlimited 5. (13) FAME/Kvikmyndatónlist 6. ( 5) MIRAGE/Fleetwood Mac 7. ( 6) IMPERIAL BEDROOM/ Elvis Costello 8. ( 4) STILL LIFE/Rolling Stones 9. ( 7) COMPLETE MADNESS/ Madness 10. (12) ABRACADABRA/Steve Miller Band BANDARÍKIN — Stórar plötur 1. ( 1) ASIA/Asia 2. ( 3) ALWAYS ON MY MIND/ Willie Nelson 3. ( 4) DARE/Human League 4. ( 5) IV/Toto 5. ( 6) STILL LIFE/Rolling Stones 6. ( 2) TUG OF WAR/Paul McCartney 7. ( 8) AMERICAN FOOL/ John Cougar 8. ( 7) DIVER DOWN/Van Halen 9. (10) GET LUCKY/Loverboy 10. (-) EYE OF THE TIGER/Survivor BANDARÍKIN — Litlar plötur 1. ( 1) DON’T YOU WANT ME/ Human League 2. ( 2) ROSANNA/Toto 3. ( 5) HURTS SO GOOD/John Cougar 4. ( 4) HEAT OF THE MOMENT/ Asia 5. ( 9) EYE OF THE TIGER/Survivor 6. ( 7) LETIT WHIP/Dazz Band 7. ( 8) LOVE'S BEEN A LITTLE HARD ON ME/Juice Newton 8. ( 3) EBONY AND IVORY/Paul McCartney+Stevie Wonder 9. (11) TAINTED LOVE/Soft Cell 10. (10) CAUGHT UP IN YOU/38 Special

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.