Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 unnar eru skorin út, af listamann- inum Pedro de Mema, í harðvið frá S-Ameríku, fimmtán hundruð andlit öll úr Biblíunni, en það sem er kannski enn merkilegra við kirkjuna er orgel hennar eða orgeiin. Þau eru tvö, og þau eru lífsstarf eins manns. Sá lærði ung- ur orgelsmíði og þegar hann var 20 ára að aldri hóf hann smíði orgelanna í dómkirkjunni. Hann lauk ekki smíðinni fyrr en eftir 45 ár eða þegar hann var 55 ára að aldri og hafði hann þá unnið sam- fellt við smíði orgelanna og ekki gert neitt annað. Og enginn kom nálægt orgelunum nema hann. Þegar hann hafði lokið smíði þess- ara stórkostlegu hljóðfæra gaf kirkjan honum til afnota eitt herbergi í húsinu svo hann mætti hlýða á tóna orgelanna til æviloka. Er talið að þetta séu ein af þremur bestu orgelum Spánar. Hörður Askelsson organisti lék á annað orgelið í hléi. „Það var ægilega gaman," sagði hann. „I því er stórkostlegur hljómur. Gamall eins og hann var fyrr á öldum.“ Dómkirkjan er kölluð „Sú ein- henta," vegna þess að aldrei var lokið við að byggja annan turninn á hana, svo hún hefur aðeins einn turn í staðinn fyrir tvo. Eldgömul lög á Spáni kveða svo á um að ekki sé hægt að innheimta fasteigna- skatt, nema smíði húsa sé lokið og segja illar tungur að það sé ástæð- an fyrir því að ekki sé enn búið að Ijúka við smíði turnsins á dóm- kirkjuna í Malaga. Spánn var á hvolfi vegna heims- meistarakeppninnar í fótbolta. Spánverjar ræddu lítið annað, á hverjum einasta bar stórum og litlum hékk litasjónvarpstæki úti í horni, á hótelunum voru stórir sjónvarpsskermar og forsíður blaðanna voru undirlagðar frétt- um af síðustu leikjum. Minja- gripabúðir voru á hverju horni með alls konar drasl tengdu keppninni. Daginn, sem þessir fyrstu tónleikar Pólýfónkórsins voru haldnir, voru tveir leikir í heimsmeistarakeppninni. Argen- tína lék á móti Brasílíu og Spán- verjar kepptu seinna um kvöldið við Vestur-Þjóðverja. Það gerðist í leik Argentínu og Brasilíu að hetj- an í Argentínuliðinu, sá heims- frægi Maradona fékk rauða spjaldið frá dómaranum og var rekinn út af. Meðlimir kórs og hljómsveitar fylgdust margir hverjir vel með keppninni og not- uðu hvert tækifæri til að sjá leiki í sjónvarpinu þar sem öllu var sjón- varpað beint. Þó voru nokkrir sem kipptu sér ekkert upp við þessa keppni, aðallega konurnar en líka strákarnir í hljómsveitinni, sem tóku sér smáhvíld á tröppum dómkirkjunnar í Malaga og fóru að ræða þessa keppni. Talið barst að leik þeirra Argentínumanna og Brasilíumanna og einhver sagði: „Já, og svo ráku þeir víst Mara- dona út af í miðjum leiknum." „Nei, hvað segir þú. Ráku þeir allt liðið út af,“ sagði annar, og hinn svaraði að bragði: „Allt liðið? Nei, bara Mara- dona.“ „Nú, ég hélt að Maradona væri eitt liðið, sem tekur þátt í þessari keppni." „Já, blessaður vertu,“ sagði sá þriðji. „Hann gæti verið básúnu- leikari mín vegna." Hvert sæti skipað Tónleikarnir hófust á slaginu átta. Hvert sæti í dómkirkjunni var skipað og einhverjir stóðu með veggjum, enda mynduðust fljót- lega biðraðir þegar farið var að selja miða. Það voru fararstjór- arnir sem sáu um miðasöluna. Áheyrendur voru Malaga-búar, erlendir ferðamenn og íslenskir og tónlistargagnrýnendur blaða. Dauðaþögn ríkti í kirkjunni svo heyra hefði mátt flugu ropa, en á milli verka var klappað vel og lengi og að tónleikunum loknum stóðu áheyrendur upp og dúndr- andi lófatakið fyllti kirkjuna og mátti sjá á áheyrendum að þeir voru ánægðir með flutning Pólý- fónkórsins. Fjöldi fólks bað Nancy Argenta um eiginhandaráritun, sem hún veitti með bros á vör. Þó íslenski þjóðsöngurinn væri ekki á efnisskránni var hann flutt- ur af kórnum fyrir hverja tón- leika. Og þó ég hefði annars ekki mikið vit á flutningi Pólýfónkórs- ins á öðrum verkum þá hafði flutningur íslenska þjóðsöngsins í dómkirkjunni í Malaga þau áhrif, að fiðringur fór um hnakkann á mér og niður á bak. Hjartað tók lítið hopp og það var ekki laust við að maður fylltist þjóðerniskennd svo nálgaðist rembing þegar kom að „íslands þúsund ár“. Jón Þorsteinsson tenór segir frá í kirkjunni í Marbella. Það er Sigurdór Sigurdórsson fararstjóri, sem fylgist svona vel meó því sem Jón er aö segja. PÓLÝFÓNKÓRINN Á SPÁNI og hann á Puerto Banus-skemmti- bátahöfnina. Hann er einn af rík- ustu mönnum Spánar. Og hann sagði nei, þannig að ekkert varð úr kaupunum því arabarnir vildu ekki kaupa nema skemmtibáta- höfnin yrði með í kaupunum. Strax að loknum tónleikunum var ekið til gististaða. Það var niðamyrkur þegar við komum á hótelin en þó voru margir veit- ingastaðir enn opnir fyrir þá sem vildu fara saddir í bólið. En fólk var náðarsamlegast beðið um að stunda ekki mikið næturrölt á meðan á hljómleikaferðalaginu stæði. Og það var haldið, enda var nægur tími til að skemmta sér því næstum helmingur tónlistarfólks- ins ætlaði að vera eftir á Spáni að söngferðalaginu loknu og njóta lífsins. Gagnrýnandi stærsta blaðs Malaga, Sur, sagði eftir þessa tónleika í blaði sínu: „Kammer- hljómsveitin var mjög vel sam- stillt og hin stóri kór var vel æfður og agaður. Einleikarinn, María Ingólfsdóttir, lék og stjórnaði konsert Bachs mjög vel og leikur hennar á fiðluna var hreint út sagt stórkostlegur og hafði hún fullkomið vald á hljóðfærinu. í óratoríu Jóns Leifs voru einsöngv- ararnir Kristinn Sigmundsson bassi, sem er með örlítinn baritón- hreim í röddinni og Jón Þorsteins- son tenór mjöggóðir. Það, sem var athyglisverðast og stórkostlegast á efnisskránni var Gloría, F. Poul- encs og söngur kanadíska ein- söngvarans, Nancy Argenta, óað- finnanlegur og var flutningur verksins í heild sinni mjög góður. Verkin voru flutt undir öruggri stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem ásamt kór og hljómsveit, ein- leikurum og einsöngvurum var klappað mikið lof í lófa af hinum stóra áheyrendahópi, sem fyllti dómkirkjuna í Malaga." Laugardagur rann upp bjartur og fagur. Tónleikar í Marbella um kvöldið. Það var hvíld til hádegis og fólk notaði tímann til sólbaða við sundlaugar hótelanna eða niður á strönd eða bara til að versla. Sumir æfðu raddböndin, aðrir tóku í strengina. í eftirmið- dag var lagt af stað til Marbella, sem margir telja perluna á Costa del Sol, enda er þar aðsetur fjölda listamanna og heimsstjörnur dveljast þar lengur eða skemur ár hvert. Marbella Marbella er í 55 kílómetra fjar- lægð frá Malaga. Þar búa um 25.000 manns. Það var áður lítið fiskimannaþorp þar sem fátækt var mikil eins og annar staðar á Spáni. En í kringum 1960 hófst þar mikil ferðamannauppbygging og í dag er Marbella bær ríka fólksins. Þangað hópast leikarar, rithöfundar, knattspyrnumenn og aðrir íþróttagarpar eins og Björn Borg, tennisleikarinn sænski. Hann kemur til Marbella tvisvar á ári og kennir þar tennis fyrir hæfilega þóknun. Það er líka mik- ið af aröbum á Marbella. Einu sinni vildi Feisal konungur Saudi-Arabíu kaupa Marbella. Frá honum kom sendiboði til bæjarstjórnarinnar og sá spurði bara hvað það myndi kosta, takk fyrir. Það var haft samráð við alla helstu burðarstólpa á Marbella og allir samþykktu þeir að selja nema einn. Sá heitir José Banus En arabarnir gáfust ekki upp og fyrst þeir gátu ekki keypt bæinn, keyptu þeir landsvæði rétt fyrir ofan hann. Þar byggðu þeir „bungalóa" eða íbúðarhús og svo reistu þeir sér myndarlega mosku. íbúðarhúsin leigja þeir út og kost- ar ein nótt um 80.000 peseta og fylgir þjónn og Rolls Royce ásamt fæði, sem er víst hvorki saltfiskur né siginn fiskur. Sagt er að arab- arnir hafi látið hagfræðinga reikna það út hve margir í heimin- um gætu dvalið í þessum íbúðar- húsum fyrir þessa leigu í einhvern tíma og það kom í ljós að aðeins um 123.000 manns á hnettinum gætu gist hjá þeim. Þegar Pólýfónkórinn var á þess- um slóðum hafði nýlega verið staddur einn úr konungsfjölskyldu Saudi-Arabíu í Marbella. Hann hafði komið á lystisnekkju sinni, sem er einar fimm þúsund lestir. Nafnið á snekkjunni var skrifað stórum stöfum á kinnungunum eins og lög gera ráð fyrir , nema hvað þessir stafir voru úr 24 kar- ata gulli. Hann leit inn á einn skemmtistaðinn og honum líkaði svo vel þjónustan að hann gaf í þjórfé um 150.000 peseta. Það voru samanlögð sumarlaun þjónanna sem þjónuðu honum. Eflaust margt hæft í þessari sögu. Á leiðinni frá Malga til Mar- bella er lítið þorp um 20 kílómetra frá þjóðveginum. Það heitir Mijas og þar voru teknar allar þorpssen- urnar í myndinni „For Whom the Bells Tolls", sem gerð var eftir samnefndri metsölubók nóbel- skáldsins Ernest Hemingways. Kvikmyndafyrirtækið Metro- Goldwyn-Meyer, leigði þorpið og meðan tökur fóru fram. En Mijas er frægt fyrir fleira. Til að mynda málverk sín. Þau eru öll máluð á eitthvað örsmátt eins og títu- prjónshausa og þess háttar og eru geymd á stórskemmtilegu safni í þorpinu, fullu af örsmáum mál- verkum, sem skoða þarf með stækkunargleri. Ekki gafst tími til að skoða þetta safn. Ekki má gleyma að í þorpinu Mijas er kraftaverkakapella höggvin inn í klett. Þannig var að fyrir mörgum öldum dreymdi prestinn í þorpinu að stytta af Maríu mey væri geymd inni í kletti skammt frá þorpinu.Prest- urinn hóf þegar að grafa inn í klettinn með sínum eigin beru höndum og gróf og gróf þar til hann kom að styttunni en gatið í klettinn var orðið gríðarstórt og staöurinn var gerðu helgur og er þar nú kapella. Trúir fólk því að kapella þessi hafi kraftaverka- mátt og flykkist fólk árlega hvað- anæva af landinu í þorpið til að sjá kapelluna. Það var farið í stutta gönguferð um Marbella til kirkjunnar sem tónleikarnir áttu að fara fram. Haldin var samæfing og svo fékk fólk sér kaffi á einu af mörgum kaffihúsum í grenndini. Að æf- ingu lokinni um kl. 19.00 var hald- ið til hótels Andalucia Plaza þar sem var aðstaða til fataskipta og borðaður var léttur kvöldverður. Þar var einnig stutt æfing. Afar vel tekið Þegar komið var aftur upp í kirkju stóð yfir messa og það var auðsýnt á öllu að presturinn reyndi að hraða henni enda hafði hún farið fram úr áætlun. Prest- urinn hafði haft í nógu að snúast þann tíma sem kórinn hafði verið í burtu. Hann hélt messu og síðan var gifting, svo skírn og svo aftur messa. Organistinn, Hörður Ás- kelsson, hafði ætlað að æfa sig að- eins á orgelið í kirkjunni, sem er tiltölulega nýtt, en lítill tími virt- ist vera til slíks. Organistinn sem fyrir var, var ekki með brúðar- marsinn alveg á hreinu svo hann bað Hörð að koma inn og hvarf með það sama. Þannig var það Hörður sem lék fyrir brúðarhjón- in og svo aftur með skírninni og messunni, sem á eftir fór. Þannig gat hann rétt reynt orgelið fyrir konsertinn. Það var frábær stemmning í fólki þetta kvöld. Fyrir ofan kirkj- una voru hundruð eða þúsundir af svölum, sem flugu til og frá í þétt- um hnapp og héldu sinn eigin konsert fyrir Pólýfónkórinn. En svo kom kórinn sér fyrir og kirkj- an fylltist að nýju af fólki á skammri stundu, svo troðið var út að dyrum. Dauðaþögn ríkti í þess- ari kirkju eins og í dómkirkjunni í Malaga á meðan á tónleikunum stóð og þarna voru einnig komnir íslenskir og erlendir ferðamenn, en megnið voru samt Marbella- búar, sem tóku tónleikunum afar- vel og klöppuðu vel og lengi að þeim loknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.