Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 17 ium á myndinni. fannst. Við inntum Hallgrím eftir skýringu á þessu, en fjórar klukkustundir liðu þar til vélin fannst. „Þetta getur á engan hátt talist óeðlilega langur tími. Vél flug- málastjórnar var stödd á Akur- eyri, þegar slysið varð og því varð að fljúga henni suður áður en hún gat komið að notum. Geislinn, sem neyðarsendirinn sendi frá sér var mjög grannur þannig að nákvæmni þurfti til að miða hann út. Eðlilega var leit fyrst hafin á ytri höfninni, enda hafði flugmað- ur tilkynnt sig vera þar. Það tek- ur sinn tíma að flytja leitarflokka og aðra upp í Esju. Ég er ekki á því að óeðlilega langur tími hafi liðið frá því slysið varð og þar til flakið fannst. Sem dæmi um hve geislinn frá neyðarsendinum var grannur má nefna að Fokker-vél, sem var að koma inn til lend- ingar, varð hans ekki vör í aðflugi en náði honum hins vegar um leið og lent var.“ Vélin, sem var af gerðinni Piper Aztec, var mjög vel tækjum búin og ber mönnum saman um að þótt eitt tækjanna hafi bilað hefðu önnur átt að segja flugmanninum til um rétta staðsetningu. Vélin var sú eina, sem var í beinu sam- bandi við flugturninn á því augnabliki, sem hún fórst og allt virtist í góðu lagi. Örfáum augna- blikum síðar skall hún í fjallið. Slys, sem öllum ber saman um að ætti ekki að geta gerst, var orðið að hryggilegri staðreynd. Slys, sem aldrei hefði orðið ef góður radar hefði verið til staðar á Reykjavíkurflugvelli eða þá að radar, sem staðsettur er á Kefla- víkurflugvelli og nær yfir höfuð- borgarsvæðið og þar með talið slysstaðinn, hefði verið mann- aður. Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli: Þessi möguleiki er hérna fyrir hendi MORGUNBLAÐIÐ ræddi við Pétur Guðmundsson, flugvallarstjóra í Kefla- vík, um aðflugstækin þar og hugsanlega notkun þeirra einnig fyrir aðflug að Reykjavíkurflugvelli: „Sá möguleiki er hérna fyrir hendi og í vetur var starfandi hópur manna, skipaður af Flugráði, sem ég átti meðal annarra sæti í“, sagði Pétur. Verk- efni þessa hóps var að athuga með hvaða hætti mætti koma á sömu þjónustu í Reykjavík og er veitt hér í Keflavík. Varnarliðið á þennan radar og setti hann hérna upp á sínum tíma fyrir Keflavíkurflugvöll. Niðurstaða starfshópsins var til fjárveiting til þessa, og hins su, að á fyrri hluta þessa árs kæmu menn frá Reykjavík og gerðu tilraunir með það hvort hagkvæmt væri að nota tækin fyrir flug til og frá Reykjavík. Einhverra hluta vegna þá hafa þeir ekki komið enn. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða, að það hafi annarsvegar verið af fjár- hagsástæðum, það hafi ekki verið vegar held ég að þeir hafi ekki verið aflögufærir með menn á orlofstímanum. Síðast þegar ég vissi til var ætlunin að byrja á þessari tilraunastarfsemi, þegar sumarfrí væru búin. Það er ekkert hér því til fyrirstöðu, að þessir menn geti komið hingað og ástæð- urnar eru, eftir því sem ég best veit, þær sem ég nefndi áðan. Ég vil að það komi fram, að það er radar í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. sá radar er langdræg- ari og hann er notaður við flugum- ferðarstjórn. Aðalmunurinn á þessum radar, sem hér er, og þeim, sem er í notkun í Reykjavík, er sá, að radarinn hér í Keflavík sýnir tvennskonar mynd. Annars vegar fáum við mynd frá radar- svaranum í flugvélinni og hins vegar getum við líka fengið mynd af vélinni, þó hún hafi ekki rad- arsvara. En þeir í Reykjavík hafa aðeins þann hluta sem gefur mynd frá radarsvara í flugvél og þeir sjá því ekki vélar, sem hafa ekki rad- arsvara um borð. Mér er þó nær að halda að það megi enginn fljúga blindflug, nema hann hafi radar- svara. Éftir því sem ég best veit var vélin, sem fórst á þriðjudag- inn, með radarsvara og hefði því verið hægt, á nákvæmlega sama hátt, að nota radarinn í Reykja- vík. Á þeim er enginn munur, þeg- ar svona stendur á. En hvað okkur við kemur þá er stóll hérna til reiðu og þeim stóð hann til boða í vor. Hér eru þrír skermar og þessvegna hægt að reka þetta héðan, en það er ekki fengin reynsla á þetta. Það var niðurstaða þessa starfshóps í vet- ur að reyna þetta og sjá hvort það væri hentugt." Utaniíkisráðuneytið: Áskilið að mennirnir heyri undir yfirflug- umferðarstjórann á Keflavíkurflugyelli AÐ SOGN Brynjólfs Ingólfssonar, ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins, var bréf flugmálastjóra, sem Leifur Magnússon gat um í samtali, sem birtist í Mbl. í gær, strax framsent varnarmáladeild utanrikisráóuneytisins, en svör hefðu ekki enn borist þaðan. Helgi Ágústsson, deildarstjóri varnarmáladeildar, sagði að hann hefði strax leitað umsagnar Pét- urs Guðmundssonar, flugvallar- stjóra á Keflavíkurflugvelli. Væri umsögn hans nýkomin og hefði ekki unnist tími til að afgreiða er- indið ennþá. Helgi sagði, að Pétur segði í umsögn sinni meðal ann- ars, að í marz í vetur hefðu verið lagðar fram athugasemdir utan- ríkisráðuneytisins við starfshóp- inn sem var að vinna í málinu. Þar féllst ráðuneytið á það að þetta yrði kannað. I athugasemdunum segir m.a.: „Ráðuneytið getur fall- ist á að flugumferðarstjórar frá flugturninum í Reykjavík fái, til reynslu í 6 mánuði, aðstöðu í flugturninum á Keflavíkurflug- velli til að kanna hvort hagkvæmt sé að starfrækja þar radaraðflugs- stjórn fyrir Reykjavíkurflugvöll. Það er áskilið að þessir flugum- ferðarstjórar heyri undir yfirflug- umferðarstjórann á Keflavíkur- flugvelli á meðan þeir dveljast og starfa þar.“ Helgi sagði: „Þarna var okkar sjónarmiðum komið á framfæri og tel ég ekki að málið sé í strandi hér hjá okkur." Guðlaugur Kristinsson, flugumferðarstjóri: Okkur var vísað út úr húsi á Keflavíkurflugvelli (íuðlaugur Kristinsson, flugumferðarstjóri á Reykjavikurflugvelli, er einn þeirra, sem sendur var utan á sínum tíma til að læra á radaraðflugsstjórntækin, sem staðsett eru í Keflavík, en ekki hafa verið tekin í notkun fyrir aðflug að Reykjavíkurflugvelli. Guðlaugur sagöi í sambandi við Mbl. í fyrradag: Það er radar þarna í Keflavík, utanríkisráðuneytisins undirskrif- sem tekinn var í notkun fyrir þrem ur árum. Hugmyndin var sú, að þetta tæki þjónaði einnig aðfluginu til Reykjavíkur og í sambandi við það voru sendir, auk manna úr Keflavik, fjórir menn úr Reykjavík til að læra á tækin og var ég einn af þeim. Við þessir fjórir áttum síðan að fara til starfa, þegar þessi tæki voru tekin í notkun og þá var mér gert skylt með skriflegri skipun frá Flugráði að fara til starfa í Keflavík við radartækið og fór ég þangað ásamt öðrum manni. Þegar við kom- um þangað var okkur vísað þar út úr húsi með bréfi varnarmáladeildar uðu af Helga Ágústssyni. Utanrík- isráðuneytið vefengdi rétt Flugráðs til þess að senda til starfa í Keflavík menn sem vinna hjá samgönguráðu- neytinu. Síðan hefur eiginlega ekk- ert gerst í þessu máli fyrr en í vetur að nefnd ræddi fyrst um radarmál flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík, því að radartækin, eða réttara sagt skjáirnir, sem þeir í flugstjórnarmiðstöðinni horfa á, eru orðnir gamlir og hálfónýtir. Það hafði verið unnið að því að kaupa nýja skjái, en það ég best veit þá lá fyrir tilboð frá erlendu fyrirtæki í nýja skjái fyrir flugstjórnarmiðstöð ina og ósk til varnarmáladeildar utanríkismálaráðuneytisins um að tengja þessa nýju skjái við radarinn í Keflavík. Það gekk nú ekki alveg eins og skot en síðan held ég að utanríkis- ráðuneytið hafi samþykkt það fyrir sitt leyti þegar ráðherra komst í málið. En þá kom upp sú staða í málinu að formaður Flugráðs taldi sig ekki fyrir sitt leyti geta mælt með að gengið yrði að tilboðinu fyrr en að fullvíst væri að útlendingar gætu borgað tækin, það er Alþjóða flugmálastofnunin. Það leiddi til þess að ekki var hægt að ganga að því tilboði, sem lá fyrir. Með þessari afstöðu var búið að fresta því máli í nokkur ár. Þá var gengið til aðalmál- efnisins, sem var sameining aðflugs- stjórnanna til Reykjavíkur og Kefla- víkur. Það er ég best veit voru allir nefndarmenn sammála um það á síð- asta fundi að flytja aðflugsstjórnina til Keflavíkurflugvallar hið fyrsta. Þessir fjórir, sem til þess höfðu verið þjálfaðir, áttu að fara til Keflavíkur og vinna þar aðflugsstjórnina inn til Reykjavíkur. En síðan hefur ekki verið haldinn fundur í nefndinni og ekkert skeð í þessu máli. Það er búið að vera dautt síðan. Þetta slys á þriðjudaginn hefði ekki átt að verða, það eru alveg hreinar línar. Ef radarvæðing er og aðflug fer fram, þá þýðir það að vél- unum er leiðbeint með radar inná aðflugstækin, sem þeir eiga að nota til þess að komast inná braut. Ef svo hefði verið hefði þetta ekki getað skeð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.