Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 13 Myndir Jóhanns Hjálmarssonar Brúður, tröll og trúður Myndlist Bragi Ásgeirssor*, Undanfarið hefur staðið yfir sýning á 43 myndum eftir Jóhann Hjálmarsson skáld og bókmennta- gagnrýnanda. Þetta eru allt gamlar myndir eða frá árunum 1961—1963 en þá var Jóhann í slagtogi með Alfreð Flóka og fleirum með ný- stárlegar hugmyndir á listum. Sýn- ingin er til húsa í Skruggubúð á Suðurgötu 3a og lýkur henni næstkomandi föstudag. Það er ekkert nýtt að rithöfund- ar fáist við myndlist samfara skrif- um sínum og sumir þeirra hafa meira að segja byrjað feril sinn í myndlistarskólum og flestum þeim frægustu er það sameiginlegt, að hafa ótakmarkaðan áhuga á myndlist forni sem nýrri. Það er listhópurinn „Medúsa“ er stendur fyrir þessari sýningu og er skemmtilegt að lesa formála eins meðlima hópsins er nefnir sig Sjón. Sennilega koma þessar hugleið- ingar engum jafn skemmtilega á óvart og geranda myndanna því að hann sýnir að upp er að rísa ný kynslóð með nýjar hugmyndir og hugsjónir. Fjólur, lyfjagrös eða út- lend blóm sem gera kröfur til að standa jafnfætis sólinni... Færir það nær því sem enginn stjórn- málamaður, listmálari eða kirkju- leiðtogi þolir nema á yfirborðinu: Frelsið... — Myndir gerandans Jóhanns Hjálmarssonar virka á undirritað- an sem bernskubrek — skemmti- legur kafli í listsköpun hans, sem gjarnan hefði mátt verða framhald á því að myndirnar opinbera ákveðna tilfinningu fyrir ryþm- iskri línuteikningu. Sverja sig mestmegins í ætt við Paul Klee en einnig fleiri súrrealista svo sem Max Ernst. Ekki er þó hægt að nefna Klee súrrealista þótt hann hafi tekið þátt í sýningu þeirra árið 1925 í París — hinni fyrstu í sög- unni, — einungis það tímabil í list hans sem á við frjálsar hugar- flugsteikningar með dulrænu ívafi. Hvað sem öðru líður er fróðlegt að skoða þessar myndir Jóhanns Hjálmarssonar og víst er mikil prýði að teikningum hans í bókinni Fljúgandi næturlest. Svo þakka ég sýninguna. Myndlist Valtýr Pétursson I Listvinahúsinu við Lækjar- götu stendur nú yfir afar sér- stæð sýning. Það eru þrettán konur, sem hér sýna brúður sín- ar og ekki man ég eftir að hafa séð álíka sýningu hér í borg áð- ur. Brúðuleikhús hefur verið starfandi hér um árabil og yngri kynslóðir hefur vel kunnað að meta þann skemmtistað, ef svo mætti að orði kveða. Eg skal játa, að mig óraði ekki fyrir, að jafn margar konur legðu stund á brúðugerð og hér kemur fram í dagsljósið. É held það sé rétt hjá mér, að mjög lítið hafi borið á þessari listgrein, en það er mikil og fjörleg Iist að búa til góða brúðu. Þessi sýning í Listmuna- húsinu sannar því, að það er líf og fjör í þessari framleiðslu og að það er mikil ánægja sem því fylgir að gera góða og gaman- sama brúðu. Þarna kennir margra grasa, og ekki vil ég taka ánægjuna af fólki með því að tíunda og telja hér upp alla þá ágætis menn og konur, sem þarna sjást í margs konar hlutverkum. Þarna er kona að fá sér snaps eftir lögtak og verkar afar hressileg í þreng- ingum sínum. Bakkabræður bera þarna sólina í pokum og dansað er á jólum. Þarna eru dekurbörn og sveinarnir þret- tán. Þessir titlar ættu að nægja til að sýna, hve ríkur þessi heimur ævintýra og brúða er. Maður kemst í gott og létt skap við að kynnast þessu fólki, sem á erindi til allra. Jafnt ungir sem aldnir eiga sér það hugmynda- flug, sem til þarf, svo að brúður nái að gerast vinir og skemmta þeim. Það er afar ferskur svipur á þessari sýningu, og hver ein- asti hlutur er þar á réttum stað. Því vil ég fastlega ráða fólki til að skoða og kynnast þessum brúðuheimi, sem bæði býður upp á fjölbreytni og sérstæða persónuleika, brúður, gerðar af listfengi og skilningi. Ékki veit ég, hve lengi þessi listgrein hef- ur verið stunduð hér á landi, en það mætti segja mér að hún væri ekki ný af nálinni. Það má draga þá ályktun af trébrúðu um hundrað ára gapialli, sem höfð er með til skemmtunar. Hér áður og fyrr voru brúður oftlega heimatilbúnar og höfðu ekki síður gildi fyrir eigandann en þær talandi pissudúkkur sem Japanir selja okkur í dag, en það er nú önnur saga og kem- ur ekki málinu við í sambandi við þessa fjörugu og ágætu sýn- ingu. Það var mikið skemmtilegt fyrir mig að líta á loftið hjá Knúti Bruun í þetta sinn. Þarna er atburður á ferð, sem allir ættu að veita athygli, skemmti- legur og fræðandi í senn. Ég óska aðstandendum til ham- ingju með þessa ágætu sýningu og vonast til að fá að sjá slíkt aftur, þegar skammdegið hrjáir mann. Nú er sól og sumar, en samt birtir af þessu fólki og það er mikið gaman. Þakka fyrir mig. Ólíkar umbúbir, civ sömu gæÖiiv HARPA H/F framleiðir margar geröir utan- og innanhússmálningar, olíumálningu og grunna, lökk, ryðvarnarefni og fylliefni. öllum er það sameiginlegt að hafa staðist nákvæma gæðaprófun á rannsóknastofu fyrirtækisins. Þar er jafnan fylgst með því að þessi gæði haldist og stöðugt unnið við að endurbæta það sem þegar er orðið gott. GÆÐI SEM ENDAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.