Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 30
30 •ORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 NK LAUDA Hann er kominn í hóp þeirra bestu á nýjan leik eftir tveggja ára hlé Það kom sem reiðarslag yfir menn í kappakst- ursheíminum er Niki Lauda, ákvað í september 1979, að hætta keppni í kappakstri. Lauda var að æfa í Montreal í Kanada, fyrir Grand-Prix keppni sem þar átti að fara fram nokkru seinna. Á miðri æfingu ók hann bíl sínum út af brautinni og renndi til vinar síns Bernie Ecclestone. Síðan leysti hann af sér öryggisbeltið í rólegheitum og skreið út úr bílnum. „Bernie“, sagði hann, „ég ætla aö hætta. Hér og nú. Ég hef misst allan áhuga á því að aka kappakst- ursbíl.“ Bernie kinkaði aðeins kolli, og vissi að ekkert þýddi að reyna að telja honum hughvarf. „Hver er ástæðan fyrir ákvörðun hans?“ spurðu menn sig. „Á hún rætur að rekja til slyssins sem hann lenti í 1976?“ „Það hefur runnið upp fyrir mér að kappakstur er ekki það eina í lífi mínu,“ sagði Lauda er hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega tveimur dög- um síðar. „Nú mun ég snúa mér að fjölskyldunni, og að því að byggja upp flugfélag mitt, Lauda Air.“ Eina tómstundagaman Lauda fram að þessu hafði verið flug. Hann lagði sig allan fram við það eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur, og flaug oft sem 2. flugstjóri í leigu- og áætlunar- ferðum hjá félaginu. • Lauda lenti í hræðilegu slysi áriö 1976 og var ekki búist viö aö hann æki kappakstursbíl eftir þaö. Þaö geröi hann þó eftir tiltölulega stuttan tíma. í slysinu brenndist hann m.a. mjög illa í andliti og eftír þaö notar kappinn alltaf eldvarnargrímu i keppni eins og sjá má á efri myndinni hér á síöunni. Annaö eyra hans skaddaöist einnig mjög alvarlega í slysinu og einhvern tíma var hann spuröur hvort ekki væri óþægilegt aö hafa aöeins eitt eyra. Lauda, sem er mikill bisnessmaður og talar mikiö í síma, svaraöi aö bragöi: „Ég hef ekkert meö tvö eyru aö gera er ég tala í síma.“ Lauda byrjar aftur Tveimur árum eftir þessa skyndilegu ákvöröun hans, glað- naöi yfir kappakstursunnendum á ný. Niki Lauda haföi ákveöiö aö snúa sér aftur aö kappakstri. Margir fullyrtu aö þaö væri aöeins vegna peninganna, þar sem flugfé- lag hans haföi lagt upp laupana er miklir erfiðleikar steöjuöu að flug- félögum í Evrópu og Bandaríkjun- um. En ekki vill Lauda viöurkenna þaö. „Ég fór að hugsa minn gang, og komst þá aö því aö ég haföi aldrei getaö losnað viö tilhugsunina um kappaksturinn," segir hann. „Það gæti orðið spennandi aö sjá hvort ég hefði breyst á þessum tveimur árum sem ég haföi ekki sest upp í kappakstursbíl. Var ég nógu góöur til að etja kappi viö þá sem voru nýir í greininni? Og hvernig myndi mér ganga á móti gömlu keppend- unum sem ég þekkti frá fyrri tíð?“ Lauda hefur u.þ.b. 35 milljónir íslenskra króna frá sígarettufram- leiöendunum Marlboro fyrir aö auglýsa vöru fyrirtækisins á bíl sín- um. Er þaö dágóöur peningur aö flestra mati. Ekki peningarnir „Peningar fá menn ekki til aö taka þátt í eins hættulegri íþrótt og kappakstri," segir Lauda. „Til aö standa sig á toppnum veröa menn aö hafa vilja, og einnig aö vera í góöri æfingu. Og ef manni gengur vel koma peningarnir sjálfkrafa á eftir. En eina ástæöan fyrir því aö maöur er í þessu, er aö maöur hef- ur vilja til þess.“ Menn eru sammála um aö Lauda hafi geysilegan viljastyrk. Hann vill vera besti ökumaöur í heimi. Hann gerir allt til að hafa bíl sinn fullkominn, hann undirbýr sig svo vel fyrir keppni aö ekki er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.