Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 31 Niki Lauda fæddist 2., februar 1949 í Vínar- borg í Austurríki. Hann býr nú í Hof, nálægt Salzburg, ásamt konu sinni, Marlene Lauda, og tveimur börnum þeirra. Hann tók fyrst þátt í Grand Prix-kappakstri í mars 1971 og var það í Austurríki. Eru þeir nú orðnir um 120, og hefur hann sigraö í 19 þeirra. Lauda varð heimsmeistari í Formula 1-akstri 1975 og 1977, og ók þá í bæði skiptin á Ferrari. Nú er hann aftur á móti á McLaren. Hætti akstri árið 1979 en er nú kominn á fulla ferð að nýju. eftir að hann byrjaöi aftur, og raun bar vitni. „Það tekur örugglega 3—4 keppnir að ná mér í nógu gott and- legt og líkamlegt ástand," sagöi Niki er hann hóf fyrstu keppni sína eftir hléið. Þaö tók þrjár. Fyrsti sigurinn kom á Long Beach Grand Prix fyrr á þessu ári. Var það 18. Grand Prix-sigur hans, og á dögunum bætti hann þeim nítjánda viö, er hann sigraöi í breska Grand Prix- kappakstrinum. En enginn skyldi halda að sigrar þessir hafi komið átakalaust. Síö- an i maí í fyrra, hefur Niki vertö í stöðugum æfingum. Hann skokk- ar, hjólar, gengur á skíöum, æfir lyftingar, og stundar líkamsrækt (body building), til aö æfa hnakka- og hálsvöövana. „Siöan þrjá mánuöi fyrir Suöur- Afríku-GP æföi ég sjö til átta tíma á dag til aö komast í topp þjálfun,“ segir hann. „Líkamlega er ég þvi í mjög góöu formi, betra en er ég hætti fyrir tveimur árum. Það er nauösynlegt á F-1-bílum í dag. Þeir eru byggðir eftir asnalegum reglum og eru mjög hastir. Ég komst að því er ég ók McLaren-bíl í fyrsta skipti. Þá geröi ég mér grein fyrir því aö lykillinn aö góöum Grand Prix-ökumanni, er aö vera í góöu líkamlegu ástandi." „Ofurmenni!“ Lauda er nú í þriöja sæti í keppninni um heimsmeistaratitil- inn, og hefur sýnt aö ekkert er gleymt af hans gömlu snilli. Hann sagöi, er hann var aö byrja aftur, aö þaö erfiðasta væri aö stilla heil- ann inn á kappakstur og ekkert annaö. Eftir sigurinn á Long Beach skrifaöi einn blaöamannanna: „Þaö er greinilegt aö hægri fótur- inn og heilinn geta enn starfaö af fullum krafti.” Eru þaö orð aö sönnu og árangur hans þaö sem af er keppnistímabilinu verður aö teljast frábærlega góöur. Sumir segja aö hann hafi aðeins sannaö enn einu sinni, hversu gífurlegt ofurmenni hann sé. Þýtt og endursagt — SH. • Þessi mynd er tekln í byrjun eins Grand Prix-kappakstursins. Oft er mikill handagangur í öskjunni í byrjun því þaö hefur mikiö aö segja að ná góðri stööu þegar í upphafi. Fyrir hverja keppni er haldin undankeppni á sömu braut og þeir sem ná besta tímanum þar byrja fyrstir er í aöalkeppnina kemur. Meöalhraöi kappakstursbílanna er oft á tiöum um 230 km á klukkustund. Grand Prix-keppnin er geysilega vinsæl íþrótt og gífurlegur fjöldi áhorfenda fylgist jafnan meö henni. Jafnt viö kappakstursbrautirnar sem og í sjónvarpi, en beinar útsendingar eru á keppninni til fjölda landa á meöan hún fer fram. hægt aö gera betur, hann æfir þannig aö líkami hans þoli allt mótlæti. í stuttu máli: Niki Lauda er fullkomnastur allra sem full- komnir eru. Hann hefur alltaf veriö þannig. Þegar hann var ungur og óreynd- ur, hagaöi hann sér ætíö eins og bestu atvinnumenn. Helmut Marko, einn af austurrísku öku- mönnunum frá sjöunda áratugn- um, segir frá atviki, sem átti sér staö 1969: „Viö vorum að keyra í æfinga- akstri sem skipti engu máli. Hann var ungur þá og óþekktur öku- maöur, en var mjög fljótur fyrsta æfingahringinn, sá fyrsti raunar. Þegar ég spjallaöi við hann eftir á, kom í Ijós aö hann hafði ekki ein- ungis ekiö brautina með góöum fyrirvara, til að kynna sér beygj- urnar, heldur haföi hann einnig rissaö upp mynd af brautinni, þar sem hvert einasta smáatriöi á hverjum metra brautarinnar var fært inn á. Hann undirbjó sig eins og Evrópumeistaratitillinn væri í veöi. Á þessum tíma þekktist slík nákvæmni ekki í kappakstrinum." En þannig er Lauda. Annaö gott dæmi um járnvilja hans er, þegar hann lenti í liöi með Svíanum Ronnie Peterson. Niki gat ómögu- lega skiliö hvernig Peterson gat ekiö svo hratt á jafn lélegum bíl og hann var á. Þess vegna elti hann Svíann skipti eftir skipti, og festi sér í minni hvernig hann fór aö því aö vinna sér inn þessi brot úr sek- úndu, sem skipt geta miklu máli í lok keppni. Hann læröi aö velja leiðina af mikilli nákvæmni jafn- framt því aö æfa sig í akstursleikni. En það var ekki allt. Hann fór alltaf út af brautinni, þegar hann vildi láta laga eitt eöa annaö smá- atriöi, og á endanum skorti hann aðeins reynsluna til aö ná upp sama hraöa og öryggi og Ronnie á brautinni. Kostaði geysilega þjálfun Allir vissu hve frábær ökumaður Lauda var, en þrátt fyrir þaö bjóst enginn við aö hann næöi aö vinna Formula 1-kappakstur, svo fljótt JMClAPevl INTERNATIONAL • Er Lauda hóf keppni aö nýju geröi hann samning viö McLaren-verksmiöjurnar um aö aka bíl frá þeim. Hefur nýi bíllinn reynst mjög vel, þrátt fyrir aö Lauda segi bíla sem smíöaöir sóu eftir nýjustu reglum, hasta og óþægilega. Hér er Lauda, til hægri, viö nýja bílinn. Grand Prix-keppnin: Staðan í dag Eins og fram kcmur í greininni er Lauda nú í þriðja sæti í keppninni um heimsmeistaratitilinn. Síðasti sigur hans var á breska Grand Prix- kappakstrinum, er hann sigraði mjög örugglega. Var hann 25 sek- úndum á undan næsta manni, Frakkanum Didier Pironi, i mark. Pironi þessi er nú efstur í heims- meistarakeppninni með 35 stig, en Lauda er með 24. Annars er röð efstu manna í keppninni þessi: 1. Didier Pironi, Frakkl. 35 stig. 2. John Watson, Bretland 30 stig. 3. Niki Lauda, Austurríki 24 stig. 4. Keke Rosberg, Finnl. 21 stig. 5. Riccardo Patresse, ít. 19 stig. 6. Alan Prost, Frakkland 19 stig. 7. Nelson Piquet, Brasilía 17 stig. 8. Elio de Angelis, Ítalía 13 stig. 9. Michele Alboreto, ftalía 10 stig. 10. Eddie Cheever, Bandar. 10 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.